Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTOBER 1977. uBlAÐIÐ frjálsi, úháð dagblað Utgofandi Dagblaöiö hff. Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjclfsson. Ritstjóri: Jonas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. Tþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrít: Ásgrimur Palsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Palsdottir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdintarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskríftir, auglysingar og skrífstofur Þverholti 11^ Aöalsimi blaösins 27022 (10 línur). Áskríft 1500 kr. á mám.Ai innanUnds. I lausasölu ttft.H eirttakiö. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Baráttan um dýrasprtalann Dýravinir verða að hefja her- ferð til að hrinda ákvörðun kerfisins um að hindra starf- rækslu dýraspítalans með tylli- ástæðum. Áralangri baráttu fyrir dýra- spítala er engan veginn lokið. Þegar enski dýravinurinn Mark Watson bauð íslendingum hús undir spítalann fyrir nokkr- um árum, fögnuðu margir í fjölmiðlum. Ekkert virtist til fyrirstöðu, að þessu boði yrði tekið og bætur fengjust á því ófremdarástandi, sem verið hafði í meðferð sjúkra gæludýra. Flestir töldu víst, að hið opinbera teldi ekki eftir sér að greiða að einhverju leyti kostnað við rekstur spítalans fyrstu árin. Talið var, að eftir nokkur ár gæti spítalinn staðið undir sér sjálfur með greiðslum viðskiptamanna, að minnsta kosti að mestu. Þótt aðeins væri spurning um nokkrar milljónir, brást kerfið öðruvísi við. Sumir full- trúar þrýstihóps bænda töldu hér vera hégóma- mál á ferðinni, og Halldór E. Sigurðsson ráð- herra brá fæti fyrir framgang málsins á þeim forsendum, aðþaðyrði ríkissjóði of dýrt. Við borð lá, að íslendingar reyndust ekki menn til að þiggja höfðinglega gjöf. Með talsverðu harðfylgi dýravina tókst að fá fram jákvæð viðbrögð hjá sveitarstjórnar- mönnum í Reykjavík og á Reykjanesi. Sex aðilar tóku að sér að reka spítalann, Reykja- víkurborg, sveitarfélögin á Reykjanesi, Dýra- verndunarfélag Reykjavíkur, Samband dýra- verndunarfélaga á Islandi, Hundavinafélagið og Hestamannafélagið Fákur. Spítalinn fékk lóð, og hann var reistur. Við þetta hefði stríðið átt að vera unnið. En enn vantaði dýralækni, og kerfið átti leik. Enginn innlendur dýralæknir vildi gefa sig til þessa starfs. Þeir hafa öðru að sinna. En enginn hörgull átti að vera á vel menntuðum er- lendum dýralæknum. Auglýst var eftir dýra- lækni í brezku dýralæknatímariti. Sjö umsóknir bárust. Einn umsækjandi var valinn úr hópnum og sótt um atvinnuleyfi fyrir hann. Þá kom útspil afturhaldsmannanna í kerfinu. Yfirdýralæknir lagðist gegn atvinnuleyfinu, og landbúnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson, gat enn brugðið fæti fyrir dýraspítalann. Kerfið greip til þeirra furðulegu raka, að hinn brezki læknir mundi ekki kunna íslenzku í þann mund sem hann stigi fæti á íslenzka grund. Víst getur það flækt mál fyrir læknum, ef sjúklingur eða aðstandendur geta ekki ítarlega lýst sjúkdómi, en oft þarf læknir þó að komast af við það. Víst eru enskumælandi hundar og kettir ekki á hverju strái. En brezkur læknir mundi vafalaust fljótt skilja nóg í venjulegu máli eigenda gæludýranna til þess að hann áttaði sig á, hvar leita bæri meins þeirra dýra, sem komið væri með til hans. Hér er augljós- lega um hreina tylliástæðu að ræöa, sem er í samræmi við fyrri afstöðu landbúnaðarráðu- neytisins. Dýravinir geta hrundið þessari tregðu með sameiginlegu álaki. Þeir komust yfir fyrri hindranir, og þeir eiga að geta ráðið við þessar. SÍBEBÍA FRAMTÍÐARFORÐA- BÚR SOVÉTRÍKJANNA I Síberíu, sem er stærri að flatarmáli en Bandaríkin, hefur á 60 ára timabili sovét- stjórnar átt sér stað mikil fram- þróun á sviði þjóðfélags- og efnahagsmála. Samanborið við tímabilið fyrir byltinguna (bezta ár þess var 1913) hefur iðnaðarframleiðslan um það bil 450 faldast. Fyrir byltinguna framleiddi Síbería gull, timbur, loðfeldi og nokkrar matvörur. Sú stað- reynd að Síbería framleiddi aðeins 1.5% af heildar iðnaðar- framléiðslu Rússlands, gefur til kynna á hvaða stigi iðnaðurinn var þar. Styrjaldirnar — heims- styrjöldin fyrri og borgatai styrjöldin — bökuðu fram- leiðsluöflunum verulegt tjón. Það var ekki fyrr en 1927 að iðnaðarframleiðslan náði sama stigi og 1913. Llkt og aðrir hlutar landsins var Slberla þá við upphaf iðnvæðingartíma- bilsins. t fyrstu heildaráætlun- inni