Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 5
/ACiBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKT0BER 1977. ÞJOÐARATKVÆÐIUM STERKA OLIÐ Jón G. Sólnes skorar enn á Alþingi að láta fara fram þjóö- aratkvæðagreiðslu um bruggun og sölu áfengis öls á Islandi. Hann lagði fram þings- ályktunartillögu f gær um þetta efnii „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að láta fara fram í sambandi við næstu al- þingiskosningar þjóðarat- kvæðagreiðslu um, hvort heimila skuli framleiðslu og sölu áfengs öls í landinu. Þátt- taka i væntanlegri atkvæða- greiðslu skal heimil öllum, sem náö hafa 18 ára aldri, þegar atkvæðagreiðslan fer fram," segir í tillögu Jóns G. Sólness. Á undanförnum árum hefur allmikið verið um það rætt, hvort heimila skuli framleiðslu og sölu áfengs öls i landinu, segir í greinargerð með tillögu Jóns. Þar segir ennfremur: „Mjög skiptar skoðanir eru manna á meðal um þetta mál og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Á síðasta Alþingi var til með- ferðar frumvarp, sem gerði ráð fyrir nokkrum breytingum á núgildandi áfengislögum. Flutningsmaður þessarar tillögu flutti þá tillögu í sam- bandi við umrætt frumvarp, sem gerði ráð fyrir því, að nú- gildandi áfengislögum skyldi breytt á þann veg, að fram- leiðsla og sala áfengs öls yrði heimiluð. Örlög frumvarpsins urðu hins vegar þau, að það komst aldrei úr nefnd og dagaði uppi í þinginu. Reyndi því aldrei á það, hvort þingvilji væri fyrir því að leyfa framleiðslu og sölu áfengs öls eða ekki. Næsta ár fara fram almennar þingkosningar. Flutnings- maður telur eðlilegt að leitað sé eftir því að fá vitneskju um, hver sé hinn raunverulegi þjóðarvilji í jafn umdeildu máli og þessu. Auðveld leið og kannske sú marktækasta er að mati Jóns G. Sólnes að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Telur flutningsmaður sjálf- sagt að nota það tækifæri, sem býðst 1 næstu þingkosningum. Hann telur einnig sjálfsagt að miða þátttöku i atkvæðagreiðsl- unni við 18 ára aldur. Vill hann með því leggja áherzlu á þá skoðun sfna, að ákvörðun í málinu sé ekki síður mál ungu kynslóðarinnar en hinnar eldri. Þvf sé ekki nema eölilegt, að unga fólkið fái að láta álit sitt í Ijós í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. BS Tannlæknafélagið 50 ára: Ekki æskilegt að allar tannviðgerðir séu greiddar af tryggingafé Tannlæknafélag íslands verður 50 ára á morgun, sunnudag. Verður þá mikið um dýrðir hjá félagsmönnum og verður meðal annars afmælisfagnaður nú í kvöld að Hótel Loftleiðum. Á blaðamannafundi sem efnt var til vegna afmælisins lögðu stjórnarmenn mikla áherzlu á það að veita almenningi aukna fræðslu um það hvernig bezt mætti koma í veg fyrir tann- skemmdir. Stofnaður hafði verið sérstakur sjóður innan félagsins til þessara hluta og var hann falinn Tryggingastofnun rikisins til ráðstöfunar. En tannlæknarnir sögðu með mikilli óánægju að sjóðurinn hefði ekki verið snertur og væri hann nú milli 5 og 6 milljónir króna. Fyrir það fé væri mikið hægt að gera ef rétt væri haldið á málum. Þau mál færu nú vfst að færast f betra horf og gerðu tannlæknarnir sér vonir um að brátt yrði gert mikið átak í því að fræða almenning. Bezta ráðið til þess að koma f veg fyrir tannskemmdir væri vita- skuld að halda