Dagblaðið - 28.09.1977, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977.
V
15
OKTETT — Dúmbósextettinn
skipa reyndar átta manns svo
að réttara væri að kalla hann
Dúmböoktett. Hér er hópurinn
saman kominn með framhlið
plötuumslagsins sem er unnið
af Pétri Halldórssyni lista-
manni. DB-mynd Ragnar Th.
Sigurðsson.
Dansleikjahald Dúmbósext-
ettsins hefst um helgina
—nýja platan kemur íbúðir ínæstu viku
Hljómplata Dúmbósextetts-
ins og Steina er væntanleg á
markaðinn í næstu viku. Dans-
leikjahald hljómsveitarinnar
til að fylgja plötunni eftir hefst
þó nokkru fyrr eða nú á föstu-
daginn. Þá leikur hópurinn i
heimabæ sfnum, Akranesi, á
dansleik sem Iþróttabandalag
Akraness stendur fyrir.
Þaðan liggur leið sextettsins
til Stykkishólms en á sunnu-
daginn verður haldinn annar
dansleikur á Akranesi.
Sitt Irtið
af hvurju
Hljómsveitin Santana hélt
hljómleika fyrr í mánuðinum í
Mílanó á Italfu. Óhætt er að
segja að viðtökurnar hafi vart
getað verið óblfðari. Ahorfend-
ur grýttu hljómsveitina til að
mótmæla aðgangseyrinum sem
var of hár að þeirra dómi.
Nokkrar bensínsprengjur
flugu upp á sviðið og sumir
köstuðu járnbútum svo að
hljómsveitin hraktist f burtu.
öll hljóðfæri hljómsveitarinn-
ar voru eyðilögð.
Santana er ekki eina hljóm-
sveitin sem hefur fengið
óblfðar viðtökur að undan-
förnu. Er enska ræflarokk-
hljómsveitin Stranglers lék á
dansstað á Skáni um daginn
mættu einir þrjú hundruð svo-
kallaðir raggarar á staðinn og
réðust á hljómsveitarmeðlim-
ina. Þeir voru barðir sundur
og saman og hljóðfærin lögð f
rúst. Að sögn sænskra blaða
voru þau um 8.5 milljón króna
virði.
Stranglers flúðu að sjálf-
sögðu land eftir aðrar eins
móttökur. Margir höfðu
hugsað sér gott til glóðarinnar
að hlusta á hljómsveitina sem
talin er í fremstu röð meðal
ræflarokks- eða nýbylgju-
hljómsveita.
Ný hljómplata með David
Bowie er væntanleg á markað-
inn í Englandi þann 7. október
næstkomandi. Platan mun
tera nafnið Heroes. Hún er sú
fyrsta sem Bowie sendir frá
sér síðan Low kom út.
Helgina á eftir verður Dúmbó-
sextett á ferðinni í Reykjavík,
nánar tiltekið í veitingahúsinu
Sigtúni þar sem haldnir verða
þrir dansleikir. Um þriðju
helgina verður síðan leikið i
Festi i Grindavík á föstudegi
og á Hvoli á laugardegi.
Að sögn Jóns Hildiberg, sem
sér um ferðalag Dúmbósext-
etts og Steina, er þeim mögu-
leika haldið opnum að bæta við
ferð norður f land ef hljóm-
sveitin fær góðar viðtökur
sunnanlands.
Áður hefur verið sagt
nokkuð frá efni Dúmbóplöt-
unnar f Dagblaðinu. Hljóm-
sveitin starfaði aðallega á ár-
unum 1964-68 og eru lög plöt-
unnar frá þeim tfma — með
íslenzkum textum að sjálf-
sögðu. Dúmbómenn gerðu
ávallt sérstaka Iukku I Glaum-
bæ heitnum og er mynd af þvf
húsi á framhlið umslags plöt-
unnar f heiðursskyni við þann
ágæta veitingastað. Einnig er
minnzt á Glaumbæ f textum
tveggja laga.
Meðal hljóðfæraleikara sem
koma fram á Heroes með
David Bowie eru Brian Eno og
Robert Fripp.
Hreinn ágóði sfðasta árs af
fyrirtækjum ABBA-
samsteypunnar reyndist vera
47 milljónir sænskra króna eða
rétt rúmir tveir milljarðar ís-
lenzkra. ABBA þarf að greiða
80% af tekjum sínum í skatta
en nú er framkvæmdastjóri
samsteypunnar, Stikkan
Anderson, að vinna að því að
fá þá lækkaða niður f 30%. Það
telur hann mögulegt á þeirri
forsendu að ABBA sé menn-
ing. Sem dæmi um 30% skatt-
lagða listamenn má nefna Lizu
Minelli, Sammy Davis jr.,
Vfktor Borge og fleiri.
Jimmy McCuilough gftar-
leikari hefur yfirgefið hljóm-
sveitina Wings eftir að hafa
leikið með henni siðastliðin
fjögur ár. Hann er þó ekki
atvinnulaus þessa dagana því
að hann gekk nær samstundis f
hljómsveitina Small Faces.
í samtölum við brezka blaðið
Melody Maker báru þeir
Jimmy og Paul McCartney
hvor öðrum vel söguna og
kváðust hafa lært mikið af
samstarfinu. Hins vegar var
kominn upp ágreiningur milli
Jimmys og hinna svo að hann
ákvað að breyta til.
Jimmy McCullough varð
fyrst frægur er hann starfaði
með hljómsveitinni Thunder-
clap Newman og lék lagið
Something In The Air. Hann
taldi það góða breytingu að
vera nú kominn í Small Faces.
„Ég og strákarnir f Small
Faces erum gamlir kunn-
ingjar," segir Jimmy, „auk
þess hef ég alltaf haft mjög
gaman af tónlist þessarar
hljómsveitar.“
Krossinn hefur unnið sér óafmáanlegt nafn f tóniistarsögu landsins. Þar kom hljómsveitin Hljómar
fram i fyrsta skipti — 5. október árið 1963.
Þungum krossi létt af táningunum íKeflavík og Njarövíkum:
Krossinn opnaráný
Samkomuhúsið Krossinn f
Njarðvíkum hefur nú verið
opnað á ný eftir að hafa verið
lokað um nokkurt skeið. Diskó-
tek er nú starfrækt i húsinu.
Krossinn kom mikið við
sögu í skemmtanalífi á
Suðurnesjum fyrr á árum.
Þar kom hljómsveitin
Hljómar fram f fyrsta skipti og
áður en Stapinn og Festi I
Grindavík voru byggð voru
fjörugustu böllin haldin þar.
Húsið var kannski ekki alltaf f
sem beztu ásigkomulagi — alla
vega eiga Hljómar blautar
minningar um þak hússins yfir
sviðinu.
1 bókinni um sögu Hljóma er
fyrsta dansleiks hljómsveitar-
innar í Krossinum minnzt
þannig að álitamál hefði verið
hvort meðlimirnir væru blaut-
ari af svita eða regni sem vætl-
aði niður úr rjáfrinu — en það
er nú önnur saga.
Krossinum var lokað á
síðnum tíma að kröfu lögregl-
unnar. Talið var að salernisað-
staða væri ekki nógu góð,
sömuleiðis mun áfengisvanda-
mál hafa komið þar við sögu,
sem var „harðlega mótmælt af
hálfu Krossins“, eins og komizt
er að orði í frétt um opnunina f
Suðurnesjatíðindum.
Táningar í Keflavik og
Njarðvfkum hafa átt í fá hús
að venda að undanförnu til að
skemmta sér. Það má þvf segja
að þungum krossi sé af þeim
létt með opnun Krossins.