Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUK 29 OKTOBKR 1977. 23 i Utvarp Sjónvarp Sjónvarp á morgun kl. 20,30: Norrænir unglingakórar syngja negrasálma EFTIRMINNILEGUR HLUTI SÖNGVAKEPPNI t aprílmánuöi var haldið sam- norrænt unglingakóramót í Ribe í Danmörku. Þar komu fram fimm kórar frá Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku, Finnlandi og íslandi. Kos- inn var „Bezti unglingakór Norð- urlanda 1977“ og var það Jubilatekórinn frá Finnlandi. ís- lenzki kórinn, sem var kór Menntaskólans við Hamrahlíð, hlaut hins vegar mikið lof. Eftir að keppninni var lokið sungu kórarnir allir saman í Dóm- kirkjunni í Ribe negrasálma und- ir stjórn Jesters Hairstons sem er mjög frægur fyrir athuganir á negrasálmum. Hafa margir kórfé- lagar haft á orði að sá samsöngur sé eftirminnilegasti hlutinn af öllu saman. í sjónvarpinu annað kvöld kl. 20.30 veríur sýnt frá þessum sam- norræna samsöng. Þátturinn er í litum og segja kunnugir að það hljóti að vera mikil dýrð því bæði er kirkjan falleg og fólkið I skemmtilega marglitum fötum. DS. Jester Hairstone Sjónvarp íkvöld kl. 20,55: Gyðja holdi klædd MEYJA DÝRKUÐ ÞAR TIL FULLVAXTA „Það er einhver sérvenja í Nep- al að taka meybarn sem er mjög ungt og dýrka það sem fulltrúa gyðju nokkurrar sem í því er talin búa. Stúlkan er fulltrúi gyðjunn- ar frá því á unga aldri og þar til hún verður kynþroska," sagði Kristmann Eiðsson. Hann er þýðandi og þulur heimildarmyndar þeirrar sem á dagskrá er í sjónvarpinu í kvöld kl. 20.55 og nefnist Gyðja holdi klædd. „Gyðja þessi og stúlkan, sem er fulltrúi hennar, eru dýrkaðar af hindúum í Nepal. Hún er það hátt sett að meira að segja konungur- inn verður að leita blessunar hjá henni. Stúlkan unga situr að mestu alveg grafkyrr og mælir aldrei orð frá vörum. En út úr hinum ýmsu svipbrigðum hennar lesa menn örlög sln. Ef hún þann- ig lítur til hliðar táknar það að gæfan leiki ekki við menn. Ef hún hins vegar þurrkar tár af hvarmi sér er maðurinn sem hjá henni ;r staddur talinn bráðfeigur. Stúlkan er fulltrúi gyðjunnar þar til hún er fullvaxta, eða þar til hún fær blæðingar. Þá hverfur hún aftur til daglegs lífs sera hún er algerlega óundirbúin fyrir. Hún kann ekki einu sinni að tala þvl allir þylja bænarullur slnar til hennar á sanskrít sem er löngu útdautt mál. Þegar ein stúlkan hættir full- trúastarfi gyðjunnar er farið að leita að annarri. Það er gert á þann hátt að meybörn eru lokuð inni I dimmum sal og þeim sýndir ýmsir svipir og menn með óhugn- anlegar grimur. Sú stúlka sem engan sýnir ótta er svo valin næsti fulltrúi. Sú sem á undan henni var fær aftur á móti aldrei _að koma til hallarinnar sem hún bjó í þar til hún varð fullvaxta, nema við sér- lega hátíðleg tækifæri, og þá til þess að tigna arftaka sinn. Stúlkan, sem sagt er frá í þætt- inum, fékk að hafa móður sina hjá sér í höllinni. En móðirin má aðeins þjóna henni eins og hver annar. Þannig nær aldrei að myndast neitt tilfinningasam- band á milli þeirra. Þessi trú er, eftir því sem bezt er vitað, mjög gömul. En menn verða að minnast þess að það eru aðeins 15 ár frá því að Nepal var opnað fyrir vestrænum mönnum og ekki er vitað neitt um þetta mál með vissu. En ýmsar