Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 13
I).\x;BLAÍ)IÐ. LAUC.AKDAC.UR 9 JUU 1977. 13 1953 voru þau gift. Þarna eru þau með börn sín þrjú. IVfeð þeim á mvndinni er sonur Rosseilinis úr fyrra hjónabandi. in og dvelja á Italíu það sem eftir væri. Hún kvaðst þó ekki geta gert neitt við því. „Eg veit að þetta bréf fellur eins og sprengja á heimili okk- ar — og nú stendur þú eftir einn í rústum þess. Ég get ekki hjálpað þér.“ Peter Lindström var alls ekki á því að standa eftir einn í rústunum heldur fór um hæl til Italiu og hitti skötuhjúin að máli. Hann harðneitaði í fyrstu að gefa henni eftir skilnað. Hann lokaði sig inni á hóteiherbergi með Ingrid og Rossellini kallaði á lögregluna, hvítglóandi af bræði, til þess að ,,bjarga“ Ing- rid sinni. Varð að gefo henni skilnað Loks kom að því að Peter Lindström varð að fara einn aftur tii Bandaríkjanna, þar sem hann ól dótturina Piu upp einn síns liðs. Ingrid varð eftir á Ítalíu hjá Rossellini. Þau héldu tii Stromboli þar sem myndataka á samnefndri kvikmynd fór fram. Sú mynd var reyndar sýnd í íslenzka sjónvarpinu fyrir fáum árum Ingrid vanfœr Fréttamenn fylgdust með hverju fótmáli Ingrid og Ross- ellinis og heimurinn hneyksl- aðist. Allt ætlaði af göflunum að ganga þegar í ljós kom að Ingrid var orðin vanfær. Æstur múgurinn safnaðist saman fyrir utan fæðingar- heimilið þegar barnið, Robert- ino, fæddist í febrúar 1950. Sjö dögum eftir fæðinguna fékk Ingrid svokallaðan mexi- kanskan skilnað frá manni sín- um og Rossellini lét ógilda “hjónaband sitt og ungrar ítalskrar leikkonu sem hann var kvæntur. Lindström fékk skilnað í Los Angeles. Þegar Ingrid fór af fæðingarheimil- inu með barnið varð að kveðja til lögreglu til þess að halda múgnum I skefjum. Ingrid og Rossellini voru gef- in saman í hjónaband í Mexiko. Athöfnin var fiiamkvæmd án þess að þau væru sjálf viðstödd, — aðeins staðgenglar þeirra voru við vígsluna. Næstu tvö árin voru erfið fyrir Ingrid og þau hjónin hundelt af hneyksluðu fólki. Þau eignuðust erfingja á ný og reyndust það vera tvíburadæt- ur. Ingrid og dóttirin Pia, sem hún yfirgaf tuttugu og sex árum áð- ur. Myndin er tekin í New York 1975 Ólíkir eiginmenn „Roberto var gjörólfkur Pet- er. Peter var alltaf róiegur á hverju sem gekk og allt í röð og reglu í hans málum. Roberto gat aftur á móti aldrei skipu- •agt neitt en eitt er víst að það var aldrei leiðinlegt í kringum hann,“ sagði Ingrid í viðtali við bandarfskt blað. „En ég átti alla tíð mjög erf- itt með að samlagast hinu ítalska skaplyndi. ítalirnir hrópa og kalla og manni dettur helzt í hug að þeir ætli að ganga af hver öðrum dauðum. Eg er óvön slikum hama- gangi. Svíarnir eru hæglátir og ef þeir reiðast þá eru þeir reiðir í tuttugu ár.“ Það leið ekki á löngu þar til brestir fóru að heyrast í hjónabandinu og leiðir þeirra skildu. Vatíkanið viðurkenndi aldrei hjónabandið Hjónabandið var ógilt með undirskrift þeirra beggja en Vatíkanið hafði aldrei viður- kennt hjónabandið, þar sem Rossellini var kapólskur. Um það leyti hafði Ingrid hitt núverandi eiginmanninn, leikstjórann Larz Scmidt og honum giftist hún fyrir nítján árum. Larz Schmidt var aðstoð- arleikstjóri Benedikts Árnason ar þegar My Fair Lady var sýnc I Þjóðleikhúsinu árið 1962. Breyttir tímar Þau búa í fögru húsi skammt fyrir utan Paris en Ingrid fer oft vestur um haf til þess að heimsækja.Piu.dóttur sína, sem er fréttamaður við bandariska útvarpsstöð. Hefur tekizt mikill og góður vinskapur með þeim mæðgum. „Enginn myndi veita þvi eftirtekt ef annað eins cg henti mig gerðist í dag,“ segir Ingrid. „En tímarnir hafa líka breytzt.” Þýtt og endursagt A.Bj. ■ ■ - -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.