Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 197 7, ÚTBOÐ Sameign Hvals h/f og Olíustöðvar- innar í Hvalfirði h/f óskar eftir tilboðum í gerð grjótgarðs við Hval- stöðina í Hvalfirði. Verkið felst í sprengingum og flutningum á um það bil 45.000 rúmmetrum af grjóti. Útboðsgögn verða afhent á verkfræði- stofu Þorbergs Þorbergssonar Skúla- götu 63 Reykjavík, mánudaginn 31. okt. kl. 14.00—16.00. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 8. nóv. 77. kl. 14.00. Salur og 2 herbergi 160 ferm hæð í miðborginni (salur og. 2 herbergi) hentugt fyrir teiknistofur eða léttan iðnað. Uppl. í símct 25252 eða 20359 á kvöldin. FðGNUM VETRI í FESTI í KVÖLD. Sætaf erðir f rá BSÍ og TORGI, Keflavík Bílapartasalan Höfum úrval notaðra varahluta í ýmsar tegundir bifreiða, til dœmis: Rambler Classic V-8 Vauxhall Viva Dodge Dart Skoda 1000 Fiat 125 Ford Fairlane Fiat 128 Land Rover Hillman Hunter o.fl. o.fl. Einnig höfum við úrval af kerruefni, til dœmis undir vélsleða. Sendum um land allt. Bílapartasalan S Hvers vegna eru filmur svo óheyrilegar dýrar á isfantíi? FUJIBYÐUR 30-40% ÓDÝRARIFILMUR EN K0DAK „Ákveðni við f ramleiðendur og stórar pantanir beint f rá Japan skapa lægra verð,” segir umboðsmaðurinn „Þegar álagning vöru er frjáls eins og er á filmum hér á landi skiptir mestu máli aö ná sem hag- kvæmustum innkaupum. Þetta hefur okkur hjá Ljósmynda- vörum hf. tekizt og verð á Fujifilmum hefur haldizt óbreytt í tvö ár,“ sagði Gísli Gestsson, forstjóri Ljósmyndafilma og um- boðsmaður Fuji ljósmyndavara á Islandi, í viðtali við DB. Gísli gaf i skyn að tilhneiging hefði verið til verðhækkunar, en hann hefði barizt gegn henni og fengið sitt fram í viðskiptum við framleiðendur. Gísli sagði að filmuverð hér á landi hefði lengi verið undarlega hátt að hans dómi. Kvað hann Kodak þar um mestu ráða. Lengi hefðu þeirra filmur verið alger- lega einráðar á markaðinum. Filmuverðið kvað GIsli þó ekki svona hátt vegna hárrar álagning- ar hér. Alagningin væri hér lægri en víða annars staðar og svo lág —að sumum erlendum kollegum hans hefði blöskrað. Álagningin hér væri lægst af öllum Norður- löndum, en t.d á Ítalíu kæmist hún í 80-90%. Það eru innkaupin sem verðinu ráða. í þeim efnum býr Fujium- boðið við hagkvæmust kjör þvi kjör í Japan hefðu ekkert breytzt að undanförnu og verksmiðjur þar búa við önnur launakjör en verksmiðjur t.d. í Evrópu. „En það er aðeins með því að taka sendingar beint frá Japan og að panta 30-40 þúsund filmur í senn, sem verðinu verður haldið svo niðri sem raun ber vitni. Það er hægt að fá Fujivörurnar frá Þýzkalandi og það væri umsvifa- minna fyrir okkur. En þá hækkar verðið. Það er okkar keppikefli að halda verðinu niðri og nú eru Fujifilmur 30-40% ódýrari en aðrar filmur þó gæðin séu fyllilega sambærileg. Við höfum náð hér allt að 40% markaðarins," sagði GIsli. „Þessi stóri hluti kom mjög fljótt og byggðist fyrst og fremst á verð- inu. A Norðurlöndum hefur Fuji 30-45% markaðarins," sagði Gisli. Gísli