Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUB 93 .lUNt 1977 - Eltingaleikur í „kerfinu” Ekki tekið tillit til ólíkra einstaklinga þegar um gervibrjóst er að ræða Þau sem fast hja heildverzluninni Remediu. GervibrJóst þau sem fást hjáLyf javerzlun ríkisins. DB-myndlr: Hörður. „Þetta gengur allt mjög hægt fyrir sig í gegn um kerfið og kostar oft ðskaplegt hringl og margar ferðir á milli staða,“ sagði Halldóra Thoroddsen hjá Krabbameinsfélaginu er við inntum hana eftir því hvernig íslenzkum konum gengi að fá gervibrjóst við sitt hæfi eftir að brjóst þeirra hafa verið numin af vegna sjúkdóms. ! grein annars staðar í blaðinu er rætt um nýja gerð af gervibrjóstum á bandarískum markaði og fannst okkur tilvalið að kanna hvernig þessum málum væri háttað hér á landi. Tveir aðilar sjá um útvegun gervibrjósta fyrir íslenzkan markað. Lyfjaverzlun ríkisins og heildverzlunin Remedía. Hjá Lyfjaverzluninni fást brjóst fyllt sílikoni og lofti. Þeim er stungið inn í brjóstahaldara og er ómögulegt að hafa þau án þeirra. Þau kosta á nýjasta verði 7478 krónur en Tryggingastofnun ríkisins endurgreiðir 70% þannig að hlutur kvennanna er 2242 krónur. Hjá Remedíu fást hins vegar brjóst sem okkur virtust mun eðlilegri. Þau eru úr plasti sem heitir silastik og er það alfínasta sem hægt er að fá. Þau eru fyllt með sílikoni. Framyfir brjóstin frá Lyfja- verzluninni hafa þau að þau eru í eðlilegri þyngd og hafa venjulegan likamshita. Þau límast einnig við likamann og þurfa konur því ekki nauðsyn- lega að nota brjóstahaldara. Þau eru einnig þannig úr garði gerð að óhætt er að fara með þau í sund og komi á þau smágat lagast það af sjálfu sér. Þessi brjóst eru hins vegar mun dýrari en hin, kosta alls 16.465 kr., en að frádregnum hlut trygginga kosta þau 4.646 krónur. Brjóstin hjá báðum þessum fyrirtækjum eiga það sameigin- legt að þau eru ekki alvég eðli- leg viðkomu og ekki er neinn munur á þeim eftir því hvort þau eiga að vera hægra eða vinstra megin. Halldóra Thoroddsen hjá Krabbameinsfélaginu sagði að lítil gæði brjóstanna væri þó ekki það versta. Fyrirhöfnin sem fylgir þvi að verða sér úti um þau væri oft gífurleg og getur gert það að verkum að konurnar hreinlega missa kjarkinn þar sem um svo við- kvæmt mál er að ræða. Fyrst þarf læknir að skoða konurnar og mæla hversu stór brjóst þær þurfa að nota. Síðan er að kaupa brjóstin og þurfa konurnar þá að leggja út féð fyrir þeim. Eftir það er svo að fá hluta Tryggingarstofnunar greiddan. Oft þurfa konurnar að fara margar ferðir á hvern stað. Ef eitthvað kemur svo fyrir blessað brjóstið eða að konunum falla þau ekki byrjar sáma sagan upp á nýtt. Halldóra sagði að það væri vitaskuld einstaklingsbundið hvað konum félli bezt varðandi gervibrjóst sem annað. Það sem einni þætti alveg órnögulegt væri það bezta hugsanlega fyrir aðra. Vitaskuld væri því þægi- legast að konurnar fengju þá gerð brjósta sem þeim hentaði bezt strax eftir aðgerð og helzt inni á sjálfu sjúkrahúsinu hlutur trygginga hefði þá begar verið greiddur. DS. NÝ GERVIBRJÓST Á BANDARÍSKUM MARKAÐI „Mamma”Barbie doll tekin til starfa á ný Það skilur vist enginn nema kona sem í því hefur lent hvað því fylgja miklir andlegir og líkamlegir örðugleikar að missa annað eða bæði brjóstin. Úr líkamlegu erfiðleikunum hefur verið bætt að nokkru með gervibrjóstum en þau sem hafa fengizt eru að flestra dómi það vond og ljót að sálrænu erfið- leikarnir hafa sízt minnkað. Nú virðist þetta þó standa til bóta því í Bandaríkjunum