Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 6
6 Starf við Mjólkórvirkjun Starf raftæknis við Mjólkár- virkjun er laust til umsóknar Utnsóknir með upplýsingum urn tnenntun, fyrri störf, aldur og fjöl- skyldustærð sendist fyrir 15. júlí nk. til Rafmagnsveitna ríkisins Laugavegi 116, Reykjavík og þar eru veittar nánari upplýsingar um starfið og hjá rafveitustjóra Vestfjarðaveitu, Aage Steinssyni, ísafirði. Starfskraftur óskast í breytingar á fatnaði Verzlunin VICTORIA Laugavegi 12 - Sími 12370 eða 14160 Norræna menningarmalaskrifstofan íKaupmannahöfn Norræna menningarmálaskrifstofan í Kaupmannahöfn (Sekretariatet for nordisk kulturelt Samarbejde) er skrifstofa Ráðherranefndar Norður- landa, þar sem fjallað er um samstarf á sviði vísinda, fræðslumála, lista og annarra menningarmála á grundvelli norræna menningarsáttmálans. í skrifstofunni er laus til umsóknar staða deildarstjóra í deild þeirri er fjallar um almenn menningarmál. Verkefni deildarinnar eru m.a. varðandi styrki til þýðinga á bókmenntum nágrannaþjóðanna framhaldsmenntun leiklistarstarfs- manna, styrki til norræns æskulýðs- samstarfs, uppbyggingu norrænnar menningarmiðstöðvar í Færeyjum, norrænt samstarf á sviði útvarps- og sjónvarpsreksturs o.fl. Deildarstjórinn sér um gerð fjárhags- áætlana á þessu sviði og fjallar um hugmyndir að nýjum samstarfsverk- efnum Einnig er laus í skrifstofunni staða upplýsinga fulltrúa Starfið felst í að sjá um útgáfu ýmiss konar rita og hafa samband við fjöl- miðla, auk þess skal hann hafa frum- kvæði um að koma á fratnfæri upp- lýsingum um norrænt samstarf á sviði menningarmála. Stöðurnar verða veittar til 2-4 ára frá 1. janúar 1978. Launagreiðslur eru í samræmi við kjarasamninga danskra ríkisstarfsmanna. Umsóknir skulu stílaðar til Nordisk Ministerrád og sendar til Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, 1205 Köbenhavn K fyrir 5. ágúst nk. Nánari upplýsingar veita Ove Stenroth skrifstofustjóri og Klas Olafsson, framkvæmdastjóri norrænu menningarmálaskrifstofunnar í Kaup- mannahöfn. DAOBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JCLt 1977. ALLT ER FERTUGUM p pT Rekstur Ferðaskrifstofu ríkisins |#wlm I stendur meðmiklumblóma Kjartan Lárusson settur forstjóri Ferðaskrifstofunnar, Ingóifur Pétursson sem sér um Edduhótelin og Halldór Sigurðsson forstöðumaður hópferðanna. (DB-invnd BH) Ferðaskrifstofa ríkisins hefur starfað í rúni fjörutíuár, stofnuð árið 1936 og tók til starfa af fullum krafti árið eftir. Eins og svo margt annað, lá starfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins niðri meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð en hún síðan endurvakin strax eftir striðið. Upphaflegt hlutverk ferðaskrifstofunnar var að sjá um allar ferðir inn og út úr landinu og til skamms tíma skipulagði ferðaskrifstofan hópferðir íslendinga til útlanda. Var því hætt fyrir nokkrum árum og skipuleggur ferðaskrifstofan nú eingöngu ferðir einstaklinga til útlanda og færist það stöðugt I aukana. Aðalstarfsemi Ferðaskrifstof- unnar nú sem fyrr er móttaka erlendra ferðamanna og skipu- lagning ferða þeirra um landið. Er þar um að ræða bæði einstaklinga sem koma hingað á eigin vegum og hópferðir. Hópferðirnar geta staðið allt frá n kkurra klukkustunda skoðunarferðum um Reykjavík