Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977. Útgofandi DagblaðiA hf. rramfcwmdaatjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjórí: Jón Birgir Pátursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjórnar: Jóhannas Reykdal. iþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfréttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jón Saw Baldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaðamann: Anna Bjarnasen, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur %gurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pélsdóttlr, Ólafur Jónsson, ómér Vsldimarsson, Ragnar Lér. Ljósmyndir: Bjamieifur Bjvnleifsson, Hðvður Vilhjélmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur tyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Mér E.M. Mttqóm Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi btaðsins 27022 (10 línur). Áskríft 1300 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. emtaldA. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steíndórsprent hf. Ármúla 5. Myndaog plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Múhameðslönd: Refsiákvæðin úr kóraninum Ein Kröfluvirkjun á ári Áratuga löng stefna takmarka- lausrar framleiðsluaukningar í landbúnaði hefur ekki fært bænd- um lífskjör til jafns við þéttbýlis- fólk. Þeir eru stöðugt tekjulægri en verkamenn og eru flestir of bundnir búskapnum til að geta tekið sér eðlilegt sumarfrí. Stefna takmarkalausrar framleiðsluaukning- ar í landbúnaði kostar þjóðfélagið samt gífur- lega mikið. Hún kostar meira en ofbeittar afréttir um verulegan hluta landsins. Hún kost- ar meira en endalausar deilur um hollustu dýrafitu. Meira að segja gjaldeyrisdæmi stefnunnar er fremur tvíeggjað. Árið 1975 var flutt inn skepnufóður, tilbúinn áburður, eldsneyti og vélar til landbúnaðar fyrir 4,4 milljarða króna, meðan flutt var út kjöt, ull, gærur, skinn, húðir, ullarteppi, lopi, band og prjónavörur fyrir tæplega 3,4 milljarða króna. í beinum styrkjum kostar landbúnaðurinn ríkissjóð um þrjá milljarða króna á þessu ári. Þar á ofan fara um fimm milljarðar króna í niðurgreiðslur landbúnaðarafurða á árinu. Þessir átta milljarðar eru veigamikill þáttur f járlaga ríkisins. Ýtarlegur samanburður Dagblaðsins á verði innlendra landbúnaðarafurða og hliðstæðra af- urða, sem fluttar væru inn frá Danmörku á verði danska landbúnaðarráðsins, töxtum Eim- skipafélagsins, öðrum flutnings- og dreifingar- kostnaði, svo og álagningu í heildsölu og smá- sölu, hefur leitt í ljós, að átta milljarðarnir segja ekki alla söguna. Slíkur innflutningur mundi ekki aðeins spara ríkinu fimm milljarða króna á ári í niðurgreiðslum, heldur þar á ofan lækka vöru- verð um þrjá milljarða króna. Inni í þessu eru að vísu útflutningsuppbætur Efnahagsbanda- lagsins. En óneitanlega væri skemmtilegra að láta hið ríka bandalag greiða okkur slíkar upp- bætur en að vera stöðugt að borga því útflutn- ingsuppbætur með okkar framleiðslu. Enn er ekki öll sagan sögð. Ef slíkur inn- flutningur leiddi til breytinga á neyzluvenjum, til dæmis til aukinnar neyzlu á ódýrum kjúkl- ingum í stað dýrs lambakjöts, mundi enn spar- ast einn milljarður króna. Og væru sumar þessar vörur fluttar inn frá öðrum löndum en Danmörku, þar sem þær eru ódýrari, til dæmis kjúklingar og nautakjöt frá Bandaríkjunum, mundi enn sparast einn milljarður króna. Þannig má leiða rök að því, að stefna tak- markalausrar framleiðsluaukningar í landbún- aði kosti þjóðina samtals þrettán milljarða króna á ári. Hins vegar mundi ekki kosta nema sex milljarða að hafa 4000 bændur í sumarfríi í tólf mánuði á ári á verkamannalaunum. Menn þurfa því ekki að vera á móti félags- legri þjónustu hins opinbera, þótt þeir leggi til, að ríkið dragi saman seglin í skattheimtu sinni. Hin miklu afskipti hins opinbera af landbúnaði eru veigamikill þáttur þeirrar staðreyndar, að ísland er láglaunaland í samanburði við ná- grannalöndin. Við reisum ekki eina Kröfluvirkjun á ári. En landbúnaðurinn einn er meira en ein Kröflu- virkjun á ári. —menn eru handhöggnir fyrir þjófnað Það eru ekki allar verzlanir undir þaki I Pakistan, heldur setja kaupmenn sig niður við húsveggi og skýla sér fyrir sólinni með sólhlífum. DB-mynd Katrín Pálsdóttir. Svo virðist sem lönd múhameðstrúarmanna ætli að taka strangar á öllum brotum framvegis. Þegnar þessara landa eiga ekki að sleppa undan refsingu ef þeir gera eitthvað misjafnt af sér. Til að tryggja að siðferði sé gott i löndunum hafa yfirvöld 1 múhameðstrúarlöndunum tek- ið upp þau lög sem kóraninn segir til um, en þau eru um 14 hundruð ára gömul. Kóraninn er bæði trúarrit og einnig sið- fræðirit. Þar voru ritaðar þær reglur sem gilda áttu í sam- skiptum manna og þær giltu sem Iög og eftir þeim voru menn dæmdir ef þeir gerðust brotlegir við lög kóransins. 1 hinni heilögu bók er einnig aí finna skýrum stöfum, hvernig á að refsa fyrir hin ýmsu brot á siðfræði þeirri sem bókin boð- ar. Þessi ákvæði um refsingar, sem er að finna í kóraninum, eru nú refsilög í flestum múhameðstrúarlönd- um.Undanfarin ár hafa þau boð og bönn sem kóraninn boðar, ekki verið haldin. T.d. bannar kóraninn neyzlu áfengis, en áfengi er selt í verzlunum í Pakistan, en landsmenn þar eru múhameðstrúar. Þar finn- ast einnig alls konar nætur- klúbbar þar sem selt er áfengi. Nú bregður svo við að þessu á að breyta og það er Zia hers- höfðingi sem gerir það, sá sem steypti forsætisráðherra lands- Þessl mynd er frá verzlun í Karachi i Pakistan. Þeir sem frelstast til að stela einhverju t.d. úr verzlunum eru handhöggnir, samkvæmt nýjum lögum sem gengu þar í gildi í júlí. DB-mynd Katrfn Pálsdóttlr. ^ ............ ............................

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.