Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚNl 1977. 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir NU SYRTIRIALINN HIA GAMLA VESTURBÆJARUÐINU — eftir tapleik gegn Víking á Laugardalsvelli í gærkvöld. Víkingar léku vel í fyrri hálf- leik gegn KR á rennblautum Laugardalsvellinum í 1. deild í gærkvöld. Það nægði til sigurs, því Víkingar skoruðu þá tvivegis, en KR, án tveggja lykilmanna, Ottós Guðm.sonar og Hálfdáns Örlygssonar, náði sér ekki á strik fyrr en rétt undir lokin. Þá fengu KR-ingar allgóð tækifæri til að skora — en tókst ekki að koma knettinum í markið hjá Diðrik Ölafssyni utan einu sinni. Þá var að því er virtist gott mark dæmt af KR. Diðrik meiddist í þeim átökum — ofan á meiðsli fyrir, því strax i byrjun leiksins fékk hann stuð. Lék haltur það, sem eftir var. Lokatölur í leiknum. Vikingur 2 — KR 0 og staða KR er nú mjög alvarleg hvað fall- hættuna snertir. Víkingar, sem endurheimtu Róbert Agnarsson, miðvörðinn sterka'eftir meiðsli frá fyrsta leik mótsins, voru miklu ákveðnari í fyrri hálfleiknum. Strax á lO.mín. skoruðu þeir og vel var að þvi marki unnið. Eiríkur Þorsteins- son gaf fallega út á Ragnar Gisla- son bakvörð, sem var á auðum sjó á hægri kanti. Ragnar lék nær KR-markinu. Gaf síðan vel fyrir til Viðars Elíassonar, sem skallaði I markið framhjá Sverri Haf- steinssyni, markverði. Víkingur lék með þremur mið- vörðum, Kára Kaaber, bezti maður liðsins í leiknum, og Helga Helgasyni auk Róberts — en Magnús Þorvaldsson og Ragnar, bakverðir, studdu vel við sókn Víkings. Vörnin var mjög sterk framan af — það svo, að KR-ingar fengu ekki marktækifæri í fyrri hálfleik. Hætta var á stundum við KR-markið. Hannes Lárusson, miðherji Víkings, sem er i mikilli framför sgm leikmaður, lék i gegnum lŒ-vörnina á 22 mín., en spyrnti framhjá í opnu færi. Níu mín. síðar sendi Jóhannes Bárðar- son knöttinn með góðu skoti neðst í markhorn KR-marksins, en flest- um áhorfendum til furðu var markið dæmt af vegna rangstöðu tugum metra í burtu — rang- staða á leikmann, sem engin áhrif hafði á leikinn. Tvö góð mörk voru því dæmd af í þessum leik þannig, að segja má, að dóm- gæzlan hafi haft sömu áhrif gagn- vart báðum liðum. En leiðinlegt er þó að sjá slík mistök dómara og línuvarða. Á 37 min. skoruðu Víkingar annað mark sitt. Gull af marki. Eftir innkast gaf Róbert vel inn í vítateig KR — sp.vrnti knettin- um að stönginni fjær, og þar gnæfði Kári Kaaber yfir KR-inga og sneiddi knöttinn með höfðinu i bíáhornið neðst. 2-0. I síðari hálfleiknum dalaði leikur Víkings mjög — en KR- ingar voru þó lengi að ná sér á strik. Leikurinn var mjög daufur lengi framan af hálfleiknum. Sáralítið, sem gladdi augað. Þö brunaði Örn Oskarsson í gegnum Víkingsvörnina um miðjan hálf- leikinn. Átti aðeins Diðrik eftir og hugðist vippa knettinum yfir hann. En Diðrik varði snilldar- lega — og skömmu eftir horn- spyrnuna barst knötturinn að KR- markinu. Kári spyrnti knettinum i stöng KR-marksins og síðan var bjargað á marklínu. Nokkru síðar fékk Kári aftur gott færi, sem honum tókst ekki að nýta. Lokakaflann sóttu KR-ingar — en mestur vindur var úr Víkingum. Vörn þeirra opnaðist nokkrum sinnum en aðeins einu sinni lókst KR að koma knettin- um í mark Víkings. Það var Árni Guðmundsson, sem sendi knött- inn í markið eftir að