Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977. 11 ins úr stóli með byltingu fyrir skömmu. Þjófar verða framvegis handhöggnir Zia hersnöfðingi lét þau boð út ganga, þegar hann var kom- inn í valdastól í Pakistan, að hann ætlaði að láta lög kórans- ins gilda framvegis sem refsi- lög í landinu. Þar segir svo í kóraninum að þjófar skuli handhöggnir. Ef þeir hafa stolið miklu þá getur farið svo að þjófurinn missi báðar hend- urnar. Einnig hefur Zia hers- höfðingi tekið upp húðstrýking- ar. Það fer eftir því hve glæpur- inn er alvarlegur hve vandar- höggin verða mörg. Hámarks- refsing er 30 vandarhögg. Pakistan mun vera fyrsta landið, sem ekki er byggt Aröb- um, sem tekur upp þessar refs- ingar. Talið er að þeim hafi verið beitt á undanförnum ár- um eitthvað í Arabalöndum, en ekki er það sannað. Refsað fyrir að kyssa stulku Gert er ráð fyrir því að sér- stakir dómarar dæmi i málum múhameðstrúarmanna. En í sumum ríkjum tíðkast það að þessir dómarar dæmi Evrópu- menn. Dæmi eru um það frá Arabalöndum að Evrópumanni var refsað fyrir að kyssa stúlku á almannafæri. Hann var hýdd- ur fyrir að gera þetta. Framhjóhald, fjórhœttuspil og drykkjuskapur er synd Framhjáhald er álitinn mik- ill glæpur og kóraninn . býður þunga refsingu fyrir slikt. Þjóf- urinn skal missa höndina, sam- kvæmt lögum kóransins og konur eru ekki undanþegnar þeim lögum. Sá, sem sakar konu um að halda fram hjá manni sínum, verður að þola 80 vandarhögg ef hann getur ekki komið með fjögur vitni að at- burðinum. I Egyptalandi er þjófum ekki þyrmt. Ef þjófnaður sannast á einhvern á hann á hættu að missa höndina og einnig annan fótinn. Þessi refsiákvæði eru alveg ný, alla vega hafa þau ekki verið notuð í tugi ára. Það var sett sérstök nefnd á stofn sem endurskoðaði refsilög Egyptalands og ákvað að þyngja refsingar til muna sam- kvæmt boðum úr köraninum. Krossfesting fyrir morð og rón Þann 10. júlí gengu ný refsi- lög í gildi í Pakistan. Lögbrjót- um hefur verið refsað með hýð- ingum en enginn hefur verið handhöggvinn. Zia hershöfð- ingi þarf að staðfesta þann dóm. Það verður sem sagt eng- inn handhöggvinn nema með hans leyfi. í Saudi-Arabíu er refsing fyrir morð og rán krossfesting. Hægt er að fá dóminn mildaðan ef sá sem drýgði glæpinn iðrast þess. Þessi harði dómur sem kóraninn býður, gengur fram af flestum Vesturlandabúum, einnig þeim Aröbum sem hafa hlotið menntun sína á Vestur- löndum. Þrátt fyrir það þó Arabar, sem hafa menntazt á Vesturlöndum, séu andvígir þessum refsiákvæðum halda Arabalöndin fast við boð kóransins. Boð þau og bönn, sem eru í gildi um áfengisneyzlu í múhameðstrúarlöndum, eru þverbrotin og í Pakistan hefur verið framleitt vín og bjór til skamms tíma. Vel getur verið að þvi hafi verið hættþegar Zia tók við völdum. En frá löndum, þar sem áfengisbann hefur gilt undanfarin ár, berast fréttir um að svartamarkaðsbrask blómstri. Um list og peninga Kjallarinn Sigurjón Jóhannsson Það kom fram í útvarpsþætti í síðustu viku, að stjórn Lista- safns tslands keypti á sl. ári verk fyrir aðeins 5,5 milljónir króna og árið þar áður fyrir aðeins 1,2 milljónir. Þegar litið er til þess, að allstór hópur menntamanna hefur milli 5-6 milljónir króna í árstekjur, þá sést best hvað þessar upphæðir, sem nefndar voru hér að fram- an, eru fáránlega lágar. Það er undrunarefni, að listamenn skuli hafa geð I sér að sitja i safnstjórninni án þess að æmta eða pkræmta. Þetta jaðrar við að vera fjármálahneyksli, en öf- ugt við þau fjármálahneyksli, sem við erum vön að lesa um. Eflaust er hægt að verja þessar staðreyndir með almennu tali um peningaleysi, en ég býst við að flestir séu mér sammála um að þarna hafi menn sofnað á verðinum og sofnað fast. Það kom líka fram I þessum útvarpsþætti, að safnstjórnin er ekkert alltof dugleg við að sækja sýningar hjá yngri lista- mönnum. Þarna er komið að öllu erfiðara og viðkvæmara máli, þ.e.a.s. hvort safnstjórn sé skylt að hlaupa til hvenær sem einhver sýnir verk sín og hvort hún verði fyrr eða síðar að kaupa verk eftir listamenn, sem