Dagblaðið - 28.09.1977, Page 11

Dagblaðið - 28.09.1977, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977. 11 > fcagiswat tlWMMMM—I»ggw Stjórnmálamenn reyna að berjast á móti atvinnuleysi í landlnu og það fer mikill timi i umræðu um það í kosningabaráttu hverju sinni. annarra landa fara til Svíþjóðar. Þeir þurfa ekkert at- vinnuleyfi og engan passa til að fara á milli landanna. Reyndar er það svo um alla Norðurlanda- búa, þeir geta farið á milli land- anna að vild og unnið þar eins og heima hjá sér án nokkurs sérstaks leyfis. Finnar geta því einfaldlega tekið saman föggur sínar og skroppið yfir landamærin og dvalið þar lengri eða skemmri tíma, allt eftir því hvernig gengur að fá það starf sem sótzt er eftir. Yfirvöld hafa óhyggjur af flutningi úr landi Atvinnumálaráðherra Finna hefur lýst áhyggjum sínum yfir flutningi úr landinu. Það er ekki bara að fólkið flytji úr landinu heldur hefur það sínar hliðarverkanir. Þeir sem flytja verzla ekki lengur í verzlunum í sínu heimalandi, þeir greiða heldur enga skatta til ríkisins. Það er því mikið tap fyrir finnska þjóðfélagið að missa fólkið úr landinu. Þetta gerir það að verkum að miklu erfiðara verður fyrir ríkið að skapa meiri atvinnu í landinu þegar það missir miklar tekjur. Ríkið þarf sífellt að bæta við útgjöld sín og ellilífeyrisþegum fer sífellt fjölgandi. Stjórnvöld i Svíþjóð og í Finnlandi hafa oft rætt þetta vandamál og finnsk stjórnvöld segja að það sé miklu betra að flytja inn mikið fjármagn, fá lán, en að atvinnuleysi sé svo mikið að menn fari úr landi. Verkamenn sem fara úr landi fó störf sem heimamenn vilja síður vinna við Það er talið að það kosti um 5 milljónir króna fyrir finnska ríkið að mennta dreng þar til hann er 16 ára. Ef hann svo fer úr landi eru þessir fjármunir glataðir. Frá því á stríðsárunum hefur um ein milljón manna verið þjálfuð til herþjónustu í vara- liði Finnlands. Nú er ekki hægt að kalla út nema 700 þúsund. Hinir hafa horfið úr landi á þessum tíma. Verkamenn sem hverfa úr sínu heimalandi búast við að kjör þeirra batni til muna. Þeir fá að vísu starf en það eru störf sem heimamenn vilja ekki vinna. Þau eru bæði erfiðari og sóðalegri. Finnskir verkamenn vinna t.d. margir í bílaverk- smiðjum og skipasmíða- stöðvum. Húsnæðið sem verkamenn sem vinna erlendis búa í er oft miklu lélegra en þeir hafa venjulega heima fyrir. Þar búa miklu fleiri I hverju herbergi. Einnig veita verkamenn er- lendis sér miklu minna en þeir sem eru í sínu heimalandi. Sjónvarps- og útvarpstæki eru t.d. miklu færri á hvern mann. Þar til nú hefur verið nægt atvinna í Sviþjóð en svo virðist sem það sé nú úr sögunni. Nú á Svíþjóð í miklum efnahags- örðugleikum, þeim verstu í 30 ár. Atvinnuleysi er að aukast hröðum skrefum. Það er nú um 2 prósent. Ungu fólki gengur illa að fá sér starf og meðal þess er atvinnuleysið 5.8 prósent. Krónan hefur verið felld tvi- vegis og það er dýrara að lifa með hverjum deginum sem liður. Þrátt fyrir versnandi ástand I Svíþjóð litur ekki út fyrir að Finnum, sem þar vinna, sé sagt upp störfum. Stjórnvöld segja að i Svíþjóð riki ekki sama ástand og í t.d. Þýzkalandi og Sviss, þar sem verkamenn koma frá Tyrklandi, Grikk-, landi, Júgóslaviu, Spáni og Italiu. Þegar svo eitthvað bját- ar á og atvinna minnkar í land- inu, eru þeir reknir til síns heimalands. Þessi mynd er úr vinnusal i Voivoverksmiðjunum i