Dagblaðið - 16.08.1977, Side 4

Dagblaðið - 16.08.1977, Side 4
DAGBLAÐIÐ, MUÐJUDAGUR 16. AGUST 1977. i i : ► í gær fréttum við af ungum íslenzkum ballettdansara sem unnið hefði erlendis í fjögur ár og væri nú á mikilli hraðferð hér á landi. Við náðum I hann og höfðum stuttlega tal af hon- um. Hann heitir Guðlaugur Einarsson, sonur Einars Guð- laugssonar bónda á Blönduósi og konu hans, Ingibjargar Jóns- dóttur. Guðlaugur á tvo bræður sem einnig hafa getið sér nokk- urt orð á listabrautinni. Það eru þeir Jón Karl sem er kór- stjóri Svansins og tónlistar- kennari á Akranesi og Skarp- héðinn sem hefur fram að þessu starfað með lúðrasveitum víða um land þrátt fyrir að fyrst núna sé hann að hefja tónlistarnám. — Hvernig tók nú fólkið þitt dansáhuga þínum, Guðlaugur? „Það sagði nú fátt. Eg er kominn af bændafólki í báðar ættir og ég efast um að það hafi skilið almennilega hvað um er að vera. Ég dansaði mikið strax sem strákur, aðallega gömlu dansana og svoleiðis. Svo sýndi ég á barnaskemmtunum." — Hvað er svo langt síðan alvaran kom til sögunnar? „Eg fór til Lúbeck fyrir fjórum árum. Áður hafði ég verið aðeins 2 ár við Þjóðleik- húsið og hafði því litla reynslu. Það komu hingað tveir Þjóð- verjar sem hjálpuðu til við að færa upp kabarett og þeir buðu mér með sér utan. Nú, ég gekk aðþví. Ég hef verið á samningi sið- an. Fyrstu 2 árin var ég undir- borgaður vegna reynslu- leysis míns hér að heiman. En nú er ég aðeins farinn að sýna sóló og hagurinn vænkast. Ég er núna að byrja að vinna í Dortmund sem er helmingi stærri bær en Lúbeck og er I Ruhr-héraði. Það má svo sem geta þess að þar er framleiddur heimsfrægur bjór. Þarna fæ talsvert betri laun en ég hef haft eða allt að 2000 mörk á mánuði (173 þús. ísl. kr.), hef ekki haft nema 1700.“ — Ertu þá fullmenntaður dansari? „Eg hef nú aldrei farið i gegnum neinn skóla nema skóla reynslunnar. Ég var orð- inn tvítugur þegar ég byrjaði. Það vantar alltaf karlmenn, sérstaklega þá sem eru svolítið stórir, þannig að tækifærin fara ekki eftir menntun fyrst og fremst." — Hvernig er að vera 1 Þýzkalandi? Þú nefndir áðan að þú hefðir lág laun. „Já, ballettdansarar eru yfir- leitt illa launaðir í Þýzkalandi. Það eru ekki nema tvö ár síðan þeir fóru að fá sömu laun og kórsöngvarar við óperuna. Þjóðverjarnir eru nokkuð stífir en annars alveg ágætir. Ég fékk að finna það dálítið fyrst að ég var útlendingur. Ég er það dökkur á brún og brá að þeir héldu jafnvel að ég væri Suðurlandabúi. En þegar þeir vissu að ég væri tslendingur kölluðu þeir mig alltaf víking. Þjóðverjar vita nokkuð mikið um Islendinga og hafa áhuga á að vita meira. Klassískur ballett er ekki mín sterkasta hlið Þegar ég kom út kunni ég ekki eitt einasta orð í þýzku en ég fór í einkatíma og þetta kom furðulega fljótt.“ — Og hvað finnst þér nú mest gaman? „Ég var eiginlega orðinn of Jim „Það vantar alltaf karlmenn, sérstaklega þá sem eru stórir gamall þegar ég byrjaði til að ná nokkrum árangri í klassisk- um ballett. Mér þykir miklu meira gaman að dansa jassball- ett og kabarettdansa. Mest gaman þykir mér að koma fram í söngleikjum og ég ætla að fara meira út í það. Ég ætla að leika meira og ætla í söngnám. Ég hef komið fram I óperum, óperettum og barnaleikritum auk ballettsýninganna. Einu sinni hef ég líka komið fram í hópsýningu I sjónvarpi. Það var eiginlega mín bezta reynsla. r,Ef ég væri ekki samnings- bundinn næsta ár gæti ég haft nóg að gera I sjónvarpi." — Og hvað hyggstu svo fyrir meira? „Eg er að hugsa um að fara til Ameríku. Ég er eiginlega á bakaleið þaðan núna, ég hef nefnilega verið þar I þrjár vikur og komizt I kynni við ýmist gott fólk. Til dæmis var ég hjá ákaflega góðum söng- kennara. Ef allt fer eins og ég vil fer ég þangað eftir ár.“ — Þú ert ekkert að hugsa um að koma heim? „Nei, ekki að svo stöddu. Hér engin tækifæri að hafa. Þetta er skaði þvi hér er margt hæfileikafólk sem ekki fær að sfn því það vantar tæki- færi.“ Við óskum Guðlaugi góðs gengis. - DS „Þjóðverjar héldu að ég væri Suðurlandabúi.“ — DB-mynd Guðlaugur i Oskubusku á sviðinu f Lúbcck. DB-mynd Jim. t'.............. „ÞJÓÐVERJ AR KALLA MIG VÍKING,” SEGIR GUÐLAUGUR EINARSSON, ÍSLENDING- UR A ERLENDRIGRUND

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.