Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 10
1« DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JtJLt 1927* WBIABID hjálst, ohad dagblað Útgofandi DagblaAið hf. Framkvnmdastjóri: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjansson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jofiannes Reykdal. (þróttir: Hallur Símonarson. AAstoAarfróttastjori: Atli Steinarsson. Safn: Jón Ssavar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jonas Haraldsson, Katrín Pálsdottir, Óiafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, HArAur Vilhjálmsson, Sveinn ÞormóAsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Haldimon. Ritstjom SíAumúla 12. AfgreiAsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAalsami hlaAsins 27022 (10 línur). Áskrift 1300 kr. á mánuAi innanlands. í lausasölu 70 kr. eíntakiA. Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Myndaog plötugerA: Hilmir hf. SiAumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Fall einræöisherra Herinn í Pakistan sætti sig ekki lengur við að framkvæma fyrir- skipanir ríkisstjórnar Ali Bhuttos og skjóta á félaga sína. Hann steypti hinni spilltu ríkisstjórn, sem tneðal annars hafði kosninga- fölsun á samvizkunni, eins og hún hafði í reynd viðurkennt. Bhutto vann mikinn sigur í þingkosningum í marz, en stjórnarandstaðan hélt því fram, að kosningarnar hefðu verið falsaðar. Bhutto var að því leyti sálufélagi Indiru Gandhi í grannrík- inu Indlandi, að hann taldi sig geta farið sínu fram að vild án tillits til óska almennings. Hann væri af forsjóninni kjörinn til valda. Almenn- ingur undi illa þessum skoðunum. Róstur hóf- ust, og ríkisstjórnin svaraði þeim með gerræði. Talið er, að ekki færri en þrjú hundruð og fimmtiu hafi beðið bana í umrótinu eftir kosn- ingarnar. Svo var komið, að um hundrað þús- und manns höfðu verið fangelsaðir vegna and- stöðu við ríkisstjórnina. Allir helztu foringjar stjórnarandstöðunnar sátu í fangelsum víðs- vegar um landið. Herlög voru í gildi. Það einræði, sem í rauninni hafði áður verið við lýði, var fullkomnað, en Bhutto gat þó ekki ráðið við ástandið. Framleiðsla dróst saman í ólgunni eftir kosn- ingarnar. Efnahagurinn var kominn á vonar- völ, og forsætisráðherra gekk með betlistaf á fund Arabaleiðtoga. Af þessum sökum var Bhutto eindregið ráðlagt að semja við stjórnar- andstöðuna, sem er bandalag níu stjórnmála- flokka. Samningaviðræður stóðu yfir nokkru áður en herinn gerði byltinguna nú í vikunni. Bhutto sá sig tilneyddan að heita annað hvort þjóðaratkvæðagreiðslu um fylgi eða and- stöðu við stjórn sína eða nýjum þingkosning- um þegar á þessu ári. Stjórn hans varð því í reynd að viðurkenna, að hún hefði haft rangt við í þingkosningunum í marz og þær hefðu ekki gildi. Farið var að sleppa ýmsum pólitísk- um föngum. En samningatilraunir mistókust. Viðbúið var, að sama ólgan yrði að nýju allsráð- andi í landinu og einræóisstjórnin mundi nú herða kverkatökin á stjórnarandstöðunni. Herinn hafði beðið átekta, meðan stjórn- málamennirnir reyndu samningaleiðina. Þegar hún mistókst, tók herinn völdin. Valdataka herforingja er sjaldan ánægjuefni, en í þessu tilviki hétu herforingjar strax nýjum kosning- um, sem yrðu lýðræðislegar. Þeir kváðust ekki sækjast eftir varanlegum völdum heldur vilja t^yggja kyrrð og eðlilegt ástand, þar til þjóðin gæti sagt álit sitt með lýðfrjálsum hætti. Þess er að vænta, að herforingjar standi við þessi loforð og lýðræði tryggist í Pakistan. Fréttir síðustu daga benda til, að ástæða sé til að vona það. Miðað við þetta er unnt að fagna falli enn einnar einræðisstjórnarinnar í stóru ríki, á sama hátt og fagna mátti falli gerræðisstjórnar Indiru Gandhi í grannríki Pakistan. Tvíburasystur v r V launastefnuna.“ Vonandi er þessi ályktun Eysteins rétt, enda vakti yfirlýsing Sambandsstjórnar talsverðar vonir um nýja starfshætti í samningamálum þegar hún kom fram. Hinu er ekki að leyna, að eins og í pottinn er búið er ekki verulegs árangurs að vænta. Meðan Vinnumálasamband samvinnufélaganna á samstöðu með Vinnuveitendasambandi íslands (nafn þessara samtaka er raunar storkun við alla vinnuseljendur í landinu) og formaður Vinnuveitendasam- bandsins þaráofan forstjóri samvinnufyrirtækis, er fléttað saman svo óskyldum hags- munum, að ekkert nema glundroði hlýst af. Það hefur löngum verið stefna og starfs- regla hinnar fámennu auðstétt- ar, sem ræður lögum og lofum á íslandi, að deila og drottna. Með því að gera forstjóra sam- vinnufyrirtækis að formanni og fá Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna til liðs við sig hefur Vinnuveitendasam- bandið náð þrælataki á hluta þeirra samtaka sem gæta