Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 9
iXACBLAKm). LAUGAKDAl’.lIK 9. .IllU 1977. Heimsmeistarinn hefur tapað tvívegis á Leningrad-mótinu — í fyrstu umferð fyrir Taimanov og í fimmtu umferð fyrir Beljavski. Féll þá á tfma ífyrsta skipti á skákferli sfnurn. Tal efstur eftir sjö umferðir Stórtíðindi hafa gerzt á skák- mótinu í Leningrad, sem nú stendur yfir. Heimsmeistarinn Anatoly Karpov tapaði tveimur skákum í fimm fyrstu umferð unum — tveimur skákum í einni og sömu vikunni. F.vrir þetta mót hafði hann aðeins tapað þremur skákum sem heimsmeistari — þremur skák- um á tveimur árum. Hvað er að ske? Eru taugarnar hjá yfir- burðamanninum Karpov að gefa eftir? — Sérfræðingar hafa ekkert svar átt í Lenin- grad. Þar hefur allt íient Kar- pov, sem var nær óþekkt á skák- ferli hans áður. Grófir afleikir — öryggisleysi — tímahrak. I fyrstu umferðinni hafði Karpov hvítt gegn Mark Taimanov á þessu stórmeistara- móti, sem haldið er í minningu 60 ára afmælis byltingarinnar. Taimanov, sem er frá Lenin- grad eins og Karpov og Spassky, hefur lengi verið i baráttunni og er nú farinn að nálgast fimmtugsaldurinn. Snjall skákmaður, vissulega, en þó aldrei komizt beinlínis í fremstu röð. — Fékk heldur betur á baukinn í kandidataein- víginu gegn Bobby Fischer fyrir 5-6 árum. Tapaði þá 6-0. Þeir tefldu vel framan af, Karpov og Taimanov, en síðan fór tímahrak að segja til sín hjá Karpov. Hann greip í tálvon. Hélt hann væri ineð unnið tafl. Lék gróflega af sér og tap blasti við. Lenti í mátneti og gafst upp. I fimmtu umferðinni kom tímahrakið aftur til sögunnar. Karpov, sem hefur verið þekkt- ur fyrir að nota lítinn tíma i skákum sínum, komst í dúndr- andi tímaþröng gegn Beljavski. Hann féll á tíma í fyrsta skipti á skákferli sinum!! Þegar hann hafði leikið 40. leik sínum og bar höndina að skákklukkunni féll vísirinn. Hann var með unna stöðu í skákinni — en það voru litlar sárabætur, þegar tapið var bókað á töfluna. Eftir sjö.umferðir á mótinu í Leningrad var Tal í efsta sæti með 4.5 vinninga Romanisjin hafði fjóra vinninga og biðskáK. Beljavski, Vogt, A-Þýzkalandi, og Kotsiev, heimsmeistari ungl- inga, höfðu fjóra vinninga. Smyslov og Taimanov voru með 3.5 vinninga og eina biðskák hvor. Þá kom heimsmeistarinn Karpov með 3.5 vinninga, en hann vann KUzmin í sjöundu umferð. Smejkal, Tékkósló- vakíu, og Gheorghiu, Rúmeníu. voru einnig með 3.5 vinninga. I sjöundu umferð vann Tal Kot- siev. Aðrir keppendur á mótinu eru Balajov, Knezevic, Júgó- slavíu, Garcia, Kúbu, Radulov, Búlgaríu, Mariotti, Ítalíu, Vag- anjan, Ribli, Ungverjalandi. Skákmennirnir eru frá Sovét- ríkjunum, þegar annað er ekki tekið fram. Við skulum nú líta á hvernig Mikhael Tal efstur eftir 7 umferðir. Hér er hann ásamt Friðrik Ólafssyni í Reykjavikurmótinu 1964. Taimanov sigraði Karpov í fyrstu umferðinni. Hvítt: Karpov Svart: Taimanov 1. e4 — c5 2. Rf3 — Rc6 3. d4 — cxd 4. Rxd4 — a6 5. c4!? — e5?! 