eru nú framieidd gervibrjóst sem eru mun þægilegri og fallegri. Það er ,,mamma“ Barbie dúkkunnar, Ruth Handler, sem hefur fundið þessi brjóst upp og framleiðir þau. 1970 voru bæði brjóstin tekin af Ruth og eftir það segist hún hafa farið að gera sér grein fyrir hvað það væri að vera án þeirra. „Ég reyndi öll þau gervibrjóst sein til voru,“ segir Ruth. „Þau voru öll hringlaga þannig að ekki var hægt að fá vinstra eða hægra brjóst. Það er svipað og ef vinstri skór er settur á hægri fót“. Ruth gprði meira en að finna að þessu, hún gerði eitthvað í málinu. Og þetta eitthvað var að búa til mjúk og eðlileg gervibrjóst. Þau eru þannig að greinilegur munur er á því hægra og því vinstra og brjóstin eru viðkomu nær því' alveg eins og venjuleg brjóst. Ruth segir að lífið sé mun skemmtilegra eftir að hún fékk sér sjálf svona gervibrjóst, nú getur hún til dæmis farið í sund alveg óhrædd um að að sér verði hlegið. Auk þess hefur hún ekki grætt neitt smávegis á framleiðslunni því brjóstin seijast nú mjög ört og á salan að öilum llkindum enn eftir að aukast. -DS. Brjóstin hennar Ruth Handier seljast nú í miklum mæli. „Eg hef aðe'ins áhyggjur af einu,“ segir hún. „Og það er að þetta vaxi mér yfir höfuð. Lék íGuðföðurnum Dulrænir hæfileikar Leikkonan Fay Spain, sem lék f kvikmyndinni Guðföðurn- um II. hluta, komst að því, þegar hún var lö ara, ao hun hefur dulræna hæfileika. Svo segir hún. Hún kveðst hafa séð fyrir óorðna hluti æ síðan. Hún sá til dæmis fyrir lát tengdaföður síns, og hún hefur spáð rétt um úrslit fjölda kapp- leikja. Ennfremur hefur hún spáð rétt um niðurstöður dóms- mála. Hún komst að raun um hæfi- leika sína, þegar hún var á öku- ferð með nokkrum kunningjum í Marylandfylki. Hún þekkti ekki staðhætti, en allt i einu fór hún að sjá fyrir, hvaða leið lá að veitingahúsi. „Ég hafði aldrei á ævinni komið þangað, en einhvern veginn vissi ég, hvar veitingahúsið var. Þetta var 20 mílna ferð, og ég sagði rétt til um hverja beygju.“ Menn hafa stundum orðið skelkaðir við forspá hennar. „Það var til dæmis fyrir tveim árum. Ég sá föður eiginmanns- ins míns, sem mér þótti mjög vænt um, í gráum poka. Ég vissi að þetta þýddi að hann mundi Fay spaln. deyja. Ég sagði við manninn minn síðdegis þennan dag: „Phil, faðir þinn er að deyja.““ Phil Westbrook, eiginmaður Fays, segir: „Degi sfðar var faðir minn látinn, svo að ég fór auðvitað að trúa á dulræna hæfileika hennar. Hann hafði verið veikur um skeið, en engin ástæða var til að álíta að hann væri að dauða kominn.“ Fay minntist ánægjulegri stunda. „Ég get séð fyrir úrslit „rugby“ leikja “ segir hún, og eiginmaðurinn hefur gaman af. „Það er ótrúlegt," segir hann og hlær. „Ég tel, að hún hafi á réttu að standa i 75-80 af hundraði tilvika." Westbrook, sem er lög- fræðingur, hefur samt mestan áhuga á hæfileikum hennar til að sjá fyrir niðurstöðu flókinna dómsmála, sem hann fjallar um. „Nákvæmni hennar er furðuleg," segir hann. „Hún spáir ekki um öll mál, aðeins þau sem hún hefur sérstakt hugboð um. Þegar hún spáir um dómsmálin, hefur hún á réttu að standa f nfu tilvikum af hverjum tiu.“ „Ég fæ flest hugboðin .í vöku,“ segir Fay. „Þetta er alltaf að koma fyrir mig. Ég; læri að venjast þessu. Ég á ekki gott með að sjá fyrir eitthvað, sem kemur við sjálfa mig, en mjög góð að spá fyrir öðrum. Ég er ekkert hrædd við þetta. Ég vildi, að ég gæti séð hluti fyrir að vild, þvf miður kemur hæfi- leikinn og fer jafnóðum.“

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.