Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚNl 1977. >3 Konan með tvö andlit Hef ur verið lifandi sýnishorn fyrir f egurðarsérf ræðing í átta ár Gladys Stacy er þekkt sem konan með tvö andlit. Síðan i marz 1969 hefur þessi sjötíu og átta ára gamla lang- amma verið lifandi sýnishorn fyrir fegrunarsérfræðinginn Albert Noble. Hann fjarlægði hrukkurnar af öðrum helmingi andlits hennar, þannig að Gladys hefur í raun og veru tvö andlit, — mjög mismunandi. „Maðurinn minn dó árið 1968“ sagði Gladys i viðtali við bandarískt blað. „Ég var ákaf- lega óhamingjusöm og einmana þegar ég svaraði auglýsingu þar sem óskað var eftir mjög hrukkóttri konu, sem væri engum háð. Ég átti langt samtal við eina af aðstoðarkonum Alberts Nobel og mér tókst að fullvissa hana um að ég væri einmitt konan sem Albert væri að leita að. Það barst aldrei í tal til hvers ætti að nota mig eða hvað ég ætti að gera. Eg hafði ekkihug- mynd um hvað álli að gera við mig þegar ég var svæfð í aðgerðarherberginu. Mér var 'aðeins sagt að ég myndi ekki finna til neins sársauka. Þegar ég vaknaði fann ég að andlit mitt var reifað en það var allt og sumt. Það var ekki fyrr en tíu dögum síðar sem umbúðirnar voru teknar af andliti mínu og ég varð mjög undrandi yfir því sem ég sá. Mér var alveg ómögulegt að skilja hvernig hægt hefði verið að fjarlægja allar hrukkurnar úr helmingi andlitsins. Ég vissi að ég var undarleg í útliti en aftur á móti vissi ég einnig að margt fólk neyðist til þess að lifa með miklu verri líkamslýti en þetta var. Eg ákvað því að halda þessu áfram, að gerast lifandi sýnishorn fyrir fegrunaraðferðir Alberts Nobles.“ Gladys sagði að þessi átta ár hefðu á margan hátt verið mjög skemmtileg. Hún hefur fengið tækifæri til þess að ferðast mik- ið um Bandaríkin og hitt fjöldann allan af fólki. „Það hafa aðéins komið fyrir tvö atvik á þessum árum sem voru virkilega leiðinleg,“ sagði Gladys. „í bæði skiþtin var það þegar krakkar urðu hrædd við mig vegna þess hvernig andlit mitt var.“ Nú stendur fyrir dyrum að Gladys fái eitt andlit. Ákveðið hefur verið að Albert Noble geri hrukkueyðingaraðgerðina á þeim helmingi andlitsins sem eftir er. Albert framkvæmir aðgerð sína á læknisstofu og þaðan eru „sjúklingarnir" fluttir á fegrunarstöðina Chris-Mar þar sem þeir eru látnir vera í tólf daga með umbúðir á andlitinu. Það er eiginkona Alberts og félagi hennar, Christie Warren, sem eiga og reka fegrunar- stöðina. Þessi andlitslyfting er ekki fólgin í skurðaðgerð heldur er hún framkvæmd með lyfjum sem borin eru á húðina. í fyrstu eyðist yzta hornlag húðarinnar og síðan er andlitinu haldið í föstum skorðum í 48 klukkustundir með stífum maska. Aðgerðin er síðan endurtekin í tiu daga til viðbótar og á meðan getur sjúklingurinn ekki fengið aðra fæðu en þá sem hann getur sogið upp í gegnum sogrör. Aðgerðinni fylgir enginn sársauki en að sjálfsögðu_ eru. einhver óþægindi samfara henni. Aðgerðin kostar 2500 dollara (um 500 þús. kr. ísl.) og nú þegar hafa nokkur hundruð „sjúklinga" gengizt undir hana. Talsmaður Bandaríska læknafélagsins segir að árangur af aðgerð eins og Nobles geti aldrei orðið lang- varandi og nauðsynlegt sé að aðgerðin sé framkvæmd af lærðum fegrunarlækni. Aðgerðir eins og Noble fram- kvæmir geta hæglega gert meiri skaða en gagn og „sjúklingarnir" fengið miklu meiri líkamslýti en þeir höfðu áður en lagt var út í aðgerðina. -Þýtt A.Bj. Aðeins ivisvar sinnum hefur það komið fyrir að einhver leiðindi hafa hlotizt af andlitsaðgerðinni en það var þegar krakkar urðu hrædd við Gladys og tvískipta andlitið hennar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.