Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 28
•[ Þjóðhátíðarhelgin kostaði f jögur mannslíf:} Tvær ungar manneskjur drukknuöu í Elliðavatni Tvær ungar manneskjur drukknuðu aðfaranótt 17. júní í Elliðavatni, er lítilli bátkænu hvolfdi undir þeim og sökk. Þau hétu Jón Sævar Gunnars- son, Reynilundi 3, Garðabæ, fæddur 1953, og Katrín Guð- jónsdóttir, Brúnalandi 19, Re.vkjavík, fædd 1950. Þau höfðu nýlega kynnzt í sólarlandaferð og voru þau gestir eins ferðafélaga síns í sumarbústað skammt frá vatninu umrædda nótt. Milli kl. fimm og sex, að því er talið er, fóru þau úr bústaðnum og reru út á vatnið í lítiili plastkænu. Ekkert er nánar vitað um tildrög slyssins. Laust upp úr hádegi þann 17. tilkynnti flugmaður um bát marandi á hvolfi í vatninu og fór lögregian þegar á vettvang. Var samferðafólkið þá farið að leita Fann lögreglan lik Katrínar við bátinn og frosk- maður fann lík Jóns skammt frá þrem klukkustundum síðar. Vatnið var ekki djúpt á slys- staðnum. en kalt. -G.S. Féll 40 metra ofan íflæðar- mál og lézt 33 ára gamall maður lét lífið í Vestmannaeyjum laust fyrir miðnætti í fyrrakvöld er hann féll fram af 30 til 40 metra háum kletti og niður á klöpp i flæðarmálinu. Lézt hann samstundis. Umræddur klettur er syðst og vestast á Héimaey. Talið er að maðurinn hafi verið við skál. Maðurinn var ókvæntur en lætur eftir sig sex börn eftir því sem bezt er vitað. Tveir aðrir menn voru á ferli skammt frá er þetta skeði og tilkynntu lög- reglunni. -G.S. Leit var hafin á Elliðavatni þegar eftir að flugvél tilkynnti um bátinn í vatninu. Lögreglumenn og SVFÍ menn leituðu og fundu fljótt lík hinna látnu. Báturinn -tii vinstri er sams konar plast- bátur og þau sem létust voru á. — DB-mynd Sveinn Þor- móðsson. Banaslys íhörkuárekstri íKjós Eiginkona hins látna í gjörgæzludeild mikið slösuð Einar Pálsson, forstjóri, Alftamýri 58, beið bana í bifreiðaslysi er varð skammt frá Vindáshlíð í Kjós síðdegis á laugardaginn. Tveir bílar skullu þar saman af mjög miklu afli. t öðrum voru Einar heit- inn, sem var 48 ára gamall, kona hans og barn þeirra hjóna. í hinum bílnum var einn maður, sem var við veiðar í Laxá, en var á leið milli veiði- staða. Slysið átti sér stað rétt við blindhæð á veginum. Annar bíllinn var rétt kominn yfir hæðina er hinn kom að. Við höggið sem var afar mikið kastaðist Saab-bifreið Einars heitins hálf út af vegi og Wagoneer bíll veiðimannsins út af hinum megin og þar á hvolf. Einar og kona hans voru föst í bifreið sinni og leið langur tími þar til komið var með tæki á vettvang svo hægt væri að losa þau úr bílnum. Þegar það varð mun Einar hafa verið látinn. Kona hans er mjaðmargrindar- brotin, margrifbrotin auk fleiri brota og. meiðsla og er í gjör- gæzludeild. Barnið slapp ómeitt að kalla. Veiðimaður- inn í Wagoneer-bílnum hlaut mikið höfuðhögg en var ekki talinn alvarlega slasaður. Þeir sem fyrstir komu að fóru til að ná i hjálp og aðrir tóku að hlúa að hinum slösuðu unz sjúkrabílar komu á vett- vang og hjálparlið frá lögregl- unni t Hafnarfirði. Slysið varð sem fyrr segir nálægt Vindáshlíð en þar um liggur vegur um Kjósarskarð milli Hvalfjarðarvegar og Þing- vallavegar. Var Einar heitinn að koma frá Þingvallavegi en hinn bíllinn í átt frá Hvalfirði. ASt. 7 Sprakk á báð- um ílendingu Litlu munaði að illa færi á Reykjavíkurflugvelli síðdegis á laugardaginn þegar sprakk á báðum hjólunum hægra megin á Flugfélagsvél, sem var að koma frá Sauðárkróki með sjö farþega. Hjólin virðast hafa læstst í lendingu og sýndu vegsummerki að dekkin höfðu brunnið i sundur. Töldu flugvirkjar sín á milli að hjólin hefðu snúizt í snertingu við jörðu en síðan læstst af völdum hliðarvinds. Engan sakaði. Flugstjóri i þessari ferð var Frosti Bjarnason. DB-mvndir: Baldur Sveinsson. -ÓV. 80% hafa samþykkt Vestfjarðasamkomulagið Átta stærstu verkalýðsfélög- in á Vestfjörðum hafa sam- þykkt „Vestfjarðasamkomu- lagið". Tvö félög hafa ekki tekið málið fyrir og þrjú hafa fellt samkomulagið, að sögn Péturs Sigurðssonar, formanns Alþýðusambands Vestfjarða, í samtali við DB í morgun. „Ég reikna með að samþykkt- in nái til að minnsta kosti 80% félagsmanna Alþýðusambands Vestfjarða," sagði Pétur. „Hinir hljóta nú að ganga til samninga við sína atvinnurek- endur.