Sviþjóð. Kjallarinn Reynir Hugason með þarf, og hvað hefur islenska þjóðin að gera við svoleiðis mann? Islenskir stjórnmálamenn hafa jafnan verið ragir við að grípa til óvinsælla aðgerða þó með þurfi og er Matthías Bjarnason engin undantekning frá þvi. Rœndir eiturlyfinu? Fyrir utan útrýmingu þorsk- stofnsins stafar íslendingum mest hætta af verðbólgunni. Stjórnmálamenn virðast viður- kenna almennt þá miklu hættu sem landinu stafar af verðbólgunni. Þeir eru hins vegar jafnsamtaka um að gera ekkert til þess að stöðva hana. Hagfræðingar hafa á reiðum höndum vopn gegn verðbólgunni og fullyrða að unnt sé að stöðva hana svo að segja alveg ef stjórnmálamenn eru tilbúnir að grípa til þeirra óþægilegu aðgerða sem duga. Ef verðbólgan yrði stöðvuð yrðum við hins vegar rændir þvi eiturlyfi sem viðheldur verðbólgunni — að geta grætt á því að skulda sem allra mest.— Hvort sem rikisstjórnir hafa á undanförnum árum verið veikar eða traustar í sessi, hafa þær aldrei þorað að hrófla við þessari „sjálfsbjargarviðleitni“ borgarans. Niðurstaðan er því sú að stjórnmálamenn geta ef þeir vilja, stöðvað verðbólguna því aðferðirnar til þess eru þekkt- ar, en þeir þora'það ekki og þótt mótsagnakennt sé, af ótta við dóm hins almenna kjósanda. — Hvað höfum við að gera við slíkar raggeitur? Einn erfiðasti hjalli sem hver fjölskylda glimir við á lífsbraut sinni er að koma þaki yfir höfuðið. Flestum er þetta 10-20 ára erfið barátta, með mikilli yfirvinnu og miklum fjárhags- legum þrengingum. Lánakerfi húsbygginga er mjög ófullkom- ið og lánin duga ekki nema fyrir litlum þluta byggingar- kostnaðar. Sérfræðingar geta frætt okkur um það að auðvelt væri að koma á lánakerfi þar sem unnt væri að lána allt að 90% byggingarkostnaðar til' 30 ára. Þess konar lánakerfi hefur verið komið á víðast hvar í nágrannalöndunum. Stjórn- málamenn hér á landi hafa ekki séð ástæðu til að auðvelda almenningi að koma yfir sig þaki og staðfesta þar með að þeir skilja ekki hversu erfið og illleysanleg mál húsnæðismálin eru fyrir hinn almenna borgara. — Hvað hefur þjóðin svo að gera við menn sem eru þannig stemmdir. Séfræðingar álita að landbúnaður og sjávarútvegur geti tæplega tekið við því vinnuafii sem kemur út á vinnumarkaðinn á næstu árum. Sá atvinnuvegur sem einna liklegastur þykir til þess að geta tekið við auknu vinnuafli, ef rétt er haldið á spöðunum, er iðnaðurinn. Iðnaður er hins vegar ekki byggður upp á ein- um degi og hörð iðnaðar- uppbygging gerist ekki nema með mjög öflugum stuðningi. 212 milljarða fjúrfesting? Iðnaður á tslandi nýtur alls ekki jafnréttis við landbúnað og sjávarútveg, hvorki hvað snertir lánsfjármögnun né rekstrarskilyrði. Það er alls ekki arðvænlegt fyrir einstakling að leggja fjármuni sína í það að kaupa hlut i iðn- fyrirtæki. Stjórnvöld fara stærðargráðuvillt í umræðum um stuðning við iðnaðarupp- byggingu. Lausnin á vanda iðnaðarins er ekki fólgin í því að auka framlag ríkissjóðs til iðnlánasjóðs úr 50 miilj. í 100 millj. eins og gert var á siðasta ári. Hún er heldur ekki fólgin í því að byggja járnblendiverk- smiðju í Hvalfirði. Mismununin i fyrirgreiðslum við iðnað annars vegar og sjávarútveg og landbúnað hins vegar kemur vel fram í dæminu um skuttogarann og frystihúsið á Stöðvarfirði. Til Stöðvarfjarðar var nýlega keyptur skuttogari og þar var einnig byggt nýtt frystihús. Skuttogarinn kostaði um 650 millj., en