sagnir eru þó til um upphafið. En Nepal- búar vilja ekkert segja þegar þeir eru spurðir um það hvað verði um stúlkurnar eftir að þær eru hætt- ar að gegna störfum fulltrúa gyðj- unnar. Það hlýtur að vera alveg ægilegt fyrir þær,“ sagði Krist- mann Eiðsson. DS. Sjdnvarp annað kvöld kl. 21,15: Gæfa eða gjörvileiki r r SAPUOPERA BRÆÐRANNA OG JÚLÍU HELDUR ÁFRAM Bræðurnir tveir Tom og Rudy og vinstúlka þess síðarnefnda Júlía halda áfram ferli slnum á skjánum í kvöld í þáttunum um gæfu og gjörvileika. I síðasta þætti gerðist það að Tom sem farinn að vinna að verk- stæði hjá föðurbróður sínum verður ástfanginn af vinnustúlku hans Clothilde. Þar sem föður- bróðirinn girnist hana sjálfur stí- ar hann þeim ísundurog hótar að láta setja Clothilde í fangelsi fyrir að fleka strák sem er undir lög- aldri. Tom verður mjög sár yfir þessu atferli frænda sins, sérlega þegar hann kemst að því af hverju það stafar. Rudy hittir Teddy Boylan sem kemur honum á óvart með þvf sem virðist vera einskær góðvild. Hann útvegar honum meðal ann- ars vinnu i verzlun til þess að gera honum kleift að sjá fyrir sér með námi. Júlía er komin til New York og fær hún fljótlega smáhlutverk 1 leikriti. Hún kynnist yfirmanni úr hernum og takast með þeim ástir. Þátturinn annað kvöld hefst klukkan 21.15 og er 55 mínútHa langur. Þýðandi er, eins og áður, Jón O. Edwald. DS. Útvarp annað kvöld kl. 19,25: Spegill, spegill Fagur vöxtur og hreyfingar Þáttum Guðrúnar Guðlaugs- dóttur um fegrun og snyrtingu „Spegill, spegill" verður haldið áfram annað kvöld kl. 19.25. í undanförnum þáttum, sem allir voru fyrir verkfall, var meðal annars rætt um hvernig mætti laga líkamslýti. í þættinum annað kvöld er hins vegar athyglinni beint að fögrum vexti og fallegum hreyfingum. Guðrún ræðir við þær Báru Magnúsdóttur sem rekur Jassball- etskóla Báru og er þar með sér- staka mergrunarflokka og Hönnu Frlmannsdóttur sem kennir fallegar hreyfingar hjá Karon tízkusýningarsamtökunum. I næsta þætti verður svo talað um snyrtingu hárs og andlits. Þá verður rætt við þau Sigrúnu Stef- ánsdóttur snyrtisérfræðing, EIsu Haraldsdóttur hárgreiðslukonu og Heiðar Jónsson um fegurðar- samkeppni. DS. Sjónvarp á morgun kl. 18,00: Stundin okkar KRISTÍN OG FÚSI FLAKKARI Þau Fúsi flakkari og Kristín Ölafsdóttir bregða á leik í Stund- inni okkar á morgun. Þetta er gamali þáttur sem sjónvarpið endurflytur nú. Kristín starfar nú við Alþýðuleikhúsið en ekki er vitað um Fúsa, hann er líklega einhvers staðar á flakki. Pabbi hans Jón E. Guðmundsson hand- menntakennari veit kannski eitt- hvað um strákinn. Kristín og Fúsi flakkari í einum hinna vinsælu þálla — hér um árið. Sunnudagur 30. október 8.00 Morgunandakt. Horra Sij’urbjÖrn Einarsson biskup flytur ritniní>arorrt og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Otdrátt- ur úr forustugr. dagbl. 8.30 Létt morgunlög. Boskovsky- kammersveitin leikur Vínardansa; Willi Boskovsky stj. 9.00 Fróttir. Vinsœlustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 Messa í Háteigskirkju Prestur: Sóra Tðmas Sveinsson. Organleikari: Mart- einn H. F'riðriksson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. 