Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JUNÍ 1977. I 15 íþróttir íþróttir íbróttir Iþróttir Óskabyrjun Vals og fyrsta tap I Víkings í fjórtán leikjum — fslandsmeistarar Vals sigruðu Víking 4-0 á þjóðhátíðardaginn. Valur hefði átt að vinna 7-5, sagði Tony Knapp. Slík voru tækifærin íslandsmeistarar Vals voru sannarlega á skotskónum er þeir mættu Víking í 1. deild íslands- mótsins i knattspyrnu á þjóðhátíðardaginn — 17. júní. Fjóri i . sinnum sendu Valsmenn knöttinn í netið framhjá Diðriki Ólafssyni, markverði Víkings, án þe-;s að Víkingar næðu að svara i.. rir sig. Hin rómaða Víkings- vörn var bókstaflega tætt í sundur á köfium. Bókstaflega allt gekk upp hjá Val — og einmitt þar skildi á miili liðanna. Annars Staðaní l.deild Urslit í leikjum í 1. deild að undanförnu hafa orðið þessi: ÍBV-KR 2-0 Valur-Víkingur 4-0 Þór-FH 1-2 Akranes-ÍBV 3-0 Breiðablik-ÍBK 1-1 KR-Fram 1-1 Staðan er nú þannig: Akranes 9 7 1 1 17-5 15 Valur 9 6 1 2 15-8 13 Víkingur 8 3 4 1 7-7 10* Keflavik 9 4 2 3 12-13 10 Breiðabiik 9 3 2 4 12-12 8 ÍBV 8 3 1 4 6-8 7 Fram 9 2 : 1 4 11-13 7 FIl 9 3 1 5 11-15 7 KR 9 2 2 5 14-15 6 Þór 9 2 1 6 10-20 5 Markhæstu leikmenn: Ingi Björn Albertsson, Val, 6 Kristinn Björnsson, ÍA, 6 Pétur Pétursson, ÍA, 6 Sumarliði Guðbjartss. Fram 5 Heiðar Breiðfjörð, Breiðabl. 4 Siguriás Þorleifsson, ÍBV 4 Næstu leikir. Miðvikudag 22. júní. ÍBV-FH í Vestmannaeyjum, Breiðablik-Akranes í Kópavogi, KR-Víkingur á Laugardalsvelli. Fimmtudagur 23. júní. Valur- ÍBK á Laugardalsvelli, Þór-Fram á Akureyri. Staðan í 2. deild Urslit leikja í 2. deild: Haukar-KA 1-0 Reynir S-Þróttur, N 2-2 Reynir, Ar-Völsungur 1-3 Þróttur, R-ísafjörður 3-2 Staðan í 2. deild Ísiandsmótsins er nú: Haukar 6 3 3 0 8-3 9 KA 6 4 1 1 9-5 9 Þróttur, R. 6 4 1 1 10-6 9 Reynir, S 6 3 1 2 9-8 7 Armann 5 3 0 2 10-4 6 Völsungur 6 2 1 3 6-8 5 ísafjörður 6 2 1 3 6-9 5 Selfoss 5 2 0 3 5-6 4 Þróttur, N. 6 0 3 3 4-9 3 Reynir, Ar. 6 0 1 5 3-12 1 Einn leikur fer fram i kvöld — Selfossi mæta heimamenn irmanni. vegar skæðir framlínumenn Vals — hins vegar máttlitil sókn Vikings. Leikur Reykjavíkurrisanna var ákaflega skemmtilegur og opinn. Tony Knapp, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins, sagði að í raun hefði átt að fara 7-5 fyrir Val — slík voru tækifærin. Fyrir leikinn gegn Val hafði Víkingur ekki tapað leik síðan 22. ágúst í fyrra — hafði leikið 13 leiki án ósigurs. Það sýnir ef til vill öðru fremur hve stór leikur Vals var á þjóðhátíðardaginn. Víkingur hefur að vísu ekki skorað mörg mörk þessa 13. leiki — en vörnin hefur verið aðall liðsins. Tengiliðir barizt vel á miðjunni — en gegn Val var hvorugt þetta til staðar — óg því stórsigur Vals, 4-0. Fljúgandi start Vals öðru frem- ur gerði út um leikinn — Valur skoraði úr sínu fyrsta mark- tækifæri, hins vegar heppnaðist fátt hjá Víking —þrívegis björg- uðu varnarmenn Vals er knötturinn stefndi í net- möskvana, já, slikur var leikurinn. Þegar á fjórðu mínútu lá knötturinn í netmöskvum Víkings. Bergsveinn Alfonsson vann knöttinn á miðjum vallar- helmingi Víkings. Sendi knöttinn í vítateig Víkings. Þar var fyrir Dýri Guðmundsson er ætlaþi að spyrna að marki — hitti knöttinn illa. Varnarmönnum Víkings mis- tókst að hreinsa — knötturinn féll fyrir .fætur Guðmundar Þor- björnssonaV, sem skoraði með góðu skoti4f 15 metra