frystihúsið um 150 millj.: samtals kr. 800 millj. A Stöðvarfirði eru 330 manns. Þannig lögðu . Stöðfirðingar i fjárfestingu sem nam tæplega 2,5 millj. króna á hvert manns- barn í plássinu. Ef lagt væri jafnmikið fjármagn á hvert mannsbarn í uppbyggingu iðnaðar á Reykjavikursvæðinu og gert var til uppbyggingar sjávarútvegs á Stöðvarfirði, og auðvitað á jafnskömmum tíma, værl um að ræða 212 milljarða króna fjárfestingu! — Ef til vill mætti byggja upp einhvern iðnað fyrir þá peninga? — Það er því algjör stærðar- gráðuvilla þegar verið er að veita milli tannanna, stundum i áratugi, hvort byggja eigi verk- smiðju sem kostar álíka mikið og einn skuttogari. Sjö hundruð milljónir (virði eins skuttogara) virðast vera miklir peningar ef byggja á upp iðnfyrirtæki fyrir þá, og þá er krafist fullkominna trygginga fyrir öllu fénu, en ef kaupa á skuttogara fyrir þær eru þær hrein skiptimynt og mjög lítilla trygginga er krafist. Einhvern veginn hafa stjórn- völd fengið þá flugu i hausinn að hægt sé að byggja upp iðnað og jafnvel útflutningsiðnað einungis með því að byggja verksmiðju og ráða fólk til verksmiðjunnar og byrja að framleiða. Tækniþekking, hönnun og vöruþróun og jafn- vel markaðsleit og markaðs- kannanir eru ekki með í spilinu. Iðnaðurinn á að byggjast á „tækifærum". 1 raun og veru fer alls ekki fram nein markviss iðnaðar- uppbygging í landinu. Stjórn- völd greiða alls ekki með ne(n- um skipulegum hætti fyrir upp- byggingu iðnaðar, stofnanir iðnaðarins stunda iðnþróun svo til eingöngu í hjáverkum og fjármagn til að vinna úr nýiðnaðarhugmyndum eða fjár- magn til vöruþróunar liggur hreint ekki á lausu. Það þykir beinlinis frekja að ætlast til þess að stjórnvöld fari að styðja við vöruþróun i iðnfyrirtækj- um, enda er það alls ekki gert. Afleiðingin er sú að engin eða sáralítil vöruþróun fer fram i Islenskum fyrirtækjum. Stjórnmálamönnum hefur verið bent rækilega á þá mis- munun sem á sér stað i fyrir- greiðslum við iðnað annars veg- ar og sjávarútveg og landbúnað hins vegar. Þeir viðurkenna þessa mismunun i orði en eru ekki tilbúnir til að gera neitt til þess að breyta henni þegar að atkvæðaborðinu kemur. Hvað er til bjargar? Stjórnmálamenn hljóta þvi að teljast ábyrgir fyrir þvi að íslenskur iðnaður verður van- búinn að mæta tollfrjálsri sam- keppni við innflutning árið 1980. Stjórnmálamenn eru jafn- framt ábyrgir fyrir lágu tæknistigi iðnaðarins (þeir skilja ekki einu sinni hvað það er) og í þriðja lagi eru þeir ábyrgir fyrir því, að stofnanir iðnaðarins eru máttlausar og að mestu gagnslausar. Það er vandséð að við tslendingar höf- um not fyrir slíka stjórnmála- hesta sem ekki eru tilbúnir til þess að láta þekkingu og heilbrigða skynsemi ráða gerðum sínum. Niðurstaða þessara hug- leiðinga hlýtur að verða sú, að stjórnmálamönnum er full- kunnugt um hvaða aðgerðir landinu og þjóðinni séu fyrir bestu í hverju tilviki. Þeir séu hins vegar annaðhvort ekki tilbúnir til þess að framkvæma þær vegna hreinnar rag- mennsku og ótta við að missa þingsætið eða þetta eru brjóst- vitsbéusar sem vegna sinnu- leysis og hefðbundinnar fyrir- litningar á sérfræðingum og skoðunum þeirra láta eiginhug- myndir ráða gerðum slnum með örlagaríkum afleiðingum. Það er vandséð hvað getur bjargað þessari þjóð frá glötun' annað en blóðug bylting. Reynir Hugason verkfræðlngur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.