Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐHL ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977. 2 r TONABÆR OG EIK Birna Mar Siguröardóttir skrif- ar: Þriöjudaginn 26.7. ætlaði ég að bregða mér á hljómleika í Tónabæ. Þar átti hljómsveitin Eik að spila og syngja. Þetta átti að byrja klukkan 8 og var ég mætt klukkan 7 og ætlaði ekki að missa af neinu. Ég bjóst við minnst 100 manna biðröð hjá svo vinsælli hljómsveit. En ég sá ekki einn einasta lifandi mann. Þá hélt ég kannski að þessu hefði verið frestað til klukkan 9 og beið til hálftíu. Þá gafst ég alveg upp og fór. Stöku sinnum komu krakkar sem sáu að ekkert var um að vera og fóru strax, aðrir biðu. Enginn kom til að gefa okkur skýringu á þessu háttalagi. Það kom engin auglýsing í blöðun- um um að hljómleikarnir féllu niður. Þeir hafa kannski haldið að það væri allt í lagi og bara gaman fyrir mann að þvælast í strætó ofan úr Breiðholti og heim. Það kostar lika í strætó og þetta kostaði mig 120 krónur fram og til baka. Það er þó nokkuð fyrir fátækt skólafólk eins og mig. Mér finnst þetta einum og mikið af því góða. Ég heimta skýringu, Tónabær! Pjetur Maack gaf þá skýr- ingu f.h. Tónabæjar að hljóm- sveitin Eik hefði brugðizt á slð- ustu stundu þetta kvöld. Sök hússins var hins vegar að þetta Þarna vantar ekki aðsóknina. En hún hefur ekki verið svona góð f vetur. DB-mynd Björgvin Pálsson. var ekki auglýst, ekki einu sinni með miða utan á hurðinni. Sagði Pjetur að þeim þætti þetta ákaflega leiðinlegt en hitt væri annað mál að þessi hljóm- sveitakvöld, sem húsið hefur skipulagt i vetur, hafa verið ákaflega illa sótt, flest hafa komið rúml. 100 manns á eitt þeirra. Það væri þvi ekki eins og krakkarnir sýndu þessu neinn verulegan áhuga. Saga af gallaðri vöru og vondri þjónustu DD 1554-0223 skrifar: I janúar 1977 keypti ég mér vöfflujárn í verzl. Þorsteins Bergmanns og kostaði það1 tæpar 10 þúsund krónur. Hita- stillir á vöfflujárninu reyndist vera bilaður strax í byrjun og þar sem járnið var í ábyrgð fór ég strax með það í viðgerð og var mér lofað að gert skyldi við það. Eftir um það bil tveggja mánaða bið fékk ég járnið til baka. Var kaupmaðurinn mjög ánægður með viðgerðina og kvað hafa verið settan í það hitastilli úr öðru nýju járni. Þegar ég sá járnið á ný brá mér illilega I brún og ætlaði ég ekki að trúa þvi að þetta væri sama járnið og ég hafði komið með til viðgerðar alveg nýtt. Það var sem sagt allt kolbrennt og vægast sagt afar illa útlitandi. Augljóst var að bakað hafði verð í járninu og brunnið hafði illilega við i þvi og ekki verið hirt um að hreinsa það. Ég benti nú kaupmanninum á það hve illa vöfflujárnið hefði farið i „viðgerðinni" og fór fram á að fá nýtt járn í stað þessa, þar sem ábyrgð átti að vera I fullu gildi og ég hafði komið með það vel útlitandi til viðgerðar. Þótti mér frekar hart að fá þetta nýja tæki mitt til baka verra útlits heldur en eftir margra ára notkun. Um slíkt var ekki að tala við kaupmanninn. Undi ég þessu að vonum illa og snéri mér til Neytendasam- takanna, sem töluðu við kaup- manninn fyrir mina hönd. Náðu þau tali af honum einu sinni eða tvisvar, en eftir það var hann ekki til viðtals. Var ég nú orðin forvitin að fá að vita hvaða rafvirki hefði gert við