færi. Á 10. njunútu slapp mark Vals sannarlega. Eiríkur Þorsteinsson komst inn í vítateig Vals frá iiægri — hafði betur i návfgi við Sigurð Dagsson. Knötturinn fór til Theódórs Magnússonar, sem sendi knöttinn til Gunnars Arnar Kristjánssonar. — Gunnar skaut föstu skoti frá vítateig, Sigurður lá í vítateignum en Albert Guðmundsson bjargaði á mark- línu. Þrátt fyrir að nokkurt jafnræði væri með liðunum úti á vellinum, voru sóknariotur Vals mun hættulegri. Á 25. mínútu skoraði Valur sitt annað mark. Albert Guðmundsson tók aukaspyrnu frá hægri — sendi vel fyriT markió. Eins og svo oft í leiknum hikuðu varnarmenn Vikings — og Magnús Bergs skallaði knöttinn í netið, 2-0. Aðeins sjö minútum síðar skoruðu Valsmenn sitt þriðja mark — sannkallað glæsimark. Guðmundur Þorbjörnsson sendi knöttinn laglega út á hægri kantinn til/Alberts Guðmunds- sonar, sem brunaði upp. — Hann sendi síðán knöttinn laglega með hælnum út á vítateigslínu —þar kom Magnús Bergs á fullu. Skaut þrumuskoti i stöngina og inn — 3-0, já allt heppnaðist hjá Val. Þegar á fimmtu mínútu síðari hálfleiks skoruðu Valsmenn sitt fjórða mark — enn laglegt mark. Ingi Björn Albertsson fékk knöttinn inn i vitateig Vikings — lék laglega á tvo varnarmenn Víkings og skaut góðu skoti neðst i markhornið, 4-0. Flestir bjuggust við fleiri mörkum — en Víkingar náðu betri tökum á leiknum og voru mun meir með knöttinn, sóttu mun meir. En ekki tókst þeim að skora — virtist slíkt alveg fyrir- munað og þó skorti ekki tækifærin. Þannig var bjargað á línu góðu skoti frá Theódóri Magnússyni og síðan á 40. mínútu skoti er stefndi neðst í mark- hornið frá Eiríki Þorsteinssyni — en bjargað. Dæmigerður leikur þar sem bókstaflega allt gengur upp hjá iiðru liðinu — ekkert hjá hinu. Það er greinilegt að Vals- menn eru nú mjög að ná sér á strik eftir-slæma byrjun. Sóknar- leikurinn er mjög beittur með þá Guðmund Þorbjörnsson og Inga Björn hættulega. Vörnin er þétt — að baki hennar Sigurður Dags- son öruggur. Sannarlega sýndu Valsmenn meistaratakta á 17. júní — og missi Valsmenn þá Guðmund Þorbjörnsson og Inga B.iörn ekki úr liðinu í at- vinnumennsku þá veita Vals- menn áreiðanlega Skagamönnum harða keppni um meistaratitilinn. Vikingar hafa átt í miklum erfiðleikum í sumar. Þannig hafa þrír máttarstólpar verið meiddir — og léku ekki gegn Val, þeir Róbert Agnarsson, Öskar Tómas- son og Gunnlaugur Kristfinnsson. Til að bæta gráu ofan á svart þá lék Kári Kaaber sárlasinn — var með hita. Theódór Magnússon lá og í flensu vikuna fyrir leikinn — og Eirikur Þorsteinsson meiddist þegar á 10. minútu og gat ekki beitt sér sem skyldi. Kári Kaaber lék sinn 100. leik með Víking — leikur sem hann sjálfsagt vill gleyma. Aðeins skugginn af sjálf- um sér — enda lasinn. Leikinn dæmdi Ragnar Magnússon. h. halls. Tvær vítaspyrnur og tveir reknir af velli — þegar Argentína og Skotland gerðu jafntefli Ljót brot og mikil harka ein- kenndu landsleik Argentínu og Skotlands í Buenos Aires á iaugardagskvöld. Jafntefli varð 1- 1 og á 55. mín. voru þeir Willie Johnston og Vicente Pernia reknir af velli af hinum brazi- liska dómara ieiksins, Romualdo Arpi, sem missti öll tök á ieikn- um. Skotland náði forustu í leikn- um á 77. mín. þegar Don Masson skoraði úr vítaspyrnu. Kenn.v Dalglish var brugðið innan víta- teigs — og vítasp.vrna sjálfsögð. Fjórum