Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 5
5 DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977. Grindavík: — rabbaðvið Tomma í Festi Menningarbylting í Grindavík undanfarin ár Á ferð okkar um Grindavík nýlega rákumst við á úrklippu úr Dagblaðinu, sem fest var á bíóauglýsingu félagsheimilis þeirra Grindvíkinga, Festi. Þar kvartaði utanbæjarmaður undan hvimleiðri bíóferð, en greininni svaraði Tommi í Festi með vísu. Okkur lék forvitni á að vita eitthvað nánar um Tomma í Festi og knúðum dyra. Jú, Tommi tók vel á móti okkur, en hann heitir reyndar Tómas Andrés Tómasson og er framkvæmdastjóri í Festi. „Það eru þrjú og hálft ár síðan ég tók við þessu starfi, en ég hætti 1. september nk. og fer að læra hótelrekstur í háskóla í Banda- ríkjunum. Þessi ár hafa verið OToöeiúdaMttfcoe. t Rft TOuift HVÖRVCi MfeftME fets. - (pt-u »;.v« , ■ PejíV,. Hvimleið bíóferð Utl ÍWÍNu*> * (»*,J >>;U v, d'•*«<< í rikHNMAHfeM .•ffiS.Vísew.**-» XPtAbxT! «w fftd Ví t***t ÍXJ<* U< >*í«« 0« « rob>RM> »r4ki, vm. tofU»r n~a*t> tux-txn ... .... .... komui i ts>a»í J*»w < »>vr»ruM >»» »«>» ♦«>>*«« IU-'x*<k**r*. "*?** ***•* *♦»»»* >W> v> <> «UHJ toMI »«»*>« > Mu, *»*>J*. t*a* t! *•»«« *>*««*» '* trykisi tthnt m**w tcrrxiit (>rit n«*x< ewf »<> »,♦> »>*,} *.♦ ■>r Utflh*t\ x Hringiöisdma 83322 kl. 13-15 romas Andrés Tómasson framkvæmdastjóri i Festi. mjög annasöm, en þetta hefur gengið mjög vel. Hér í Festi er þverskurður af skemmtanalífi fólks í Grindavík, sveitaböll, erfidrykkjur, móttökur sendi- herra, bingó, bíó og ýmsir fundir.“ Telur þú að sjónvarpsmynd- in „Fiskur undir steini" hafi aukið menningarlíf í Grinda- vík? „Það varð örugglega aukning í menningarlífi I kjölfar þáttar- ins, þannig að ég held að hann hafi haft jákvæð áhrif þótt hann hafi verið mjög neikvætt framsettur. Þátturinn kom mjög flatt upp á menn, en hér vinna menn mjög mikið eins og I öðrum sjávarplássum, sem Bíóauglýsingin frá Festi, þar sem úrkiippan úr DB og vísan eftir Tomma eru helzta skraut- ið. DB-myndir Ragnar Th. Sig. standa undir efnahagslífi þjóðarinnar. En eftir þáttinn varð hér menningarbylting, t.d. var stofnað hér leikfélag strax sumarið eftir, sem síðan hefur verið með 2—3 sýningar á hverjum vetri.“ Nú stjórnar þú kvikmynda- sýningunum hér í Festi, sem gagnrýndar voru í Dagblaðinu m.a. vegna reykinga, og mynda- vaii. „Já, það er ekkert leyndar- mál að við reynum að höfða til fastagesta, þ.e. unga fólksins, og hasar- og grínmyndir er það sem gildir. Það þýðir ekki að sýna hverja mynd nema einu sinni og við fáum svona 100—150 manns á hverja sýn- ingu. Við erum hér í beinni samkeppni við Reykjavíkur- svæðið, þvi fólk sækir þangað bæði bió og böll. Hitt er svo annað að þessi gagnrýni f DB á að einhverju leyti við rök að styðjast, m.a. hvað reykingar snertir." Eg las i Vikunni fyrir tveim- ur árum að þú hefðir verið alkóhóiisti, en hefðir hætt aó drekka. Stendur það enn? „Að sjálfsögðu. Það þýðir ekkert annað en taka þessi mál föstum tökum. Sem betur fer eru íslendingar að opnast fyrir þessum málum, sérstaklega með tilkomu Freeport klúbbs- ins. Mín aðstoð, minn Freeport spítali var Steinar Guðmúnds- son. Hann veit allt um áfengismál, en það er hastar- l^gt hve fáir hafa hlustað á hann.