Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTOBER 1977. Kl. 14,00 Fmnland — Svíþjdð á Akranesi Kl. 16,00 ísland — Danmörk í Laugardalshöll —------------Handknattleikssamband íslands Nú liggja Danirnir! Læstir eldhússkápar ættu að vera á hverju heimili í Iðnaðar- mannahiisinu við Hallveigarstíg og hefst — ungbarnahjúkrunarkonurnar leiðbeina f oreldrum um slysavarnir íheimahúsum „Svíar segja að heimilin séu hættulegasti staðurinn fyrir börn á forskólaaldri,-' sagði Bergljót Líndal forstöðukona Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur í samtali við DB. ,,Nú stendur til að fara að gefa gaum að slysavörnum barna í heimahúsum, sem við höfum nánast ekki rækt sem skyldi á undanförnum árum. Ætlunin er að hjúkrunarkonurnar sem heimsækja heimilin á vegum ung- barnaeftirlitsins hafi meðferðis blað, þar sem athygli er vakin á helztu slysagildrunum sem eru á heimilinu. Við vonumst til þess að foreldrar taki þessu vel, en sam- vinna ungbarnadeildarinnar við foreldra hefur verið prýðilega góð. Hjúkrunarkonurnar munu leiðbeina foreldrunum um ýmsar fyrirbyggjandi ráðstafanir sem hægt er að gera,“ sagði Bergljót. A listanum sem útbúinn hefur verið eru talin upp tólf atriði, sem geta verið hættuleg. Má þar nefna t.d. föt, skartgripi, plastdúka, og ■poka, eldavél, potta og pönnur og lyf. „Fólki finnst kannske skrítið að föt geti verið hættuleg. En það geta þau svo sannarlega verið og nægir að minnast á dúska, háls- bönd og húfur, sem ná kannske allt of langt fram á andlitið og byrgja útsýn til hliðanna. Það á þó aðallega við um eldri börn. Það er svo margt sem hægt er að gera, sem er í rauninni sáralítil fyrir- höfn af eins og t.d. að hafa snúruna I hraðsuðukatlinum ekki nema örstutta. Mjög æskilegt er, ef ekki nauðsynlegt, að hafa læstan skáp I eldhúsinu, þar sem hægt er að geyma hreinlætis- vörur, svo ekki sé talað um læstan lyfjaskáp. Mér til mikillar ánægju sá ég á heimilissýningunni í sumar að nokkrar eldhús- innréttingar, sem þar voru sýnd- ar, höfðu læstan skáp. Mér finnst blátt áfram að það ætti að gera slíkt að algjörri skyldu,“ sagði Bergljót Líndal. -A.Bj. Munið Ijósa- stillingu 1977 Bílatún hf. Sigtúni3 Sími27760 Reykjavík 210 þús. tonn af loðnu Góður síldaraf li og allt fullt af f iskimjöli Nú er talið að um 210 þúsund tonn hafi veiðzt af loðnu á miðunum og eru 32 skip nú á veiðum 130 mílur í hánorður af Siglufirði. Hafa flest skipin landað þar að undanförnu og eru miklir uppgripatímar fyrir Sigl- firðinga um þessar mundir. Sigurður RE er enn afla- hæstur, en þeir hjá Loðnu- nefnd treystu sér ekki til þess að segja nákvæmlega hvað hann væri búinn að fá, eða þau skip sem núna eru að veiðum, þar eð þau væru að fylla sig og ekki vitað nákvæmlega hvað þau væru með mikið. Höfn í Hornafirði er hæsti sildarlöndunarstaðurinn á þess- ari vertíð, þar hafa verið saltaðar um 5200 tunnur. Eitt- hvað hefur verið um landanir syðst á Austfjörðum, en Vest- mannaeyjar koma í kjölfar Hafnar, hvað tunnufjölda snertir. Þar er talið að búið sé að salta í um 5000 tunnur, en annars eru Vestmannaeyingar önnum kafnir þessa dagana við útskipun á alls kyns fiskimjöli. Allar skemmur eru þar fullar af mjöli, bæði loðnumjöli og öðrum tegundum, og liggja fimm flutningaskip í höfninni. Annar afl. hefur verið tregur, en þeir eru að flytja sig af spærlingnum yfir í nótina þessa dagana og auk þess hefur verið leiðindaveður undanfarið á miðunum undan Suðurlandi. Bolfiskafli hefur verið lélegur á Suðurnesjum að und- anförnu og sömu sögu var að segja um Vestfjarðakjálkann. Þar hafa flestir togaranna verið i slipp og bræla verið tíð. Segja þeir fyrir vestan, að þetta sé nú sá tfmi árs sem veðurfar er hvað óheppilegast og bjuggust við, að þar myndi aflinn glæðast upp úr ára- mótum. -HP. I flestöllum eldhúsum eru stðr- hættulegir hreingerningarvökvar í skápum, sem litlir krakkar eiga auðvelt með að komast í. Flest slys á börnum í heimahúsum verða einmitt í sambandi við að börnin borða annaðhvort lyf eða einhverjar hreingerningarvörur. DB-myndir Sveinn Þormóðsson. Einföld varúðarráðstöfun er að Gætið þess að hafa sköftin á hafa snúruna á hraðsuðukatlin- pottunum ekki út fyrir elda- um örstutta þannig að hún lafi vélina. aldrei út fyrir borðröndina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.