Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 2
DACBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTOBER 1977. Þegar menn umhverfast í báðar áttir —eða: Næsti strætó kemur ekki f yrr en eftir verkfall Nú er verkfallsfall í bili — það er að segja hlé frá verkföll- um, hversu lengi sem það kann nú að verða. Ef að líkum lætur verður það ekki lengi, þvi fáar þjóðir ef nokkur eru jafn fræg- ar af verkföllum og við. Eg minnist þess æv’.nl-'.aa »r ðe var einn míns liðs í flugvél yfir A- Þýskalaruii á leið lengra austur, að stasunautur minn ávarpaði mig og spurði hvaðan ég væri. Ég sagði honum satt og rétt til um það. ,,Frá Islandi, já,“ sagði hann þá. „Hverjir eru í verk- falli þar núna?“ Og þó var þessi maður frá Svíþjóð, sem að minnsta kosti um tíma var líka nokkuð fræg fyrir verkföllin sín. Það er sagt að íslendingar umhverfist við tvennt: Steypuvinnu og fjárrag i rétt- um. Við förum að geta bætt verkföllunum við. Menn, sem dagfarslega eru prúðir, rétt- sýnir og velviljaðir, eiga til að fara hamförum í verkföllum, yggla sig framan í meðbræður sína, hreyta dónaskap og fúk- yrðum og sjá alla hluti í einhvers konar skáhöllu ljósi sem afskræmir alla hluti. Þeir eru jafnvel vísir með að halda afskræmingunni fram opinber- lega af fullri sannfæringu. Það leiðir til þess að annar — eða aðrir — sem hafa fengið halla geislann hinum megin á, svara í áþekkum dúr, og svo kreista báðir blóðið undan nöglunum við að verja ummæli sín sem sögð eru af svo mikili sannfæringu að maður finnur þykkildið fyrir brjósti þeirra. Sumir senda tóninn eins og götustrákar, eins og sannaðist á pípurunum á ytri höfninni á dögunum. Mennirnir voru rétti- lega sárir yfir því að fá ekki að komast heim til sín öðru vlsi en prílandi utan á ruggandi skipum, ofan I yeltandi báta fljótandi á köldum og blautum sjó, og sýndu það og sönnuðu ef einhver hefur efast um það áður, að þetta eru menn sem ekki hafa verið heima hjá sér til þess til dæmis að vita hvernig börnum verður við óvæntan og yfirþyrmandi hávaða, sem þau vita ekki hvaðan kemur. Og væntanlega verður það málstað píparanna gagnvart verkfallsstjórn BSRB til framdráttar að sum þeirra barna sem ruku upp með and- fælum við morgunsönginn á sundunum eru enn að rjúka upp á nóttinni af svefni sínum, sannfærð um að heimsendir sé kominn eða pabbi og mamma farin eitthvað úr í buskann. En sem betur fer er sem svona verkföll dragi líka hið góða í sumu fólki fram í dags- ljósið og undirstriki það. Við þurfum ekki annað en líta til umferðarinnar, sem eftir fréttum að dæma í Reykjavík og nágrenni að minnsta kosti gekk aldrei snurðulaus, og var þó bæði mikil og hröð. Ég er nú svo gamall sem á grönum má sjá og hef ekið á þessum slóðum meira og minna í hátt i tuttugu og þrjú ár, en aldrei, en aldrei, allan þann tíma, hef ég orðið var við eins mikla tillitssemi og hjálpsemi bílstjóra á milli eins og þennan hálfa mánuð, Og þetta segi ég í fullri alvöru. Ég sá ekki einn einasta árekstur allan þennan tíma, en endra- nær er mikið ef maður kemst hjá að sjá minnsta kosti einn á dag eða einhverjar leifar hans, sé maður á annað borð í umferðinni. Þetta á ekki að þakka því að lögreglan var hvergi nærri, þótt vitaskuld sé spenna þeirra við að halda niðri eðlilegum um- ferðarhraða einn slysavaldanna venjulega. En þar er ekki við „strákana“ að sakast, heldur þá vitlausu bókstafi, sem þeir