Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 14
14 /■ DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTÖBER 1977. V Hreinlega of mikil aukning —50 bækur koma út á árinu hjá Iðunni. Aukningin er 10 bækur frá því ífyrra. Bókaútgáfan Iöunn gefur á þessu ári út um fimmtíu bækur. Aukningin frá því í fyrra er um tíu titlar og fyrirsjáanlegt aö enn meiri aukning verði á næsta ári. „Hugmyndaflugið er sennilega svona frjótt hjá okkur núna,“ sagði Jóhann Páll Valdimarsson hjá Iðunni er DB ræddi við hann um útgáfuna. „Ég verð að játa að mér brá i brún er ég tók saman lista um útgáfubækur þessa árs nú um daginn. Þetta er hreinlega of mikil aukning.“ Að sögn Jóhanns Páls hefur útkoma bókanna dreifzt mun meir á allt árið en áður. Megin- hlutinn kemur þó út þessa dagana og allt fram undir miðjan nóv- ember — rúmlega þrjátíu bækur. Jóhann var að því spurður, hvort útgáfuaukningin hefði orðið í ein- hverjum ákveðnum flokki. Hann kvað nei við því. „Aukingin hefur orðið ákaflega jöfn f öllum flokkum," sagði hann „Þó má benda á, að við höfum lagt að undanförnu æ meiri áherzlu á útgáfu vandaðra barna- bóka.“ Kvœðasafn Hannesar Af þeim bókum, sem væntan- legar eru frá Iðunni á næstunni, skal fyrst nefna Kvæðasafn eftir Hannes Pétursson skáld. í bók- inni eru kvæði úr öllum fyrri ljóðabókum Hannesar, svo og úr bókinni Hugskoti og úr tímarit- um. Þá eru í Kvæðasafni nokkur áður óbirt ljóð. Jóhannes Geir listmálari myndskreytir bókina. Gunnar Gunnarsson rithöfund- ur og fyrrverandi blaðamaður sendir frá sér skáldsöguna Jakob og ég. Hún segir frá miðaldra bankastarfsmanni sem hleypur frá öruggri tilveru og frama til að ramba meðal ókunnugra og glotta framan í gamla vini. Aður hefur komið út eftir Gunnar skáldsagan Beta gengur laus. Hann dvelur nú í Svíþjóð þar sem hann stundar ritstörf. Annað bindi Sögu frá Skagfirð- ingum kemur út innan skamms. Þarna er á ferðinni viðamikið heimildarit í árbókarformi um tíðindi, menn og aldarhátt f Skagafirði og víðar. Útgáfu þessa verks annast Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávar- borg ásamt Hannesi Péturssyni skáldi og Ögmundi Helgasyni B.A. Forsetarónið fró Alistair McLean Að vanda sendir Iðunn frá sér nokkrar þýddai skáldsögur. Skal þar fyrst nefna bókina Forseta- ránið eftir þann margfræga AIi- stair McLean. Að þessu sinni er Bandaríkjaforseta rænt, og gott ef ekki fleiri þjóðhöfðingjum. Að vanda kemur einnig út bók eftir Hammond Innes. Sú nefnist Loft- brúin. Þá er að nefna skáldsöguna Angist eftir David Morrell. I fyrra kom út hjá forlaginu bókin 1 greipum dauðans eftir sama höf- und. Loks kemur út skáldsagan Örlagaríkt sumar eftir Mary Stewart. Aður hefur komið út á íslenzku eftir hana sagan i skjóli nætur. Ný bók um Palla Barna- og unglingabækur skipa veglegan sess hjá Iðunni fyrir næstu jól. Af bókum eftir ís- lenzka höfunda skal fyrsta teija Pál Vilhjálmsson eftir Guðrúnu Helgadóttur. Páll er sú sjónvarps- stjarna íslenzk sem orðið hefur hvað vinsælust og jafnframt um- deildust. Aður hafa komið út eftir Guðrúnu bækur um Jón Odd og Jón Bjarna. Bókin um Pál Vilhjálmsson er myndskreytt af Gunnari Baldurs- syni teiknara. Það var einmitt hann sem bjó til dúkkuna Palla á sínum tíma, svo að hann ætti að vera öllum hnútum kunnugur. Njörður P. Njarðvík sendir frá sér bókina Sigrún eignast systur. Hún er sjálfstætt framhald bókar- innar Sigrún fer á sjúkrahús sem kom út hjá Iðunni í fyrra. Sigrún Eldjárn myndskreytir bókina. Þrjór teiknimynda- sögubœkur Þá kemur einnig á markaðinn nokkurt úrval þýddra barnabóka. Iðunn hefur nú útgáfu á teikni- myndasögum og kemur fyrsta bókin um Sval og fél’aga nú út. Hún heitir Hrakfallaferð til Felu- borgar. Höfundur hennar er Franquin. Hin fjögur fræknu og kappakst- urinn mikli og Hin fjögur fræknu og vofan eru tvær fyrstu bækurnar í öðrum