Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTOBER 1977. ................. Kálfarófna-verk- fallið á Akureyri Sigurður Draumland skrifar: „Ég bið fólk að minnast Fróð- árundranna í Eyrbyggjasögu. t sambandi við verkfall starfs- manna ríkis og bæja hér á Akureyri komu allir stjórn- málaflokkarnir hver með sína kálfsrófu upp úr sameigin- legum taðhlaða þjóðfélagsins Það er, reyndu eftir aðstæðum og getu gegnum fulltrUa sína, hverju sinni í sambandi við málið, — að haga fram- kvæmdum, eða hafa áhrif á þær, svo sem hverjum fyrir sig líkaði. Þóttist vitanlega hver flokkanna um sig hafa margt upp við alla hina að gera og íðuðu rófunum í allar áttir, líkt og þreifi-örmum, til að grípa sem mest og sem bezt. Kemur þvílíkt og annað eins alveg í bág við sanna hagsmuni stéttanna. En er hins vegar til þess fallið að vera rækilega minnzt í Sögu Akureyrar, sem nU kvað verða bráðlega farið að semja. Yrði þá sá kafli að taka í stærstu dráttum yfir tímabilið allt, frá 1864 til líðandi stundar. Þetta var eins og f teiknimynda- seríunni Blessað barnið, sem birtist í Vikunni 1947 og áfram. Hvernig skyldi það hafa verið í Reykjavík?" N Sumir fá sínar kjarabætur með því að fara ekki í verkfall heldur bera kröfuspjöld og fara í kröfugöngur. 3 Spurning dagsins Hefurðu farið.í Ríkið síðan það var opnað eftir verk- fallið? Arni íæosson sjómaður, 28 ára: Já, blessuð vertu. Tvisvar sinn- um. Það er ekkert gaman að koma í land eldhress og að Rlkinu jok- uðu. Ég var einmitt að koma það- an núna! WBIAÐin fifálst,áháð dagblað Þá átt þú möguleika á að eignast Chevrolet Nova Custom, í þennan stórglæsilega, ameríska bíl; áskrifendaleik Dagblaðsins. ERTU EKKI ÁSKRIFANDI ? Pantir þú áskrift nú, fyrir Áskriftasími Dagblaðsins er 27022. mánaðamót, átt þú jafn mikla möguleika og þeir, sem eru áskrif- Gangi erfiðlega að ná sambandi, endur nú þegar. þá reyndu 35320, 83006, eða 83764. ERTU ASKRIFANDI ? Jón Þ. ísaksson flugumferðar- stjóri, 50 ára: Nei, það hef ég ekki gert. Jú, það kemur fyrir að ég verzla þar en það er ákaflega sjaldan. Lokunin skipti mig þvf engu máli. Aðalsreinn Knstinsson kaup- maður, 41 árs: Nei, ekki hef ég' þurft á þvf að halda. Nú, ég verzla þar stundum en lokunin kom sér hins vegar ekkert bagalega fyrir mig. Guðmundur Amundason bif- reiðarstjóri, 45 ára: Nei. Jú, það kemur fyrir að ég fer þangað, en afar sjaldan. Indriði 30 ára: Nei. Eg fer þangað aldrei. Eg er algjör bindindismaður og smakka aldrei vín. Rolant Christiansen sölustjori, 48 ára: Jú, ég hef gert það. Nei, lokunin kom siður en svo illa við mig.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.