Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 10
10 BLAÐIÐ Utgefandi DagblaAið hf. frjálst, óháð daghlað Framkvasmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Frettastjori: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Johannes Roykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Ssevar Baldvinsson. Handrit: Ásgrimur Páisson. BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson. Bragi Sigurðsson Dóra Stefánsdóttir. Gissur Sigurðston. Hallur Hallsson, Helgi Petursson, Jakob F. Magnusson, Jónas Haraldsson, Katrin Palsdottir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaidkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Hafldórsson. Ritstjom Siðumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAalsimi blaðsins 27022 (10 linur). Áskrift 1300 kr. á manuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakiA. Satning og umbrot: DagblaAiA og Steindorsprent hf. Armula 5. Mynda og plotugorA: Hilmirhf. SiAumula 12. Prentun: Arvakurhf. Skeifunni 19. Nú er það stjórnarbolti Eftir eins mánaðar þjark er umræðugrundvöllur sáttanefndar í kjaradeilunni loksins orðinn að niðurstöðu deiluaðila. Þeir þurftu heilan mánuö til að sannfæra sig um, aö hugmyndir sáttanefndar fólu í sér skynsamlega og góða lausn á einkar erfiðum heildarsamningum um kaup og kjör í landinu. Einu umtalsverðu frávik niðurstöðunnar trá hugmyndum sáttanefndar eru 5.000 króna kauphækkun 1. júní á næsta ári og 4.000 króna hækkun 1. september á sama ári. En þessar hækkanir koma eins og hækkanir þessa árs með sömu krónutölu á lág og há laun og eru því í anda þeirrar tegundar láglaunastefnu, sem kom fram í hinum upphaflega umræöugrund- velli sáttanefndar. í heild sýnir niðurstaðan, að sáttasemjar- arnir hafa metið stöðuna og möguleika hennar rétt, þegar þeir lögðu fram umræðugrundvöll- inn. Hugmyndirnar þóttu djarfar á sínum tíma, þar sem verkföll voru þá ekki hafin og menn ekki vanir því að hlusta á sáttatillögur, fyrr en í óefni er komið. Því mióur lá við, að framtak sáttanefndar yrði til einskis. I þessari viku áttu hin tiltölu- lega afmörkuðu verkföll að breytast í alvar- legri og dýrari verkföll. En Vestfirðingar björguðu málinu með því að skera á hnútinn. Það er þeirra sérsamningur, sem nú er með nær engum frávikum orðinn að niðurstööu kjarasamninganna. Allir íslendingar geta varpað öndinni léttar að loknum hinum umfangsmiklu kjara- samningum. Að vísu er kálið ekki sopið, því að mikil verðbólga mun fylgja í kjölfar samning- anna. Víxlverkanir kaups og verðlags munu leiða til tvöföldunar á krónutölum kaupsog gífurlegra verðhækkana á hálfu öðru ári. Þar með er boltinn kominn í hendur ríkis- stjórnarinnar og stuðningsflokka hennar. Er ekki laust við, að þaö komi vel á vondan, því aö tregða ríkisstjórnarinnar gagnvart róttækum aðgerðum til að liðka fyrir samningum er meginástæóan fyrir því, að mikil kaupmáttar- aukning næst ekki nema með mikilli veróbólgu. Samtök launamanna hafa sett í samningana skynsamlega fyrirvara, sem binda mjög hendur ríkisstjórnarinnar í viðleitni hennar til að eyði- leggja áhrif kjarasamninganna. Hingað til hafa ríkisstjórnir yfirleitt komið eins og þjófur á nóttu eftir samninga og haft á burt með sér mestan hluta herfangsins. Nú verður ríkisstjórnin að leita annarra og raunhæfari leiða til