Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGÚST 1977. z Olía frá stríðs- árunum flýtur upp — hundruð skipsflaka liggja á hafsbotni í Kattegat og Skagerak Kattegat og Skagerak eru nú orðin mjög menguð af olíu, sem kemur úr gömlum skipsflökum sem liggja á hafsbotni frá því í seinna stríði. Talið er að milli 150 og 200 þýzk skipsflök séu á botni Kattegats og Skage- raks. I tönkum skipanna munu hafa verið um 50 þús- und tonn af olíu. Það var sænskur fiski- maður sem gerði yfirvöldum viðvart um þetta og benti á hina miklu mengun sem af skipsflökunum stafaði. Olíu- tankar skipanna eru nú að tærast í sundur smátt og smátt og olían flýtur upp á yfirborðið. Sænsk yfirvöld fylgjast mjög náið með olíu- flekknum, sem stækkar með degi hverjum. Eins og fyrr segir er talið að um 200 þýzk skip liggi á botni Kattegats og Skage- raks. Talið er að í hverju þeirra hafi verið um 3000 tonn af olíu, þegar þau sukku eða voru skotin niður. Reynt er að koma í veg fyrir að olían mengi sjóinn, á þann hátt að dæla henni úr geymum skipa sem sökkva. Þetta tekst oftast. Aftur á móti var ekki vitað á stríðs- árunum hvaða skip lentu á hafsbotni. Þess vegna var ekki hægt að gera ráðstafan- ir og dæla olíu úr geymum skipanna. I Oslóarfirðinum liggur þýzka skipið Bliicher, sem Norðmenn sökktu í stríðinu. Þegar skipinu var sökkt var það með fulla olíutanka. Þeir eru nú tærðir í gegn og olían hefur valdið Norð- mönnum miklum áhyggjum og mikilli fyrirhöfn. Mikiö urval afnýjum peysum og mussum. Hermannaskyrtur Sundfatnaöur fyrir dömurogherra i Gallafatnaöur Erlendar fréttir Costa del Sol: SS-foringi flúði i ferðatösku Þýzkum stríðsglæpamanni, gær með aðstoð konu sinnar. á Ítalíu fyrir að hafa átt þátt í Herbert Kappler, tókst að flýja Kappler, sem er sjötugur að Þv® að myrða 335 ítalska borg- úr sjúkrahúsi í Róm á Italíu í aldri, afplánar lífstíðarfangelsi ara * Róm árið 1944- Kappler var fluttur fyrir nokkrum mán- uðum úr fangelsinu á sjúkra- hús, hann þjáist af krabba- meini og hefur létzt um 48 kíló á síðustu mánuðum. Kona Kapplers, Anneliese, mun hafa komið tösku út úr sjúkrahúsinu og var maður hennar í henni. Þetta uppgötvaðist ekki fyrr en 10 stundum eftir flóttann. Frú Kappler hringdi svo I yfirvöld í Þýzkalandi og sagði að maður hennar væri nú i Þýzkalandi. Vestur-þýzka lögreglan hefur beðið um aðstoð Interpol við að leita að þessum fyrrverandi SS- foringja. Ferðamenn hreyfa ekki litlafingur Lögreglan skaut gúmmíkúlum á hótelstarfsmenn sem fóru í göngur í ferðamannabænum Torremolinos á Costa del Sol. Þeir vildu ekki sætta sig við að fá 5000 peseta kauphækkun en kröfðust 8000 peseta. Um fjögur þúsund manns höfðu safnazt'saman í Torremol- inos til þess að funda um það hvort taka skyldi boði um fimm þúsund peseta hækkun. Fundar- menn voru ekki sammála og lauk fundi með þvl sem áður greinir. Þrátt fyrir þetta fóru flestir hótelstarfsmenn á Costa del Sol aftur til slns starfa og ferðamenn lifa væntanlega aftur I vellysting- um og þurfa ekki að hreyfa litla- fingur. Ástralía flytur út úran íum Astralíustjórn hefur tekið þá ákvörðun að leyfa útflutning á úraníum eftir að hann hafði verið bannaður í fjögur ár, að því er háttsettir embættismenn sögðu í gær. Talsmaður for- sætisráðherrans, Malcolm Fras- er, hefur ekki viljað staðfesta þetta né heldur bera fréttina um útflutning á úraníum til baka. Forsætisráðherrann er sagður ætla að tjá sig um þetta mál fljótlega en væntanlega gefur hann út yfirlýsingu á þingi í dag. Þessi ákvörðun á eflaust eftir að vekja reiði margra og eflaust eiga margar mótmælagöngur eftir að líta dagsins ljós ef dæma má af fyrstu viðbrögð- um. Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, hefur alltaf lýst sig andvígan því að selja þau 20 prósent af úraníumframleiðslunni sem Ástralia hefur yfir að ráða, en þá er miðað við heimsmarkað. Hins vegar segir í Reutersfrétt að þá sé ekki talið með það úraníum sem kemur frá komm- únistalöndum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.