Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 24
Yfír 20 milljón kr. launa- krafa á SUÐRA enn ógreidd Fyrrum skipverjar á flutn- ingaskipinu Suðra, sem selt var á nauðungaruppboði í Rotter- dam í byrjun júní síðastliðins, hafa enn ekki fengið greidd vinnulaun sín. Samkvæmt upp- lýsingum Ingólfs Ingólfssonar, formanns Vélstjórafélags Is- lands, eru launakröfur nokkuð yfir 20 milljónir krðna í heild. — Ögreidd laun hafa forgang fram yfir flestar aðrar kröfur þegar skip er seld nauðungar- sölu. Ingólfur Ingólfsson sagði að 150 milljónir hafi verið ógreiddar af kröfum á Suðra. þegar söluandvirðið var uppur- ið. „Vafalaust eru margir því harðir á því að vefengja ann- arra kröfur sem á undan þeim eru í kröfuröðinni,“ sagði Ing- ólfur. Ekki taldi hann þó neinn vafa á að sjómennirnir fengju laun sín greidd en sagði að mál- ið hefði dregizt meira en búizt hefði verið við í fyrstu. Lögmenn Alþjóða flutninga- verkamannasambandsins hafa málið til meðferðar fyrir Is- lendingana. Dagblaðinu er kunnugt um að kröfur ein- stakra sjómanna á hendur Suðra nema allt að tveim milljónum. -ÓG — YFIR100 SOLUBORN HAFA NAÐ 1000 BLAÐA SÖLUM ARKINU DB-myndir R. Th.Sig. Guðmundur Kristmundsson, 12 ára gamall .blaðsölustrákur, hreppti þriðju verðlaun í sölu- happdrætti Dagblaðsins en þau eru tennisspaðasett frá verzlun- inni Útilífi. Guðmundur var alveg klár á því hvernig ætti að nota spaðana. „Ég hef sko spilað með svona tennisspöðum áður og veit allt um þetta.“ JH — Hér er samankominn fyrsti hópur sölubarna Dagblaðsins sem fær Tinnabauk og eitt þúsund krónur í verðlaun fyrir að selja meira en eitt þúsund eintök af Dagblaðinu sl. mánuð. Þegar hafa nær eitt hundrað börn náð þessu marki og fá þau sín verðlaun strax og næst í þau. Það er sama hvenær börnin byrja að selja því’ sölukeppnin miðast við þann dag sem byrjað er að' selja en ekki mánaðamót, þvi er um að gera fyrir krakkana að vinda sér i slaginn strax í dag. II frfálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 9. JÚLl 1977. Af hassmálum: Rannsóknin velá veg komin Rannsókn fíkniefnamál- anna, sem staðið hefur yfir hjá fíkniefnadeild lögregi- unnar i Reykjavík og Saka- dómi í ávana- og fikniefna- málum, er nú vel á veg komin, að sögn Arnars Guðmúndssonar, fulltrúa við dómstólinn. Þrír ungir menn sitja nú í gæzluvarðhaldi vegna rann- sókna málanna, sem virðast helst vera tvö aðskilin mál. Þriðja málið sem rannsakað var jafnhliða þessum tveimur, virðist nær upplýst ef marka má af því að vegna þess situr nú enginn í gæzlu- varðhaldi. Einn ungur maður var úrskurðaður í gæzluvarðhald í fyrradag og tveir losnuðu úr gæzlu í gær. Arnar Guðmundsson sagði að rannsókn þessara mála næði yfir mjög Iangan tíma en færðist að öðru leyti undan því að ræða málið. Eins og DB hefur áður skýrt frá mun talsvert magn fíkniefna —hass og amfeta- míns — hafa verið gert upp- tækt. Rannsóknarmenn hafa engar tölur viljað nefna í þessu sambandi. ÓV Boltinn sendur ríkisstjórninni Verðlagsnefnd afgreiddi fyrstu málin eftir nýja kjarasamninga til rikis- stjórnarinnar á fundi sem lauk um hádegi í gær. Ekki var neitt gefið upp hvernig ýmsum beiðnum um hækk- un á seldri þjónustu hefði verið tekið. Ríkisstjórnin hefur því fengið sendan fyrsta verðhækkunarbplt- ann og á næsta leik. -ÓG Hitabylgja og 20 stiga hiti á Austfjörðum: „Þetta köllum við bara venjulegt sumarveður” „Við k.öllum þetta nú bara venjulegt sumarveður hjá okk- ur,“ sagði Bjarni Arthúrsson á Egilsstöðum í viðtali við DB er hann var inntur eftir hitabylgj- unni sem kom þar nú rétt fyrir helgina. „Það var tuttugu stiga hiti í morgun, glampandi sól- skin og hægur andvari," hélt Bjarni áfram og kvað sólskinið og hitann vera skrifstofufólki og innisetumönnum til sárra leiðinda. Þó væri bót í máli að helgi væri í nánd og færi gæfist þá á sólböðum og útiveru. Aust- firðirnir verða krökkir af túr- istum í hverri viku eftir komu Smyrils en skipið kemur á hverjum laugardegi til Seyðis- fjarðar. „Jú það er hitabýlgja hjá okkur," sagði Vigfús Olafsson á Reyðarfirði í samtali við DB. „Fólk gengur um léttklætt og nýtur góða veðursins.“ Vegur- inn inn að Reyðarfirði spilltist i rigningunum um síð’istu helgi en strax var gert við hann svo nú er hann öllum bílum fær. Ferðamenn sem aka um Aust- firði athuga ekki að aka frekar fjarðaleiðina, þ.e. meðfram ströndinni, í stað þess að fara heiðarnar. Fjarðaleiðin er fær allt árið og mun skemmtilegri að aka hana, miklu meira að sjá og sú leiðin alls ekki lengri. Flestir Reykvíkingar myndi sennilega óska þess núna að komast austur á firði meðan við Sunnlendingar verðum að kúr- ast undir þykkum skýjabökk- unum og sjáum aldrei til sólar. -BH Fósturjöröin lét sig við Flúðasel Það er ekkert sináræðis fyrirtæki að koma steypubil á hjólin þegar hann hefur sokkið í fósturjörð- ina og lagzt á hliðina. Slíkt gerðist við Flúðasel í Breiðholti skömmu f.vrir hádegi í gærmorgurt. Bíllinn. sem er frá Ste.vpustöð B.M. Vallá, var fullur af steypu þegar gljúpur jarðvegurinn lét sig skyndilega. Fullhlaðnir vega þessir bílar um 25 lestir svo ekki veitti af kranabíl og tveimur steypubílum til viðbótar til að koma honum á réttan kjöl aö nýju. —ÁT/DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. ®

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.