að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hún þarf að endurskoöa hinar miklu fjárfestingar sínar og hinar miklu lánveitingar til þjóðhagslega óhagkvæmrar fjárfestingar í atvinnulífinu. Ríkisstjórnir hafa hver fram af annarri neitað að horfast í augu við þá staðreynd, að íslenzka þjóðfélagió er af opinberri hálfu mun verr rekið en þjóðfélög nágrannaríkjanna. Mörg atriði þessa fáránlega rekstrar hafa verið rakin í leiðurum Dagblaósins á undanförnum mánuðum. Landbúnaðurinn er langt frá því að vera eina bölið. Þegar verðbólgan fer aó magnast eftir þessa samningahrinu, verður erfiðara en nokkru sinni fyrr fyrir íslenzka ríkisstjórn aó neita að horfast í augu við staðreyndir. r DAOBLAÐIi). MANUDA< :UR20. JÚNl 1977. DACBLAÐIÐ. MANUDACUR 20. JUNl 1977. Ræflamkkið skelfir soma- kæra Breta Bretar eru fullir reiði, vand- lætingar og skammar á tuttugu og fimm ára valdaafmæli Elísa- lielar drottningar yfir popp- pliilu sem selzt hefur í tvö hundruð þúsund eintökum. Þar er Elísabet drottning kölluð aumingi. Þessi plata er það nýjasta i ..ræfla-rokkinu" svokallaða, ,,punk"-rokkinu. Plötusnúðar útvarpsstöðva, sem yfirleitt geta ráðið því hvort plata selst eða ekki, hafa látið eins og platan sé ekki til og fjöldi hljómplötuverzlana neitar að selja hana. Samt sem áóur hefur platan verið núnter tvö á listum yfir mest seldu plöturnar í Englandi í síðustu viku og búizt er við að hún nái í efsta sæti i þessari viku eða næstu. Lagið heitir ,,Cuð blessi drottninguna" (Cod Save the Queen) og hljómsveitin heitir „Kýnferðisbyssurnar“(The Sex Pistols). Sú hljómsveit hefur vakið mesta athygli'allra þeirra ræflarokkhljómsveita sem starfað hafa í Englandi undan- farið ár eða svo. I textanum eru m.a. þessi orð: „Guð blessi drottninguna — fasistastjórn gerði þig að aumingja." Einnig segir: „Hún er engin mannleg vera — i draumi Englands er engin framtið." í London líta menn á þetta lag sem það svivirðilegasta af öllu þvi svivirðilega, sem ræfla- rokkæðið hefur haft í för með sér, og er þá nokkuð langt gengið. Til þessa hefur sómakærum Bretum þótt nóg um að heyra um ræflarokkara pissa út um hótelglugga og vera dauðadrukkna og hrækjandi á flugvöllum. Tímasetning útgáfu plötunnar gat ekki verið nákvæmari. Það var i sömu viku og haldið var upp á 25 ára valdaafmæli drottningar. Þing- menn hafa ráðizt harkalega gegn útgáfunni. „Ef nota á poppmúsik til að eyðileggja helgar stofnanir okkar ætti að tortíma henni áður,“ sagði Marcus Lipton, þingmaður Verkamanna- flokksins. íhaldsþingmaðurinn Neville Trotter hvatti til þess að sala og dreifing plötunnar yrði bönn- uð. Þjóðfélagsfræðingar útskýra ræflarokkið og æðið, sem því hefur verið samfara í um það bil eitt ár, með því að benda á hörmulegt efnahagsástand í landinu. Mikill fjöldi ung- menna gengur atvinnulaus i steinsteypufrumskógi borg- anna og spenna og gremja fer vaxandi. Stjörnur ræflarokksins bera nöfn eins og (Jrkynjaði Dee, Rotni Johnny og Blóðþyrsti Sid. Skotmörk þeirra virðast vera undirstöður siðaðrar framkomu, eins og eitt brezku blaðanna orðaði það. A götum London og fleiri brezkra borga fjölgar stöðugt ungum piltum og stúlkum í ein- kennisklæðnaði ræflarokkar- anna — rifnum og tættum gallaklæðnaði eða leðurfatnaði — með öryggisnælur i eyrum og kinnum. Almenningi gengur því illa að láta sem ekkert