Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 14
14, DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JtJNl 1977. Iþróttir Iþróttir iþróttir iþróttir mm Lokakaflinn færði ÍBV siguráFH! Eyjamenn unnu mikilvægan sigur gegn FH er liðin mættust í Eyjum í gærkvöld í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Þrjú mörk á síðustu 7 mínútum leiksins tryggðu sigur ÍBV — 4-1. Vissulega mikill munur — en Eyjamenn voru beittari í sókn- inni þrátt fyrir að FH-ingar væru fljótari á knöttinn og réðu meir á miðjunni. Lið FH kom sprækt til leiks— réð lögum og lofum á miðjunni en illa gekk að finna leiðina framhjá sterkri vörn ÍBV. Eyjamenn komu síðan meir inn í myndina — og á 14. mínútu náði ÍBV forustu. Karl Sveinsson tók hornspyrnu — sendi fasta sendingu fyrir mark FH — í hnéhæð. Sveinn Sveins- son skallaði knöttinn laglega í netið, fast og laglegt hjá Sveini, 1-0. Eyjamenn efldust mjög við markið og sóttu stíft það sem eftir var hálfleiksins. En Þorvaldur Þórðarson, hinn ungi mark- vörður FH, stóð vel fyrir sínu og vörn FH var traust. Sigurlás lék laglega i gegn — en Þorvaldur varði fast skot hans vel. FH gekk ekkert að skapa sér marktækifæri — vörn Eyjamanna var sterk með Þórð Hallgrímsson öruggan, Staðan í leikhléi var því 1-0. Rétt eins og í byrjun leiks mættu FH-ingar ákveðnir til síðari hálfleiks en þrátt fyrir það var broddurinn ávallt meiri í sókn IBV. Þannig var hinum síhættu- lega Sigurlási Þorleifssyni brugðið innan vítateigs en óbein aukaspyrna dæmd sem ekki tókst að nýta. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti er FH jafnaði. Janus Guðlaugsson komst einn innfyrir og skoraði laglega 1-1. Talsverð harka færðist í leikinn við markið er kom á 25. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar fengu Eyjamenn dæmda víta- spyrnu — en Þorvaldur gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Sigur- lásar. Því virtist stefna í jafntefli — en Tómas Pálsson var á öðru máli. Hann hafði betur í baráttu við Gunnar Bjarnason en þrátt fyrir það virtist lítil hætta — Tómas var upp við endamörk. Hann skaut þó föstu skoti að marki — og inn fór knötturinn en markið verður að skrifast á Þorvald. Aðeins mínútu síðar léku þeir lag- lega í gegn — Tómas og Sigurlás. Knötturinn var gefinn til Valþórs Sigþórssonar, sem sendi á Sigur- lás Þorleifsson — og marka- skorarinn þeirra Eyjamanna var ekki í vandræðum með að skora, 3-1. Og enn var Sigurlás á ferðinni á síðustu mínútu leiksins. Honum var brugðið innan vítateigs — tók spyrnuna sjálfur og skoraði nú örugglega, 4-1. Á pappirum stór sigur — en Eyjamenn þurftu sannarlega að berjast fyrir sigri sínum. Sigurlás hefur gerbreytt liði tBV með endurkomu sinni í liðið — sóknarleikurinn er mjög beitt- ur og samvinna þeirra Tómasar og Sigurlásar skemmtileg. Þá er allt annað og betra öryggi í vörn- inni eftir að Þórður Hallgrímsson kom inn eftir meiðsli. Hjá FH bar að venju mest á þeim Janusi Guðlaugssyni og Olafi Danivalssyni — og Þórir Jónsson, þjálfari FH var góður eftir að hánn kom inn. . Guðmundur Haraldsson dæmdi leikinn — dómgæzla hans var mjög góö. Ávallt á réttum stað — og réttar ákvarðanir. RS. Danir unnu Finna 2-1 Danmörk sigraði Finnland í landsleik í knattspyrnu í Helsinki í ga-rkvöld 2-1. Samkvæmt frétta- skeyti frá Reuter skoraði Elkjær bæði mörk Dana á 59. og 61. mín., en Nieminen eina mark Finna á 82. mín. Áhorfendur voru 9.783. Ömar Guðmundsson, öruggum höndum. mark vörður Breiðabliks, varðt oft snilldarlega í gær í Kópavogi. A DB-mynd Sv.