meirihluti safnstjórnar hefur lítinn eða engan áhuga á. I þessu atriði lýsi ég yfir fyllstu samúð minni með safnstjórn- inni, en hún á að krefjast þess að hafa miklu meiri peninga handa á milli til að kaupa góð verk. Ég er ekki fylgjandi peninga- austri í listamenn fremur en annað gott fólk, og ég get skilið vandkvæði safnstjórnar þegar hún hyggst kaupa verk eftir ýmsa yngri listamenn okkar, sem margir hverjir eru frekar að selja hugmyndir en verk. Þessir ungu listamenn eru að sjálfsögðu að leita að einhverju nýju, og úr þeim jarðvegi getur sprottið margt gott. Það er ein- mitt á þessum umbrotatímum í lífi listamannsins, sem listunn- endur og stjórnendur safna eru ekki búnir að átta sig á mikil- vægi listamannsins og hvort ástæða sé til að „fjárfesta“ I honum. Eg hygg, að þeir lista- menn íslenskir, sem komast yfir þetta tómarúm, þurfi ekki að kvarta undan áhuga almenn- ings, þar sem mjög margir hafa ánægju af því að eignast verk eftir viðurkennda listamenn. Þegar á þetta stig er komið þarf enginn að vorkenna listamönn- um okkar hvað snertir fjárhags- afkomu. En hvað á þá að gera við þann stóra hóp, sem er ekki búinn að ná landi? Við getum að sjálfsögðu sett upp styrktar- kerfi, t.d. í þeirri mynd, að ef ungur maður vill að skólagöngu lokinni vinna ótruflaður að list sinni í tvö ár, þá geti hann fengið tveggja ára laun hjá rík- inu, en síðan verði hann að sjá um sig sjálfur. Þetta finnst mér persónulega ekki ógeðug hugmynd, þvi þá þarf enginn að kvarta yfir þvi að þjóðfélag- ið hafi ekki lagt sitt af mörkum, eftir að skólakerfið var búið að lýsa yfir að viðkomandi maður væri hæfur til listsköpunar. Mér finnst einnig að rfkið geti styrkt eða verðlaunað vel gerða hluti eins og listaverka- bækur og bókaskreytingar, eða útgefendur geti sótt um fjár- styrk til að gera góða hluti og borga listafólki mannsæmandi laun fyrir verkin. SÚM gaf til dæmis út skemmtilegar bækur, vegna þess að félagið fékk opin- beran styrk til þess. Einnig mætti greiða listamönnum rif- lega fyrir að fara með litlar sýningar inn í skóla og sam- komuhús úti á landi og ræða þar um verk sln og hugmyndir við alla þá, sem áhuga hafa á. Þetta yrði áreiðanlega kærkom- in tilbreyting fyrir listamenn- ina og fólkið úti á landsbyggð- inni. Þá er ekki úr vegi að fjöl- miðlarnir og listamenn reyni að bæta úr miklu sambandsleysi. Blöðin eru að vísu alltaf á hausnum, en þau ættu að geta borgað listamanni fyrir vinnu sina eins og einhverjum öðrum. Ég hef persónulega haft ánægju af ýmsu þvf, sem birst hefur á forsíðu Sunnudags- blaðs Þjóðviljans, og oft hefur Lesbókin birt góðar myndir, en þó er ástæða til að biðja um meiri fjölbreytni. Dagblaðið hefur I sinni þjónustu teiknara og keypt framhaldsmyndasögu eftir annan. Vikan mætti gera betur á þessu sviði, en ritstjórn- in hefur aftur á móti gert tals- vert mikið af þvl að kynna lista- menn með myndarlegum viðtöl- um. Aftur á móti vantar sárlega fallegt og vel prentað listatfma- rit og það gæti hið opinbera hæglega styrkt, a.m.k. með einni rlflegri fjárveitingu meðan verið er að hleypa þvf af stokkunum. Mér er kunnugt um að hinn harðduglegi og út- sjónarsami útgefandi, Jóhann Briem, hefur verið beðinn að gefa þessu máli gaum, og von- andi lætur hann slag standa — ég hef enga trú á að hann tapi á fyrirtækinu þegar tímar liða fram. 1 lokin vil ég bera fram þá ósk, að einhverjir útgefendur athugi hvort ekki sé kominn tlmi til að gefa út kennslubók I teikningu og meðferð lita. Meðan ég var I skóla var teikni- og formfræðikennsla fyrir neð- an allar hellur, og ég hef grun um að svo sé enn víðast hvar. Góð og lífleg bók um þetta efni, gerð I samvinnu listfræðinga, teiknikennara og listamanna yrði góð sölubók á almennum markaði. Sigurjón Jóhannsson blaðamaður. Mannréttindi, fyrirhvera? Kjallarinn Vert er að taka það til íhug- unar hvernig ástandið er nú 1 mannréttindamálum I einu næsta vina- og nágrannariki okkar, Vestur-Þýzkalandi. Helmut Schmidt kanslari brosti breitt við vini sínum, Geir Hallgrlmssyni, þegar þeir voru