teiknimynda- sagnaflokki eftir Francois- Georges. Þá eru einnig væntan- legar fjórar nýjar bækur um Tuma og Emmu. Albin og furðu- hjólið og Albin og undraregnhlíf nefnast tvær bækur fyrir yngstu lesendurna eftir sænska rithöf- undinn Ulf Lofgren. Loks skal nefna tvær þýddar unglingabækur sem Iðunn gefur út. Sú fyrri nefnist Galdramaður- inn og er eftir Ursulu Le Guin. Hin er Stríðsvetur eftir hollenzka höfundinn Jan Terlouw. Sagan gerist í seinniheimsstyrjöldinnier Holland var hersetið af Þjóðverj- um. -AT! c: Verzlun Verzlun Verzlun j FORN FRÆGDARSEfUR Bókin FORN FRÆGÐARSETUR er nú aftur til hjá útgefanda, Bókamiöstöðinni Laugavegi 29, Reykjavík. Bókaverzlanir eru vinsamlegast beönar aö endurnýjapantanirsem ekki var unnt að afgreiöa síöast. Einstaklingar og bókasöfn sem ekki var hægt aö afgreiöa við pöntun, vinsamlegast endurnýiö pöntun. Eitt hundraö eintök eru tölusett og verða árituö afhöfundi, séra Ágústi Sigurössyni. Bókasafnarar og aörir sem hafa áhuga á sérstökum númerum hafi samband viö Bókamiöstöðina sem fyrst. FORN FRÆGÐA RSETUR er með merkustu bókum í íslenzkri bókaútgáfu síöari árin. Verö bókarinnar er óbreytt. BÓKAMIÐSTÖÐIN Laugavegi 29 — Sími 26050 — Reykjavik i ^ i'Tii.V'’ FORN FRÆGÐARSETUR Möðrudalur á Eíra Fjalli - Vallanes ó Völlum - Klypp- staður í Loðmundarfirði - Breiðavikurþing á Snœfells- nesi - Breiðabólstaður á Skógarströnd - Breiðaból- staður í Vesturhópi - Mœli- fell i Skagafirði - Kviabekk- ur i ólaisfiröi - Svalbarð i Þistilfirði. A bók þessa oru skráðir 9 þcrtlir ai lornum og morkum hcfðarsotrum og kirkjustöðum viða um land. Rakin or saga stað- anna. ábúcnda og kirkjuhaldara. scm mcst kvað að. fyrr á öldum og allt fram til vorra daga. og cru þcssir þœttir samofnir sögu lands og þjóðar um aldaraðir. Höfundurinn. sira Agúsl Sig- urðsson á Mœlifclli. cr löngu þjóðkunnnr fyrir gagnmcrk crindi i útvarp. blaða- og timaríta- groinar. og má tcljast moðal hinna hœfustu frœðimanna þjóð- arinnar. Má furðu gcgna hvo ótrúloga miklum fróðlcik honum hefur tek- izt að safna saman um hin fomu frœgðarsctur. scm hann tckur til umfjöllunar. og hcimildakönnun og cinstök cfnistök lýsa fágœtri vandvirkni. clju og alúð. Andstœður rikidœmis og ör- birgðar fyrri alda cru hér dregn- ar stcrkum litum: rcisn og lall mannsins i baráttu og önn hins daglcga lifs. Hrakin or hín þjóð- sögulcga skýríng og lýst grimmd og imyndun galdratrúarínnar. Hcr cr lcitað vitt til fanga. þó að mogin cfnið s6 söguþráður cin- stakra staða. Bókina prýða um 200 Ijósmyndir og tcikningar. Mó bjóða yður Tívolí? Ekki bara fallegt heldur stórglæsilegt sófasett sem hentar yður vel. Viðgerðir og klæðningar. Vönduð vinna. Bólstrun Guðmundar H. Þorbjörnssonar Langholtsvegi 49. Sími 33240 Þungavinnuvélar Allar gerðir og stærðir vinnuvéla og vörubíla á söluskrá. Útvegum úrvals vinnuvélar og bíia erlendis frá. Markaðstorgið, Einholti 8, sími 28390 og 74575 kvöldsími. MOTOROL A Alternatorar i híla og báta, ti/12/24/32 volta. Platínulausar transistorkveikjur i flesta bíla. Skrifstofu SKRIFBORD Vönduð sterk skrifstofuskrif- borð i þrem stærðum. Á.GUÐMUNDSS0N Húsgagnaverksmiója. Auóbrekku 57. Kópavogi. Simi 43144 Simi 40299 O&B INNRETTINGAR I AuðureKKu 32. Kópavogi. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Aripúla 32 . Sími 37700. Eldhúsinnréttingar. Hnota og eik. Til afgreiðslu innan 2ja tif 3ja vikna. úppstilltar á staðnum. Verzíunin ÆSA auglýsir: A Setjum gutleyrnalokka í eyru með 'nýrri tækni. A W Notum dauðhreinsaðar gullkúlur Pa Vinsamlega pantið í sima 23622. iunið að úrvalið af tfzkuskart- g’ipunum er i ÆSÚ. A swm smimiis STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON SmiSastota.Trönuhrauni 5. Sfmi: 51745. Austurlenzk undraveröld opin á | Grettisgötu 64 t %&'Sjnfa SÍMI 11625

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.