Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.08.1977, Qupperneq 24

Dagblaðið - 16.08.1977, Qupperneq 24
Verzlunarhús Geysis eldi að bráð: Eldur frá gaslampa var á milli hæða í spónum og hálmi — Onnur íkveikjan frá gas- lampa á fáum dögum V Reykbólstrarnir þyrluðust upp af gamla Geysishúsinu þar sem klaufalegar aðfarir byggingamanna virðast hafa tendrað eld i einangrun. — DB-mynd Sv. Þorm. Hún varð nokkuð dýrkeypt viðgerðin á steinsyllu yfir fyrstu hæð á verzlunarhúsi Geysis I Aðalstræti. Fram yfir klukkan 7 í gærkvöldi var verið að vinna við að leggja þakpappa á sylluna Aðalstrætismegin. Við það eru notaðir blússlamp- ar til að bræða samskeytin sam- an. Eldur komst gegnum sprungu í einangrun í vegg án þess að þeir er að unnu tækju eftir. Klukkan tæplega hálfátta var tekið eftir eldinum í hús- inu. Það er nú stórskemmt, efsta hæðin og herbergi á 2. hæð ónýt af eldi en hluti ann- arrar hæðar og fyrsta hæð stór- skemmd af vatni og reyk og vörur fyrir tugi milljóna stór- skemmdar eða ónýtar. Rétt í þann mund er allir slökkviliðsbílar Reykjavíkur renndu að húsinu varð spreng- ing. Við hana lyftist þakið og reykháfur hússins brotnaði. Sprengingin varð er húsið var opnað niðri og súrefni streymdi til margvíslegra gastegunda í reykfullu húsinu. „Opnun brennandi húss er mjög var- hugaverð áður en menn eru til- búnir að ráðast gegn eldinum," sagði Gunnar Sigurðsson vara- slökkviliðsstjóri. Eldurinn læsti sig eftir ein- angrun í veggnum að Aðal- stræti um allt risið. Einangrun- in er spænir og hálmur. Slökkviliðsmenn urðu að elta eldinn milli þiljanna og rifa mestan hluta þaksins. Slökkvi- starfið tók innan við klukku- stund, en síðan var vakt við húsið til klukkan 7 í morgun. Varaslökkviliðsstjóri sagði að nauðsyn bæri til að finna aðrar aðferðir til að vinna það verk sem í gær olli upptökum elds- ins, að þvi'áð bezt verður ráðið. Þetta er i annað sinn á stuttum tíma sbm eldur verður af slík- um blússlömpum. Er verið var að brenna málningu af glugg- um Miðbæjarskólans á dögun- um kviknaði í. Smiðir voru á staðnum og gátu slökkt áður en af varð óviðráðanlegt bál. I gær kom allt lið slökkviliðsins á vettvang, enda mikið i húfi í Grjótaþorpinu. Geysishúsið sem brann er annað elzta verzlunárhús í Reykjavik, byggt 1854 á þeim stað sem upphaf allra gatna Reykjavíkur er miðað við. -ASt. Lögreglumenn bera þarna á milli sin þann peningakassa sem Reykvíkingar kannast trúlega allir við, enda hefur hann lengi og vel þjónað Geysi. — DB-mynd Bj. Bj. „Tugmilljdna króna tjón” —segir verzlunarst jórinn í Geysi—endurreisnarstarfið hófst í morgun „Þetta hefði auðvitað farið mun verr, ef hér hefði ekki verið vaktmaður, en hann fann reyklykt, er hann kom upp á efri hæðina, skömmu eftir kl. 20 í gærkvöld," sagði Helgi Ey- steinsson, verzlunarstjóri í verzluninni Geysi, en þar varð tugmilljónatjón í eldsvoða í gærkvöldi. „Eins þorir maður varla að hugsa þá hugsun til enda, ef eitthvað hefði verið að veðri,“ sagði Helgi ennfremur. „Hér hefur orðið tugmillj- ónatjón, 90% af lager verzl- unarinnar eru ónýt, þvi reykur- inn komst hér í allan fatnað, tjöld, svefnpoka og seglaverk- stæði,“ sagði Helgi. í morgun voru starfsmenn að hefja hreinsun í húsinu, sem að sögn Helga verður endurbyggt að nýju við fyrstu hentugleika. Verzlunarhús Geysis stendur á elztu verzlunarlóð í Reykjavík og er byggt ofan á hús það, sem Ficher kaupmaður lét flytja frá Stykkishólmi á 18. öld. Um 30 manns vinna hjá Geysi og höfðu þegar tekið til Talið er fullvíst að eldsupptök hafi orðið á skrifstofu á efri hæð verzlunarhússins þar sem Hörður tók þessa mynd í morgun. við að koma reglu á hlutina, en ásamt vörum í verzluninni andi hús og út á götu á tæpum allur lager verzlunarinnar sjálfri var fluttur út í nærliggj- hálftíma í gærkvöldi. . HP frfálst, úháð daghlað ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977. Óboðinn gesturí Skógrækt- arstöðinni íFossvogi — Eyðilagði gróðurhús og skemmdi plöntur Óboðinn gestur vann miklar skemmdir á Skóg- ræktarstöðinni Fossvogs- bletti 1 í fyrrinótt. Hann reif 80 ferm plastgróðurhús í tætlur, dritaði pottaplöntum út um allt og -skrúfaði frá vatnskrönum í gróðurhúsun- um, þannig að allt fór á flot. Að sögn Vilhjálms Sig- tryggssonar framkvæmda- stjóra Skógræktarstöðvar- innar er tjónið lauslega met- ið á 200 þús. krónur. Vil- hjálmur sagði að svipað at- vik hefði gerzt í fyrra og væri það mál óupplýst enn en allt benti til þess að sami aðili væri að verki, senni- lega unglingur, því fótspor eru eftir lítinn fót. Þá hefur það gerzt mörg undanfarin ár að brotizt hefur verið inn í stöðina og alltaf beitt sömu vinnubrögðum. Vilhjálmur sagði að ef þetta væri allt sami aðilinn væri hann greinilega mjög iðinn og gott væri að virkja það á einhvern annan hátt. -JH. Minkur unninn í Mosfells- sveit Svo sem sjá má er minkurJ inn hið fallegasta dýr. (DB-mynd Ragnar Th. Sig.) Þessi minkur var drepinn þar sem hann var að spáss- éra yfir götu í Mosfellssveit I fyrrakvöld. Hafði minkur- inn reynt að komast inn í bílskúr og var hinn spakasti og lítt var um sig. Er feldur hans mjög áferðarfallegur og minkurinn í góðum hold- um svo það er mái manna að ekkí sé víst að þarna sé um villimink að ræða. Samkvæmt upplýsingum lögreglustjóraembættisins í Reykjavík greiðast fyrir hvern mink sem unninn er 1500 krónur og er þá sama hvort þar er um villimink eða alimink að ræða. -BH.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.