Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 7
l).\(iBI,AÐIÐ. LAUCiARDAOUR 9. ,lULl 1977. FRJOSEMIMINNKAR STODUGT A ISLANDI — Nema íyngsta aldurshópi kvenna, þ.e. undir20 ára Margir telja sig ekki hafa efni á að eiga nema tvö börn og telja að fleiri börn muni skerða lífskjörin að einhverju leyti. Töluverðar breytingar hafa orðið á frjósemi kvenna á Is- landi undanfarna áratugi og einnig hafa orðið töluverðar breytingar í ákveðnum aldurs- hópum kvenna, samkvæmt skýrslu áætlanadeildar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Mælikvarði heildarfrjósemi er fjöldi fæddra barna á ári hverju miðað við 1000 fbúa. Sú tala var milli 30 og 40 fram undir síðustu aldamót en hefur farið lækkandi síðan. Hún var í lágmarki, um 20, árin 1936- 1940 en hækkaði síðan og náði hámarki 1956-1960, er hún var um 28. Síðan hefur fæðingum fækkað hlutfallslega og var ár- ið 1975 20 á hverja 1000 íbúa. Fæðingartalan hér á landi er þó Glöggt má sjá hvernig fæð- ingum fækkar áberandi eftir 1966 og koma þar aðallega til áhrif pillunnar margfrægu sem hærri en f nágrannalöndunum. Þar hefur hún lækkað hraðar en hér og verið á bilinu 12-15 undanfarin ár. Frjósemi hefur aukizt í yngstu aldursflokkunum, 15-24 ára, sem væntanlega er að nokkru leyti afleiðing lækkandi giftingaraldurs. I aldursflokk- unum 25 ára og eldri hefur frjósemin á hinn bóginn minnk- að, hlutfallslega mest í elztu aldursflokkunum. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir minnkandi frjó- semi, svo sem lága giftingar- tíðni sem leiðir til færri fæð- inga. Þá fæðast börn fyrr í hjónabandi, þar sem foreldr- arnir vilja ljúka barneignum sem fyrst svo móðirin geti aftur dró mikið úr barnsfæðingum. Sú þróun hefur haldið áfram og er spáð áframhaldandi fækkun fram til aldamóta. Er talið að tekið þátt I atvinnulífinu ut- an heimilis. Þess vegna hefur mæðrum 30 ára og eldri, farið fækkandi. Aukin meðvitund almenn- ings um kostnað við að eiga og ala upp börn hefur haft áhrif til lækkunar fæðinga. Sama má segja um bætt lífskjör. Foreldr- ar vilja ekki fórna tómstundum og tekjuöflunarmöguleikum fyrir barnauppeldi, sem er ef til vill hlutfallslega kostnaðár- samara riú en áður fýrr, þegar á heildina er litið. Á eftirforandi töflu sést aldursbundin frjósemi kvenna á sl. áratugum. heildarfrjósemi, þ.e. börn á hverja konu, verði komin niður í 2.7 á hverja konu um aldamót- in á móti 3,5 nú. -JH. Lifandi börn fœdd af hverjum 1000 konum að meðaltali ó ári Fædd börn að meðal- 15-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 Heildar- tali á ævi ára ára ára ára ára ára ára frjósemi hverrar konu 1926-1935 21 122 170 164 124 67 7 3,4 3,8 1936-1945 32 142 159 133 97 46 5 3,1 3,4 1946-1955 62 193 195 152 101 41 4 3,8 3,0 1956-1960 83 235 209 158 104 36 3 4,2 2,9 1961-1965 84 225 193 144 92 26 3 3,9 3,1 1966-1970 81 186 152 110 71 19 2 3,1 3,3 1971-1975 70 177 152 100 54 16 1 2,9 3.5 n/ Sprengt fyrir neðanjarð- arbyggingum f Heiðmörk Þetta er ékki eftirlíking af Al- mannagjá, þó manni komi Þing- yellir óneitanlega í hug er gengið er um þetta mannanna verk, sem gert hefur verið í norðausturjaðri Heiðmerkur. Þetta er hluti af mannvirkjagerð Vatnsveitu Reykjavíkur við framtíðarvatns- ból höfuðborgarinnar. Þessi feiknagjá er skammt sunnan við Gvendarbrunna. Þar liggur hún vinkillaga inn í hraun- bergið og sést hér inn í opna enda gjárinnar, sem veit út að Gvend- arbrunnasvæðinu. I botni þessar- ar gjár. sein liggur til vinstri út úr þessum legg iiennar, mun i fram- tíðinni verða byggt aðalstöðvarhús Valnsveitunnar. Þar uin mun allt vatn fara á leið sinni frá öllum brunnum vatnasvæðis P.'ykjavík- ur á Jaðars- og Myllulækjarsvæð- inu. Þar verða dælur aðalæðar og stjórnstöð vatnsrennslis til höfuð- borgarinnar. I gjánni má hæglega „fela“ tveggja til þriggja hæða hús, enda mun það ætlun Vatnsveitunnar að ganga svo um Heiðmörkina að þar sjáist vart eða ekki til mann- virkja — að minnsta kosti engra sem setja ljótan blett á umhverf- ið. -ASt/DB-mynd Hörður. ATTA HUS10LFUSB0RG- UM AUÐ YFIR HÁSUMARIÐ — Ástæðan sennilega peningaleysi og stöðug rigning Yfirleitt eru surnarhús slarfsmannafélaga mjög ásetin allt sumarið, langt fram á haust og því vakti það athygli okkar að í sfðastliðinni viku voru átta hús af þrjátíu og sex auð. Húsin eru i eign einstakra verkalýðsfélaga, sem leigja sín- um félagsmiinniiin húsin. Dagblaðið hafði sainband við Karl Sæmundsson umsjónar- inann ineð Ölfushorgum og spurði hann hverju þetta sætti. ,,Eg hugsa að þetta stafi í fyrsta lagi af peningaleysi sem var samfara yfirvinnubanninu. Fólk hefur ekki árætt að leigja sér bústaðina meðán allt var í óvissu. í iiðru lagi er fólk skilhrætt við rigninguna hér sunnan- lands. Það er eðlilegt að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það fer i sumarleyfi í nokkuð örugga rigningu. Annars er það svo einkenni- legt að þessi vika, um mánaða- mótin júni, júlí, er alls ekki vinsæl. Það stóðu hér líka auð hús i fyrra á sama tíma og árið þar áður líka, ef ég man rétt. Þetta hefur breytzt þegar í þessari viku og það má gera ráð fvrir að fullbókað verði fram á haitsl -JH 2ja hásinga sturtuvagn fyrir traktor, nýr eða notaður, óskast tilkaups. Burðargeta 6-8 tonn. Uppl. i síma 97-1129. Mercedes Benz vörubíll, 5-8 tonna, með framdrifi óskast tilkaups. A ðeins góður bíll kemur tilgreina. Uppl. í síma 97-1129. Iþrótta- töskur Stutt- erma- bolir Sweater- peysur, þykkar ýs Póst- sendum Sportvöruverzlun m Ingólfs Oskarssonar Klapparstíg 44, Reykjavík, sími 11783

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.