eða nágrenni til margra daga ferða í kringum landið. Edduhótelin og rekstur þeirra er nú orðinn snar þáttur í rekstri Ferðaskrifstofu ríkis- ins. Takmark Ferðaskrifstof- unnar í náinni framtíð er að lengja ferðamannatímann hér á landi umfram sumarmánuðina þrjá og þá einna helzt með auknum áróðri fyrir því er- lendis hversu gott sé að halda ráðstefnur hér á vorin og haustin. Er þá tilvalið að nota Edduhótelin til þeirra hluta þar sem aðstaðan til ráðstefnu- halds er eins og bezt verður á kosið. Fyrsti forstjóri Ferðaskrif- stofu rikisins var Eggert Briem og starfaði hann allt til 1945 er Þorleifur Þórðarson tók við. Gegndi hann starfinu allt til 1973. Sigurður Magnússon tók þá við forstjórastarfinu en gegndi því aðeins í níu mánuði. Var þá Björn Vilmundarson skipaður forstjóri Ferðaskrif- stofunnar og gegndi hann starfinu þar til í fyrrahaust er Kjartan Lárusson var settur forstjóri og gegnir hann starfinu enn. BH Ferðamannastraumurinn: r BANDARIKJAMENN FLESTIR en Þjódverjar staldra lengst við Langsamlega mest kemur af Bandaríkjamönnum til tslands ár hvert, en þeir hafa fæstir langa viðdvöl, koma sem „stopover" far- þegar á leiðinni til Evrópu. Hins vegar eiga Þjóðverjar .metið í lengd dvalar hvers ferðamanns, þeir hafa hér lengsta viðkomu. Komu þessar upplýsingar fram hjá Kjartani Lárussyni, settum forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins, nýlega. í fyrra komu til landsins alls 24095 Bandaríkjamenn á móti 10147 Þjóðverjum. Má reikna með því að þessi tala verði ekki lægri í ár, löngun mannsins til að skoða heiminn breytist ekki þó svo afturkippur hafi komið í ferðalög Vesturlandabúa eftir olfukrepp- una 1973. TBH JóhannG.sýnir I íBorgarnesi: Seldi fjórðung fyrsta daginn Borgnesingar kunna greinilega vel að meta list Jóhanns G. Jóhannssonar, listmálara og hljómlistar- manns með meiru, því fjórðungur verka hans seldist fyrsta daginn sem hann hafði opna málverka- sýningu í hótelinu um þar síðustu helgi. Jóhann sýnir þar rúmlega 40 m.vndir, olfu- og vatnslita- myndir. Að sögn heimildar- manns blaðsins hefur verið skemmtilegur blær yfir sýningunni og verður hún opin fram á sunnudags- kvöld. Sagði sá hinn sami enga ..fisk undir steini" stemmningu vera þar á staðnum. GS. Borgarráð neitar að styrkja skákmenn —til farar á Norðurlandamótið í Finnlandi Borgarráð Reykjavíkur telur sér ekki unnt að styrkja níu islenzka skákmenn tii þátttöku á Norðurlandamótinu, sem haldið verður í Finnlandi í næsta mánuði. Taflfélag Reykjavíkur sótti um 25 búsund krónur handa hverjum skákmanni til að lækka þann kostnað sem skák-' fólkið þarf að greiða fyrir ferðina. ,,Það hefur nú enginn orðið að hætta við þátttöku i Norður- land amótinu vegna þessarar synjunar," sagði Stefán Björns- son formaður Taflfélags Reykjavíkur í samtali við Dagblaðið. Hann sagði að meðal þeirra sem tefldu fyrir tslands hönd, yrðu Jón L. Árna- son íslandsmeistari, Helgi Ölafsson Reykjavikurmeistari og Ólöf Þráinsdóttir Reykja- víkur- og Islandsmeistari kvenna. Stefán gat ekki sagt um hversu mikið hver þátttakandi þ.vrfti að greiða f.vrir að fara til Finnlands. Hann kvaðst eiga von á að Skáksamband tslands styrkti tslandsmeistarann og Taflfélag Re.vkjavikur Revkja- vikurmeistarann. ,\T

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.