hafi í skorizt og að fyrirbærið sé ekki til. Ræfla-tímarit spretta upp eins og gorkúlur. Eitt þeirra ber heitið ,,Á morgun allur heimurinn" sem var slagorð nasista i síðari heimsstyrjöld- inni. I nýlegu eintaki var birt samsett mynd af Carter Banda- ríkjaforseta, Karli Bretaprins og fleiri stjórnmálaleiðtogum og „viðurkenndum" rokkstjörn- um. Textinn undir myndinni þykir ekki prenthæfur, segir í Reuter-skeyti. Það sem þykir hvað merki- legast við umrædda nýjustu plötu hljómsveitarinnar „Sex Pistols" er að salan hefur fyrst og fremst byggzt á orðspori. Brezki hljómplötuiðnaðurinn taldi það gjörsamlega útilokað. Hljómplötufyrirtæki hljóm- sveitarinnar, Virgin Records, er lítið fyrirtæki en hefur verið tekið alvarlega til þessa. Enginn er kominn til með að segja að svo verði ekki áfram. Aftur á móti hlæja ræflarokk- ararnir að tveim stórfyrir- tækjum í EMI-samsteypunni sem bæði riftuðu samningum sínum við hljómsveitina — m.a. vegna umræddrar pisskeppni á hótelsvölum í London. Virgin Records hefur grætt vel á „God Save the Queen" og á næstunni fá liðsmenn „Sex Pistols" silfurplötu fyrir góða sölu. Ræflarokkararnir hrella sómakæra Breta með því að kalla sjálfa Elisabetu drottningu (að ofan) aumingja á tuttugu og fimm ára valdaaf- mæli hennar. Neðri m.vndin er af tveimur ræflarokkurum i London sem lögreglan hefur séð ástæðu til að athuga nánar. Minnisblað ráðherrans 1 síðastliðnum mánuði var haldin í London ráðstefna sem fjallaði um málefni Norður- Atlantshafsbandalagsins. Þarna voru samankomin nokkur af stórmennum hins vestræna heims og vitanlega þar með talinn fulltrúi íslands. Aðalumræðuefnið á mannfundi þessum voru mál sem sérstak- lega snerta málefni NATO i nútíð og framtíð. Við þessar umræður upplýstist það að NATO stendur nokkuð að baki Varsjárbandalagsins í tækni til þess að tortíma mannkyninu. Að sjálfsögðu þótti þetta ekki gott og ráð voru fundin til þess að leysa þennan vanda. Ekki fóru sögur af því í heimsfrétt- unum að fulltrúi Islands hefði lagt þar mikið til mála en nokkur bót er það að ákvoðið var að utannkisráðherra Islands skyldi skreppa vestur um haf lil skrafs og ráðagerða við bandarikjaforseta og önnur stórmenni þar i landi nú í lok þessa mánaðar um samskipti landanna á þessu sviði. Það er gamall og nýr siður að þegar menn hafa áríðandi erindum að gegna skrifa þeir lítinn minnismiða til þess að gleyma ekki neinu sem máli skiptir. En þar sem ég veit að opinberir starfsmenn eru venjulega önnum kafnir þá hefði ég viljað skrifa þennan minnismiða fyrir utanríkisráð- herrann okkar áður en hann heldur í vesturveg. Kannski er það nokkur ofdirfska af litlum utangarðsmanni í pólitík að bjóðast til slíks starfs en til þess liggja þó nokkrar ástæður. Ein er sú að utanrikisráðherra okkar sem nú er, ásamt þeim öðrum sem því embætti hafa þjónað á undan honum, virðast ekki hafa haft neinn slíkan minnismiða í fórum sínum þegar þeir hafa farið slíkar ferðir og þá sem nú er fyrir- huguð og þvi fallið niður að gæta hagsmuna Islands og íslendinga við eldri samninga- gerðir. Önnur er sú ástæðan að ég tilheyri þeint holming íslendinga sem hægt er að tor- tíma með einni sprengju, eins og um hnútana hefir verið búið ■dðasta aldarfjórðunginn. en það er vist meðfæddur eigin- ieiki að klóra í bakkann. Að undanförnu hefur maður naumast