Dagblaðið - 28.09.1977, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977.
Bifreiðastillingar
NICOLAI
Brautarholti 4 — Sími 13775
Lagerhúsnæði
Óskum eftir aö taka á leigu sem fyrst
ca. 100 fm lagerhúsnæði með góðum
aðkeyrsludyrum fyrir iðnaðarvöru.
Uppl. í síma 11414.
Urgur íyngri mönnum íFÍH:
HREVnti
Sími 8-55-22
Lærið
að fljúga
Bóklegt námskeið fyrir einkaflugmenn hefst í Miðbæjar- skólanum, st. 13, þriðjudaginn 4. okt. kl. 8.30. Kennt verður:
Siglingafræði — Veðurfræði — Vélfræði Flugeðlisfræði — Flugreglur. Hjálp í viðlögum — Agrip af flugrétti.
Þeir sem hafa hug á að taka þátt í þessu námskeiði geta fengið allar uppl. í síma 28122.
gamla flugturninum Reykjavíkurflugvelli. Sími 28122.
Námsmenn og umboðsmenn
námsmanna erlendis
október nk. Aætlaóur afgreióslutimi þeirra er 1. mars
1978.
Skilafrestur umsóknargagna er mánuði fyrir af-
greiðslutima eða 1. febrúar 1978. Ef umsóknargögnum
er ekki skilað fyrir þann tíma tefst afgreiðsla lánsins sem
því nemur.
Fylgiskjöl með umsókn eru þessi:
a) Prófvottorð frá sl. vetri, stúdentspróf eða önnur
menntagráða.
b) Vottorð um tekjur þegar síðast var sótt um (ef
námsmaður hefur sótt um áður). Námsmenn erlendis
skulu skila íslensku tekjuvottorði og tekjuvottorði frá
námslandinu.
c) Innritunarvottorð fyrir áramót og eftir áramót. Náms-
rnenn á íslandi þurfa í flestum tilfellum ekki að senda
innritunarvottorð, því sjóðurinn fær þau beint frá
skólanum.
d) Abyrgð og umboð. Umboð skal gefa á umsókn.
Ábyrgð þarf að útfylla fyrir hverja afgreiðslu láns.
Ábyrgðarmenn mega ekki vera eldri en 65 ára og ekki
yngri en 20 ára. Hjón geta ekki verið ábyrgðarmenn
fyrir sama láninu, nema þau hafi aðskilinn fjárhag, og
skal þá leggja fram með ábyrgð gögn, er sanna að svo
sé.
Að gefnu tilefni skal á það bent að þeir sem þegar hafa
sótt um haustlán þurfa ekki að sækja sérstaklega um
almennt lán.
Ennfremur að framfærslukostnaður við útreikning al-
mennu lánanna er miðaöur viö námsárið, þ.e. frá hausti
til vors.
Reykjavík, 16. sept. 1977.
Lánasjóður íslenskra námsmanna.
„SINFÓNÍAN
HIRÐIR SJÓÐINN”
„Auðvitað ætlum við að sækja
um styrk,“ sagði Pétur Kristjáns-
son hljómsveitarstjóri hljóm-
sveitarinnar Pókers I viðtali við
DB. „Við erum að vísu búnir að
fara nokkrum sinnum til Færeyja
fyrir eigin reikning, en höldum
nú þaðan áfram til Danmerkur og
það sakar ekki að fá styrk til
þeirrar menningarfarar."
Allmikill urgur er nú í yngri
mönnum innan Félags íslenzkra
hljóðfæraleikara eftir að uppvíst
varð að stjórn Menningarsjóðs fé-
lagsins hafði veitt Sinfóníuhljóm-
sveit Islands rúmlega tólf hundr-
uð þúsund króna styrk til Fær-
eyjarfarar. Alls eru 50 manns í
þeirri ferð, 46 hljóðfæraleikarar,
stjórnandi og framkvæmdastjóri
auk menntamálaráðherrahjón-
anna.
