Dagblaðið - 16.08.1977, Síða 3

Dagblaðið - 16.08.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977. 3 DAGPRISAR.... Hvernlg skyldi vera með verð á fatnaði og öðru almennt? Fer það eftir geðþótta starfsfóíks? Tekið skal fram að myndin er ekki tekin í sambandi við bréfið. Tvœr smásögur úr stórverzlunum í Reykjavík. Þvottavélarkau T ðui Við hjónin ákváðum um dag- inn að kaupa okkur uppþvotta- vél. Við fórum því í stórverzlun þar sem seld er tegund sem hafði fengið góð meðmæli í okk- ar eyru. Þegar við komum inn í verzlunina kom á móti okkur ung og falleg stúlka og bauð aðstoð sína. Við bárum upp er- indið og hún sýndi okkur strax tvær gerðir (model) af upp- þvottavélum, nýja gerð og aðra eldri sem var nokkuð ódýrari. Þegar við spurðum stúlkuna um tæknileg atriði varðandi vélarnar sagðist hún vera ný- byrjuð í þessu starfi og skuli hún senda til okkar mann sem hafi þekkingu á vélunum. Við biðum nú þolinmóð í 15 til 20 mín. eftir að þessi maður losn- aði frá annarri afgreiðslu. Á meðan við biðum veittum við þvi athygli að tvö mismunandi verð voru á sýnishornum af eldri gerðinni. Við spurðum nú þennan afgreiðslumann hvern- ig á þessu stæði. Hann sagðist ekki vera viss um það en lík- lega hef ði gleymzt að skipta um verðmiða á ódýrari vélinni vegna anna siðustu daga. Sagði hann okkur siðan að hann væri nýbyrjaður I þessu starfi og kvaddi nú til annan afgreiðslu- mann til að leysa þennan vanda. Sá var greinilega „hag- vanur“ og gaf hann strax þá skýringu að liklega væri vélin af eldri sendingu. Við gerðum nú upp hug okk- ar og ákváðum að kaupa vél af eldri gerð en þó ekki þá ódýr- ustu þar eð liturinn á henni hentaði okkur ekki. Upphófst nú mikið stímabrak milli af- greiðslumanna og einhverra huldumanna i gegnum kall- kerfi. Næsta hálftímann vlar okkur ýmist sagt að vélin væri til eða hið gagnstæða. Á meðþn á þessu stóð kom sá „hagvaríi“ eitt sinn til okkar og spurði hvort við vildum bara ekki fara og koma aftur í næstu viku. Við vorum búin að eyða svo miklum tíma i þetta að við þráuðumst við. Raddir lesenda Dóra Stefánsdóttir Gekk nú svo að lokum að vélin var sögð til á Iager en ekki væri hægt að afgreiða hana fyrr en að 5 dögum liðnum. Gengum við nú frá kaupunum og biðum þess að vélin yrði send okkur. Vélin kom ekki á 5. degi og var sú skýring gefín að starfs- maður hefði veikzt og heim- sending myndi dragast í tvo daga enn. Á sjöunda biðdegi rekum við hjónin augun f stóra auglýsingu frá verzluninni þar sem aug- lýstur er stórafsláttur af upp- þvottavélum, sem sagt úr 236 þús. í 210 þús. Þekktum við strax verðið én það hærra hafði verið á nýju gerðinni en það lægra var það sama og á ódýrustu vélinni. Þótti okkur nú einsýnt að búið væri að lækka verðið á nýju gerðinni og skunduðum við nú f verzlunina til þess að fá kaup- unum breytt og fá heldur nýju gerðina á lága veröinu þar sem við höfðum ekki fengið okkar vél heimsenda enn. En viti menn, „ódýra afslátt- arvélin" var þá bara eldri gerð- in á sfnu gamla verði en eintök- in af nýju gerðinni, sem stóðu f verzluninni, skörtuðu nú papp- frsmiðum sem á stóð SELD. Úlpukaup Einn daginn í vikunni vorum við hjónin stödd f