Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 24
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík: USTINN VERÐUR NEGLDUR SAMAN UM AÐRA HELGI -8007 manns þurfaað kjósa til að prófkjörið verði bindandi Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins til alþingiskosninga er nú í mótun. Prófkjör innan flokksins verður dagana 19., 20. og 21. nóvember næstkomandi. Dagblaðið hefur þegar skýrt frá þeim 12 mönnum, sem buðu sig fram til prófkjörsins fyrir tilskilinn frest. Þeir eru: Berg- ljót Halldórsdóttir, sem var á lista flokksins við síðustu al- þingiskosningar, Björg Einars- dóttir, Elín Pálmadóttir Erna Ragnarsdóttir, Friðrik Sófus- son, Geir R. Andersen, Geir- þrúður Bernhöft, Haraldur Blöndal, dr. Jónas Bjarnason, Kristján Guðbjartsson, Sigfús J. Johnsen og Sigurður Angan- týsson, sem einnig var á list- anum síðast. Fullvíst má telja að núver- andi þingmenn flokksins verði í framboði ef frá eru taldir Jóhann Hafstein fyrrum for- sætisráðherra og Albert Guð- mundsson alþm. sem nýlega gaf yfirlýsingu um að hann hygðist ekki vera í framboði fyrir flokkinn. Að vísu var yfir- lýsingin gefin á óopinberum fundi. Hún varpar þó fullkomn- um vafa á um framboð Alberts. Þingmennirnir sem verða í framboði eru: Geir Hallgríms- son forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra Ragnhildur Helgadóttir, Pétur Sigurðsson, Ellert G. Schram, og Guðmundur H. Garðarsson. t prófkjörinu verða 32 menn. Til þess að fylla þá tölu þarf kjörnefnd að tilnefna 14 menn til viðbótar þeim sem nú hafa verið nefndir. Á fundi hverfisráða með kjörnefnd sl. miðvikudag komu fram margar tillögur til kjör- nefndar til að hafa í huga við val í prófkjörið. Meðal þeirra sem nefndir voru má geta Sigríðar Ásgeirsdóttur, Áslaug- ar Ragnars, sem var á listanum 1974, Áslaugar Cassata, Ásgeirs H. Eiríkssonar, Björgúlfs Guðmundssonar, Þorvaldar Mawby, Gústafs B. Einars- sonar, Tryggva Jónssonar og Hilmars Guðlaugssonar. Þá eru ónefnd nöfn eins og Björn Þór- hallsson og Kristján J. Gunnarsson svo einhverjir séu nefndir. Ekki verður heldur gengið fram hjá mönnum eins og Gunnari J. Friðrikssyni, Gunnari Snorrasyni, Þóri Einarssyni, Karli Þórðarsyni, Gunnari S. Björnssyni, Sigurði Þ. Árnasyni skipherra, Ragn- heiði Guðmundsdóttur lækni, Jónasi Jónassyni frkvstj. og Auði Auðuns fyrrum dóms- málaráðherra. Enn eru ónefndir margir þeirra manna, sem stungið var upp á á fundi kjörnefndar með hverfisráðunum. Ráð er fyrir því gert að kjör- nefnd ljúki störfum 4. til 5. nóvember og leggi þá fram hinn endanlega prófkjörslista með 32 mönnum. Prófkjörið fer fram þá daga sem áður greinir. Til þess að prófkjörið yfirleitt verði bind- andi þurfa 8007 manns að taka þátt í því. Þeir sem hljóta yfir 50% af þeim atkvæðum taka bindandi sæti á listanum í þeirri röð sem atkvæðafylgi segir til um. ,,Já, við ætlum að lengja sjónvarpsdagskrána um tvær klukkustundir á sunnudögum. Þá verður þátturinn um Húsbændur og hjú klukkan fjögur og svo fræðslumyndaflokkur sem ekki er enn þá kominn til landsins klukkan fimm. Á miðvikudögum, á þeim tíma