Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.07.1977, Qupperneq 11

Dagblaðið - 09.07.1977, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JULl 1977. rekstur er á félagslegum grund- velli og verður ekki skilinn frá almennum hagsmunum al- þýðunnar í hinum ýmsu byggðarlögum, þó sívaxandi forstjóraveldi innan samvinnu- hreyfingarinnar hafi til- hneigingu að brengla þessum augljósu tengslum. Á Norðurlöndum hafa menn frá öndverðu verið sér meðvit- andi um samtvinnaða hagsmuni verkalýðshreyfingar, enda er náið og markvisst samstarf milli þeirra. í Noregi er málum til dæmis svo fyrir komið, að verkalýðshreyfingin og sam- vinnuhreyfingin hafa gert með sér samkomulag þess efnis, að starfsmenn samvinnufélaga fara ekki í verkföll, en sam- vinnuhreyfingin skuldbindur sig til að greiða jafnan þau laun sem verkalýðshreyfingin og at- vinnurekendur semja um á hverjum tíma. Þetta er augljóslega geysiöflugt vopn í höndum verkalýðshreyfingar- innar, sem getur beinlínis notað samvinnuhreyfinguna sem svipu á atvinnurekendur. Samvinnufyrirtækin eru í full- um gangi meðan verkföll eru hjá þeim atvinnurekendum, sem ekki semja við verkalýðs- hreyfinguna. Eg hef aldrei skilið tregðu for- ustumanna íslenskrar verka- lýðshreyfingar og samvinnu- hreyfingar til að fara inná þ'essa braut, svo augljósir sem kostirnir eru. Slíkt fyrirkomu- lag yrði báðum aðiium til mikilla hagsbóta og mundi vafalaust stytta til muna hin löngu og hörðu verkföll sem verið hafa landlæg undanfarna áratugi. Það mundi því einnig koma þjóðarheildinni til góða. Eg á bágt með að trúa því að forystumenn hreyfinganna sjái ekki í hendi sér kosti þessa fyrirkomulags, enda hefur það gefist mjög vel í Noregi, svo tregðan hlýtur að stafa af ein- hverjum annarlegum hvötum, sem eru máttugri en einföld rökhugsun. Hér er alls ekki um að ræða að samvinnuhreyfing- in gangi skilyrðislaust að kröf- um verkalýðshreyfingarinnar. heldur einungis að hUn skuld bindi sig til að greiða þau iaun sem verkalýðshreyfingin semur um við samtök atvinnurekenda eftir að samningar eru um garð gengnir. Það gerir hUn hvort eð er að samningum loknum, en ávinningurinn er í því fólginn að ekki kemur til vinnu- stöðvunar meðan á samningum stendur Ekki tapar samvinnu- hreyfingin á því og þá ekki heldur starfsfólk samvinnu- fyrirtækja. Einungis einu sinni í 75 ára sögu samvinnuhreyfingarinnar hefur hUn að eigin frumkvæði komið til móts við verkalýðs- hreyfinguna í kjarasamning- um. Það var vorið 1961, þegar verkafólk hafði orðið fyrir stór- felldri kjaraskerðingu, en Vinnuveitendasamband Islands hafnaði öllum sanngjörnum leiðréttingum eins og fyrri daginn. Þá samdi samvinnu- hreyfingin ein um 10% kauphækkun. Það varð til þess að Vinnuveitendasambandið varð að sætta sig við samskonar lagfæringu á laununum. Vitan- lega varð ,,viðreisnarstjórn“ Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks æf og gerði samvinnu- hreyfingunni ýmsar skráveifur í hefndarskyni (sumar þeirra raunar mjög afdrifaríkar), en hér hafði í fyrsta og eina skipti verið sýnt svart á hvítu, að sam- vinnuhreyfingin og verkalýðs- hreyfingin eru i raun tvibura- systur sem sameiginlega eiga að gæta hagsmuna sama fólks: verkalýðshreyfingin með því að tryggja vinnandi fólki mann- sæmandi laun, og samvinnu- hreyfingin með því að stuðla að því að ávextir daglegs erfiðis, lífsnauðsynjarnar, verði öllum tilkvæmilegar á sanngjörnu verði. Starfsmenn samvinnufélaga um land allt hafa