litið svo i islenskt dag- blað að ekki hafi verið þar feit- letraðar fyrirsagnir greina um hinn mikla vígbúnað rússa hér á norðurslóðum. Ekki ætla ág að gera minna úr þessum skrifum en vert er en það ttefir vakið furðu mína að bessi sömu blöð hafa ekki getið þess með einni línu að við íslendingar erum alger- Iega vanbúnir því að þess- jm vígbúnaðí verði beint til Jkkar, þrátt fyrir NATO- varnirnar hér. Þessar varnir, sem við búum við, eru eingöngu miðaðar við tsland sem lífs- nauðsynlega herstöð NATO og Bandaríkjanna en fólkið í landinu er varnarlaust. Ég hefi áður sagt það að það er hægt að tortíma helmingnum af islendingum með einni sprengju, þeim hlutanum sem býr áStór-Reykjavíkursvæðinu. Útgönguleiðin af þessu svæði er aðeins ein brú. Ef liðsmenn árásarafla sprengdu nú I loft upp þessa brú er leiðin lokuð. Fyrir nokkrum mánuðum sa ég í einu dagblaðanna grein um almannavarnir, þar voru myndir af þeim stöðum sem flytja átti fólk til af nefndu landsvæði. Allir voru þessir staðir norðan Holtavörðu- heiðar. Hvernig færi um slíkan flutning á fólki i stórum stíl. að vetrarlagi? Ekki minnist ég þess að sýnd væri nein aðstaða til slíkra mannflutninga á suðurlandi og þar er engin að- staða til þess að sinna særðu fólki. Ef nota þyrfti vogakerfi okkar síðla vetrar til mikilla flutninga er ekki hægt að komast nema upp i Kollafjörð á vesturleiðinni og til Þjórsár- brúarinnar á austurleiðinni. Eitt er það sem almenningur hefir ekki gert sér grein fyrir, og ekki heldur hafa þeir sem þessi mál heyra undir haft opin augun fyrir því, að því meiri hernaðarþýðingu sem landið hefir fyrir stríðandi stórþjóðir, því meiri hætta fyrir fólkið sem hér býr Að undanförnu hafa erlend- ir aðilar, sem best þekkja til þessara mála, sagt það berum orðum að Island væri NATO- þjóðunum svo mikils virði að enginn staður á jarðkúlunni gæti komið i stað þess hernaðarlega séð. Þá hafa þeir sömu aðilar einnig lagt fjár- hagslegt mat á framlag okkar til NATO, að því leyti sem það er hægt. Er hér um að ræða svimháar fjárhæðir sem við getum naumast áttað okkur á. Þó mætti geta þess að sá maður sem kunnugastur er þessum málum, Dr. Luns, hefir sagt að einn liður í framlagi okkar sé álíka hár og fjárlög íslands voru á siðasta ári margfölduð sextíu og fimmfalt. Þetta er fjárhæð sem við, hin litla íslenska þjóð, höfum sparað bandarískum skattborgurum i útgjöldum, fyrir utan annan sparnað og aðstöðu sem ekki verður metin til fjár. Þeir sem líta svo á að framlag okkar til NATO sé ekki meira en eðlilegt er fyrir vernáina gætu dundað við það að reikna út hversu hátt framlag annarra NATO-þjóða sé þegar því hefir verið jafnað niður á hvern þegn þeirra. Kjallarinn Aron Guðbrandsson Það eru til íslendingar sem eru svo bólgnir af þjóðarstolti að þeir hafa gert þjóð sína að aðhlægi. Þeir hafa talið að við værum yfir það hafin að hagnast á hermangi. Við þessa menn vil ég segja eftirfarandi: A hverjum degi er barist einhvers staðar í heiminum. Það er ekki okkar sök og við getum ekkert við það ráðið. Við höfuin andstyggð á manndráp- um og öðrum hermdarverkum og þeirri stórbrotnu evðilegg- ingu og mannlegum þjáning- um, sem styrjaldir valda. ett við ráðum ekkert við þetla. Við eigum heima i þessari syndugu veröld og verðum að haga okkur eflir því oi; l>jai.,-,.a því sem 11 s