tönnunum hrein- um því eins og f barnavísunni segir Það skemmist ei tönn sem er skfnandi hrein. I öðru lagi væru tannlæknar því meðmæltir að drykkjarvatn yrði blandað flúor og töldu það geta minnkað skemmdir í tönnum um 50%. Aðspurður um það hvað liði þeim málum að allir menn, ekki aðeins ófrískar konur og börn, fengju ókeypis eða niðurgreidda tannþjónustu, sagði Sverrir Einarsson formaður Tannlækna- félagsins að hann teldi það alls ekki æskilegt að allir fengju tann- viðgerðir fríar með öllu. Tann- skemmdir væru að miklum hluta áunnar og teldi hann að fólk færi betur með tennur sfnar ef það þyrfti að borga þó ekki væri nema einhvern hluta þess sem viðgerð kostar. En vissulega væri stefnan sú að kostnaðarhlutinn yrði greiddur eitthvað niður af því opinbera. Um þessi mál og önnur sem viðkoma tannlækningum verða flutt sjö útvarpserindi á næst- unni. Það fyrsta var reyndar flutt síðastliðinn fimmtudag en sfðasta erindið verður í desember. Rafn Jónsson, einn af heiðursfélögum tannlæknafélagsins, situr þarna í stól Halls heitins Hallssonar. Tannlæknar hafa f tilefni afmælisins komið upp tannvið- gerðaminjasafni í félagsheimili sfnu við Síðumúla. Þar er meðal annars að sjá stól og tæki Halls heitins Hallssonar sem eru frá 1929 er Hallur var með tannvið- gerðarstofu í Austurstræti. Hallur var ásamt þeim Brynjúlfi Björnssyni og Thyre Loftsson frumkvöðull að stofnun Tann- læknafélagsins. DS ARKAÐ A SKEGGJAI SÝNISHORNAVEÐRI — Göngu-Víkingar örkuðu á Skeggja og stofnuðu göngudeild I sannköiluðu sunnlenzku veðri, sýnishornaveðri, örkuðu 109 Göngu-Vikingar upp Skeggja, hátind Hengilsins, sem er 803 metrar á hæð. Það skiptust á skin og skúrir, þoka og éljagangur, logn og gola er Göngu-Víkingar gengu á Skeggja sfðastliðinn sunnudag og stofnuðu göngudeild Vfkings. Á Skeggja var hlaðin beinakerling og þar í lagður hólkur með gestabók — nöfn stofnfélaga deildarinnar, alls 156, þvf sannleikurinn var að ekki létu Vilhelm Andersen formaður undirbúningsnefndar lýsir yfir nýju Isiandsmeti er 109 manns voru samankomnir á Skeggja. allir sig hafa það að ganga á Skeggja. Framtak Víkinga er dulftið merkilegt — i raun er þetta fyrsta íþróttafélagið sem stofnar deild innan vébanda sinna sem ekki miðar að beinum keppnis- fþróttum. Göngu-Vfkingar hafa fyrirtaksaðstöðu — skíðaskála Vfkings í Sleggjubeinsskarði sem verður nokkurs konar bækistöð deildarinnar. Þar verður opið hús um helgar og lagt upp f göngu- ferðir, langar og stuttar. Þar má og matast — leita upplýsinga, já, hvaðeina. Aður en Vfkingar stofnuðu deild sfna var haldinn kynningar- fundur. Þar ræddi Árni Reynis- son framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs um náttúruvernd, Kristján Sæmundsson jarð- fræðingur ræddi um jarðfræði Hengilsins sem verður nokkurs konar heimavöllur Göngu- Vfkinga og Valdimar örnólfsson gaf heilræði um gönguferðir um svæðið. Og Göngu-Víkingar halda áfram starfsemi — og er fyrir- hugað að ganga allar helgar. Þannig verður farið á morgun í tvær gönguferðir frá Víkings- skálanum í Sleggjubeinsskarði, sú fyrri hefst kl. 11 og þá verður gengið inn f Marardal og hin, seinni kl. 1 og þá verður gengið á Skarðsmýrarfjall. .h. halls. allt er þegar þrennt er j

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.