Ein megintekjulind Menning-
arsjóðsins eru gjöld Ríkisútvarps-
ins fyrir að fá að leika innlendar
hljómplötur og svo gjöld sem
greiða þarf til sjóðsins ef íslenzk-
ar hljómplötur eru leiknar t.d. i
diskótekum og víðar á almanna-
færi. „Við vitum ekki til þess að
Sinfóníuhljómsveitin hafi selt
mikið af plötum eða verið sérstak-
lega vinsæl í útvarpi og þykir hart
að þeir skuli svo hirða allan sjóð-
inn,“ sagði einn yngri mannanna í
viðtali við DB. „Ef þeir ætla til
Færeyja eða halda tónleika yfir-
leitt ættu þeir að reyna að standa
undir þeim eins og við verðum að
gera um hverja helgi.“
„Það eru hreinar línur, að allir
félagsmenn eiga jafnan rétt á
styrk úr sjóðnum," sagði Sverrir
Garðarsson formaður FÍH í við-
tali við DB um þetta mál. „Styrkir
hafa verið veittir úr honum til
ýmissa menningarmála, við höf-
um fengið hingað fræga erlenda
hljóðfæraleikara til kennslu og
hallinn á átján manna hljómsveit-
inni hér um árið var greiddur úr
honum. Hér er ekki verið að mis-
muna mönnum á nokkurn hátt og
fulltrúar yngri mannanna eru
þeir Sigurjón Sighvatsson og Guð-
mundur Haukur Jónsson."
Sverrir sagði að framundan
væri mikið starf til þess að kynna
lifandi tónlist og væri jafnvel í
bígerð að fá einhverja popphljóm-
sveitina til samstarfs við Sinfóní-
una og halda síðan tónleika.
DB hefur fregnað að það sam-
starf hafi til þessa orðið heldur
lítið, enda eigi popptónlistar-
mennirnir að starfa kauplaust og
allur ágóði eigi að renna í Menn-
ingarsjóð. Sinfónían er hins vegar
á launum eins og mönnum er
kunnugt.
-HP.
Málningardósin á Lækjartorgi
TEKUR 8700 LÍTRA 0G
MÁSKISTÆRST í HEIMI
Nýlega var mynd af stórri
málningardós í DB, sem komið
hefur verið upp á Lækjartorgi
vegna Iðnkynningar í Reykjavík.
I myndatexta voru bollaleggingar
um það að hér væri e.t.v. um að
ræða stærstu málningardós í
heimi. Þetta leiddi til þess að eig-
endur dósarinnar, málningar-
verksmiðjan Harpa sendi hinni
frægu Guinnes heimsmetabók
skeyti þar sem grennslazt var
fyrir um stærstu málningardós í
heimi. Hörpu hefur nú borizt
skeyti frá Guinnes heimsmeta-
bókinni þar sem þeir tilkynna að
þvl miður eigi þeir ekki neinn
lista yfir stærstu málningardósir í
heimi. Harpa mun nú fá vottorð
um stærð dósarinnar og senda það
réttum aðilum til íhugunar.
Tilgáta DB stendur því enn
óhögguð, en dósin tekur 8700
lítra.
-JH.
^ViÖ þörfnumst
cÞÍÁl
Söfnun stofnfclaga cr í fullum gangi.
Undirskriftarlistar liggja frammi á eftirtöldum stöðum:
ARBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 102
BLÓM og ÁVEXTIR, Bankastræti 11
BLÓM og ÁVEXTIR, Hafnarstræti 3
GARÐS APÓTEK, Sogavcgi 108
HÁALEITIS APÓTEK, Háalcitisbraut 68
HÓLAKOT, Lóuhólum 4—6
LAUGARNESAPÓTEK, Kirkjutcig 21
LYFJABÚÐ BREIÐHOLTS, Amarbakka 4-6
PLÖTUPORTIÐ, Vcrzlanahöllinni, Laugavegi 26
Snyrtivöruvcrzlunin NANA, Völvufclli 15
TÝLÍ hf., Austurstræti 7
iíáJí SAMJÖK ÁHUGAFÓLKS
E^lLtuJ um áfengisvandamálið
SKRIFSTOFA: FRAKKASTlG 14B - SlMI 12802
Heimsmetabók Guinnes heldur
ekki skrá yfir stærð málningar-
dósa en vera má að hér sé sú
stærsta.
DB-mynd Bjarnleifur.