járnið. Þar sem ég þekki nokkra úr þeirri starfsstétt spurðist ég fyrir um það, hvort það væri viðurkennd aðferð við viðgerðir á vöfflujárnum að hræra deig og baka þar til rétt hitastilling væri fengin. Ef svo væri, hvort ekki þyrfti sérstaka manneskju í baksturinn þegar mikið væri að gera! Reyndar fékk ég það svar sem ég hafði búizt við, þ.e. að allir rafvirkjar hefðu sérstök tæki til þess að mæla hitastig í slikum viðgerð- um. Mér tókst loks að fá gefið upp nafnið á rafvirkjanum (bakar- anum) og var það Sverrir Berg- mann. Eitthvað virðist þó vera á huldu með réttindi þess ágæta manns sem rafvirkja (ég kynnti mér þó ekki hvort hann hefði réttindi sem bakari), því hann er ekki á skrá hjá Félagi isl. rafvirkja Háaleitisbraut 68, né heldur hjá Félagi löggiltra rafverktaka Hólatorgi 2. Eftir þessa eftirgrennslan er mér nær að halda að hér sé á ferð- inni einhver fúskari, enda benda vinnubrögðin ekki til annars. Þó að vöfflujárnið væri I ábyrgð hafði það ekkert að segja i mínu tilfelli. Til hvers er þá ábyrgð á heimilistækjum þegar helzt þarf málaferli til þess að ná fram rétti sinum? Nú var ekki um annað að ræða fyrir mig en að taka járnið, ljótt og óþrifalegt eins og það var og reyna að verka það eftir beztu getu. Verkið tók marga klukku- tíma i áföngum og þótt mér tækist loks að þrífa upp úr því mestu óhreinindin, ber það ennþá merki „viðgerðarinnar", því viðbrennslublettirnir nást ekki af því alls staðar. Þess vegna er þeim Þorsteini og Sverri Bergmann guðvelkomið að fá járnið lánað, ef þeim liggur á að baka vöfflur, þvi ekki hef ég gaman af þvi að eiga nýja hluti sem ómerkilegir menn stórskemma í „við- gerð“, án þess að láta svo litið að segja að þeim þyki þetta leitt. Þótt að öll þessi armæða og fyrirhöfn hafi verið mér til mikils ama og leiðinda ber ekki að neita þvi að ýmsir, sem haf a frétt um þessar ófarir minar, hafa skemmt sér konunglega við að heyra um slíkan bakara- meistara. Þorsteini Bergmann og Neytendasamtökunum var gef- inn kostur á að svara þessu bréfi en hvorugur aðilinn þáði það boð. Hríngið i síma 83322 mUlikl. 13-15 Pólýfdnkórinn birtir vinningsnúmer Vegna lesendabréfs í DB fyrir nokkru kom einn úr Pólý- fónkórnum með vinningaskrá I happdrætti kórsins. Hafði hún áður birzt i öllum blöðum. 1. nr. 5876 Ferð fyrir tvo til sólarlanda með Ferðaskrifstof- unni Utsýn, kr. 170.000. 2. nr. 7128 Ferð fyrir tvo til sólarlanda með Ferðaskrifstof- unni Utsýn, kr. 170.000. 3. nr. 2453 Ferð fyrir einn til sólarlanda með Ferðaskrifstof- unni Utsýn, kr. 60.000. 4.-13. nr. 7032, 2729, 11448, 5015, 9155, 4203, 1037, 7474, 896 og 5016 Hljómplötuúttekt hjá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, Laugavegi 96, kr. 10.000. Upplýsingar í síma 26611 á Ferðaskrifstofunni Utsýn. Hraðinn í N.N. hringdi til að vekja at- hygli lesenda DB á mynd sem birtist I Alþýðublaðinu mið- vikudaginn 10. ágúst. Þar sést Baldur Möller ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu sitja við skrifborð svo hlaðið skjöl- kerfinu? um að út af flóir. Langar N.N. til að vita hvort þessi mynd sýni þann „mikla hraða“ sem tíðkast i meðferð dómsmála hér á land- inu, er þarna kannski einn flöskuhálsinn í kerfinu góða?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.