sagði að ýmsar breytingar væru nú að gerast I skiptingu filmumarkaðarins. Aður hefðu mörk markaðssvæðanna verið mjög skýr. Kodak hefði ráðið Evrópu og Ameriku en Fuji „átt“ Asiu. Þar austur frá fengust ekki Kodakfilmur nema á einu hóteli fyrir erlenda ferðamenn sem töldu það trúaratriði að ná i Kodakfilmur. Þessr markaðs- skipti eru nú að riðlast. Fuji náði nýlega að sögn Gisla samningi um filmusölu til BBC og ITV. Er það mjög þýðingarmikill samningur fyrir Fuji og nú eru fyrstu kvikmyndir teknar á Fuji- filmur komnar á markaðinn. „Fram að þessu hafa litlir árekstrar orðið milli Fuji og Kodak,“ sagði Gisli. „Hvor um sig hefur unnið að sinu í friði. Fuji hefur einbeitt sér að ljósnæmari filmum, t.d. 400 ASA, til þess að fólk geti myndað án sérstakra ljósa. Kodak er nú að fara inn á þetta svið meir en áður og Fuji að teygja sig inn á önnur yfirráða- svæði Kodaks. Þetta er að gerast og þvi má búast við alls kyns breytingum, hvort sem þær koma fljótt eða síðar,“ sagði Gísli. -ASt. „SKIL EKKI í MÖNNUNUM AÐ K0MA SV0NA FRAM VIÐ MIG, GAMLAN MANNINN” —segir Kristján Pálsson, aldraður heiðursmaður —vélskóf lur f rá borginni brutu niður girðingar við hús hans og skildu lóð eftir í sárum „Ekkert skil ég í mönnunum að koma svona fram við mig, gaml- an manninn, brjóta niður grind- verkið, aka stórum vélskóflum inn á lóðina hjá og mér og eyði- leggja hana og síðan létu þeir sig hverfa," sagði Kristján Pálsson, aldraður heiðursmaður, en hann býr að Suðurlandsbraut 99. Starfsmenn borgarinnar komu að næsta húsi við og rifu það og svo vasklega gengu þeir fram í því með vélskóflum sínum að þeir óku þeim inn á lóð Kristjáns, brutu niður girðingu hans, veltu um öskutunnu hans — og skildu síðan lóðina eftir í sárum. „Ég byggði þetta hús um 1950 með bréf upp á að svo mætti frá Gunnari Thoroddsen. Ég lagði mikla vinnu í húsið, vann það vel. Nú er sifellt verið að þrengja að mér. — Þrívegis hef ég orðið að endurbyggja grindverkið vegna þess að byggt hefur verið ofan í lóðina. En nú er ég orðinn einskis nýtur, orðinn gamall. Þarna stendur Kristján Pálsson — ummerkin leyna sér ekki. Starfs- menn borgarinnar höfðu keyrt niður grindverkið hans — og hirtu ekki um að reisa öskutunnuna eftir sig. Sárin í lóðinni leyna sér ekki. PB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Ég fór fyrir nokkrum árum til þeirra hjá borginni og sagði þeim að þeir gætu fengið húsið ef ég fengi íbúð hjá þeim. Þeir sögðu já — en síðan hefur ekkert gerzt. LAUGA VEGI73 - SÍ&I!15755 Ætli þeir komi ekki einhvern daginn með vélskóflur. En ég vildi gjarna fara fram á skaða- bætur — þarna var ágætis tún fyrir framan. Eða þá þeir hjá borginni láti mig hafa viðunandi íbúð. Ég skil ekkert í mönnunum — konan mín dó fyrir þremur árum og hér er ég einn og þeir koma svona fram við mig, gamlan manninn,“ sagði Kristján að lokum. h.halls. Vorum að fá mikið úrval af leðurtöskum og veskjum Töskuhúsið, Laugavegi 73

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.