eiga að fara eftir. Nei, þetta var ein- faldlega þvi að þakka að menn vissu að gæsla var engin eða í lágmarki, og þvi varð hver og einn að treysta á sjálfan sig og félagana í umferðinni, og kammeratsskapur af þessu tagi er langtum merkilegri um- ferðarmenning heldur en hægt er að innræta með innantómum orðum og matsboxbílaleik í sjónvarpi til dæmis. Og það voru ekki aðeins akandi vegfarendur, sem sýndu hjálpsemi og tillitssemi. Fyrsta dag verkfallsins var ég bíllaus að þvælast í bænum og þurfti að komast heim. Almennings- vagninn hingað heim til min er í einkaeign og því ekki verk- fallssækinn. Á leiðinni út úr bænum hefur hann sömu við- komustöðvar og strætó Reykja- vik, svo ég tók mér stöðu f bið- skýli við Hverfisgötu og beið eftir mínum vagni. Ekki hafði ég lengi beðið er til mín komu nokkrir litlir krakkar og daman, sem var frökkust sagði: „Strætó er í verkfaili, það kemur enginn." Eg sagðist vita það og við skildumst svo að hún hélt ég væri vitlaus. Von bráðar kom svo fullorðinn maður eftir götunni. Hann hikaði er harin var svo sem út af mér, nam svo staðar, kom til mín og spurði kurteislega: Eru strætisvagn- arnir farnir að ganga aftur?“ Nei, ekki var það. „Eftir hverju ertu þá að bíða?“ „Það eru til fleiri bílar.“ „Já , satt er það,“ sagði maðurinn, hikaði enn eins og eftir nánari skýringu en hélt svo burt er hún ekki kom. Nú leið nokkur stund svo enginn vegfarenda sagði neitt, heldur bara gláptu með þessum sérkennilega svip sem ætlaður er drukknum mönnum og hálfvitum, uns piltungur rúmlega fermdur kom á fallegu DBS hjóli ofan Hverfisgötuna. Háaloftðð SIGURÐUR HREIÐAR HREIÐARSSON Hann renndi sér í glæsilegan hring fyrir framan mig svo hjólið lagðist nærri því á hliðina og um leið og hann rétti það listilega af aftur sagði hann, hátt og snjallt: „Næsti strætó kemur ekki fyrr en eftir verkfall.“ Svo rykkti hánn hjólinu upp að framan og hjólaði á afturhjólinu dálítinn spöl niður eftir Hverfisgötunni áður en hann lét það detta niður að framan og tók að stýra þvi á ný. Sem betur fór kom vagninn minn rétt um þetta leyti. Annars hefði lögreglan senni- lega komið að sinna neyðar- störfum með þvi að hirða mig út úr skýlinu. En ef verkföll eru þess megnug að laða fram hið góða og félagslega í manninum, má ég þá biðja um þau sem flest og oftast. En ekkert píp. Dapurt er ástandið I þessum þætti verður efnið sótt í Útvarpstíðindi frá stríðsárunum, svip- myndir í lausu máli og visur. Ymiskonar skammtanir voru í gildi á striðsárunum, meðal annars á áfengi. Eyjólfur Sveinsson orti. Slæmt er þetta ástand enn, illt er nú til fanga. Hristing drekka heiðursmenn, hinir þurrir ganga. Þessi visa mun vera frá sama tíma og ofanritað. J. G. er fangamark höfundar. Gaman væri að vita meir. Rúna er róttækust sprunda, röltir til móta og funda. Hún er að dóta og dunda, daðrar við Tóta og Munda. Daginn sem breska setuliðið steig hér á land í vor, var það eitt þess fyrsta verk að handtaka alla Þjóðverja, sem til náðist. Skipbrotsmenn af þýsku skipi héldu þá til á Hótel Heklu og rifu Bret- arnir þá upp úr rúmum, stilltu þeim upp í röð frammi á gangi og héldu nöktum byssusting að brjósti hvers þeirra. Einum þjóninum á Heklu hafði likað hálfilla við Þjóðverjana, þótt þeir frekir og m.a. leiðst nasistakveðja þeirra öskruð í tíma og ótíma. Hann harmaði ekki, að nú skyldi vera þrengdur kostur Þjóðverjanna. Hann hrópaði því: Segið nú heil Hitler, helvítin ykkar. Englendingarnir skildu ekki skensið, Vísur og vísnaspjall Jón Gunnar Jónsson en nasistakveðjan fór ekki framhjá þeim. Þeir gripu því heldur óþyrmilega til þjónsins og skipuðu honum í röð Þjóðverjanna. Engar skýringar frá hans hálfu dugðu. En þegar komið var með hópinn niður á bryggju skildi fslenzka lögreglan sauð frá höfrum. Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum sendi þessar tvær stökur. Sú fyrri ber merki yfirstandandi stríðstima. Drýpur blóð um ver og völl, vart finnst griðabæli. Er sem væri veröld öll vitfirringahæli. Hin visan er um annað efni. Dísa var nefnilega að gifta sig: Oft mér Dísa yndi jók, armlög heit ég þráði. En Drottinn gaf og Drottinn tók. t Dísu annar náði. Desember 1943. — Pilti einum reyk- viskum varð ekki gott til kvenna kvöld eitt fyrir skömmu. Hann hringdi í ýmsar áttir, en allt kom fyrir ekki. Vildi hann þó ekki láta sér segjast, heldur tók nú að hringja í sfmann af handahófi, og þegar konur svöruðu, hóf hann við þær snakk sitt og fékk misjafnar móttökur. Gekk það svo um hrið, uns fyrir varð stúlka, sem tók honum betur en hinar. Urðu samræður þeirra hinar fjörugustu, sögðu bæði til nafns og varð loks að samkomulagi, að pilturinn heimsækti stúlkuna, sem kvaðst vera ein heima. Hún sagði heimilisfang sitt vera Skóla- vörðustlg 9 á fyrstu hæð. Drengurinn beið ekki boðanna, birgði sig upp af vindlingum, góðgæti og öðru nauðsyn- legu. Svo hélt hann til hins nefnda húss. En honum brá heldur en ekki í brún, er þangað kom, því númer niu reyndist vera grátt hús og óheimilislegt i mesta máta, sem sé betrunarhúsið. Svo fór um sjóferð þá. Margir ortu um ástandslífið á her- námsárúnum. Þessi vfsa er eftir Ölínu Jónasdóttur á Sauðárkróki: Viðsjár geta verið hér víða á Bretans leiðum, þó að hreti, æskan er á reknetavciðum. Meðal hermanna á strfðsárunum voru allmargir norskir og komu þeir auðvitað töluvert við kvennafarssögu ástandsins. Hér er ein frásögn af dansleik á Hótel Heklu. Siðprúð stúlka fór með vinkonu sinni á dansleik. Ungur norskur liðs- foringi bauð henni upp. Þegar þau höfðu dansað þrjá dansa sagði hann: Skal ví holle op? — Nei, sagði stúlkan. Hann endurtók þetta nokkrum sinnum, en fékk alltaf sama svarið og áfram dönsuðu þau. Loks er liðið var á kvöldið sagði hann: Nú mo ví holle op. Þá reif stúlkan sig lausa.— Ég ætlaði ekkert að fara upp með honum, sagði hún hneyksluð við stöllu sína. I októberhefti 1941 eru þessar tvær vísur eftir Sigurð Draumland á Akur- eyri. Þær eru ortar, eins og sjá, á lfðandi stund, á striðstímum. Ertu viss með aukin völd, eða sæll og glaður, er saman teiur glæpagjöld, guð þinn, hviti maður? Attu f leyni enga þrá, sem anda þínum snúi. er heljarveginn hörfar frá heimsins þrotabúi? A miðju ári 1942 kom eftirfarandi vísa á kreik. Hér mælti einhver hagyrðingur- inn, enginn veit hver, fyrir munn ungrar stúlku, sem lent hafði í ástandinu: Aður var ég engum háð, æskurjóð og fögur. Nú er ég orðin Bretabráð, barnshafandi og mögur. Eitt af skáldum þjóðarinnar, sumir nefna Vilhjálm irá Skáholti, horfði á eftir ungri prúðbúinni stúlku, sem hann þekkti, inn í veizlubragga í fylgd her- mann§. Hann orti þá þessa vísu: Ö, leyfðu mér Drottinn að deyja, dapurt er mannlífið, þá fósturlándsins freyja er farin í ástandið. J.G.J. — S. 41046.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.