Dagblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1977.
mBIAÐIÐ
frjálst, óháð dagblað
Útgefandi DagblaöiA hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjclfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar:
Johannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AAstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:
Ásgrímur Pálsson.
Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Palsdóttir, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Bja loifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjori: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
Halldórsson.
Ritstiórn Siöumula 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auqlýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
AAalsími blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 80 kr
eintakiö.
Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda og plötugerö: Hilmir hf. SiAumula 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Rangt stöðumat
Fjarskiptastöð
hersins gæti
sprengt Norður-
Þegar sáttatillaga var lögð fram
fyrir mánuði í kjaradeilu
opinberra starfsmanna, sagði Dag-
blaðið, að hún gengi of skammt,
einkum í neðstu flokkunum. Hún
bar þess merki, að sáttanefnd
hafði ekki metið stöðuna alveg
rétt.
Vandi nefndarinnar var auðvitað mikill. Hún
var bæði að reyna að taka mið af samningum
Alþýðusambandsins í sumar og að brúa nokkuð
af því bili,sem er milli kjara hjá ríkinu og hjá
einkafyrirtækjum.
Neðstu kjaraflokkar opinberra starfsmanna
eru tiltölulega hagstæðir í samanburði við
hliðstæða flokka í atvinnulífinu. Sáttanefndin
horfði of stíft á þetta og gerði í tillögu sinni ráð
fyrir minni hlutfallshækkun þessara flokka en
hinna um miðbik kjarastigans.
Sáttatillagan féll réttilega, bæði vegna of
lítillar hækkunar neðstu flokkanna og vegna of
lítillar almennrar þrengingar á bilinu milli
kjara opinberra starfsmanna og kjara atvinnu-
lífsins.
Töluverður kraftur komst í viðræður um
samninga, þegar sáttatillagan hafði verið felld.
Ríkisstjórnin tók snöggan kipp og gerði
ráðherrana Matthías Á. Mathiesen og Halldór
E. Sigurðsson út af örkinni til samninga. Þeir
buðu nokkru betur en sáttatillagan í von um
samninga fyrir verkfall.
Samningamenn opinberra starfsmenna tóku
nokkuð vel í viðleitni ráðherranna. Tilboðin
gengu á víxl síðustu dægrin fyrir verkfall.
Undir lokin bar lítið á milli, en ekki nógu lítiö
til að komizt yrði hjá verkfalli.
Um þetta leyti skildu leiðir í hópi opinberra
starfsmanna. Forustumenn starfsmanna
ýmissa bæjarfélaga, einkum Reykjavíkur,
töldu verkfall vera óráð og vildu ná samningum
án mikilla fórna. Þessi stefna leiddi smám
saman til samninga í flestum sveitarfélögum
landsins í fyrstu viku verkfallsins.
Samningar þeir, sem bæjarstarfsmenn náðu,
voru töluvert misjafnir eftir stöðum, en voru
þó yfirleitt heldur betri en síðasta tilboð ríkis-
stjórnarinnar fyrir verkfall. Forustumenn
ríkisstarfsmanna töldu hins vegar, að meira
blóð væri í kúnni og héldu áfram að kreista
ríkið.
Það kom hins vegar í ljós, að þeir höfðu
metið stöðuna rangt. Ríkisstjórnin var búin að
gera sér grein fyrir, að hennar eigið tilboð var
frammi á yztu nöf. llún var ekki reiðubúin að
ganga lengra en sveitarfélögin höfðu gert.
Ríkisstjórnin hefur lítið svigrúm. Hún hefur
í öðrum efnum reynt að kenna öðrum um
verðbólguna í þjóðfélaginu. Hún er þegar með
tilboðum sínum í kjaradeilunni búin að
stimpla sig sem forustusauð í
verðbólguþróuninni. Hún má ekki við miklu
meira af því tagi.
Ríkisstarfsmenn áttu að semja, þegar bæjar-
starfsmenn sömdu. Þeir ná ekki út úr tveggja-
þriggja vikna verkfalli neinum þeim launa-
mismun, er réttlætt geti launatapið á verkfalls-
tímanum. Stöðumat forustumanna þeirra var
rangt.
sjávaroiíubirgðir
Breta í loft upp
Brezka landvarnarraðuneyt-
ið verður nú að horfast í augu
við þann vanda að sendingar
fra hingað til mjög leynilegri
fjarskiptastöð sem nýlega
hefur verið sett upp geti
hugsanlega sprengt í loft upp
stærstu olíuborstöð Breta í
Norðursjónum.
Mikið þref og deilur eru nú
milli raðuneytisins og Atlants-
hafsbandalagsins annars vegar
og brezkra gas- og olíuyfirvalda
og fyrirtækja hins vegar.
