Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 12
DAÍJBLAÐIÐ, PRIÐJUDAGUR 16. ÁGUST 1977. 12 iþróttir iþróttir iþróttir 3. deild — 3 Tindastóí iírslitai KS tryggði stöðu sína Tindastóll frá Sauðárkróki bættist um helgina i hóp þeirra liða sem leika til úrslita í úrslitakeppni 3. deildar íslandsmótsins i knatt- spyrnu. Tindastóll sigraði í Stykkis- hóimi 1-0 og bætist því í hóp Grinda- víkur og Fylkis sem öruggur í úr- slit. Linurnar eru annars víða að skýrast og baráttan í aigleymingi. D-riðill Nú, ef við snúum okkur fyrst að D-riðli þá ferðaðist Tindastóll til Stykkishólms og lék við heima- menn, Snæfell. Þórhallur Ásmunds- son skoraði snemma í fyrri hálfleik og færði TindastÖli forustu. Leikur- inn var jafn, Snæfell átti heldur meira í leiknum en vörn Tindastóls var sterk og því vannst mikilvægur sigur í Stykkishólmi, 1-0. Á meðan lék Víkingur frá Ólafs- vík við USAH og mátti aftur sætta sig við tap gegn A-Húnvetningum — nú 2-3. Rétt eins og í Ölafsvík var leikur USAH ákaflega jafn og spennandi. A-Húnvetningar náðu forustu með marki Svavars Ævars- sonar, Atli Alexandersson jafnaði fyrir Víking en Baldur Hannesson náði forustu fyrir USAH fyrir leik- hlé. Víkingar náðu að jafna — þar var að verki Jónas Kristófersson — en Svavar Ævarsson tryggði sigur heimamanna, óvæntur sigur í höfn. Að Sævangi kepptu Strandamenn við Skallagrím — heimamenn sigr- uðu stórt, 6-1. Borgnesingar eru nú alveg heillum horfnir en náðu þó að standa í sterkum Strandamönnum í fyrri hálfleik. Þeir Andrés Jónsson og Rafn Richardsson skoruðu mörk Strandamanna í fyrri hálfleik og Ingólfur Hannesson svaraði fyrir Skallagrím en flóðgáttirnar opn- úðust I síðari hálfleik, þeir Andrés og Rafn bættu við sínu markinu hvor og Steinþór Benediktsson skoraði tvö — stórsigur, 6-1. Staðan í riðlinum er nú: 'Tindastóll Víkingur Snæfell HSS USAH Skallagrímur -ÞA F-riðill Þau þrjú lið sem berjast um efsta sætið í F-riðli, Einherji, Austri og Hrafnkell Freysgoði, sigruðu öll í leikjum sínum um helgina. Einherji fékk Leikni frá Fá- skrúðsfirði í heimsókn á Vopnafjörð — og sigraði Einherji 2-1. Leiknir var án margra sinna beztu manna en leikurinn var jafn þrátt fyrir það. Hins vegar var sigur Einherja sanngjarn — Einherji náði forustu snemma með mörkum Baldurs Kristjánssonar og Kristjáns Davíðs- sonar — en fimm mínútum fyrir leikslok minnkaði Stefán Garðars- son muninn og engu líkara var en leikmenn Einherja færu á taugum og litlu munaði að Leiknir jafnaði Celtic og ( Pa — Jóhanr Celtic og 1. deildarlið Chelsea léku í gærkvöld vináttuleik á Park Head, leikvelli Celtic í Glasgow. Leikur liðanna var ákaflega skemmtiiegur og opinn og endaði með jafntefli, 2-2. Jóhannes Eð- valdsson skoraði síðara mark Celtic — sannarlega á skotskónum með Celtic, landsliðsfyrirliðinn okkar. Þeir Ronni Glavin og Jóhannes skoruðu mörk Celtic en staða í leik-. hléi var 2-1 Celtie í vil. Celtic réð gangi leiksins í fyrri hálfleik en eins og svo oft í leikjum liðsins gekk Risaslagur í Laugardal í kúluvarpi í Rvk-leikum Það verður „risaslagur“ í Laug- ardal í kvöld — þá eigast við ýmsir sterkustu menn heims — margir kunnustu kúiuvarparar heimsins. íslendingurinn Hreinn Halldórsson fer þar fremstur en kunnir erlendir-kappar, er allir hafa kastað yfir 21 metra í kúlu- varpi, keppa á Reykjavíkurleik- unum í kvöld: Terry Albritton, AI Feuerbach, Geoff Capes og Reino Stahlberg, sannarlega kunnir kappar, sannarlega „risaslagur" i Laugardal í kvöld. Já, í kvöld verður áreiðanlega eitt athyglisverðasta og um leið skemmtilegasta frjálsíþróttamót sem haldið hefur verið á tslandi hin síðari ár. Margir frægir kappar keppa en þrátt fyrir mörg kunn nöfn er engin ástæða til að óttast að ís- lenzku keppendurnir verði kaf- sigldir — síður en svo. Það verður áreiðanlega hart