“ Hvernig er að vera alkóhól- isti og vinna á stað þar sem allt flóir i víni? „Það snertir mig ekki. Mig langarekki í sjúss. En ég er með þessa veiki og má ekki drekka vín eins og sykursjúkur maður' þolir ekki sykur. En mér finnst sjálfsagt að annað fólk fái sér vín og ég lifi m.a. á þvi. En vin er engin freisting fyrir mig.“ - JH Bflainnf lutningurinn nýtur sérstakrar fyrirgreiðslu: VAXTALAUS LAN A TOLLUM en slíkra kjara njóta aðrar greinar innflutnings naumast Bilaumboðin frá 11-20 daga gjaldfrest á aðflutnings- gjöldum af nýjum bílum. Svipuð regia gildir um inn- flytjendur á timbri í förmum, járni í förmum, innflutning á skipasmiðavörum til nysmíði og viðgerða. Þá gilda sérstakar reglur um olíuinnflutning í þessu tilliti. „Það sjónarmið er að baki þessari tilhögun," sagði Björn Hermannsson tollstjóri, „að nokkurn tíma þarf til að undir- búa bifreiðar til afhendingar, svo sem ryðvörn og hreinsun svo eitthvað sé nefnt.“ Verulegur hluti af að- flutningsgjöldum á skipasmíða- vörur fæst endurgreiddur siðar, þegar fyrir liggja vottorð um notkun þeirra. Því þykir sanngjarnt að veita nokkurn gjaldfrest á aðflutnings- gjöldum þeirra. „Það væri miklu einfaldara að ákveða einhver ákveðin lág innflutningsgjðld af þessum viirum í eitt skipti fyrir öll heldur en að hafa þetta fyrir- komulag, með allri þeirri skrif- finnsku, sem því fylgir,“ sagði einn innflytjandi skipasmíða- vara i viðtali við DB. Aðflutningsgjöld og söluskattur af bifreiðum nemur 58.9%. Þar er því um stórar fúlgur að ræða sem gjald- frestur fæst á í allt að 20 dögum vaxtalaust. Innkaupsverð erlendis er aðeins 28.5% af heildarsöluverði hér. Flutningsgjald, uppskipun, vá- trygging, bankakostnaður og fleira nemur 6.1%,. Alagning innflytjanda er aðeins 6.5%. I þeim hluta er kostnaður við hluta af undirbúningi til af- hendingar. Með sérstöku samkomulagi við fjármálaráðuneytið er krafizt ábyrgða fyrir þeim gjöldum, sem lánuð eru þennan stutta tíma, sem fyrr greinir. Þá er mjög hart eftir því gengið að innflytjendur greiði að- flutningsgjöldin eigi síðar en samkomulagið mælir fyrir um. Að öðrum kosti eru umboðin svipt heimildinni til að fá gjald- frest í þrjá mánuði eða að fullu og öllu, ef ítrekað er út af brugðið. „Við njótum venjulega ekki neinnar fyrirgreiðslu af hálfu ríkisins,“ sagði Halldór Laxdal hjá Radíóbúðinni, er hann var inntur eftir því hvort sjónvarps- og útvarpstæki féllu undir þessi sömu ákvæði. „Við þurfum að láta yfirfara öll tækin og stilla og láta þau ganga í tiltekinn tíma, áður en við getum selt þau, en við höfum aldrei notið þeirrar fyrirgreiðslu er bílainn- flytjendur og aðrir njóta hjá tollayfirvöldum. Tollur af hljómtækjum og sjónvarpstækjum er 75% og við það bætist 18%, vörugjald,” sagði Halldór ennfremur. „Alagningin er ákaflega mis- jöfn og bútuð niður eftir stykkjum og einingum, þannig að’ erfitt er að gera sér grein fyrir því hver hún er í heild,“ sagði Ilalldór ennfremur. -BS/HP. Blaðburðarfólk öskast strax í INNRI-NJARÐVÍK Uppl. í síma 2249 miBUÐIB

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.