Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 22
KARIN SCHUBERT ANGELO INFANTI ■ EMANUELLE EMANUELLE AUSTURBÆJARBIÓ Sími 11384 Nú kcmur myndin sem allir hafa beðið eftir: LED ZEPPELIN „The song remains the same“ Stórfengleg, ný, bandarísk músík- mynd í litum, tekin á hljómleik- um Led Zeppelin í Madison Square Garden. Tónlistin er flutt í stereo- hljómflutningstækjum. Sýnd kl 5. 7.30 og 10. Sin-i 31182 Sjónvarp íkvöld kl. 21,45: Gamla Ijónið ELSKENDUR SEM GREINIR Á Katharine Hepburn og Peter O’Toole sem Elenóra drottning og Hinrik annar Englandskóngur. Bíómynd sjónvarpsins i kvöld er gerð eftir afar frægu leikriti sem gekk lengi á Broadway undir stjórn Rosemary Harris. Þrátt fyrir að leikritið gengi þar ákaf- lega vel stóð það engan veginn undir þeim mikla tilkostnaði sem það hlaut að hafa í för með sér. Gamla ljónið, eins og myndin heitir á íslenzku (Lion in Winter á frummáli) er gerð árið 1968 og var sýnd hér í Laugarásbíói fyrir einu til tveim árum. Fólkið sem stendur að myndinni og leikur í henni er þekkt um allan heim fyrir hæfileika. Leikstjóri er An- thony Harwey. í tveim stærstu hlutverkunum eru þau Katharine Hepburn og Peter O’Toole. Aðrir þekktir leikarar, sem einnig koma fram, eru til dæmis John Castle og jánthony Hopkins. Kvikmynda- handritið gerði James Goldman. Myndin gerist árið 1183 á Eng- landi. Þá rikti þar Hinrik annar. Kona hans var Elenóra af Aquit- aine. Þau hjónin geta ekki komið sér saman um það hvor sona þeirra skuli erfa ríkið. Þeir eru Ríkarður ljónshjarta og Jóhann landlausi eins og þeir síðar voru nefndir. Flestirmuna áreiðanlega eftir þeim bræðrum úr sögunum um Hróa hött. Myndin fær mikið lof og fjórar stjörnur i kvikmyndahandbók- inni okkar. Sérlega er Katharine Hepburn lofuð fyrir leik. sinn og þau, hún og Peter O’Toole, eru sögð vera aldeilis frábær í sam- leik sínum sem elskendur sem þó greinir á í skoðunum. Sjónvarpið hefur gefið út þau orð að Gamla ljónið sé ekki við hæfi barna. Þýðandi myndarinnar er Dóra Hafsteinsdóttir. Hún ■ er svört/hvít. Sýningartimi er 2 klukkustundir og 15 mínútur. DS. Imbakassinn (The groove tube) „Brjálæðislega fyndin og óskammfeilin” Playboy. „Framúrskarandi • og skemmst er frá því að segja að svo til allt bíóið sat i keng af hlátri myndina í gegn.” Vísir. Aðalhlutverk: William Paxton, Robert Fleishman. Leikstjóri: Ken Shapiro. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aymrrmrtrrm (Whcrc Th« Nic« Guy» FlnUh Fir»t For A Chcnge.) ___ iwLNntrvi comjwvKj. mtsuín, ERENCE HILL’ VALERIE PERRINE JMR.BILUON /pick^^wÍLu^iitDnÉ^ouixwaií .nd JACkPgLEÆSON .. Herra Billjón íslenzkur texti. Spennandi og gamansöm banda- rfsV ævintýramynd um fátækan Itala sem erfir mikil auðæfi eftir rfkan frænda sinn í Ameríku Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ben Húr Ein frægasta og stórfenglegasta kvikm.vnd allra tíma sem hlaut 11 óskarsverðlaun. Nú sýnd með íslenzkum texta. Sýndkl.3, 6 og 9. Venjulegt verð, kr. 400. Sími 11475 Útvarp í kvöld kl. 21,35: Samtal á sængurstokk Mæðgur ræða um jafnrétti kynjanna —saga eftir f rægasta núlifandi smásagnahöf und sænskumælandi Finna „Sagan, greinir frá ungri konu sem heimsækir móður sína á sjúkrabeðið. Þær mæður taka að ræða saman um lífið og tilveruna, þar á meðal um jafnréttindabar- áttu kynjanna,” sagði Guðrún Al- freðsdóttir leikkona um sögu þá sem hún les í útvarpinu i kvöld. Sagan heitir Samtal á sængur- stokk og er eftir Solveigu von Schoultz. Hefst hún kl. 21.35 og lýkurkl. 22.00. „Móðirin er ekki alveg á sömu skoðun og dóttirin um stöðu kynj- anna. Hún vill meina að það sé ekki nóg fyrir konur að hafa sömu laun og karlar. Til þess að vera frjálsar megi þær ekki heldur vera tilfinningalega bundnar neinum. Móðirin virðist þannig nokkuð djúphyggnari en dóttir- in.