6. Rb3 — Rf6 7. Rc3 — Bb4 8. f3 — 0-0 9. Be3 — d6 10. Hcl — b6 11. Bd3 — Bc5 12. Dd2 — Be6 13. Rxc5 — bxc5 14. 0-0 — Rd4 15. Rd5 — Rd7 16. f4 — Hb8 17. f5 — Bd5 18. cxd5 — Db6 19. Hf2 — f6 20. Hc4 — a5 21. Ha4 — Ha8 22. Del — Ha7 23. b3 — Hfa8 24. Hb2 — Dc7 25. Bd2 — Rb6! Báðir skákmennirnir hafa teflt vel, en nú fer tímahrakið að segja til sín hjá Karpov. Hann heldur að skákin sé unn- in vegna frípeðsins — en það var aðeins tálvon. 26. Hxa5 — c4! 27. Bf 1! — Hxa5 28. Bxa5 — Dc5! 29. Bxb6! — Dxb6 30. Khl — cxb3 31. axb3 — g6 32. fxg6 — hxg6 33. b4 — Kg7 34. b5 — f6 35. exf5 — Rxf5! 36. Hb3 — Dd4 37. b6?? ■ 1 * m m v. ; m fl wjj[ 'ém A wSi nfl w WwL • fepp; WJ ■f 11 '""r ! % m m&fJ ■s ' Hér leikur Karpov illilega af sér. Hann átti auðvitað að leika 37. Hbl f rst. Nú tapar hann. 37. . - — Hal! 38. Hbl — Rg3+ ! og Karpov gafst upp. Ef 39. Dxg3 — Hxbl og stað- an er vonlaus. Ef 39. hxg3 — Ha8 og síðan Hh8. Heimsmeistari unglinga í skák, Kotsiev, vakti mikla at- hygli framan af mótinu í Lenin- grad. Gerði jafntefli við Karpov í 2. umferð — og i þriðju um- ferðinni lék sovézki pilturinn ungverska stórmeistarann Ribli grátt. Þessi staða kom upp í skák þeirra. Kotsiev hafði svart og átti leik. 31.-----Ra4! 32. h3 — Rxf2 33. Hxf2 — Rxc3 34. Rxc3 — Da3! 35. Re2 — Dxb4 36. Kfl? — Ha8 37. g3 — Hal+ 38. Kg2 — Ba4 og hvítur gafst upp. Hvíta drottningin á engan reit. Kannt þú milli- leiki í bridge? í þættinum í dag verður hald- ið áfram við að leysa skemmti- leg spil. Hér kemur það fyrsta. Nordur A AK63 A42 O 7542 * 43 Si Ol K * 8 KD65 O AD + AKDG109 Þú ert að spila sjö lauf og færð út spaðadrottningu. Hvernig spilar þú spilið? Þú drepur á spaðaás og ákveður að geyma spaðakóng þangað til seinna í spilinu. Tekur trompin af andstæðingunum. Athugar hvort hjartað fellur, og ef það gerir það ekki þá svínar þú tígli. Svona spila sjálfsagt 99% SÍMON SÍMONARSON allra bridgespilara alveg hugsunarlaust. Það er allt svo einfalt, en hvernig spila þá þessir í eina prósentinu. Þeir sjá þetta allt saman, en eru ekki einhverjir fleiri möguleik- ar. Byrjaðu upp á nýtt og reyndu að komast í flokk þeirra, sem sáu eitthvað fleira í spilinu. Svona voru allar hendurnar. NoRÐun * AK63 Á42 ó 7542 * 43 VesTI'K Ai'STIT! A DG1095 A 742 <7 G1073 <7 98 O K8 O G10963 * 65 * 872 SlTll II ■ ♦ 8 <7 KD65 O ÁD + AKDG109 Það eru til millileikir f bridge eins og í skák, sem ekkert kosta,. en ef þeir eru notaðir, og það rétl, þá geta þeir orsakað hinar mestu hrak- farir hjá andstæðingunum.I