Gagnkvæmar hótanir, kærur,
skýrslur og alitsgerðir nefnda
af ýmsu tagi hafa hrúgazt upp
og eins og einn forsvarsmaður
olíuiðnaðarins brezka sagði, allt
er gert sem stór fyrirtæki og
stofnanir lata sér detta í hug
þegar erfitt vandamai ber að
höndum.
Vandamaiið liggur í því að
varnarmaiaraðuneytið hefur
komið upp fjarskiptastöð I
Norðaustur-Skotlandi. Kostn-
aður við að koma henni upp er
talinn hafa numið jafnvirði
þriggja milljarða íslenzkra
króna og þar af hafi Atlants-
hafsbandalagið greitt attunda
hluta.
I tæplega sjö kílómetra fjar-
lægð fra fjarskiptastöðinni
r
i
FJÖLSTARFA-
AÐALL
Svargrein nr. 2 við grein
Davíðs Haraidssonar í Dag-
blaðinu 3. okt.
í grein þinni, Davíð, gefur þú
heldur óskemmtilega lýsingu a
Alþingi — sem því miður er
helst til sönn. Þú talar um tóm
sæti a Alþingi o.s.frv. Það
skyldi þó ekki vera að kominn
væri einhvers konar „nams-
leiði“ í sjaifa alþingismennina?
Margir þeirra eru búnir að sitja
ansi lengi. En þessir sömu
menn dæmdu þó æskufólkið
okkar til skyldu til að sitja a
skólabekkjum í 9 mánuði a ari í
9 ár. Það var vondur dómur,
sem þyrfti að hnekkja. En þó ég
telji mig hafa tilsvarandi
,,patentlausn“ a skólamaium
unglinganna, par sem er
„tvenndarskólafyrirkomulag-
ið“ og sem m.a. er nokkuð
greint frá í bók þeirri, er ég
nefndi í síðustu grein, „patent-
lausn" að sínu leyti tilsvarandi
eins og hagkeðjuhugmyndina
að því er efnahagsmálin varðar,
þa skal nú ekki íata leiðast út í
umræðu um skólamál. Höidum
okkur við Alþingi — og tómu
stólana þar. Þú lætur þér detta
í hug, að þingmenn séu e.t.v. að
sinna fyrirgreiðslum fyrir kjós-
endur sína i stað þess að sitja í
stólum sínum. Það er sjaifsagt
rétt til getið hja þér, að ein-
hverju leyti. Ég vil ekki alfarið
fordæma fyrirgreiðslu-
starfsemi alþingismanna. En
lítum betur a maiið.
Mikill meirihluti þingmanna
hefur önnur störf með höndum
en þingmennskuna, í sumum
tilvikum fulllaunuð störf, jafn-
vel mjög krefjandi störf. Svo
hafa sumir aukabita til
viðbótar við allt þetta. Hér mun
komin meginskýringin a tómu
stólunum og ,,namsleiða“ þing-
mannanna. En lítum betur a
þetta.
Þegar sami maður hefur
mörg störf, þ.e.a.s. er kominn i
flokk þeirra sem mér finnst að
mætti nefna fjölstarfa-aðal, þá
er ekki nóg með að þessir
ágætu menn hafi tvenn eða haif
þriðju laun, sem út af fyrir sig
er ef til vill ekki svo stórt mál,
því mikið af þessum launum fer
til baka inn í ríkiskassann í
sköttum — en hitt er miklu
alvarlegra, að með þvf að taka
að sér störf, sem menn hafa
ekki tíma til að vinna, þó vel
séu verki farnir — þa kemur
þetta f jölstarfa-fyrirkomulag
iðulega í veg fyrir að mikilvæg
störf séu raunveruiega unnin
— eða þá unnin í flaustrí.
Þetta er það alvarlegasta við
fjölstarfaskipulagið. Þarna er
siðbótar þörf. Ég held við
verðum sammála um þetta
Davíð, og við, pennavinirni'r,
eigum eftir að verða sammála
um fleira.
En þetta vekur til umhugsun-
ar um annað naskylt mál. Það
er hvað þingmenn virðast hafa
mikla tilhneigingu til að setja
sömu menn í margar nefndir
(oft sjaifa sig) og svo fa menn
ekki tíma til að sinna nefndar-
störfunum, grafa sig ofan í
maiefnin, kynna sér þau ýtar-
lega. Það er eins og þessir
agætu þingmenn viti ekki að til
er fjöldi manna meðal þeirra
háttvirtu kjósenda, sem eru vel
færir um að sinna slíkum
störfum — og mundu gera það
vel.
Hér er bæði um að ræða að
dreifa valdinu í þjóðfélaginu og
auka þar með lýðræði — en
engu síður hitt, að gegnum
ýmis slík störf æfast menn I
félagsmaiastörfum — og enn
eitt: Gegnum þessa dreifingu
vaidsins tekst oft að finna þa
menn i hópi þegnanna, sem eru
vel starfhæfir — og það er ein-