stofnað félög og myndað með sér Lands- samband íslenskra samvinnu- starfsmanna. Þetta samband og einstök félög þess eiga hiklaust að slíta öllu sambandi við Land- samband íslenskra verzlunar- manna og Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur og gerast sjálfstæður samningsaðili inn- an Alþýðusambands Isiands. Vinnumálasamband samvinnu- félaganna á sömuleiðis að rjUfa tengslin við Vinnuveitendasam- band tslands, og síðan ættu LlS og Vinnumálasambandið að taka höndum saman og berjast fyrir því að tekið verði upp hið norska fyrirkomulag. Þaé yrði verkalýðshreyfingunni ómetan- leg lyftistöng og landslýð öilum til ómælanlegra hagsbóta. Með þessu móti einu skýrast línurn- ar milli hagsmuna alþýðunnar í landinu og hagsmuna einka- gróðans, sem í krafti glundroð- ans hrekja þjóðfélagið si og æ Utí þarflaus verkföil og glæp- samlega verðbólgu. Sigurður A. MagnUsson rithöfundur. manns): „Hvað haldið þið að þeir séu, þessir litlu tindrandi Ijósneistar, sem birtast á nætur- hvelfingunni?" Svörin voru mismunandi, en sá sem komst næst því rétta sagði: „Það er eitthvert glóandi efni, langt í burtu.“ Yfirleitt virðast menn halda, ef þeir þá hugsa nokkuð um það, að stjörnur séu eitthvað sem tilheyri sólhverfinu okkar. SU hugsun, að um sé að ræða órafjarlægar sólir virðist fjarri hugum ótrUlega margra manna hér á landi. Ef til vill er það áhugaleysi sem veldur þessu, en það finnst mér einkennilegt áhugaleysi. Stjörnufræðin er elzt allra vísindagreina mannkynsins. Frá örófi alda hafa menn litið til stjarna í undrun og efa og velt fyrir sér hvernig sambandinu milli þeirra og okkar og alls þess er lifir og hrærist hér á jörðu, sé háttað. í Bretlandi hefur verið sýndur í sjónvarpsstöð BBC fræðsluþáttur sem fjallar um stjörnufræði og geimferðir. Þáttur þessi heitir Sky at night og hefur nU gengið í 20 ár mánaðarlega við miklar vin- sældir. Ætla má að brezkur al- menningur sé töluvert fróður í þessum málum og mun fróðari en íslenzkur almenningur. Til þess að geta skilið, þó ekki sé nema að litlu leyti, þær hugmyndir sem nU eru uppi um hugsanlegt samband við vits- munalíf á öðrum hnöttum verða menn að bUa yfir lág- marksþekkingu á sínu eigin sól- hverfi og stjarnheiminum þar fyrir utan. Ef einhver skyldi hugsa sem svo að það skipti nU ekki miklu máli hvort menn viti eitthvað um stjörnur eða ekki, þá er þvi til að svara, að fyrir utan það hvað þetta er spennandi og skemmtilegt áhugamál, þá er þýðing alls þe.ss mun meiri en sennilega flestir ímynda sér. Mun verða leita/.t við að sýna fram á það síðar í þessum greinum. Vísindaleg niðurstaða Almennt líta stjörnu- fræðingar og aðrir vísinda- menn svo á að ekki muni finnast vitsmunalíf á öðrum jarðstjörnum (plánetum) en jörðinni sjálfri í okkar sól- hverfi (ath. sólhverfi er betri orðmyndum en sólkerfi, vegna þess að það felur frekar í sér hugmynd um hreyfingu). Þar með er ekki sagt að ekkert líf sé á þeim. Fundizt hafa lífræn efnasam- bönd Uti í geimnum og eins í loftsteinum sem fallið hafa til jarðarinnar. Og ekki er talið ólíklegt að þau kunni að finnast á Mars (vísindamenn deila enn um það hvort Víkingur hafi fundið líf á Mars eða ekki) eða JUpíter og ytri jarðstjörnum og svo ef til vill á Titan, stærsta fylgihnetti Saturnusar (vitað er að eitthvert gufuhvolf er á Titan). En ef leita skal eftir háþróuðu lífi verður að öllum likindum að fara Ut fyrir sól- hverfið. A fyrri hluta þessarar aldar fór áhugi stjörnufræðinga að beinast