sem Húsbændur og hjú voru, kemur nú sænskur fram haldsmyndaflokkur," sagði Bjiirn Baldursson ritstjóri Dagskrái sjónvarpsins. „Vetrardagskráin verður þannig tveimur timum lengri á viku en sumardagskráin. Þetta er gert til þess að bæta mönnum upp þann tíma sem þeir misstu í verk fallinu." -I)S. Við getum ekki stillt okkur Um að sýna lesendum þessa m.vnd, þótt verkfalli opinberra starfs- manna sé nú blessunarlega lokið. Myndin var tekin skömmu eftir að harður árekstur varð í Reykja- vík. Lögreglan taldi að ekki væri i hennar verkahring að stjórna um- ferð eins og málum var háttað. Óbreyttur borgari snaraði sér hér á vettvang og greiddi úr um- ferðarflækjunum. Aftar á myndinni stendur reyndar borgaralega klæddur maður, sem er revndar yfirmaður i umferðar- deild lögreglunnar. -DB-mynd Sv. Þorm. „Þjón- usta”við prófkjörs- menn: ATKVÆÐI TIL SÖLU Framtakssamur maður i borginni býður fram- bjóðendum í prófkjörum, hvar í flokki sem þeir eru, nokkurt atkvæðamagn til kaups. Þetta er nýtt innlegg i hinn harða prófkjörsslag. Mun maðurinn telja sig ráða yfir um fimmtíu atkvæðum í þessuskyni. Þetta atkvæðamagri gæti ráðið úrslitum sums staðar þeg- ar litlu munar. Þá gætu fram- bjóðendur, gripnir tilefnis- lausri ,,panikk“, freistazt til að skipta \tð þennan hóp. Lengi hefur tiókazt i kosning- urn að fulltrúar flokka hafa farið með flöskur til sumra ólánsmanna, svo sem svokallaðra róna og fengið at- kvæði þeirra fvrir. Nú virðist þetta komið á „æðra stig“ þegar boðin eru að fyrra bragði at- kvæði til sölu. -HH.. frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 29. OKT. 1977 Aron æ ekki f rambc . —þráttfyrir mörgtilmæli „Jú, það er rétt. Margir hafa skorað á mig að bjóða fram lista í næstu þingkosningum. En það geri ég ekki,“ sagði Aron Guð- brandsson I Kauphöllinni, höfuðs- maður aronskunnar, í viðtali við DB í gær. „Orsökin er að ég er orðinn svo gamall, kominn á áttræðisaldur,“ sagði Aron. „Þetta er ekki fyrir eldri menn. Yngri menn eiga að taka stefnuna upp. Stefnan er orðin almenningseign. Fundurinn um daginn, þar sem stórt hús var troðfyllt, og undirtektir þar, sýndu meðal annars áhuga fólks á þessu." Stefna Arons, að Bandaríkja- menn greiði fyrir varnaraðstöðu sína hér, nýtur mikils fylgis sam- kvæmt skoðanakönnun Dagblaðs- ins. „Það er eðlilegt,“ sagði Aron. „Við erum einir þjóða að gefa allt þetta þegjandi og hljóðalaust." HH Kristján Thorlacius: r Kristján Thorlacius formaður BSRB er eitt þeirra spurningar- merkja sem skjóta upp kollinum fyrir þau stjórnmálaátök sem vænta má á næstu mánuðum. DB hafði samband vió hann og spurði hvort hann hygðist vera I framboði við næstu þing- kosningar. „Ég? Það hef ég ekkert hugsað um. Ég hef haft nóg að gera síðastliðnar vikur og hef ekki velt fyrir mér stjórnmálum á nokkurn hátt. Ég vil samt að það komi skýrt fram að ég er óflokksbund- inn maður og ætla mér að. vera það,“ sagði Kristján. Hann var sem kunnugt er einn afMöðruvellingunumí Framsókn- arflokknum, en var síðan á lista Samtakanna i Reykjavík.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.