“ sagði Guðrún Alfreðsdóttir. Til þess að fræðast nokkuð um höfund sögunnar höfðum við sam- band við séra Sigurjón Guðjóns- son fyrrverandi prófast sem þýtt hefur söguna. Hann sagði að Sol- veig von Sehoultz væri einn allra frægasti núlifandi smásagnahöf- undur sænskumælandi Finna. Hún er systir Lennards Seger- strále sem er mjög frægur finnsk- ur málari og gerði meðal annars fresku þá sem er í kirkjunni í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Maður Solveigar er ekki síður frægur og það fyrir tónlist. Hann heitir Erik Bergman og er bæði tónskáld og flytjandi. Hann hefur komið hingað til lands með Muntra Musikanterne þeim fræga finnska karlakór sem hann stjórnar. Solveig kom einnig hing- að í fyrrasumar og þá fóru þau séra Sigurjón og kona hans með hana vitt um sveitir meðal annars til Saurbæjar. Auk smásagnanna hefur Sol- veig samið töluvert af ljóðum. Leikrit hafa einnig verið gerð eft- ir sögum hennar en að sögn séra Sigurjóns er það auðvelt verk þar sem þær eru svo mikið f samtals- formi. Áður hafa nokkrar af sög- um Solveigar verið lesnar í út- varpi, allar í þýðingu séra Sigurjóns. Laugardagur 12.25 Veóurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Sígild tónlist úr ýmsum Attum. 15.30 „Fótatak þoirra, sem framhjá ganga". smAsaga eftir Harald A. Sig- urðsson. Knútur R. Magnússon les. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Létt tónlist. 17.00 Enskukennsla; —annar þéttur i tengslum við kennslu l sjðnvarpi. 17.30 Við norðurtorún Vatnajökuls. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnír. Dagskrð kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Reykjavíkurskýrsla Jökuls Jakobs- souar. 20.05 Pianótónleikar: Marcalle Mercender leikur verk eftir Joseph Jongen. 20.30 Októberdagar á Akurevri 1931. 21.00 Pianótríó nr. 3 í c-moll op. 1 nr. 3 eftir Boethoven. 21.35 „Samtal á snngurstokk", smásaga eftir Solveigu von Schoultz. Sigurjón Guðjónsson islenzkaði. Guðrún Al- freðsdóttir leikkona les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. DagskrArlok. ^ Sjónvarp Laugardagur 16.30 iþróttir. Umsjónarmaður Bjarm Felixson. 18.15 On We Go. Fnskukennsla Annar þáttur endurfluttur. 1^8.30 Rokkveita ríkisins Hljómsveitin Celsius. Áður á dagskrá 2. febrúar 1977. 19.00 Enska knattspyman. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagakrá. 20.30 Undir sama þaki. Islenzkur fram- haldsmyndaflokkur 1 sex þðttum eftir Björn Bjömsson,, Egil Eðvarðsson og Hrafn Gunnlaugsson. 3. þðttur. Hjarta- gosinn. Þðtturinn verður endur- sýndur miðvikudaginn 19. október. 20.55 Gyðja holdi klaadd. Aströlsk heimildamynd um sérstæða gyðju- dýrkun i Nepal I Himalajafjöllum. Gyðjan nefnist Kumari. Hún er vand- Iega valin úr hópi þriggja tjl fjögurra ára meybarna og tignuð, uns hún nær kynþroska. Þýðandi og þulur Krist- mann Eiðsson. 21.45 Gamia Ijóniö (The Lion in Winter) Bandarísk bíómynd frð ðrinu 1968. Leikstjðri Anthony Harvey. Aðalhlut- verk Peter O’Toole og Katharine Hepburn. Hinrik annar Englands- konungur og Elinóra drottning hans geta ekki orðið ásðtt um, hvor sona þeirra, Ríkharður Ijónshjarta eða Jóhann landlausi. eigi að erfa konung- dóm. Myndin er ekki við hæfi barna. Þýðandi Dðra Hafsteinsdóttir. 23.50 Dagskráriok. Útvarp DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTOBER 1977. Sjónvarp Frjálsar ástir Djörf og skemmtileg frönsk lit- mynd um sérkennilega ástar- flækju lítillar fjölskyldu. Islenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Ofbeldi beitt Hörkuspennandi sakamálamynd með Oharles Bronson, Jill Ireland og Telly Savalas. Islenzkur texti. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum. The Streetf ighter Jlll Ireland Strothcr Marttn Islenzkur texti. Hörkuspennandi ný amerísk kvikmynd í litum. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. - Bönnuð börnum innan 14 ára. HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Heiður hersveitarinnar Frábærlega vel leikin og skraut- leg litmynd. frá þeim tíma, er Bretar réðu Indlandi. íslenzkur texti. Aðalhlutverk Michael York, Rich- ard Attenborough, Trevor Ho- ward. Sýnd kl. 5, 7 og 9. STJÖRNUBÍÓ The Streetfighter It was tough in the streets, but Bronson was tougher LAUGARÁSBÍÓ Svarta Emanuelle HAFNARBÍO Sfmi 16444 Eddie og Suzanne Spennandi ný norsk cinemascope- litmynd um misskilda unglinga og hörkulegan eltingaleik. Aðalleik- urar. Sverre Horge, Yvonne Sparrbáge, Lauritz Falk. Leik- stjðri Arild Kristo. íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3. 5, 7. 9 og í 1. Ný, djörf itölsk kvikmynd um ævintýri svarta kvenljósmyndar- ans Emanuelle í Afríku. tsl. texti. Aðalhlutverk: Karin Schubert og Angelo Infanti. Leikstjóri: Albert Thomas. Sýndkl. 5, 7, 9ogll. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. Charles Bronson James Coburn HREVnLL Sími 8-55-22

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.