Diðrik hafði varið hörkukskot Arnar. En dómarinn Grétar Norðfjörð dæmdi markið af — og það var ekki að sjá, að sá dómur hefði nokkra stoð í veruleikanum. Verst KR-inga fór Örn að ráði sínu rétt á eftir, þegar hann sp.vrnti knettinum framhjá fyrir niiðju Víkingsmarkinu alveg inn við markteig. Víkingar sluppu því með skrekkinn — en slakur og kæruleysislegur leikur þeirra lokakaflann hlýtur að verða þeim sjálfum umhugsunarefni. Gegn markheppnari mótherjum en KR- ingar voru að þessu sinni hefði það getað haft slæmar afleiðingar. Þetta var aldrei neinn stór- leikur, enda erfitt að leika á gler- hálum vellinum í úðanum i Laugardal. Víkingar voru mun sterkari framan af og mikill munur er f.vrir liðið, að hafa fengið Róbert með á ný. Sá ungi piltur er ákaflega sterkur leik- maður, þó svo Kári skyggði á hann sem aðra Víkinga í þessum leik. Þá eru miðherjarnir Hannes og Viðar að verða hættulegir sóknarleikmenn. Báðir bráðflínk- ir með knöttinn. Nú eru meiðslin — ofan á allt annað — farin að hrjá KR-inga alvarlega. Tveir sterkustu menn liðsins, Ottó og Hálfdán, meiddir og gátu ekki leikið. Við fjarveru þeirra mynduðust geigvænleg göt í KR-liðið, einkum i vörnina, þar sem Ottós naut ekki—en hann hefur verið traustasti ieikmaður KR í íslandsmótinu hingað tii. Og enn á Magnús Guðmundsson langt í land ineð að leika á ný í KR-markinu eftir meiðslin, sem hann hlaut í leiknum gegn Val fyrir tæpum mánuði. Við slíkum áföllum má ekkert lið í fallhættu. Utlitið er því dökkt hjá KR. Aðeins sex stig úr tíu leikjum — en KR-ingar eru baráttumenn, sem alltaf hafa bjargað sér, þó útlitið hafi a stundum verið dökkt, jafnvel kolsvart. Nú reynir á — og í liði KR eru nokkrir ungir piltar, sem gætu hafið merki gamla Vesturbæjarliðsins á loft i þeim átta leikjum, sem liðið á eftir. hsím. Leikurinn við Norð- menn verður erfiður — segir Tony Knapp, landsliðsþjálfari. Landsleikurinn við Norðmenn nk. fimmtudag verður áreiðanlega erfiður — jafnvel erfiðari en gegn Norður-írum i HM-keppninni. Eg sá norska liðið leika gegn Svíum í vor og það er allgott, sagði Tony Knapp, lands- liðsþjálfari, þegar Dagblaðið ræddi við hann í morgun. Sennilega verður líka erfiðara að ná upp stemmningu meðal íslenzku leikmannanna en gegn Írum, bætti Knapp við. Tveir úr landsliðshópnum eru meiddir, þeir Guðmundur Þor- björnsson, Val, og Einar Þórhalls- son, UBK, og geta ekki leikið gegn Norðmönnum — en nokkrir af ísl. atvinnumönnunum verða með í leiknum, sagði Knapp. Það hefur verið ákveðið, að þeir Matthías Hallgrímsson og Teitur Þórðarson komi frá Svíþjóð, en ákvörðun verður tekin í kvöld hvort Jóhannes Eðvaldsson leikur. Hann er að koma úr sumarfríi. Þeir Marteinn Geirson, sem hefur æft með Fram að und- anförnu, og Guðgeir Leifsson eru hér heima i fríi. Þeir hefja æfing- ar hjá mér í dag. Annars er vandamálið, agði Knapp að lokum, að landsliðið verði fastmótað. Það skapar vandamál , þegar leikmenn eru í fríum — og aðrir í leikjum er- lendis, svo maður veit ekki hvort þeir verða heilir, þegar að lands- leiknum kemur, auk þess sem það veikir íslenzka landsliðið, að Ásgeir Sigurvinsson getur ekki tekið þátt i leiknum. LT VAÐ- STÍGVÉL Stærðir: 27-34 BREIÐHOLT Strigaskör Verð frá513.- Fótboltar frákr.440.- Viðleguútbúnaður t.d. svefnpokar frá kr. 4.800.