Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 12
'úL mmmmm DAGBLAÐIÐ. LAUCARDACJUR 9. JÍJLt 1977. Aðrir tfmar nú —en þegar heimurinn hneykslaðist á ástarsambandi Ingrid Bergman og Rossellinis — Hann er nú látinn í Rómaborg af hjartaslagi Þeir sem Kotnmr eru á miðj- an aldur muna vel eftir ástar- ævintýrinu sem Ingrid Berg- inan átti með ítalska leikstjór- anum Roberto Rossellini árið 1949. Ástarævintýri þetta hneykslaði Bandaríkjamenn svo gífurlega að Ingrid Berg- man var ekki vært þar í landi í nokkuð mörg ár! Nú er Roberto Rossellini dáinn. Hann fékk hægt andlát i ibúð sinni í Róm eftir að hafa fengið hjartaáfall. Ingrid og Rossellini hittust í fyrsta sinn í París árið 1949. Áður hafði hún skrifað honum eftir að hafa séð tvær af mynd- um hans í Hollywood. t bréfinu bauð hún fram þjónustu sína. Þar sagði m.a.: ,,Ef þig vantar sænska leik- konu sem talar ensku ágætlega, kann svolítið í þýzku en getur ekki sagt annað en ,,Eg elska þig" á ítölsku, er ég reiðubúin til þess að koma og vinna fyrir Þig“ Það var nú ekki eins og peua væri bréf frá óþekktri leikkonu og Rossellini skrifaði henni um hæl og bauð henni hlutverk. Pia Peter-lngrid-Alltaf Þegar þetta var hafði Ingrid þegar unnið hug og hjörtu Bandaríkjamanna. Hún var þrjátíu og fjögurra ára gömul og hafði þegar fengið Öskars- verðlaunin fyrir leik sinn í Gas- ljósi. Hún var gift Peter Lind' ström, sænskum tannlækni, og átti níu ára gamla dóttur, PiuM (Dóttirin var skýrð Pia, sem átti að standa fyrir Peter Ingrid Alltaf, P I A). Hún virtist vera hamingju- söm, en var það ckki. ,,Ég átti dásamlegadótturog ágætaneig- inmann," sagði hún I viðtali við bandarískt blað. „Við elskuðum ekki hvort annað lengur. En svona eru mörg hjónabönd, — þau halda bara áfram af göml- um vana.“ Lindström hjónin bjuggu í fallegu húsi í Hollywood og höfðu að sjálfsögðu eigin sund- laug í garðinum. Ingrid segist hafa velt því fyrir sér hvers vegna hún væri svona óliam- ingjusöm en komst ekki að neinni niðurstöðu. Það var því ekki að undra þótt hún gripi fegins hendi til- boði Rossellinis til þess að. koma til Parísar til þess að ræða við hann um frekari við- skipti þeirra í milli. En eins og góðri eiginkonu sæmir tók Ingrid Peter með sér til Parísar. Nokkrum mánuðum slðar bauð Rossellini sjálfum sér til Kaliforniu. Hann settist að I gestahúsi Lindström hjónanna. Þau áttu saman langar viðræð- ur um kvikmyndagerð og eftir því sem þau kynntust, því betur samdi þeim. Þau voru orðin ást- fangin hvort af öðru. A meðan allt lék I lyndi milli Ingrid og Peters Lindström ár- ið 1947. Rossellini hafði ekki mikið álit á þeim kvikmyndum sem Hollywood framleiddi. Hann sneri aftur heim til Rómarborg- ar og nókkrum vikum síðar fór Ingrid á eftir honum Endurfundum þeirra á Italíu hefur verið lýst sem róman- tísku atriði úr kvikmynd. Þau féllust I faðma og hann tjáði henni ást sfna. Sfðan fóru þau 1 skoðunarferð um Italfu. Þau voru elt á röndum Nú beindust allra augu að þeim. Blaðamenn eltu þau á röndum frá Róm til Kaprí og ioks til eldfjallaeyjarinnar Stromboli, þar sem kvikmynda- taka fyrstu myndar þeirra átti að fara fram. Ingrid hneykslaði heiminn og Þó sér i lagi Bandarikjamenn með því að fara að „halda við“ italska leikstjórann Rossellini árið 1949. Þau hlutverk sem Ingrid hafði getið sér bezt orð fyrir hingað til voru þess eðlis að fólk átti erfitt með að hugsa sér hana sem venjulega dauðlega veru af holdi og blóði. Hún hafði m.a. leikið heilaga Jó- hönnu og nunnu f annarri kvik- mynd. Það hneykslaði allan heim- inn og ekki sfzt Bandarfkja- menii að Ingrid skyldi leýfa myndatökur af sér og elskhuga sínum án þess að reyna að leyna ástarsambandi þeirra á nokkurn hátt. Bréf sem hún skrifaði Peter Lindström var birt f dagblöðunum. Það var mjög hugnæmt og sagði þar m.a. að það hefði ekki verið ætlun hennar að verða ástfang- - ’ Mœtti ég trufla þig andartak, dulúðugo frú? Akkúrat! Við seljum hana aðeins jAkki broti af þeim sem rétt ílafa ó! -------V Ég er að kynna einstaka framleiðslu! Húnler svo einstök að við seljum hana ekki hverjum sem er! / Kk MWV \

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.