eiga 'hagsmuna alþýðunnar í land- inu við hlið verkalýðshreyfing- arinnar. Um það verður naumast deilt að upphaflegt hlutverk sam- vinnuhreyfingar jafnt og verkalýðshreyfingar var og ætti enn að vera það að standa vörð um hagsmuni lágtekju- stéttanna gagnvart fjárgróða- öflum og yfirgangi einkafram- taksins. Samvinnuféiögin eru eign alþýðunnar í hverju byggöarlagi og eiga því sam- stöðu með verkalýðshreyfing- unni, en ekki samtökum einka- fjármagnsins. Það er því hrein skrípamyndaf hinum raunveru- legu þjóðfélagsaðstæðum þeg- ar hagsmunir samvinnu- hreyfingar og atvinnurekenda eru samtvinnaðir. Samvinnu- hreyfingin stendur að marg- háttuðum atvinnurekstri, en sá Sigurðw A. Magnússon Kjarasamningar hafa að mestu verið til lykta leiddir að þessu sinni með farsælli hætti en margir þorðu að vona, og má vera að atvinnurekendur og ríkisstjórn séu loks að fá ein- hvern pata af því hneykslan- lega ástandi sem hér hefur ríkt i launamálum þó þjóðartekjur séu með þeim hæstu í heimi. Formaður Vinnumálasambands samvinnufél. lét þess getið í blaðaviðtali að það hefði ekki haft meiri áhrif á samnings- gerðina en á aðra fyrri samninga, en stjórnarformaður SÍS, Eysteinn Jónsson, sagði: „Fullyrði ég að stefnuyfir- lýsing Sambandsstjórnar og áhrif Sambandsins á gang málsins hafa orðið heillavænleg og mikill ávinningur fyrir jafn- Hin nýja heimsskoðun Er mesta ævintýrí mannkynsins að hefjast? Kjallarinn Á sautjándu öldinni tókst að láta eðlisfræðina fara að ná til stjarnanna. Með því að byggja á rannsóknum Galiieos á því, hvernig hlutirnir faiia til jarðar, tókst Newton að upp- götva aisamdrátt hiutanna í al- heimi, og var þar með fundinn þekkingarauki, sem varð stjörnufræðinni til meiri fram- fara en nokkur hafði iátið sér til hugar koma, að orðið gæti. Á 19. öldinni tókst svo að láta efnafræðina fara að ná til stjarnanna, og hlutust enn af þvi meiri framfarir í þekkingu mannkynsins á stjörnuheimin- um en taidar höfðu verið hugsanlegar. Og loks hefur nú á 20. öld- inni, í ágætu samræmi við merkilegt framfaralögmál, tekizt það, sem allra ólíklegast hefur þótt, en það er að láta iíffræðina fara að ná tii stjarn- anna, og er undirstaðan, sem þar er byggt á, aukin þekking á eðli sjáifra vor, uppgötvun á eðii svefns og drauma. Dr. Helgi Pjeturss (framnýall). Sú hugsun að ná megi og náð skuli sambandi við vitsmuna- verur á öðrum jarðstjörnutn er ekki lengur talin fjarstæða. Nýlega kom út í Bandaríkj- unum bók, sem náð hefur metsölu, eftir hinn heimskunna stjörnufræðing, prof. dr. Carl Sagan, undir nafninu The Cosmic Connection, sem þýða mætti t.d. Skyldleiki Alheims- ins eða Hið mikla samband Alheimsins. Framan á bókarkápunni (paperback) er mynd af manni og konu, en í grunninum mynstur stjarna. Svipuð mynd, nema að í stað stjarnanna eru í grunni stærðfræðileg tákn sem eiga að staðsetja sólhverfi okkar í Vetrarbrautinni, var send út í geiminn með geim- flauginni Pioneer 10. þann 3. marz 1972. Pioneer 10. var fyrsti hluturinn, gerður af mannahöndum, sem gat yfir- gefið sólhverfi okkar og jafn- framt sá hraðfleygasti sem þá hafði verið skotið á loft (yfir 45.000 km/klst.). Enda þótt telja megi mjög ólíklegt að geimflaugin eigi eftir að hitta fyrir vitsmuna- verur utan jarðarinnar (það tekur hana yfir 80.000 ár að ferðast vegalengdina til næstu sólstjörnu), þá markar þessi at- burður, ásamt öðrum, engu að síður hin merkilegustu tíma- mót í sögu mannkynsins. Þau tímamót eru ekki síður hugræns eðlis en tæknilegs. Framan á fyrrnefndri bók standa þessi orð: „Við erum öll stjarnbúar. Líf utan jarðar- innar er hugmynd sem nú er komin í fremstu röð. Verið með í mesta ævintýri allra tíma.“ Æ fleiri alvarlega og raun- sætt þenkjandi vísindamenn líta nú svo á að reyna beri að ná sambandi við vitsmunalíf á öðrum hnöttum. Ónóg þekking Eg hef orðið þess var að þekking fólks hér á landi í al- Kjartan Norðdahl mennri stjörnufræði er fremur bágborin, en auðvitað er ek\i unnt að fullyrða um þetta fyrr en sérstök þekkingarkönnun hefur farið fram. Það eru ekki mörg ár síðan fræðslukerfinu var þann veg háttað, að menn sem gengu venjulegan menntaveg kynnt- ust ekki stjörnufræði fyrr en í menntaskóla og þá aðeins í einn vetur. Ég hef stundað það um allmörg ár að grennslast eftir hvar menn stæðu í þessum efnum og satt bezt að segja þá hefur það talizt til undantekn- inga ef menn, sem ég spurði, vissu yfirleitt að næstum allar þær stjörnur er sjást á nætur- himninum eru fjarlægar sólir í líkingu við okkar eigin sól. Eitt sinn fyrir nokkru gerði ég það að gamni mínu að leggja þessa spurningu fyrir alla þá er ég hitti yfir daginn (10—20 i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.