Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JÚLl 1977. Af garðskálanum í Hallargarðinum Raddir lesenda Umsjón: Dóra Stefánsdóttir Ragnhildur skrifar: Ég átti leið niður í miðbæ Reykjavíkur um daginn. Meðal annars gekk ég fram hjá Hall- argarðinum við Fríkirkjuveg. Við mér blasti vægast sagt hryllileg sjón. Garðskálinn sem undanfarin ár og áratugi hefur verið til svo mikillar prýði er nú að grotna niður af vanhirðu. Allar rúður eru brotnar og skálinn hefur auðsjáanlega ekki verið málaður í langan tíma. Hvað á þetta að þýða? Hefur ekki borgin nógu mörgu fólki á að skipa til þess að hægt sé að halda við svona hlutum, sen sannarlega prýða bæinn? Borg um við ekki nóg útsvar? Eða getur það verið að einhverjir hafi sofnað á verðinum? Ég vil endilega að þetta verði lagfært hið snarasta og þá væri ekki úr vegi að koma gosbrunni þeim sem er í sama garði í horf á nýjan leik. Mætti svo ekki nota skálann? 1 gamla daga var seldur í honum ís, tr ekki ráð að taka upp þá þjónustu? Ég er alveg sannfærð um að kaup- menn vildu gjarnan taka skálann á leigu og jafnvel gera við hann. DB hafði samband við Leif Blumenstein byggingarfræðing sem starfar hjá Reykjavíkur- borg og Hafliða Jónsson garðyrkjustjóra. Leifur sagði: „Það ér mikill misskilningur að garðhúsið sé að hruni komið. Það hefur verið á dagskrá hjá okkur hjá borginni í nokkurn tíma að gera við hann en vegna yfirvinnubannsins hefur nokkuð dregizt að ljúka fram- kvæmdum. Við erum þó búnir að forða húsinu frá frekari skemmdum með því að fúa- verja það. Astæðan fyrir því að húsið er svona ljótt að utan er sú að við brenndum alla gamla málningu af því til þess að hægt væri að skipta um fúna viði. Það er á tveimur stöðum sem slíkt er nauðsynlegt. Ég býst við að tjaldað verði yfir húsið í haust til þess að mála það. Það er líka rangt að húsið standi autt. Garðyrkjan hefur þarna aðstöðu. Fólkið sem vinnur á hennar vegum drekkur þarna kaffi og verk- færi eru geymd þarna. Húsið er upphitað allt árið svo ekki ætti það að skemmast af þeim sökum. Ef rúður hafa verið brotnar, sem ég hef ekki heyrt um, hafa það áreiðanlega verið helgarskemmdir sem hafa lík- lega verið lagfærðar síðan.“ Hafliði garðyrkjustjóri sagði: „Gosbrunnurinn er þannig að það er ekki hægt að setja hann í gang eins og hann er 'núna. Við höfum haldið upp á myndina af svaninum, sem er síðan á dögum Thors Jensens og höfum ekki viljað brjóta hana upp til að koma bununni í gang. Við yrðum líka að brjóta upp sjálfa skálina því hún er orðin lek og heldur ekki vatni. Annars var þetta aðallega tjörn sem notuð var til að vaða í og skemmdist hún nokkuð af þeim völdum. Ennþá hefur engin formleg ákvörðun verið tekin um hvort eigi að afskrifa gosbrunninn I heild eða gera við hann. Þetta er nokkuð viðameira verk en almenningur gerir sér grein fyrir. Um garðskálann get ég sagt þér það að það var Pétur Pétursson útvarpsþulur sem tók hann á leigu og fékk leyfi til að reka þar issölu eða sjoppu. Hann var mjög áhuga- samur verzlunarmaður og auglýsti meðal annars: Kaupið ís í Hallargarðinum. Hann kenndi garðinn við Templara- höllina sem þá var á Fríkirkju- vegi 11. Pétur á Ilallargarðs- nafnið, því garðumin húl áður Fríkirkjugarður. Hallargarðs nafnið hefur svo lestsi við garðinn. Pétur flutti sig síðar um set og leigði söluturninn sem nú á Þessi mynd var tekin fyrir líklega tuttugu árum og sjást á henni börn að ieik vid gosbrunnmn. Garðskálinn er í baksýn. Ragnar Th. Sigurðsson tók þessa mynd fyrir nokkrum dögum og er hér garðskálinn einn og yfirgefinn og rúður í honum brotnar. Og engan ís er að fá lengur. að fara að reisa á Lækjartorgi. Hann var þá á horni Hverfis- götu og Kalkofnsvegar. á svo- kölluðu Hreyfilsplani. Þarna hafði Pétur mun betri aðstöðu en I garðhúsinu, það er mjög þröngt. Hallargarðinum var breytt mikið árið 1953. Fyrir þann tíma hafði verð upphækkaður ökustlgur fyrir hestvagna í horni garðsins og sjást enn leif- ar af honum. Mörgum finnst . skaði að búið er að rifa stíginn. Bandaríska ríkið átti, þegar hann var enn við lýði, eitt horn garðsins og þar átti að byggja. Ekkert varð þó af því og banda- rlska rikið seldi íslenzka ríkinu sinn hluta fyrir eina krónu, eða svo segir sagan.“ c IPIÐ LAUGARDAGA Addidasog Hummel fótboltaskórog æfingagallar • Henson íþróttavörur Tjöld, svefnpokar, tjalddýnur, prímusar, tjaldluktir o.f/. VEIÐIVÖRUR: Vesdistangir, hjól, spúnar, töskur, stígvél o.f/. QPnDTDADf HAMRABORG10 VrUGllDUIIU SIMI44577-K0PAV0GI & Spurning dagsins Tekurðu lýsi ? Spurningu svöruðu krakkar og gæziukona á gæzluvellinum við Arnarbakka. Inga Dagmar Karlsdóttir, 5 ára: Nei, ég tek ekki lýsi. Það er samt ekki af því að það sé vont heldur af þvl bara. Ég tek ekki einu sinni lýsi á veturna. Hulda Rún Reynisdóttir, 4 ára: Ég tek ekki lýsi af þvi að það er svo vont. Ég tek það ekki heldur á veturna. Asta Svavarsdóttir, 5 ára: Já, ég tek lýsi. Og mér finnst það sko ekkert vont. Mamma segir að ég eigi að taka það en ég veit ekki af hverju, ég geri bara það sem mamma segir. Arnold Bryan Cruz, 3 ára: Já, ég tek lýsi og mér finnst það got*. Mamma segir að ég eigi að gera það og ég segi aldrei nei við mömmu. Sigtryggur Benediktsson, 5 ára: Já, ég tek alltaf lýsi og mérfinnst það ekkert vont. Mamma segir að’ ég eigi að gera það en samt tekur hún ekki lýsi sjálf. Ég veit ekki af hverju. Elsa Eyjólfsdóttir gæzlukona, (aldur ekki gefinn upp): Nei, ekki geri ég það nú. Ég gerði það. kannski einhvern tíma þegar ég var krakki. Við þurfum ekkert lýsi hérna þvl við erum svo mikið úti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.