Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.08.1977, Qupperneq 13

Dagblaðið - 16.08.1977, Qupperneq 13
' DAGBLAÐIÐ, ÞKIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977. 13 Eþróttir Eþróttir .‘ V; -: . deild — 3. deild — 3. deild I gulltryggði sæti í keppni 3. deildar en baráttan er í algleymingi á Austurlandi — en svo varó ekki. 2-1 sigur heima- manna. Huginn frá Seyöisfirði fékk Austra frá Eskifirði í heimsókn — og Austri heldur efsta sætinu með góðum sigri, 3-2. Huginn átti heldur meira í leiknum en leikmenn Austra voru ákveðnari. Þeir Jón Baldursson, Ragnar Sigurjónsson og Bjarni Kristjánsson skoruðu mörk Austra en Sigmar Guðbjörnsson og Aðalsteinn Valgeirsson fyrir Hugin. Höttur frá Egilsstöðum gaf sinn þriðja leik í F-riðli, ávallt útileiki. Slíkt er forkastanlegt af Hetti. Það er ekki nóg að spila heimaleikinn, og láta lið ferðast upp á Hérað, en gefa síðan útileikina. Höttur átti að leika við Hrafnkel á Breiðdalsvík — þvi tvij stig til Hrafnkels. Staðan í riðlinum er nú: Austri Hrafnkell Einherji Huginn Leiknir Sindri Höttur 10 8 0 9 9 11 10 9 10 0 9 19-7 12- 9 21-8 13- 21 17-15 8-15 7-22 - SG Stefán Jónsson prentari „þrykkti“ knettinum fjórum sinnum í netið fyrir Njarðvíkinga í leik þeirra við ÍR. B-riðill Víðir — Stjarnan 3-0 (2-0) Víðispiltarnir áttu ekki í neinum vandræðum með Stjörnuna á gras- vellinum í Garðinum. tJrhellisrign- ing var á meðan leikurinn stóð en sandundirlagið í vellinum gleypti allt vatnið svo að þess gætti ekki eins og á öðrum völlum. Þrátt fyrir meðvindinn og stöðuga sókn þurfti Stjörnumarkvörðurinn aðeins að hirða knöttinn tvisvar úr netinu í fyrri hálfleik eftir að Guðmundur Jens Knútsson, hinn fótfrái mið- herji Víðis, hafði hlaupið af sér varnarmenn Stjörnunnar. Guð- mundur bætti svo þriðja markinu við snemma í seinni hálfleik en þá voru Víðismenn búnir að misnota vítaspyrnu. Ekki undu Stjörnu- menn úrslitunum og fékk einn þeirra að sjá rauða spjaldið hjá ágætum dómara leiksins, Hinriki Jóhannessyni. UMFN —ÍR5-0 (1-0) Eftir óvæntan sigur ÍR yfir Víði þótti Njarðvíkingum það heldur lítið að hafa ekki nema eins marks forskot undan rokinu í leikhléi, gegn ÍR — mark sem Stefán Jóns- son skoraði úr vítaspyrnu á seinustu mínútunni fyrir -hlé. En þegar til kom reyndist mun auðveldara að hemja knöttinn gegn rokinu. Njarð- víkingar bættu fjórum mörkum við í seinni1 hálfleik þar af „þrykkti" Stefán.sem er prentari að atvinnu, þremur í netið til viðbótar því eina sem hannskoraði í fyrri hálfleik. Stefán hefur leikið, vegna mikilla forfalla í UMFN-liðinu, flestar stöð- ur í sumar, en var að þessu sinni miðherji — að nýju — og naut sín sannarlega. Fimmta markið skoraði Guðmundur Hreinsson. Dómari var Hafliði Þórðarson, efnispiltur á þeim vettvangi. - emm E-riðill Siglfirðingar bættu stöðu sína I E-riðli með góðum sigri á Grenivík, sigruðu þar 1-0. Leikur liðanna var jafn og það var ekki fyrr en á 84. mínútu að sigurmark Siglfirðinga kom, þá skoraði Hörður .Júlíusson sigurmark KS. Árroðinn og Hofsós deildu stigun^ um og juku því líkur KS á sigri í riðlinum. Leikurinn fór fram í Eyja- firði og Hofsós náði tveggja marka forustu fyrir leikhlé með mörkum Arnar Tryggvasonar. En Árroðinn átti siðari- hálfleik og þeir Þröstur Geirsson og Björn Konráðsson skor- uðu mörk Arroðans, og því jafntefli,’ 2-2. Leiftur frá Ölafsfirði ferðaðist inn Eyjafjörð og lék við Dagsbrún. Leiftur sigraði 5-1 eftir 2-0 í leik- hléi. Gestur Sæmundsson skoraði 2 mörk Leifturs, Guðmundur Garðars- son, Ölafur og Kolbeinn Ágústsson eitt hver. Steindór Steindórsson skoraði eina mark Dagsbrúnar — hið fyrsta frá fyrsta leiknum í mót- inu, jafnteflisleiknum á Hofsósi, 3- 3. Staðan í riðlinum er nú: KS 8 6 0 2 Hofsós 8 Árroðinn 8 Leiftur 8 Magni 8 Dagsbrún 8 0 1 24-6 18-9 14- 12 22-9 15- 14 4-32 