fríhöfn Kanaríeyjar undan AfríKuströndum, sem margtr Islendingar þekkja, eru sjö samtals og íbúafjöldi ein og hálf milljón. Hótelrekstur og yfirleitt allur rekstur, sem hugsasl getur I sambandi við ferða- marinaiðnaðinn, er geysilegur, ávallt er aukning þar á og fjár- magnsflæðið þar er geysilegt. Eyjamar eru tollfrjálst og skattfrjálst svæði. Mvndavélar og hvers kyns rateindabunaður er þar seldur á um þriðjungi af verðinu sem hér er. Fjölmargir nota því tækifærið og kaupa sér eitthvað af þessum vörum og taka með sér heim í dýrtiðina. Þótt menn tolli vörurnar heima verða þær samt ódýrari en verzlanir hér geta selt þær á Töluvert af innlendri verzlun tapast á þennan hátt. Lítið dæmi er ljósmyndafilma, sem þar kostar um eitt þúsund krónur íslenzkar en hér á þriðja þúsund. Þeir eru ófáir sem myndu vilja taka fleiri myndir á myndavélarnar sínar nér hetma en hafa ekki efni á sökum hins háa verðlags. Væri Island gert að frí- verzlunarsvæði myndi innan- landsneyzla aukast geysilega. Tolltapið mætti vinna upp með álagningu tekjuskattsprósentu af heildarveltu. Bylting ætti sér stað í landinu og ymistegt pyrfti að gera: Stækka flugfiotann, reisa ný hótel, malbika alla vegi, fá brú yfir Hvalfjörð og ferjur yfir aðra firði. Ferðamannastraumur hing- að myndi tífaldast og allir landsmenn myndu græða svo mikið að þeir væru allir heims- borgarar. Þetta er að mörgu leyti betri stefna en að innleiða hér stóriðju. Við eigum að varast að auka á mengun. Hve feginn er ég að koma heim til tslands I ferska loftið eftir útivist á mengaðri erlendri grund, og beir eru fleiri sem geta sagt það. I sambandi við tollfrelsið myndi spretta upp ýmiss konar þjónustuiðnaður, svo sem umskipun á vörum, geymsla og eða hagræðing á milli markaða, þjónusta sem ávallt yrði greitt fyrir í erlendum gjaldeyri. Við greiddum strax upp erlendar skuldir okkar og héldum stöðugleika með dugnaði hins vinnandi fólks og traust á gjald- miðil okkar útávið yrði aukið og bjargað verður. Við höfum and- styggð á öllu því sem kalla má hermang en við eigum sam- kvæmt viðurkenndu viðskipta- lögmáli heimsins að krefjast greiðslu fyrir það sem við látum af hendi við aðra, hvort sem það er þorskur eða aðstaða. Meðalgreindur íslendingur verður lika að gera sér ljóst að verði styrjöld milli stórveld- anna í austri og vestri verður landið okkar blóðvöllur. Það verður tekið af okkur til hernaðarþarfa án þess að við, sem eigum það, verðum spurð. Við höfum reynsluna frá 1940. Þá hefir því verið haldið fram að okkur beri að taka tillit til þeirra þjóða sem með okkur eru i NATO. Þetta er vitanlega rétt að vissu marki. En það er þó eðlilegt að við tökum okkar hagsmuni fram yfir þeirra. Ekki er úr vegi að athuga þá nærgætni sem þær hafa sýnt okkur þegar okkur hefir legið mest á. Margar af NATO- þjóðunum hafa I sameiningu með breta I broddi fylkingar þurrkað upp fiskimiðin okkar á umliðnum áratugum og loka- þátturinn i þeim efnum er sá til þessa dags að bretar hafa sent á okkur herskip sin til þess að hjálpa fiskiskipum sínum til þess að ræna okkur lífsbjörg inni. Ffnahagsbandalagið hefir útilokað okkur frá mörkuðum sinum með tollmúnim, brotar hafa lokað f.vrir löndun a islenskum fiski í breskum höfn- um til þess að kúga okkur til undirgefni. Þegar við báðum Bandaríkin að lána okkur skip til þess að