Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 23
Útvarp í kvöld og annað kvöld: Nóg að gera í innlendum íþróttum — Lýsing frá stærsta frjálsíþrötta- mótinu sem haldið hefur verið vikuna. Hermann Gunnarsson var með knattspyrnulýsingu í gærkvöldi. í kvöld er hann með fimmtán mfnútna íþróttaþátt sem hefst klukkan 21.00 og klukkan 21.45 lýsir Hermann Reykjavíkurleikunum í fimm- tán mínútur. „Þetta er stærsta frjáls- jþrðttamót sem hingað til hefur verið haldið hér,“ sagði Her- mann í viðtali við DB. „Mikið hefur verið talað um kúluvarps- keppnina sem verður. Flestir af beztu kúluvörpurum heims koma til þess að keppa við Hrein Halldórsson, bæði Evrópumethafi og heimsmet- hafi. Það hefur verið mikill áhugi hjá erlendum iþróttamönnum á þessum leikum og koma bæði Rússar, Norðmenn, Breti og Bandaríkjamaður. Er það fót- fráasti hlaupari í heimi, Charlie Wells, sem keppir á móti Vilmundi Vilhjálmssyni. Fimmtán minútna lýsing frá þessum leikum verður einnig á dagskrá útvarpsins annað kvöld kl. 21.15. „Eg mun velja úr það sem er mest spennandi," sagði Her- mann. „Hugsanlega verður síð- ari hluti lýsingarinnar bein lýs- ing. I Iþróttaþættinum í kvöld verð ég með vangaveltur um leikana og fæ skemmtilega og hressa menn í heimsókn til að spjalla." -A.Bj. hérlendis íþróttum eru svo sannarlega gerð góð skil i útvarpinu þessa Vilmundur Vilhjálmsson fsr verðugan keppinaut á Reykja- vikurieikunum þar sem er bandariski hlauparinn Charlie Wells. DB-mynd Bjarnleifur. Eins og aliir landsmenn vita þá var Hreinn Strandamaður kosinn iþróttamaður ársins. Þarna er hann með þann vegiega grip sem slíkum titli fylgir. DB-mynd Jim Smart. Sjónvarp í kvöld kl. 21,20: Leitinni að upptökum Nflar haldið áfram Útvarp íkvöld kl. 19,35: Gjallsteinarnir segja okkur mikla sögu — um járngerð á landinu til forna Það er sannariega ástæða til þess að vekja athygli á brezku myndinni um leitina að upptök- um Nílar, sem er á dagskránni 1 kvöld kl. 21.20. Þriðji þáttur myndarinnar er á dagskránni i kvöld og nefnist Huldulindir. Þetta er leikin heimildarmynd og segir frá leiðangn þeirra Richard Burtons og John Speke. Fóru þeir I leiðangur sinn á árunum milli 1850 og ’60. Var ieiðangur þeirra undir stjórn Burtons, sem hafði I fyrstu ekki alltof mikið álit á Speke. Þegar leiðangurinn kom til byggða voru þeir félagar orðnir svarnir óvinir og urðu ekki samferða heim til Bret- lands. Aður en Speke, sem æti- aði á undan Burton, lagði af stað heim fuilvissaði hann Burton um að hann skyldi ekki heimsækja Brezka landfræðifé- lagið án hans, en Burton var ekki kominn til fullrar heilsu og hugðist jafna sig í Aden. Speke var ekki fyrr kominn til Bretlands en hann lagði leið sina i höfuðstöðvar landfræði- félagsins. Ekki nóg með að hann tæki til sin allan heiður- inn af árangri af leiðangrinum heldur fór hann niðurlægjandi orðum um Burton og ófrægði hann á alla lund. Burton varð að vonum bæði sár og ofsareið- ur þegar hanri las um fram- vindu mála í Times. I kvöld fáum við að sjá framhaldið. Þýðandi þáttarins er Dóra Hafsteinsdóttir. A.Bj. „Það 'virðist hafa verið út- breitt að. járn væri unnið úr mýrarrauða og svo var nóg af skóginum 1 landinu," sagði Þórarinn Þórarinsson fyrrum skólastjóri á Eiðum i samtali við DB. Þórarinn flytur erindi f út- varpinu I kvöld kl. 19.35 er nefnist Þegar steinarnir tala. Þórarinn var staddur á Eiðum þegar við náðum tali af honum. „Það virðist svo sem járn hafi verið gert svo að segja á flestum bæjum til að byrja með. Þetta dregst svo saman þegar skógarnir minnkuðu og kannski hefur rauðinn einnig minnkað. Leifar af járngerðinni eru Sjónvarp íkvöld kl. 22,15: Sjónhending nefnist þáttur sein er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 22.15. Umsjónarmað- ur er Sonja Diego. Aður hefur sjónvarpið verið með erlenda fréttaskýringa- þætti á þriðjudagskvöldum en járngjall og þar sem það finnst í jörðu segir það manni að þar hefur verið brætt járn. Sagt er að Islendingar hafi framleitt allt það járn sem þeir þurftu að nota sem voru ein 45—50 tonn á ári. A Þjóðminjasafninu eru til um hundrað mismunandi hlutir sem smiðaðir eru úr islenzku járni. Ljáirnir hafa verið lang járnfrekastir, hafa ekki enzt nema í tvö ár í mesta lagi. Það sem eiginlega varð þess valdandi að ég fór að skrifa um þessa járngerð var mikill gjall- haugur sem kom fram á sfnum tíma þegar verið var að grafa fyrir húsgrunni á Eiðum. Og nafnið á erindinu er tilkomið þeir voru orðnir nokkuð þungir, í það minnsta oftast nær mjög alvarlegs eðlis. Yfir- leitt var heldur ekki fjallað nema um tvö eða þrjú málefni. Nú hefur brugðið mjög til hins betra. Sonja sagði i viðtali vegna þess að gjallsteinarnir segja okkur nákvæmlega til um bæði hvernig að verkinu var staðið og eins hve mikið járn fékkst," sagði Þórarinn. — Ertu búinn að vera lengi á fornum.slóðum í sumar? „Já, ég er búinn að vera hér meiri hluta sumarsins. Hér er alveg dýrðlegt að vera í dásam- legu veðri. Eg á þrjá syni sem eru hér fyrir austan, einn er læknir á Egilsstöðum, annar er í skógræktinni á Hallormsstað og sá þriðji er aðstoðarmaður f búskapnum á Eiðum," sagði Þórarinn. Þess má geta að hann á tvo aðra syni og tvær dætur. - A.BJ. við DB að hún hefði fullan hug á að breyta til og hafa þennan þátt heldur f léttum stfl, án þess þó að gera úr honum einhvern grinþátt. Þarna verða sýndar ýmsar nýjar fréttamyndir með stuttum texta. -A.BJ. Erlendar f réttamyndir i sjönhendingu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.