St.A. Vhelsea skildu jöfn á irk Head, 2-2 res skoraði síðara mark Celtic illa að "binda enda á sóknarlotur liðsins. „Þrátt fyrir jafntefli var Jock Stein ánægður með leikinn — sagði að hann hefði verið mikil framför frá leiknum við Dundee United á laugardag," sagði Jóhannes Eð- valdsson er við ræddum við hann. Áhorfendur voru um 25 þúsund og skemmtu sér hið be/.ta eins og oft í vináttuleikjum — opnir og- skemmtilegir. Kunnur kappi skipti um félag í síðustu viku — ekki leikmaður heldur Don'Howe þjálfari Leeds United. Hann tók saman föggur sínar og hélt á fornar slóðir — til Arsenal. Þegar Arsenal vann bikar og deild sama árið var Don Howe álitinn maðurinn á bak við sigur félagsins. Hann fór frá félaginu til WBA og gerðist þar framkvæmdastjóri en gekk ekki vel. Hann hætti þar er WBA féll og hélt til Tyrklands en þaðan lá leið hans til Leeds þar til gífurlega gott peningatilboð Arsenals heillaði hann aftur til heimaborgarinnar. Pétur Pétursson skoraði tvívegis i gærkvöld markverði Víkinga. DB-mynd Bjarnleifur. og hér sækir hann að Diðriki ölafssyni, hinum örugga Nú skilur aðeins eitt stig Skagamenn og Val —eftir 3-0 sigur ÍA gegn Víkingi ígærkvöld íLaugardal Skagamenn haida uppi öflugri baráttu fyrir íslandsmeistaratign í ár — sigruðu Viking 3-0 á Laugardalsleikvanginum í gær- kvöld í 1. deild fslandsmótsins. Þar með hafa Skagamenn hlotið 24 stig, aðeins stigi minna en ís- landsmeistarar Vals. Víkingur er nú hins vegar fallinn niður i miðja deild — liðið aðeins svipur hjásjón. Já, Skagamenn halda uppi pressu á Val — og þeir sigruðu verðskuldað í Laugardal. Það var nánast furðulegt hvað Víkings- liðið var auðveldur mótherji, gjör- samlega niðurbrotið. Fyrri hálf- leikur Víkings og Skagamanna var samt ákaflega líflegur — tækifæri á báða bóga. Víkingar fengu fyrsta marktækifæri leiks- ins, er Kári Kaaber komst einn inn fyrir vörn fA, en Jón Þor- björnsson varði mjög vel með góðu úthlaupi og hættunni var bægt frá. Víkingar réðu leiknum í byrj-, un, spiluðu oft laglega úti á vell- inum en leikurinn var opinn. Þannig komst Pétur í gegn á 5. mínútu en hættunni var bægt frá og á 12. mínútu náðu Skagamenn forustu. Helga Helgasyni urðu á slæm mistök, Kristinn Björnsson brunaði upp vinstra megin og sendi knöttinn fyrir og Pétur Pétursson skoraði fyrir opnu marki, 0-1. A 19. mínútu lék Óskar Tómas- son laglega á Árna Sveinsson og inn í vítateig, skaut föstu skoti en rétt fram hjá. Og Skagamenn Jafntefli Þórs og KA Þór og KA mættust í gærkvöld í minningarleik um þá Þórarin Jónsson og Kristján Kristjánsson. Þeir félagar fórust í Óshlíð og tók Þór upp að halda minningarleik um þá félaga fyrir um 4 árum. Leik Þórs og KA lyktaði í gær- kvöld með jafntefli, 3-3. KA hafði yfir í leikhléi með tveimur mörk- um Gunnars Blöndals en Arni Gunnarsson hafði náð að minnka muninn í 2-1. Sigþór Ómarsson jafnaði fyrir Þór í síðari hálfleik og Jón Lárus- son náði forustu, 3-2. en Óskar Ingimundarson jafnaði á síðustu mínútu leiksins, 3-3. St.A. skoruðu úr sínu þriðja marktæki- færi — enn slæm mistök í vörn Víkings. Kristinn Björnsson gaf laglega á Pétur Pétursson einn og óvaldaðan. Pétur gaf út til Harðar Jóhannessonar er skaut föstu skoti af 20 metra færi neðst 1 markhornið, 0-2. Þrátt fyrir þessi áföll spiluðu Víkingar oft laglega úti á vellin- um og sköpuðu sér ekki síður marktækifæri. En munurinn á liðunum var augljós: Vikingar höfðu ekki leikmenn á borð við Pétur Pétursson og Kristin Björnsson, ávallt hættulega, ávallt ógnandi. Þannig skaut Gunnlaugur Kristfinnsson þrumuskoti af 25 metra færi — en Jón Þorbjörns- son varði vel — og skömmu síðar var hætta hinum megin, Pétur komst einn inn fyrir, að því er virtist rangstæður, en Diðrik bjargaði vel með úthlaupi. Já, knötturinn gekk vallar- helminga á milli. A 36. minútu skaut Róbert Agnarsson