13.20 HvaA er stjómun? Þórir Einarsson prófessor flytur fy.sta hádegiserindi sitt. 14.00 islenzk einsönqslög: Elín Sigurvins- dóttir syngur. 14.15 Vestfirzkur alþyðumaöur og skáld. Lesið úr endurr.iinningum Ingivalds Nikulássonar frá Bíldudal. einnig frá- saga hans ..Stúlkan við Litlueyrar- ána" og kva*ðið „örbirgð". Baldur l'álmason tekur saman dagskrána Lesan ásamt honum. Guðbjörg Vig fúsdótlir tAður útv. á aldarafmæli lngivalds 30 mar/ sl.). 15,00 Miödegistónleikar. 10 15 \’eðurfreg«)ir. Fréttir. 10 25 A bokamarkaöinum. Andrés Björns- son utvarpsstjóri stjórnar þaMtinum. Kvnnir: Dóra Ingvadóttir. 17.30 ViA norAurbrún Vatnajökuls. Daniel Bruun segir frá rannsóknum sinum á Austurlandi 1901. Sigurður óskar Pálsson skólastjóri les þriðja og síð- asta hluta frásögunnar I þýðingu sinni. 18.00 Stundarkom með píanóloikaranum Noel Lee. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Tilkynningar. 19.25 „Spegill, spegill..." Guðrún Guð- laugsdóttir tekur saman þriðja þátt sinn uin sríyrtingu og fegrunaraðgerð- ir. 20.00 Söngflokkurinn Hljómeyki syngur lög eftir Benjamin Britten og Maurice Ravel. 20.30 Um klaustur á íslandi. Sigmar B. Hauksson tekur saman dagskrána og ræðir við dr. Magnús Má Lárusson. 21.15 Fantasía í C-dúr op. 17 eftir Robert Schumann. Mauri/io Pollini leikur á píanð. 21.45 „Sól um alla Dali". Gunnar Stefans- son les úr siðustu Ijóðum Stefáns frá Hvltadal. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Ast- valdsson danskennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. í Sjónvarp D Sunnudagur 30. október 16.00 Frá NorAurlandameistaramótinu í handknattleik. 18.00 Stundin okkar. Valið efni frá fyrri árum. Nokkur börn úr Tjarnarborg syngja, síðan verður sýnd teiknisaga um Valla vfking og Fúsi flakkari fylg- ist með danskennslu. Brúðuleikhús Margrétar J. Björnsson sýnir leikritið Aulabárð, þá er mynd úr Sædýra- safninu, og loks sýnir Margrét Sæmundsdóttir, hvernig búa má til hatta. Hlé. 20.00 Fréttir og veAur. 20.25 Auglýsingar og dagskré. 20.30 Norrasnir unglingakórar syngja negrasálma (L). 1 aprflmánuði síðast- liðnum var keppni I Danmörku, þar sem valinn var „Besti unglingakðr Norðurlanda 1977". Jubilatekórinn frá Finnlandi sigraði, en aðrir kórar í keppninni voru kór menntaskólans 1 Alaborg f Danmörku, Laurentiuskór- inn frá Svíþjóð, Stúlknakór Sande- fjord í Noregi og kór Menntaskólans í Hamrahlíð. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 21.15 Gwfa eAa gjörvileiki. Bandariskur framhaldsmyndaflokkur byggður á sögu eftir Irwin Shaw. 3. þáttur. Efni annars þáttar: Tom Jordache hefur verið sendur til Harolds frænda sins 1 Kaliforniu og er farinn að vinna á verkstæði hans. Hann verður ást- fanginn af vinnustúlku frændans sem kemst að sambandinu og stíar þeim harkalega I sundur Fyrir at- beina verksmiójueigandans Boylans fær Rud.v atvinnu í verslun. svo að hann geti greitt námskostnað sinn. Julie Prescott heldur til New York og fær hlutverk I Ieikriti á Broadway. Hún eignast nýjan elskhuga. Þýðandi Jón O Edwald. 22.05 ÚrslitaluMurinn í NorAurianda- meistaramotinu. 23.10 AA kvöldi dags. Séra Stefán Lárus- son. prestur i Odda á Rangárvöllum, flytur hugvekju 23.20 Dagskrarlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.