Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 2
 2 Fuglaskoðun færist sífellt í vöxt og er það vel. A góðviðrisdögum má sjá fólk á gangi i fjörum og fjöllum, mundandi kíki eða myndavél. Félagasamtök gera út sérstakar fuglaskoðunar- ferðir og fer fjöldi þátttakenda vaxandi. Einnig er talsvert um það, að útlendingar leggi leið sína hingað til lands í þeim aðaltilgangi að skoða fugla. Þeir sem til þekkja segja að fuglaskoðun sé skemmtileg tómstundaiðkun enda fer saman skoð- un landsins og náttúrunnar um leið og litið er til fuglanna. Þau sýnishorn af fuglum sem hér er eru á síðunni eru heldur fátækleg, hrafn, dúfa og svartbakur. Hrafninn hefur löngum verið i upp- áhaldi hjá Islendingum og við hann eru tengdar sögur, allt aftan úr goðafræði. Dúfan er hins vegar tákn friðarins, en svartbakurinn á sér fáa formæl- endur. rl. „Þig ég unga þekkti best...” DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JULÍ 1977 Fyrir réttum 36 árum fékk ég til birtingar eftirfarandi vísur hjá Jóni Rafnssyni, en þær eru eftir Rafn Júlíus Simonarson föður hans. Hann var Skag- firðingur að ætt, en dvaldi síðustu æviár sín i Vestmannaeyjum og dó þar um sjötugt, árið 1933. Rafn hefur verið vel hagmæltur, eins og þessar stökur bera með sér. Sú elsta er ort fyrir aldamót og er úr pólitík þeirra tíma. ★ Fiestar kápur fara eins fjárhagsmálatíkinni, hót ei reiðast höggi beins hundarnir í Víkinni. ★ Rafn mun hafa sótt sjóinn, eins og flestir alþýðumenn. Hér er siglingavísa. ★ Stoðin reiða hristist há, hroða ieiði spáir, gnoðar breiðum brjóstum frá boðar freyða gráir. ★ Eins og menn sjá er þetta dýr visa, keppikefli skálda og hagyrðinga fyrr á tíð. — Prestagagnrýni fylgdi og hans tíma, alþýða var farin að gera miklar kröfur til guðsmanna sinna, og gætti þá ekki alltaf sanngirninnar. ★ Hann sem lakur hirðir er, hitans spakur nýtur, meðan hrakin, hryggjarber hjörðin klaka brýtur. ★ Sjálfur lítur Rafn yfir farinn veg og yrkir: ★ Orðinn smeykur lífs við leik, lukka veik það styður. Eg sem eikin eliibleik óðum heykist niður. ★ Hér er einnig heimsádeila. ★ Wet ég fátt við mannkynið, mun þó sáttur una. Mér er grátt í geði við guð og náttúruna. ★ Siðasta vísan, sem hann orti, mun vera svona. ★ Finna skjól í feigðarbyl, firrast njólu svarta, þeir er sól og sumaryl sífellt ólu í hjarta. ★ Jón Rafnsson, hin aldna kempa úr verkalýðsbaráttunni og róttækasta armi íslenskra stjórnmála, hefur nú dregið sig í hlé úr hinu daglega stríði, enda ekki alla tíð gengið heill til skógar. Hann er einn þeirra sem ungur kynntist böli berklaveikinnar af eigin reynd, stóð líka framarlega í uppbyggingarstarfi berkla- sjúklinga. Hann hefur I elli sinni valið sér hæli á Reykjalundi við hvíld og starf. Auk blaðamennsku og bókagerðar vegna verkalýðsbaráttunnar hefur Jón Rafnsson ort, eins og faðir hans, og ort dýrt. Sér og öðrum til gamans sctti hann saman kver, sem út kom myndum prýtt 1965. Það hét Rósarímur. Söguhetjan er veslfirskur sjósóknarmaður. Rósinkranz ívarsson, fæddur fyrir aldamót og látinn í hárri elli um það bil, sem ríman kom út. Þeir Jón höfðu verið samherjar í verka- -lýðsbaráttunni og stjórnmálum. Hér tek ég sem sýnishorn, mansöng f.vrstu rímu. ★ Fjarri leiðum fengsældar, frá því snemma á hausti, rambar nú mitt frostafar fram úr vetrarnausti. Þó að vökni vettir manns, vart ég sýta nenni, ef ég bara einhvers lands einhversstaðar kenni. Þótt nú gerist harðla hvasst, hrikti i rám og taugum, segladótið set ég fast, sigli beint af augum. Heiglum vist á víðum mar varla hentugt myndi: kænan fieytir kerlingar knúin gýgjar vindi. Sleppi ég ei lífstillands iæt ég oná fljóta Rímnastúf um Rósinkranz. Rúnastínatóta! ★ Lokavísa bókarinnar er svona. ★ Hægir róður hrönnum á, hlægir móðan strönd að ná, ægis gióða folduin frá fæ ég ljóðagjöidin smá. ★ Þessar vísur eru eignaðar séra Tryggva Kvarán, uppkast að gamansömu biðilsbréfi í orðastað vinnumanns! ★ Ösk á ég i eigu minni ofurlítið grey: Að mega elska einu sinni áður en ég dey. Að það sé svo undurgaman, allir segja mér. Eigum við að vera saman, og vita hvernig fer? ★ Best gæti ég trúað því að visurnar hefðu verið fleiri. Veit nokkur um það? ★ Maður nokkur missti konu sína, sem hann unni mjög. Nokkrum árum eftir lát hennar var hann eitt sinn að skoða mynd af henni. Hann mælti þá fram þessa vísu: •k Þig ég unga þekkti best, þig ég unga kyssti, þig ég unga þráði mest, þig ég unga missti. ★ Eftirfarandi vísa er eftir Guttorm J. Guttormsson, skáld I Vesturheimi. ★ Það sem ungum lærist i eili verður tamt, orðshátt þann eg vel, því sannan tel hann, þeir sem voru á brjósti að hrundum hyllast jafnt, hinir eru gefnir fyrir pelann. J.G.J. — S. 41064.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.