Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.08.1977, Qupperneq 9

Dagblaðið - 16.08.1977, Qupperneq 9
DACiBLAÐIÐ, ÞHIÐJUDAGUK 16. AC.UST 1977. 9 „Endurhæfing” á vegum Seðlabankans: „Hef heyrt að svartamarkaðsbrask með gjaldeyri sé mikið í sumar'’ segir Sveinn Sveinsson hjá Gjaldeyriseftirlitinu „Við erum nýkomnir úr mikilli yfirreið um landið þar sem reglur um skil á gjalde.vri til Seðlabankans voru kynnt- ar,“ sagði Sveinn Sveinsson hjá Gjaldeyriseftirliti Seðla- bankans í viðtali við Dagblaðið. „Það voru ýmis ný og eldri ákvæði sem við vildum kynna fólki og ræða persónulega við þá aðila sem mest hafa með gjaldeyri að gera hériendis." Sveinn hefur farið um allt Norður- og Austurland á ferð sinni, heimsótt banka og stærri hótel, auk þeirra verzlana sem sérstaklega hafa haft með ferðamenn að gera. „Við fórum einnig út á Keflavíkurflugvöll og tókum þá sérstaklega fyrir leigubílstjórana, enda höfum við heyrt að þeir væru fremur frjálslyndir við móttöku gjald- eyris," sagði Sveinn ennfrem- ur. Meginreglan i skilum á gjald- eyri er sú, að honum skuli skilað innan 20 daga, en í sum- um tilvikum er sá tími styttri. T.d. verða bankaútibúin að skila sínum gjaldeyri til aðal- bankans innan fárra daga. „1 heild eru möguleikar okkar á því að kanna, hvort öllum gjaldeyri sé skilað, heldur litlir," sagði Sveinn enn- fremur. „í sumum tilfellum verður maður að treysta á fólk og það hefur gengið bara nokk- uð vel. Hins vegar hef ég heyrt að svartamarkaðsbrask með gjaldeyri sé mikið nú í sumar. Hvers vegna vitum við ekki, en eins og fyrri daginn er Kefla- víkurflugvöllur talinn langlík- legastur vettvangur fyrir gjald- eyrisbrask.“ Til skamms tima var lítið sem ekkert eftirlit haft með skilum minjagripaverzlana á gjaldeyri. Hvort það hefði skánað? „Jú, það hefur batnað mikið og er gott samkomulag við aðstandendur þeirra verzlana. Eins hefur eftirlit með umboðs- launagreiðslum til innflytjenda erlendis verið hert og við höf- um möguleika á því að fylgjast vel með þeim, enda er allur innflutningur og umboðslaun á skrá hjá okkur. Seðlabankinn lét gera könnun á skilum þeirra sem eru með laxveiðiár á leigu og kom ekkert óvenjulegt út úr þeirri könnun," sagði Sveinn. „Fylgzt er náið með umboðs- mönnum þeirra útlendinga sem hafa árnar á leigu og ég veit ekki til þess að reynt hafi verið að brjóta lög á þeim vettvangi." -HP. Hér sést hvar Jóhann H. Jónsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs, t.h., afhendir Sigurði Steinssyni verðlaun fyrir skreytinguna í garðinum. Áhugi á skreytingu í görðum fer sívaxandi í garðinum við húsið Hrauntungu 38 í Kópavogi er að finna listaverk sem hlaut viður- kenningu Fegrunarnefndar Kópavogs fyrir sérstæða skreytingu í garði. Eigendur Hrauntungu 38 eru 'hjónin Guðný Árnadóttir og Sig- urður Steinsson, en Sigurður hefur sjálfur unnið skreytinguna í smíðajárn. Er þetta tómstunda- gaman Sigurðar og á hann einnig hugmyndina að lögun verksins. Vinnur Sigurþur verkið heima hjá sér og hefur til þess aðstöðu í bllskúrnum. Áhugi á skreytingu í görðum hefur vaxið mikið upp á síðkastið og talsvert er um það að fólk reyni að vinna listaverk og skúlp- túra í görðum sjálft. -BH. Dómur í sparimerkja- málinu í október Riíllukragapeysur Náttfatnaður Brjdstahöld og margt fleira LITIÐINN Glæsibæ Sími 83210 Dómur mun væntanlega falla i sparimerkjamálinu í október. Þá verður úr skorið um hvort og hve miklar bætur hinir fjölmörgu eig- endur skyldusparnaðarins á und- anförnum árum munu fá. Gunnlaugur Claessen lögmaður ríkisins í málinu sagði í gær að stefnt væri að þvi að mál- flutningur í því yrði um mánaða- mótin september-október. Eftir það hefur dómurinn þrjár vikur til að kveða upp úrskurð. Þarna er um tvö mál að ræða. Annars vegar Hólmfríður Sigurðardóttir gegn ríkissjóði og hins vegar Gunnar Baldursson gegn ríkissjóði. Gunnar M. Guð- mundsson er lögmaður Hólm- fríðar og Gunnars. Málin verða bæði flutt um sama leyti, að sögn Gunnlaugs, en ekki er vitað hvort þau verða flutt i einu. Þetta eru prófmál sem skera úr um rétt alls fjöldans sem hefur átt sparimerki á síðustu árum. Sérfræðingar, sem könnuðu málið á vegum félagsmálaráðu- neytisins, sögðu í fyrra, að vera kynni að ríkið skuldaði fólki alll að þúsund milljónum fyrir galla á framkvæmd laga um skyldu- sparnað þennan. -HH. Sænsku stólarnir komniraftur Avallt eitthvað nýtt Húsgagnaverslun Reykjavíkur hf. Brautarholti 2 Símar 11940 — 12691

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.