min. síðar jafnaði Passa- rella úr vítaspyrnu fyrir Argen- tinu. Tom Forsyth, Rangers, hafði þá ýtt við Trossero innan vitateigs og virtist sem dómarinn væri þá að dæma fyrir hina argentínsku áhorfendur, að sögn Reuters. Brottreksturinn var svipaður og í leik Argentinu og Englands fyrra sunnudag. Pernia sló John- ston — og var rekinn af velli, en þegar dómarinn sýndi Johnston einnig rauða spjaldið hristi WBA- leikmaðurinn höfuðið og trúði ekki sínum eigin augum, ná- kvæmlega eins og Trevor Cherry, Englandi. Dómgæzlan var afar slök og að sögn Reuters hafa ensku og skozku landsliðsmennirnir velt því fyrir sér — ef þeir komast í úrslit HM-keppninnar i Argen- tinu næsta ár — hvort það borgi sig ef dómgæzla suður-amerísku dómaranna verður ekki betri. Skozka liðið var hið sama og gegn Englandi á dögunum — sá leikur var sýndur í sjónvarpinu á dögunum — nema hvað Manch. Utd.-leikmennirnir, Martin Buchan og Lou Macari, hafa verið fastamenn í liði Skotlands að undanförnu í stað Leeds- leikmannanna Gordon McQueen og Joe Jordan. Hinn bráðefnilegi Guðni Tómasson, Armanni, kemur iang- fyrstur í mark i 100 m hlaupi pilta á 11.7 sek. DB-mynd Sv. Þ. Svipminnsta þjóðhátíðarmót í áratugi Þjóðhátíðarmótið í frjálsum iþróttum í Reykjavík var hið svip- minnsta í áratugi hér í höfuð- borginni. Margt af okkar bezta frjálsíþróttafólki við æfingar og keppni erlendis — en nokkrir góðir heimafyrir madtu ekki til leiks vegna meiðsla eða af öðrum ásta'ðum. Fátt var þvi um fina dradti nema i kúiuvarpi og kringlukasti. Þrátl fyrir meiðsii í hné stóð Hréinn Ilalldörsson, KR, vel fyrir sinu og afrek hans í kúluvarpinu 20,35 m það langbezta á mötinu. Fyrir það hlýtur hann forsetabik- arinn. Óskar Jakobsson, ÍR, var líka góður. Varpaði 17.24 m og sigraði i kringiukasti með 55.37 metra. Að öðru leyti vakti langmesta athygli, að Sigfús Jónsson, ÍR, hijóp í báðum riðlum 800 m hlaupsins með fiinm mínútna miliibili — og gerði það aö ósk þjálfara síns. ,,Það næst ekki ár- angur nema leggja eitthvað á sig,“ sagði Sigfús eftir á. t fyrri riðlinum hljóp hann á 2:02.5 mín. — Gunnar Þ. Sigurðsson, FH, sigraði á 1:59.4 mín. — en í þeitn síðari á 2:06.6 mín. og sigraði. Þar varð 14 ára drengur úr Breiða- bliki, ('iuöni Sigurjónsson, annar á 2:13.8 min. 1 3000 m 16. júní sigraði Sigfús á 8:42.8 min. Þar setti Guðni Sigurjónsson pilta- inet, 9:57.6 mín. Af öðrum úrslitum má nefiia, að Björn Bliindal. KK. sigraði i 100 m hlaupi á 11.1 sek. og 200 m á 23.5 sek. Þorvaldur Þórsson, ÍR. sigraði í 110 m grindahlaupi á 15.4 sek. og 400 m hlaupi á 51.0 sek. og þar er piltur, sem miklu má búast við af í framtíðinni Sigurborg Guðmundsdóttir, A sigraði í 100 m hlaupi á 12.6 sek og 400 m á 59.6 sek. Valbjörn Þorláksson. KR. í stangarstökki 3.80 m. Jón Oddsson, HVÍ, í lang stiikki 6.57 m. Elías Sveinsson KR, í spjótkasli 59.73 m. Einat Vilhjálmsson, UMSB. kastaði 56.68 in. Þórdis Gísladóttir. ÍR, i hástökki 1.69 m. Aðalbjörg Haf- steinsdóttir. HSK, í 800 m hlaupi á 2:20.5 min. sem er þriðji bezti árangur íslenzkrar konu i því hlaupi. Lára Sveinsdóttir. Á, í langstiikki með 5.42 m og Guðni Tómásson, A. í 100 in hlaupi pilta á 11.7 sek. Aðeins 13 ára. Hle.vpur injög fallega og áreynslulaust. Eitt mesta hlaupaefni, sem fram hefur komið hér á landi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.