sportvöru- verzlun og komum þá auga á krakkaúlpur sem okkur leizt vel á. tJlpurnar voru af 2 teg- undum og hvorug verðmerkt. Við snerum okkur til af- greiðslumanns og spurðum um verð. Sagði hann að önnur teg- undin kostaði kr. 5.500 en hin kr. 7.500. Þótti okkur verðið á ódýrari úlpunum mjög gott og hugðum við nú gott til glóðar- innar. Daginn eftir vorum við mætt f verzluninni með 3 stráka en nú kom babb f bátinn. Sá sem hafði afgreitt okkur daginn áður sást nú hvergi en sá sem afgreiddi okkur nú hafði allt annað verð f höfðinu. tjlpurnar sem kostuðu deginum áður 5.500 kr. kostuðu nú 6.800 kr. en þær sem höfðu kostað 7.500 hjá hinum afgreiðslumannin- um kostuðu nú kr. 6.300! Þegar við tvfstigum yfir þessu nýja verði fullvissaði afgreiðslumað- urinn okkur um að hans verð iværi rétt því að hann hefði spurt sjálfan eigandann um það þá um morguninn. Við létum þetta gott heita þótt verðbreyt- ingin væri okkur óhagstæð þar sem við ætluðum að kaupa tvær af þeirri gerð sem hafði hækkað f verði en eina af gerð- inni sem hafði lækkað frá deg- inum áður. A meðan konan gerði upp við kassann varð mér reikað að skfðarekka og spurði nærstadd- an afgreiðslumann um verð á óverðmerktum skiðum sem þar stóðu. Um 50 þúsund, svaraði maðurinn af bragði. Ekki þótti mér það sennilegt svo ég náði í enn einn afgreiðslumanninn. Sá leit spekingslega á skfðin úr ca 6 metra fjarlægð og sagði: „Þau kosta á milli 16 og 17 þúsund." Borgari nr. 1787-8433 Bíll sektaöur fyrir brotið afturljós —Hvað með alla hina? Jón Ástvaldsson hringdi: Mig langar aó koma á fram- færi dálftilli sögu. Það var þannig að konan mfn var að keyra bflinn okkar suður í Keflavík fyrir nokkru. Billinn er á Reykjavíkurnúmeri, enda búum við f Reykjavfk, og ekki var enn komið að þvf númeri I skoðun. Lögreglan stöðvar ferð konu minnar og bendir henni kurteislega á að annað aftur- ljósið sé ekki í lagi. Hún tók ábendingunni vel, enda vissi hún ekki af biluninni. Nú, nú, svo líða nokkrir daga og þá fáum við sendan heim sektar- miða. Okkur er gert að borga krónur 6 þúsund fyrir að aka um á biluðum bíl, annars hótað dómsmeðferð. Nú langar mig til að vita á hvaða forsendum leyfilegt er að sekta menn fyrir annað eins lftilræði og þetta á Skyldi eigandinn fá sekt fyrir það að ljósunum á bílnum hans var stolið? meðan aðrir aka um á bflum sem virðast komnir að þvf að falla saman. Og ætti þá ekki að sekta alla þá sem eitthvað finnst að hjá þegar komið er með bfl f skoðun? Spurning dagsins Hverer uppáhalds íþróttahetjan þih? Friðjón Marinósson, 12 ára: Það er Asgeir Sigurvinsson. Hann er alveg ofsalega góður og heldur liðinu alveg uppi einn. Gunnlaugur Marlnósson, 11 ára: Það er sko Ingi Björn. Hann er alveg þrælgóður. Eggert Jósepsson, 12 ára: Það er Hreinn Halldórsson. Hann er alveg ofsalega sterkur. Björn Magnússon, 10 ára: Það veit ég ekki. Ætli það sé ekki helzt Hreinn kúluvarpari. Skúli Skúlason, 11 ára: Það er Hreinn. Hann er svo ferlega góðurf kúluvarpi. Jón Júlfusson, 13 ára: Það veit ég ekkert um. Ég fylgist mikið með fþróttum en það er enginn sér- stakur sem ég tek fram yfir ann- an. V.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.