þessu spili tökum við spaðaás og trompum lítinn spaða — þetta er millileikurinn — trompi er spilað sex sinnum og hvernig er staðan hiá vestri. Við skulum líta á það, sem eftir er af spilum, þegar suður spilar síðasta trompinu. A K6 <7 Á42 O 75 * ekkert V'l.MT || A <7G10 O G1073 * K Al'KTrH * Skiptir ^ ekki * máíi. Sl 1)1 K ♦ enginn <7 KD65 <> AD * 9 Þó að vestur hafi verið kominn með tfgulkóng einspil, þá verður hann að gefast upp þegar siðasta laufinu er spilað, er það ekki grátlegt að 99% af spilurum tapi svona spili. Og oftast út af hreinni fljótfærni og hugsunarleysi. Næsta spil er svona. Noiuk k ♦ Á3 <7 K943 ð A62 * Á952 Vl >1l l( A 86 V G1076 0 D4 + DG764 Al STI II ♦ D4 7 D85 K10753 + K83 + KG109752 7 Á2 0 G98 + 10 Þú ert að spila sex spaða og færð út lítið hjarta frá vestri. Hvernig spilar þú spilið? Ekki virðist í fljótu bragði einfalt að vinna spilið, en það eru þess- ir millileikir, þegar þeir eiga við, sem gera hið ómögulega mögulegt. Við skulum renna yfir spiiið. Hjarta útspilið er drepið heima á ás og laufatíu spilað. Drepið er á ás í blindum og lauf trompað heim. Spaða spilað á ás, og enn er lauf trompað og við tökum eftir því að laufa- kóngur kom frá austri. Þá spilum við út spaðakóng og einum spaða enn og staðan er orðin þessi. Noitoi k + engínn 7 K94 é Á6 + 9 VtT-TI II V' i-TI II + enginn * enginn >7 G107 7 85 O D4 O K1075 + G +ekkert Sroun + .109 <7 2 0 G98 + ekkert Þegar suður spilar spaða í þessari stöðu, þá verður vestur að kasta tígli og spilið er unnið. Bikarkeppni 1977 I. umferð Halldór S. Magnússon — Björn Eysteinsson 0-1. Þorsteinn Ólafsson — Jón Gunnar Gunnarsson 1-0. Björn Kristjánsson — Guðjón Pálsson 1-0 Rikarður Steinbergssön — Har- aidur Brynjólfsson 1-0. Unnsteinn Arason — Armann J. Lárusson 0-1. Bogga Steins — Bogi Sigur- björnsson 0-1. Valur Sigurðsson — Maron Björnsson 1-0. Pálmi Pétursson — Þórarinn B. Jónsson 0-1. Jón Hjaltason — Birgir Þor- valdsson 0-1. Einar V. Kristjánsson — Eirík- ur Helgason 0-1. Baldur Kristjánsson — Jón Hauksson 0-1. Þórður Björgvinsson — Stefán Guðjohnsen 1-0. Vigfús Pálsson — Hjalti Elias- son 1-0. Guðmundur I. Gíslason — Haukur Guðjónsson 1-0. Steingrímur Jónasson — Þröst- ur Sveinsson 1-0. Jóhannes Sigurðsson — Björn Júlíusson 1-0. Bikarkeppni 1977 2. umferð Steingrímur Jónasson — Ríkarður Steinbergsson Bogi Sigurbjörnsson — Valur Sigurðsson Eiríkur Helgason — Jón Hauksson Þórarinn B. Jónsson — Ármann J. Lárusson Birgir Þorvaldsson — Vigfús Pálsson Björn Kristjánsson — Þórður Björgvinsson » Jóhannes Sigurðsson — Þorsteinn Ólafsson Björn Eysteinsson — Guðmundur T. Gíslason Umferð á að vera lokið í síðasta lagi 31. júli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.