verja landhelgina fyrir bretum fongum við það Kjallarinn Fríðrik Á. Brekkan hann jafnvel tekinn til at-^ hugunar sem eðlilegur og jafn- vel gengið svo langt að skrá hann við hliðina á öðrum gjald- miðli, e.t.v. Vinnudeilur myndu taka á sig aðra mynd, eða hreinlega hverfa, þar eð allir hefðu nóg að gera. Ekki veit ég hvaða áhrif það hefur að varpa fram hug- myndum sem þessum. Ætli það veki nokkurn? Er ekki sjálfseyðingar- hvötin leiðarljós ráðamanna i dag? Verða svona framfara- hugmyndir ekki ávallt bannvara? Friðrik Ásmundsson- Brekkan. svar að ekkert skip væri til í ameríska flotanum sem mundi henta okkur til þeirra hluta. Meira mætti tína til. En þegar á allt er litið þá eru þetta þó vinaþjóðir okkar sem á margan hátt hafa líka sýnt okkur vin- skap i verki, en ofanritað sýnir okkur þó hvernig aðrar þjóðir bregðast við þegar hagsmunir þeirra eru i húfi. Eitt er það sem mér hefir þótt merkilegast í sambandi við dvöl banda- ríkjamanna hér. Við höfum veitt þeim iandvistarleyfi til þess að verja íandið en við höfum jafnframt krafist þess áf þeim að þeir gerðu sem allra minnst til þess að verja það og einskis af þeim krafist til þess að verja fólkið i landinu. Mér finnst þó að það hefði verið heilbrigð skynsemi að krefjast þess að allar þessar varnir væru eins fullkomnar og kostur væri á og þann kostnað sem af því leiddi bæri þeim að greiða. Lélegar varnir eru verri en engar varnir. Samskipti Bandaríkjanna við aðrar þjóðir, hvort sem þær eru í NATO eða ekki, sýna það að talið er eðlilegt að greiða f> rir herr.aðarlega aðstöðu, ekki síður en annað, og ntá þar til nefna Tyrkland, Grikkland, Spán, Portúgal og Noreg og fleiri þjóðir. Allar þessar þjóðir hafa annað mat á þjóðarstolt- inu heldur en við islendingar. Hjá þeim er það fólgið í þvi að meta hagsmuni sína rétl þvi þeir vita að viðsemjendur þeirra sjá um sig. ()g þá er ég koininn að minnismiðanum f.vrir ráðherrann. Bandaríkin hafa halt hernaðaraðstöðu hér á landi í meira en aldarfjórðung. Fyrir þetta hafa þau ekkert greitt en þetta hefir sparað þeim óhemju útgjöld. Fyrir þetta væri eðli- legt að þau greiddu íslending- um fjárhæð sem jafngilti öllum skuldum islenska ríkisins en . það er ekki langt frá þvi að vera 1/40 hlutinn af þeim kostnaði, sem þau hefðu af því að flytja sitt hafurtask úr landi (sbr. áíit Dr. Luns). Einn aðalliðurinn í vörnum landsins og fólksins í landinu eru samgöngumálin. Bandarík- in leggi fram fjármagn til þess að gera varanlega vegi um landið, hafnir og flugvelli. Þetta yrði gert af íslenskum höndum með amerískri tækni, Þetta er einn nauðsynlegasti áfanginn í varnarkerfi landsins og fólksins. Þetta kom greini- lega í ljós hjá norðmönnum en þeir hafa fengið frá NATO, Kanada og Bandaríkjunum um 305 milljarða króna til sam- göngubóta og fl. frá stríðslok- um. A heppilegum stað (hvera- svæði)- á suðurlandi verði komið upp aðstöðu til þess að taka á móti sjúku og slösuðu fólki sem flytja þyrfti frá fjöl- býlissvæ'ðum við Faxaflóann ef á þau yrði ráðist. Slíkt yrði greitt af verndurum okkar en framkvæmt af okkur siálfum. Fjarskiptapjonusiunm verði komið í fullkomið horf með nýjustu tækjum á því sviði. Allt þetta tilheyrir vörnurn lands og þjóðar og mætti þar meira tina til. Aron Guðbrandsson forstjóri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.