meir að rannsóknura á sjálfum stjörnunum, frekar en jarðstjörnum okkar eigin sól- hverfis (eins og t.d. Mars og JUpíter) og jafnframt tóku að þróast hugmyndir um það hvernig sólhverfi yrðu til. Smám saman komust vís'inda- menn að þeirri niðurstöðu að myndun sólhverfa væri næsta fátíð, jafnvel svo að hugsanlegt var talið að okkar eigið sól- hverfi væri það eina i allri Vetrarbrautinni (100.000 milljónir sólna). Má nærri geta hvílík áhrif þetta hlaut að hafa á skoðanir manna á lifi utan jarðarinnar. Ef engin önnur sólhverfi voru til en okkar eigið þá kom ekki til greina að til væru háþróuð mannfélög eða vitsmunalíf yfirleitt annars staðar en hér á jörðinni. SU hin gamla trUarhugmynd, að maðurinn væri einstakur í allri veröldinni, fæddist á ný. NU er öldin önnur og skoðanir stjörnufræðinga og annarra vísindamanna hafa gerbreytzt á árunum eftir 1950 eða svo og fram til þessa dags. NU segja þeir að afar miklar likur séu á því að myndun sól- hverfa í líkingu við okkar sé regla en ekki undantekning. Það væri unnt að skrifa margt og mikið um nýjustu kenningar um myndun sólhverfa og hvernig sanna má tilveru reiki- stjarna annarra sólhverfa, en það verður að bíða betri tfma. Við skulum heldur athuga hver áhrif þetta hefur haft á afstöðu manna til lífs utan jarðar. Ný viðhorf Sem dæmi um hin nýju við- horf má nefna skýrslu sécstakr- ar nefndar stjarnfræðideildar hins bandaríska visindafélags (U.S. National Academy of Science), en nefndin hafði verið beðin um að gera áætlun fyrir áttunda áratuginn um helztu verkefni á sviði stjörnu- fræðinnar. t skýrslunni leggur nefndin sérstaka áherzlu á leit að vitsmunalífi utan jarðar- innar (takið eftir — vitsmuna- lifi, ekki bara lífi). Þá má nefna að árið 1973 var annarri geimflaug, Pioneer 11., skotið Ut Ur sólhverfinu með sams konar táknsendingu frá mannkyni jarðar og var á Pioneer 10. En gleggsta dæmið um hinn breytta tíðaranda, um hina breyttu afstöðu vísindamanna gagnvart vitsmunalífi utan jarðarinnar, er alþjóðlega visindaráðstefnan sem haldin var í Byurakan I Armeníu árið 1971. Meðal þátttakenda voru ýmsir fremstu vísindamenn Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna, auk nokkurra annarra ríkja. Niðurstöður ráðstefn- unnar voru m.a. þessar: 1. Gagnmerkar uppgötvanir sfðustu ára á sviði stjörnu- fræði, líffræði, tölvuvísinda og Utvarpseðlisfræði hafa flutt sum þeirra vandamála, er varða menningarsam- félög utan jarðarinnar, af plani hugmyndafræðinnar inn í raunhæfan heim til- rauna og athugana. í fyrsta sinn í sögu mannkynsins er nU mögulegt að gera alvar- legar tilraunir og kannanir á þessu grundvallar- þýðingarmikla máli. 2. Þetta verkefni kann að hafa djUpstæða þýðingu fyrir framtfðarþróun mannkyns- ins. Náist samband við mannfélög á öðrum hnöttum mun það hafa gífurlega þýðingu fyrir vísindalega og tæknilega möguleika manns- ins. Slík uppgötvun myndi örugglega hafa áhrif á alla framtfð mannsins. Hin hag- nýta og heimspekilega þýð- ing þess að ná velheppnuðu sambandi við mannkyn utan jarðarinnar væri svo geypi- leg, að hUn myndi réttlæta það þótt eyða þyrfti miklum fjármunum 1 slíkar til- raunir. Það er engum blöðum um það að fletta lengur. Stórkost- legt verkefni er komið á dag- skrá hinna háu vísinda. Eftir er að sjá hvernig til tekst. Hvernig má hugsanlega ná slfku sam- bandi? Það skulum við reyna að athuga dálftið betur sfðar. Kjartan Norðdahl flugmaður

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.