yfir af 6 metra færi, skömmu síðar komst Kristinn Björnsson inn fyrir, enn megn rangstöðulykt, en aftur bjargaði Diðrik Ölafsson vel með góðu úthlaupi. Knötturinn gekk svo sannarlega marka á milli, leikurinn var skemmtilegur fyrir augað en varnir opnar, sér í lagi Vikingsvörnin. Þannig átti IA síðasta góða tækifærið í fyrri hálf- leik: Ðiðrik Ólafsson varði lag- lega eftir skot Harðar úr vita- teignum. Skagamenn höfðu því yfir 2-0 í leikhléi og léku eins og þeir gerðu framan af sumri, af sannfæringu. Skagamenn lokuðu bókstaflega síðari hálfleik — sóknir Vikinga voru máttleysislegar, Skagamenn áttu alls kostar við Vikinga, ávallt fljótari á knöttinn. Það kom því síður en svo á óvart að Skagamenn juku forskot sitt í síðari hálfleik, á 35. mínútu, er Pétur Pétursson, sá mikli markaskorari, fékk sendingu í gegnum staða vörn Víkinga og skoraði án þess að Diðrik kæmi vörnum við. Víkingar voru sigrað lið — Skagamenn áttu alls kostar við þá og höfuð Víkinga sigu sí- fellt meira og fátt heppnaðist. Vikingar áttu að vísu síðasta hættulega marktækifæri leiksins er Eiríkur Þorsteinsson vippaði yfir Jón Þorbjörnsson markvörð ÍA en Sigurður Halldórsson bjargaði á línu. Þetta var því sannfærandi sigur Skagamanna sent eru loks- ins eftir heldur dapurt timabil að ná sér á strik, leika af eðlilegri getu, þeirri sannfæringu er ein- kenndi leik þeirra í sumar. Að vísu veittu Vikingar ekki mikla mótspyrnu, til þess var viirti þeirra of hriplek. En ekkert ber að taka frá Skagamönnum, þeir eru nú af fullri alvöru í barátt- unni og leikmenn eins og Karl Þórðarson, Arni Sveinsson, Krist- inn Björnsson, Pétur Pétursson og Jón Gunnlaugsson leika nú aftur af fullri og eðlilegri getu, Guðjón Þórðarson er traustur bakvörður, Jón Þorbjörnsson markvörður hefur staðið vel fyrir sínu og þá hafa nýliðarnir Sigurður Halldórsson, Jón Áskelsson og Hörður Jóhannes- son vaxið með hverjum leik. Þá er ónefndur Jón Alfreðsson — hann stjórnar spilinu vel og dreifir því. Skagamenn eiga að vísu eftir erf- itt prógram: Keflavík heima og ÍBV í Eyjum. En Valsmenn eiga eftir að leika við Reykjavikurfé- lögin Víking og Fram. Skagamenn eru því áfram af krafti í baráttunni um íslands- meistaratign en vonir Víkinga slokknuðu um síðustu helgi í Keflavík. Nú blasir við sæti um miðja deild eftir að þeir hafa fylgt Val og Akranesi eins og skugginn í sumar. Herzlumuninn vantar — þá fyrst og fremst í sókninni. Víkingar hafa átt við sín vandamál að stríða í sumar — mikil meiðsli hafa hrjáð leikmenn og síðari hluta sumars hafa þeir Óskar Tómasson og Viðar Elías- son verið meiddir, Óskar lék í gærkvöld en varð að fara út af i lokin þar sem hnéð gaf sig. Víkingar hafa verið gagnrýndir óvægilega í sumum fjölmiðlum fyrir „negatíva“ knattspyrnu. Þeir hafa hins vegar náð að skipa bekk beztu liða íslenzkrar knatt- spyrnu. En herzlumuninn vantar — Víkingar hafa í gegnum árin ávallt spilað skemmtilega knatt- spyrnu, oft laglega úti á vellinum. En það færði ekki árangur, liðið rokkaði milli fyrstu deildar og annarrar. Hins vegar hafa Víking- ar verið á þröskuldi veleengni síðastliðið sumar og nú — og sér í lagi nú — verið gagnrýndir fvrir ,,negatíva“ knattspyrnu. Víkingar spiluðu oft laglega úti á vellinum í gærkvöld — og sönnuðu að þeir geta leikið vel — gallinn er sá að það hefur ekki fært liðinu vel- gengni. En það tekur tírna og reynslu að vinna leiki með því að leika vel. — Víkingar þurfa að yfirstíga þann þröskuld. Leikinn í ga'rkvöld da'mdi Ragnar Magnússon — ákaf- lega slakur dómari. Ekkert samra'ini var i dómum hans og vissu hvorki áhorfendur né leik- menn sitt rjúkandi ráð á köflum og var orðió svo í lokin að áhorf- endur hlógu að vitleysunum í Ragnari. i sifelldu striði við senti- metra og smámuni. - h halls.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.