að spóka sig hér á landi I júlfmánuði, og gaf út vinsam- legar yfirlýsingar I okkar garð svo ekki var að sjá á kanslaran- um að nokkuð væri að I heima- landi hans. En af hverju að huga að mannréttindamálum I Vestur-Þýzkalandi? Þvi ekki alveg eins og Sovétríkjunum, Chile eða Austur-Þýzkalandi? Um fyrrnefnd lönd gildir að öllum er kunnugt um alræðið og að daglegt brauð er að brotin séu almenn mannréttindi þar en slfkt var þó til skamms tlma ekki reyndin I ‘ Vestur- Þýzkalandi. Þvf vissulega voru mannréttindi f eina tfð I heiðri höfð i Vestur-Þýzkalandi og lengst af hefur það verið ein helzta skrautfjöður í hatti þeirra Vestur-Þjóðverja að geta bent á ófrelsi það sem rfkir austan megin múrsins, miðað við frelsið vestan megin. Svo er Vestur-Þýzkaland lfka með okk- ur íslendingum í varnarbanda- lagi vestrænna lýðræðisríkja sem setur sér m.a. það markmið að vernda lýðréttindi. Skirrist bandalag þetta, sem nefnist Nató, jafnvel ekki við að út- hella blóði saklausra fórnar- lamba svo við fáum notið mann- réttindanna. Róttœkir fó ekki vinnu Heldur er illa komið fyrir mannréttindum f Vestur- Þýzkalandi nú. Þar eru f gildi lög sem ganga svo langt að sam- kvæmt öllum venjulegum skiln- ingi þverbrjóta þau stjórnar- skrár og lýðréttindahefðir þær sem vestræn lýðræðisríki, svo- nefnd, byggja þjóðfélög sfn á. Ekki er lengur leyfilegt að gefa Bolli Héðinsson Leiðtogar Austur- og Vestur-Þýzkalands, Honecker og Schmldt. Er sama hvorum megin múrsins maður býr? út bækur um viss pólitfsk efnj, lestarstjórar og kennarar, svo dæmi séu nefnd, eru reknir úr starfi fyrir aðild að vinstri sinn- uðum samtökum. Er þetta árið 1933 ellegar 1977? kann einhver að spyrja. Er nema von, aðferðirnar eru nákvæm- lega þær sömu í þriðja ríki Adolfs Hitlers og fjórða rfki Helmuts Schmidt. Lýðræðið verður að verja sig fyrir andstæðingum lýðræðis- ins, er viðkvæðið sem oft má heyra frá þeim sem reyna að réttlæta aðferðir þær sem beitt er gegn róttæklingum. En hvers virði er það lýðræði sem heimilar að innan marka þess megi beita gerræðislegum að- ferðum, svo sem að banna út- komu ákveðinna rita, reka menn með óæskilegar skoðanir úr starfi og brjóta á annan hátt það sem samkvæmt vestrænni lýðræðishefð er nefnt sjálfsögð mannréttindi og persónufrelsi. Það hefur fækkað heldur skrautfjöðrunum f hatti hins þýzka sambandslýðveldis og hugsanlega kemur að þvf að lítill munur verði orðinn á rfkj- unum austan múrs og vestan með tilliti til mannréttinda. Þó eygja mannvinir enn von um að Vestur-Þýzkaland hverfi ekki alveg I hóp alræðisrfkja, þar sem lýðréttindi eru fótum troð- in, heldur muni mannréttindi verða hafin þar aftur til vegs og virðingar. Áhrif Sprínger- pressunnar Ef reynt er að kanna hvað veldur þvf að Vestur-Þýzkaland er vel á veg komið með að geta ekki talizt til vestrænna lýð- ræðisrfkja verður að lfta á at- burði undangenginna ára þar. Baader-Meinhof stjórnleys- ingjahópurinn verður til eftir óróa þann sem varð við vestur- þýzka háskóla upp úr 1968. Skömmu seinna starfar hópur þessi af hvað mestum krafti að tilræðum sfnum og ógnarverk- um þar til forsprakkar þess hóps eru handteknir árið 1972. Um svipað leyti koma f ljós fyrstu aðgerðir vestur-þýzkra stjórnvalda sem leiða til þess að tala megi um brot á mannrétt- indum þar. Kröfurnar um að nú yrðu tökin hert og gengið milli bols og höfuðs á ýmsum óæskilegum pjóðfélagshópum urðu sffellt háværari, t.a.m. með kröfugerð blaða þeirra sem Axel Cesar Springer gefur út. Þóttust menn nú sjá þá einu lausn f sjónmáli að gengið yrði nærri öllum hugsanlegum andstæð- ingum þjóðfélagsins með hvaða aðgerð er vera skal. Hefur þessi stefna sfðan verið að koma í ljós, gengið hefur verið stórlega á mannréttindi með þvf hugar- fari að tilgangurinn helgi með- alið og mannréttindum þvf út- hlutað aðeins til þeirra sem flokkast undir skilgreiningu yfirvalda á þvi hvað telja beri æskilega þjóðfélagsþegna. Er þá hægt að tala um mann- réttindi öllu léngur? Bolli Héðinsson, blaðamaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.