barizt í kúluvarpinu en sigurlíkur Hreins Halldórssonar verða að teljast góðar. En það eru ekki einungis sigur- líkur í kúluvarpinu, þrátt fyrir að bandaríski spretthlauparinn Charlie Wells sé meðal hinna beztu í heiminum og eigi árangur upp á 10.0 í 100 metra hlaupi verður áreiðanlega tvísýn keppni milli hans og Vilmundar Vil- hjálmssonar. „Ég spái Vilmundi sigri í keppni hans við Charlie Wells,“ sagði hinn góðkunni þjálfari, Ölafur Unnsteinsson. ,,Og ég tel Hrein eiga góða möguleika að sigra Bandaríkjamennina og keppni hans við þá Capes og Stahlberg verður hápunktur mótsins, tvísýn keppni þar sem Hreinn á sigurmöguleika," sagði Ólafur Unnsteinsson ennfremur. Það er víst að keppnin verður skemmtileg í kvöld en það eru ekki einungis keppendur í þess- um tveimur greinum sem vekja athygli, þarna er líka fjöldi ann- arra kunnra kappa. 1500 metra hlaupið verður áreiðanlega skemmtilegt, þar á þeldökkur Kenyabúi, Jessi Kimeto, beztan árangur, 3:40.0. I þvi hlaupi verða líka tveir Norð- menn, þeir Erik Matthiesen, 3:41.0, og Arfin Rosendahl sem á um 3:43.0. Hvort íslenzku kepp- endurnir veita þeim harða keppni kemur á daginn en gróska er nú í millivegalengdahlaupum á ts- landi. Þá verður stangarstökkið skemmtilegt, ekki vegna vona um íslenzkan sigur, síður en svo heldur hins að þar verða tveir keppendur sem báðir eiga yfir 5 metra — Jerry Kingsted, 5.20, og Larrie Jessie, Bandaríkjameist- ari innanhúss, 5.34. Stangarstökk er ákaflega skemmtileg grein að sjá þegar stokkið er yfir 5 metr- ana. Þá verða þrír Sovétmenn: Larisa Klementjenok sem á 1.86 í hástökki, veglegur keppandi fyrir Þórdísi okkar Gísladóttur, Alex- ander Homtschik grindahlaupari og Friðrik Þór Oskarsson fær erf- iðan keppinaut að glíma við: Ivan Labatsch sem á bezt 7.86. Þá er ónefndur Trinidadbúinn Mike Solomon — sem tekur þátt í 100, 400 og 800 metra hlaupunum. Sannarlega skemmtilegt mót í uppsiglingu: það verður vissu- lega barátta í Laugardal i kvöld. En tímaseðillinn í kvöld verður: Kl. 19.30 hefst mótið og þá hefst 100 metra hlaup kvenna. Síðan verður stangarstökk, þá 100 metra hlaup karla um hálfátta, svo 1500 metra hlaup karla og kúluvarpið hefst kl. 20. Þá verður 800 metra hlaup, síðan 1500 metra hlaup kvenna, þá 400 metra hlaup kvenna og loks 400 metra hlaup karla kl. 20.45. Hreinn Halldórsson hann í kvöld? hvaó gerir Ingi Björn og Sigurður Dagsson, Valsmennirnir kunnu, á æfingu með rúmlega 30 DB-piltum í gærkvöld. DB-mynd Bjarnleifur. Valsmenn æfa Dagblaðs- strákana í knattspymu —og piltamir ætluðu sér mikið þegar þeir komu á æfíngu hjá Inga Bimi og Sigurði Dagssyni, landsliðsmönnum Vals Sölustrákar Dagblaðsins — harðsnúið lið — hafa byrjað æf- ingar í knattspyrnu og þjálfarar þeirra eru ekki af lakari endan- um — sjálfir Islands- og bikar- meistarar Vals. Þeir Ingi Björn Albertsson og Sigurður Dagsson hófu æfingar með strákunum í gærkvöld — þeirra fyrstu æfingar og voru rúmlega 30 piltar á æfingunni. Ingi Björn og Sigurður, tveir af okkar kunnustu landsliðsmönn- um, stjórnuðu æfingunni af rögg- semi og kunnu greinilega sitt fag. En DB-strákarnir kunnu og til verka — greinilega efni fram- tíðarinnar í knattspyrnu. DB- strákarnir munu æfa undir stjórn’ meistaraflokks Vals og munu leikmenn Vals skiptast á að koma og æfa piltana, þannig gefst strák- unum tækifæri að nema af beztu knattspyrnumönnum íslands. DB-piltarnir munu æfa með keppni fyrir augum og greinilega mátti sjá að harðsnúið lið DB- pilta er í uppsiglingu, flinkir strákar og eitilharðir eins og þeir eru raunar við sölu blaðsins. Hvað ungur nemur gamall tem- ur, það var greinilegt á fyrstu æfingunni í gærkvöld að piltarnir bæði lærðu mjög mikið og höfðu yndi af að sjá til tveggja okkar snjöllustu landsliðsmanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.