Dagblaðið - 25.10.1977, Síða 7

Dagblaðið - 25.10.1977, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1977. Erlendar fréttir SUÐUR AFRIKA: Kruger með krufnings skýrslu Steve Bikos James Kruger dómsmálaráðherra Suður Afríku þykir einn harðasti forsvarsmaður kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda þar. Hann hefur verið ásakaður um að bera ábyrgð á dauða Steve Bikos, þrítugs svarts andófsmanns. Miklar varnir við jarðarför Schleyers Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar vegna útfarar Hans Martins Schleyers, vestur þýzka iðjuhöldsins sem myrtur var af mannræningjum, en hún fer fram í dag. Óttazt er að borgarskæru- liðar muni láta til sín taka við athöfnina i hefndarskyni vegna dauða þriggja félaga sinna, þegar þeir voru yfirbugaðir um borð í farþegaflugvélinni á Mogadishuflugvelli í Sómalíu. Helmut Schmidt kanslari verður viðstaddur jarðarför Schleyers en hann hefur ein- mitt varað landsmenn sína við að vera viðbúnir óvæntum að- gerðum borgarskæruliða. Forseti Vestur-Þýzkalands, Walter Scheel, mun einnig verða viðstaddur athöfnina. Hans Martin Schleyer verður jarðsettur í Stuttgart en þar er fangelsið sem þrír félagarnir í Baader Meinhof hópnum voru i haldi og frömdu að sögn yfir- valda í Vestur-Þýzkalandi sjálfsmorð nokkrum klukku- stundum eftir að þýzkir her- menn náðu flugvélinni í Sóma- líu á sitt vald. Mafíulög- fræðingur myrtur Italskur lögfræðingur, Giulio Battimelli, sem þekktur er að þvi að hafa tekið að sér mál frægra mafíuroringja var skot- inn til bana i Napólí í gær- kvöldi. Tveir grímuklæddir byssubófar voru þar að verki. Lögfreglan telur ekki að lög- fræðingurinn hafi verið myrtur af pólitískum ástæðum. Hann var á leið til bess að tala við hóp af skjólstæðingum sínum er hann var skotinn. Battimelli var vþrjandi þekkts mafíuforingja Paolino Bontado fyrir nokkrum árum og fékk skjólstæðing sinn látinn lausan. Fyrir stuttu voru nokkrir af skjólstæðingum Battimellis, sem allir voru þekktir m:.fiu- menn, dæmdir fyrir fjársugun en foringi þeirra var saklaus fundinn. Menn þessir höfðu í hótunum við lögfræðinginn eftir að þeim var stungið í svartholið —engu svarað hvort hann var myrtur — Ég hef fengið í hendur krufningsskýrslu vegna dauða hins svarta andófsmanns og foringja Steve Biko — sagði dómsmálaráðherra Suður- Afríku, James Kruger, í gær- kvöldi. Ráðherrann sagði ekkert um innihald skýrslunnar en Biko, sem var þritugur að aldri, dó í fangelsi í fyrra mánuði. Samkvæmt blaðafregnum frá Suður-Afríku voru sérfræðing- ar sem fjölskylda Bikos kallaði til við krufninguna en þeir munu ekki hafa komizt-að nein- um niðurstöðum, sem varpað gætu skýrara Ijósi á ástæður fyrir dauða Steve Bikos. Dómsmálaráðherrann sagði að krufningsskýrslan mundi nú send til saksóknara, sem tæki ákvörðun um hvort frekari rannsókn yrði á dauða svertingjaleiðtogans. Háværar fuliyrðingar hafa komið fram um að miklir áverkar hafi verið á líkama hans og hann hafi ekki dáið eðlilegum dauðdaga. REUTER i iv Vetrarþjánusta CHEVROLET BUICK VAUXHALL OPEL öíT 1. Mótorþvottur 2. Hreinsun á rafgeyma- samböndum 3. Mæling á rafgeymi og hleöslu 4. Viftureim athuguð 5. Skipt um platínur 6. Skipt um kerti 7. Loftsía athuguð 8. Skipt um bensínsíu í blöndungi 9. Mótorstilling 10. Kælikerfi þrýstiprófað 11. Mælt frostþol - °C 12. Stillt kúpling .13. Yfirfarin öll Ijós 14. Aðalljós stillt 15Í Hemlar reyndir 16. Stýrisbúnaður skoðaður 17. Rúðuþurrkur athugaðar 18. Rúðusprautur athugaðar og settur á frostvari Efni, sem innifalið er í verði: Kerti, platínur, frostvari og bensinsía. Verð: 4 strokka vél kr. 10.932.- 6 strokka vél kr. 12.802.- 8 strokka vél kr. 14.673.- Gildir 1/10 - 1/12 GM SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9. Simar: Verkst.: 85539 Verzh 84245-84710 ljós á perunni ? Ef ekki, þá höfum viö efnis til raflagna, einnig mikiö úrval af Ijósaperum dyrabjöllur og raftæki. í flestum stærðum og styrkleika. "Rafvörur” hefur úrval Rafvirkjar á staönum. PAI^VÖPUP_______________ La'ugamesvegur^2 s''se' 'l

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.