- Fótboltaskór Sportvöruverzlun Póstsendum Ingólfs Oskarssonar uuhóium 2-6 - símí 75020 Vörur fyrir hestamenn Vöðlur kr. 7.990.- Klofstígvél kr. 4.730,- Veiðivörur! Iþróttir Staðan Breiðablik — Akranes 1-0 ÍBV — FH 4-1 KR — Víkingur 0-2 Staðan i 1. deild íslandsmótsins er nú: Akranes 10 7 1 2 17-6 15 Valur 9 6 1 2 15-8 13 Víkingur 9 4 4 1 9-7 12 Breiðablik 10 4 2 4 13-12 10 Keflavík 9 4 2 3 12-13 10 ÍBV 9 4 1 4 10-9 9 Fram 9 2 3 4 11-13 7 FH 10 3 1 6 12-19 7 KR 10 2 2 6 14-16 6 Þór 9 2 1 6 10-20 5 í kvöld fara fram tveir leikir. Valur mætir Keflavík í Laugardal og á Akureyri eigast við Þór og Fram. Markahæstu leikmenn í 1. deild eru nú: Ingi Björn Albertsson, Val, 6 Kristinn Björnsson, ÍA, 6 Pétur Pétursson, í A, 6 Sigurlás Þorleifsson, ÍBV, 6 Sumarliði Guðbjartss, Fram 5 Bezti heims- árangurinn í 4 greinum Mörg frábær afrek voru unnin á frjálsíþróttamóti í Köln í gær. Komar, Póllandi, sigraði i kúluvarpi með 20.30 m. Al Feuerbach, USA, varpaði 20.19 m og Tcrry Albritton. USA, 19.49 m. Bezti heimsárangurinn í ár náðist í fjórum greinum. Karl Fleschen, V-Þýzkalandi, hljóp 3000 m á 7:41.21 mín. Tólf hlauparar hlupu innan við átta min. Ari Paunon- en, Finnlandi, setti piltamet 7:43.2 min., sem er frábær tími pilts innan við tvítugt. Varð þriðji. Kathy Schmidt, USA, kast- aði spjóti kvenna 64.06 m. Irena Szerwinska, Póllandi, hljóp 200 m á 22.61 sek. og sveit USA hljóp 4x100 m boðhlaup karla á 38.87 sek. Þar hlupu McTear, Jones, Glance og Riddick. Athygli vakti, að Houston McTear sigraði í 100 m á 10.13 sek. á undan Don Quarrier, Jamaíka, 10.21 sek. Jones 10.23 og Riddick 10.28 sek. voru á undan Steve Williams, sem varð fimmti á 10.29 sek. Glance fékk sama tíma. Quarrie varð einnig aðeins i öðru sæti í 200 m. Riddick sigraði á 20.44 sek. Quarrie hljóp á 20.65 sek. Earl Bell, USA, stökk 5.55 m í stangarstökki. Edwin Moses hljóp 400 m grindahlaup á 48.73 sek. Mike Boit, Kenýa, 800 m á 1:44.35 mín. Mark Enyeart, USA, varð annar á 1:44.84 mín. en John Walker, N-Sjálandi, aðeins fimmti á 1:46.22 mín. Eamon Coghlan, írlandi, sigraði i 1500 m á 3:38.95 mín. á undan Harald Hudak, V-Þýzkalandi, 3:39.36 mín. og Dwight Stones, USA, stökk 2.18 m í hástökki. Skotargegn Brasílíu Skozka landsliðið i knattspyrnu leikur sinn síðasta leik i Suður- Ameríku-ferðinni i kvöld gegn Brasilíu. Fyrirliði Skota, Bruce Rioch, Everton, getur ekki leikið vegna meiðsla. Archie Gemmill, Derby, kemur í hans stað. Skozka liðið verður þannig skipað, Rough, McGrain, Forsyth, Buchan, Donachie, Gemmill, Hartford, Masson, Johnston,, Macari og Dalglish, en lið, Brasilíu verður þannig skipað. Leao, Ze Maria, Luis Pereira, Am- aral, Marinho, Terezo, Rivilino, Gil, Paulo Isidoro, Reinaldo og Paulo Cesar. Danskur badminton- þjálfari á Akranesi Danskur . badmintonkennari, Peder Jensen, kennir nú á Akra- nesi og verður þar fram á laugar- dag. Æfingar hjá honum eru mjög vel sóttar. Æft tvisvar á dag, byrjendur og þeir sem lengra eru komnir í íþróttinni. Badminton- ráð Akraness gaf félögum kost á að senda þátttakendur á æfing- arnar og eru þar meðal annars sex frá Siglufirði. Peder Jensen þjálfaði einnig um vikutíma á Akranesi í fyrra með mjög góðum árangri eins og vel hefur komið fram hjá Akur- nesingum i badminton. '

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.