Þ. grípur hann knöttinu Nlistök Björns og Skagamenn föru tómhentir úr Kópavogi Slæm mistök Björns Lárussonar bakvarðar ÍA í fyrri hálfleik kostuðu Skagamenn mark — og tvö stig fóru til Breiðabliks er liðin mættust í Kópavogi í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu. Blikarnir sigruðu sannarlega óvænt 1-0 — og deildin opnast á ný en lánleysi Skagamanna var mikið, Blikarnir skoruðu úr sínu eina marktækifæri i fyrri háifleik — Skagamenn áttu 80% af leiknum — fjöldi marktækifæra en vörn Blikanna var traust og markvarzla Ömars Guðmunds- sonar mjög góð. Hann héit Blikunum sannarlega á floti með frábærri markvörzlu. Já, Skagamenn töpuðu öðrum leik sínum í 1. deild — og rétt eins og á Akureyri gegn Þór áttu Skagamenn í raun aldrei að tapa í Kópavogi. — En slík er knatt- spyrnan, óvænt, heillandi og í raun geta öll lið í 1. deild unnið hvert annað. En Blikarnir eiga sannarlega hrós skilið — aldrei fyrr í sumar hafa þeir náð upp eins góðri baráttu. Börðust um hvern bolta og uppskáru sigur. Skagamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti — og beinlínis yfir- spiluðu Blikana. Marktækifærin létu ekki á sér standa — einungis virtist spurning hvenær Skaga- menn skoruðu. Þegar á fyrstu mín. komst Pétur Pétursson einn innfyrir en Ómar bjargaði með góðu úthlaupi. Árni Sveinsson átti fast skot aftur fyrir sig, Ómar gerði vel að slá í þverslá. Knötturinn féll fyrir fætur Jóns Gunnlaugssonar, sem skaut fyrir af aðeins tveggja metra færi. Pétur átti góða sendingu á Kristin en enn varði Ömar vel, síðan átti Karl Þórðarson fast skot úr góðu færi á 11. mín. en rétt yfir. Já, á 11. mínútum sköpuðu Skagamenn sér þessi góðu mark- tækifæri — markið lá sannarlega i loftinu. Rétt eins og aðeins eitt lið væri á vellinum, Akranes. Skagamenn höfðu yfirburði á öll- um sviðum knattspyrnunnar — áttu mun auðveldara með að hemja knöttinn á hálum vellinum í Kópavogi. Unnu nánast hvert einasta skallaeinvígi og með þá Pétur og Kristin Björnsson stór- hættulega beinlínis yfirspiluðu Skagamenn Blikana. Á 15. mínútu áttu Blikarnir skyndisókn — knötturinn var gefinn fram — Björn Lárusson virtist hafa betur í návígi við Þór Hreiðarsson. En Björn var seinn —of seinn að losa sig við knöttinn og Þór Hreiðarsson komst framfyrir Björn, sem reyndi að brjóta á honum en Þór komst inní vítateig Skaga- manna lék laglega á Jón Þor- björnsson og sendi knöttinn í netið, 1-0. Sannarlega óvænt — Blikarnir höfðu skorað úr sínu fyrsta marktækifæri. Þrátt fyrir markið sóttu Skaga- menn stanzlaust fram að leikhléi en sannfæringin hvarf úr spili þeirra —öryggið.^Árni Sveinsson, sem lék snilldarlega átti þrumu- skot beint úr aukaspyrnu en rétt framhjá. I síðari hálfleik jafnaðist leikurinn til muna. Blikarnir fundu að gæfan var með þeim — og efldust. Sjálfstraustið kom — nokkuð sem virtist hafa horfið úr leik þeirra. En tækifærin voru eftir sem áður Skagamanna. Hörður Jóhannesson, sem var mjög virkur vinstra megin, átti gott skot á 19. mínútu síðari hálf- leiks en rétt framhjá. Hins vegar voru skyndisóknir Blikanna hættulegar — Heiðar Breiðfjörð lék laglega á varnarmann Skaga- manna á 21. mínútu — sendi góða sendingu fyrir Einar Þórhallsson sem var alveg frír en skallaði yfir. Á 35. mín. skoruðu Skagamenn gott mark — Kristinn Björnsson lék á Einar Þórhallsson og upp að endamörkum. Einar braut á Kristni, sem komst þrátt fyrir það áfram — sendi fyrir fætur Péturs sem skoraði — en Magnús Péturs- son dæmdi markið af — auka- spyrnu á Blikana, slæmur dómur. Eftir þvi sem á hálfleikinn leið þyngdist sókn Skagamanna og á 40. mínútu átti Jón Alfreðsson skot í þverslá. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Árni Sveinsson þrumuskot beint úr aukaspyrnu en Ómár bjargaði mjög vel. Á 45. minútu lék Hörður laglega upp vinstri eftir góða samvinnu við Árna Sveinsson, sendi fastan bolta fyrir á Pétur Pétursson en Blikarnir náðu að hreinsa á mark- línu Síðan fjórum mínútum síðar var siðasta tækifæri leiksins — þá Skagamegin. Gísli Sigurðsson átti gott skot en Jón Þorbjörnsson varði mjög vel. Sigurinn var Blikanna og fögnuður þeirra var mikill en Magnús flautaði leikinn af. Skagamenn sátu eftir með sárt ennið, áttu 80% af leiknum 90% marktækifæra en töpuðu þrátt fyrir það. Já, knattspyrna er stundum miskunnarlaus. Árni Sveinsson átti mjög góðan leik á miðjunni, Kristinn ávallt ógnandi — og í vörninni voru þeir traustir, Guðjón Þórðarson, Jón Gunnlaugsson og Jóhannes Guðjónsson — ein mistök — ósigur. Blikarnir hafa oft sýnt skemmtilegri leiki — en ekki minnist ég að hafa séð Breiða- bliksliðið berjast eins vel í sumar og i gærkvöld. Einar Þórhallsson stjórnaði vörninni eins og her- foringi. Hinrik Þórhallsson Björn lenti í erfiðleikum Wimbledon-meistarinn í tennis, Björn Borg, Sviþjóð, lenti i talsverðum erfiðleikum á Wimbledon-mótinu í Lundúnum i gær. Það var í annarri umferð og Björn lék við Mark Edmondson, Ástraliu. Edmondson vann tvær fyrstu loturnar 6-3 og 9-7, og meistarinn. virtist á leið út úr keppninni. Svo varð þð ekki. Björn sneri blaðinu við og sigraði í þremur næstu lotum, 6-2,6-4 og 6-1 og sigraði þar með í leiknum. Lilja tekur þátt í Evrópukeppninni barðist vel þó einn væri lengst af frammi. Á miðjunni var Þór Hreiðarsson góður — en mjög var dregið af Blikunum í lokin. Ónefndur er þáttur Ómars Guðmundssonar í markinu. Ein- mitt þar sem Blikarnir hafa verið. hvað veikastir fyrir. Ómar var I mjög ákveðinn í vítateignum og greip oft vel inní, sannarlega ánægjulegt. Markvarzlan hefur einmitt verið einn af' höfuðverkjum Breiðabliks. Leikinn dæmdi Magnús Péturs- son. Hann hafði mjög góð tök á leiknum. En mistök fannst mér að dæma markið. er Skagamenn skoruðu, af. — Línuvörður veifaði að vísu —;en Magnús hefði átt að loka augunum fyrir því. -h. halis. i Lilja Guðmundsdóttir mun keppa i Evrópumótinu i frjálsum iþróttum i Kaupmannahöfn um helgina. Samkvæmt viðtali, sem Örn Eiðsson, formaður FRÍ, átti við Lilju i gær í Svíþjóð kom í ljós, að meiðsli hennar eru ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið. Hún barf ekki að gangast undir. skurðaðgerð. Liija kemur því til móts við íslenzka landsliðið í Kaupmannahöfn á föstudag — en Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, HSK, verður samt áfram í íslenzka landsliðinu. Fer þvi til Kaup- mannahafnar á föstudag ásamt öðru þvi landsliðsfólki tslands, sem ekki er þegar komið til Kaup'- mannahafnar eða nágrennis. BREIÐH0 Leikföng Æfingagallar Verð f rá 3995.-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.