“ Pétur sagði að þetta væri í fyrsta skipti í þau tuttugu og átta ár, sem heildarsamningar hefðu verið gerðir, að einstök félög hefðu tekið sig út úr heildinni og fellt gerða samninga. Hann benti á, aó hins vegar hefði aldrei fyrr verið samið á undan „megin- flotanum." eins og hann orðaði það, „frekar i humátt á eftir." DB spurði Pétur um stöðuna, sem upp væri komin þegar samið hefði verið um 2000 krónum meira í Reykjavík. „Ja, við vitum ekki um krónutöluna enn,“ svaraði Pétur af bragði, „það er enn ekki upp staðið á Loftleiðum. Nú, okkar samningar tóku gildi 13. júní og þegar er farið að borga eftir þeim. Það saxast á þetta eftir því sem það dregst lengur." Hann sagði að það viðhorf hefði ákveðið komið fram á fundum verkalýðsfélaganna á Vestfjörðum að undanförnu, að halda áfram á sömu braut' semja heimafyrir en að sjálf- sögðu í fullu samstarfi við heildarsamtök verkafólks. „Það er rickj hugm.vndin að við verð- um ný reikistjarna," sagði Pétur Sigurðsson. öV Svipazt um eftir 8 ára dreng Tekið var að óttast um átta ára gamlan dreng á laugardaginn. Hafði sá litli farið að heiman frá sér um klukkan þrjú þann dag og var ekki kominn heim seint um kvöldið. Var mikið búið að svipast um eftir drengnum og gera lögreglu viðvart. Um miðnættið kom drengurinn sjálfur heim og hafði gleymt stund og stað á flækingi um bæinn. ASt. frjálst, úháð dnghlað MANUDAGUR 20. JÚNÍ 1977. Átök í slysadeildinni Tveir „sterkir" náungar réðust til atlögu við lögreglumenn og lækni á slysadeild Borgar- spitalans aðfaranótt laugardags. Forsaga málsins var sú að þrír af „sterkari" mönnum borgarinnar höfðu lent í innbyröis deilum og þurfti einn þremenninganna að fara á slysadeild til að láta gera að sárum sínum. Skömmu síðar komu svo félagar hans á deildina og þurfti þá að ,,lappa“ eitthvað upp á annan1 þeirra. Samkvæmt upplýsingum Páls J. Eiríkssonar aðalvarðstjóra lét sá eitthvað dólgslega og vísaði vakthafandi lögregluþjónn á slysadeildinni manninum út. Var sá ekki á því aó fara og vildu þeir félagar nú nota krafta sína og réðust að lögreglunni. Skarst þá einn af læknum deildarinnar í leikinn. Leiknum lauk með því að lögregl- an hafði betur í viðureigninni við ,,kraftakarlana“, sem fluttir voru í fangageymslur lögreglunnar. Læknirinn skrámaðist í átökun- um, en hefur væntanlega fengió skjóta og góða læknishjálp. A.Bj. Fundaðum hitaveitugjald á Suðurnesjum Áhugamenn um hitaveitu á Suðurnesjum eru ekki af baki dottnir með að fá því framgengt að væntanleg heitavatnsnotkun þeirra verði seld samkvæmt mæli, en ekki hinu svonefnda hemla- gjaldi, eins og ráð er nú fyrir gert. I kvöld klukkan hálfníu halda áhugamenn um hitaveitumál fund í Barnaskólanum í Sand- gerði. Framsögumaður verður Alfreð Alfreðsson, sveitarstjóri Miðneshrepps, en einnig kemur á foindinn Sigþór Jóhannesson verk- fræðingur Hitaveitu Suðurnesja. Frjálsar umræður verða síðan og fyriVspurnir leyfðar. emm Ölvaðurskipstjóri ástrandaðritrillu Lítil trilla fr.á Keflavík strand- aði við Garðskaga aðfaranótt sunnudagsins. Skipstjórinn, sem. var einn sins liðs var sofandi um borð þegar trillunni var bjargað í gærmorgun. Lögreglan í Keflavík tók skipstjórann í sína vörzlu. Var hann ábeiandi ölvaður. A.Bj. Brendan nálgast Ameríku Félagarnir um borð í skinnbátnum Brendan eru nú staddir beint vestur af Labradorskaga og allt i lagi um borð, eða „all is well“ eins og stendur í skeytunum frá þeiip. Síðast barst ske.vti frá Brendan- mönnum á laugardagsmorgun og barst þaó frá loftskeytastöðinni á St. Anthony á Gander á Nýfundnalandi. Nálgast þeir nú land og eru aðeins um 180 sjómílur frá landi en þeir h.vggjast ekki taka stytztu leið að landi. heldur halda suður með Nýfundnalandi, suður með austurströnd Bandaríkjanna. -BH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.