um þróun Síberíu segir svo: „Framleiðsluvörurnar skulu vera koks og efnavörur, ekki kol; sagað timbur, unninn viður, trjákvoða og efnavörur, ekki óunninn viður; hveiti ekki korn; olía, ekki olíuviður; ostur og ostefni, ekki mjólk; svína- flesk og niðursoðinn matur, ekki frosið kjöt og fiskur; dúkar en ekki þráður..." Fjórar áœtlanir Þjóðfélags- og efnahags- þróun Síberíu byggist á fjórum svæðisáætlunum, sem urðu æ umfangsmeiri. Fyrsta áætlunin fjallaði um stofnun Ural og Kuznetsksamsteypunnar (UKC), annarrar kola- og málmvinnslustöðvar í Sovét- ríkjunum (næst á eftir Donbas), sem hafði það hlut- verk að nýta málmgrýti Örals og kol Vestur-Síberíu. Fram- kvæmd þessarar áætlunar hófst í upphafi þriðja áratugsins. „Við teljum algerlega óhugs- andi að smíða í landi ykkar 150 tonna opna málmbræðsluofna og jafnstóra járnbræðsluofna og völsunartæki og þið hafið I hyggju. Þið munið komast að raun um, að við I Ameríku erum rétt að hefja byggingu slíkra verksmiðja. Hvað ætlið þið að gera án reynslu, án véla, með fólki sem enga kunnáttu hefur? Lítið á það! Það gengur í bastskóm! Hlægilegt!" Everhard, yfirverkfræðingur fyrirtækisins Chicago Frane, sem tók þátt í byggingu UKC, gat ekki ímyndað sér að Rúss- land gæti reist þetta stóra járn- og stáliðjuver á 23 mánuðum. Við smíði UKC notuðu sovézkir sérfræðingar hugmyndir sem síðar lögðu grundvöll að svæða- skipulagningu efnahagsllfsins. Örmur svæðisáætlunin — um að beizla vatnsorku fljótanna Angara og Jenisei —var einnig gerð á þriðja áratugnum, en komst ekki í framkvæmd fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari. I dag framleiða Irkutsk-, Bratsk og Ust-Ilimvatns- orkuverin raforkuna úr Angara og Krasnojarskorku- AÐ FARA UNDAN í FLÆMINGI0G K0MA SÉR HJÁ SVARI Ýmsir kynnu að halda að milli okkar Sigurðar Lindal prófessors væri einhver óvild, en það er öðru nær. Umræða okkar snýst um mismunandi skoðanir er við hljótum að túlka samkvæmt viðhorfi okkar. Sigurður telur mig hug- myndafræðing valdaglaðra verkfallsvarða. Ég tel mér heiður að því. Atvikin höguðu þvl þó þannig að það var ekki fyrr en alllangt var liðið á verk- fall er ég lét I té liðveizlu mlna. Má segja að betra sé seint en atdrei og er ég þakklátur félögum mínum að þeir leyfðu mér að taka þátt I „skemmti- legu verkfalli". Því er þannig varið að ég átti þess kost á æsku- og unglingsárum að fylgjast með atburðum og umræðum er urðu I verkfallsá- tökum alþýðunnar og yfirstétt- ar þeirra ára. Við það tel ég að skilningur hafi vaknað á nauðsyn þess að hvika hvergi er deilt er við óbilgjarna stjórn- endur. Axel Björnsson, fyrsti for- maður nýstofnaðs verkalýðs- félags I Keflavík, bjó I næsta húsi við fjölskyldu mfna. Ég minnist þess er hann var fluttur I böndum frá starfsvett- vangi sínum I Keflavík og félag hans leyst upp. Ég minnist enn- fremur átakanna 9. nóvember 1932, á þeim dapurlegu kreppu- tlmum er yfirvöld bæjar og landsstjórn töldu sig eiga alls- kostar við hnípið og tötrum klætt lið verkamanna. Þá var dagskipan frelsis- postula einkaframtaks og sér- réttinda til kúgaðrar undir- stéttar: Verkamenn eiga ekki að éta útflutningshæfan fisk og ber að una kauplækkun og kjaraskerðingu. Síðan var lög- reglunni sigað á fjölmennan- flokk verkamanna, er hafði tek- ið sér stöðu I fundarsal bæjar- stjórnar, og reynt að brjóta á bak aftur samstöðu þeirra. Ég leyfi mér að bjóða lögreglu- menn velkomna I flokk okkar verkfallsmanna. Þróun þessara ára, sem liðin eru, hefir sannað kenningar þeirra er héldu því fram að einnig þeir ættu að skipa sér I raðir þeirra er verja frelsi sitt til samninga um kaup og kjör. Teningum kastað Um hvað er- maðurinn að tala? kann margur að segja er þetta er rifjað upp. Löngu liðna hluti. Nú er allt annað uppi á teningnum, eins og sagt var. Það má til sanns vegar færa á ýmsan hátt. En hvað veldur því? Alþýðan greip styrkri hendi um úlnlið yfirstéttarinn- ar I teningakasti stétta- baráttunnar og upp kom hlutur er una mátti um sinn. Það má hins vegar aldrei gleymast að hin sama yfirstétt biður þess óþreyjufull að snúa teninga- kastinu sér I vil og til óhag- ræðis verkalýðnum, hvort sem hann er flibbaklæddur eða með öðrum hætti. Um ný viðhorf oqatvinnuhœtti Breyting á högum manna á svokölluðum Vesturlöndum er ekkt_vottur um endurskoðun á siðgæðismati borgarastéttar- innar og mannúðlegri viðhorf 1 garð verkalýðsins. Hún hefirj hörfað undan sóknarþunga' verkalýðsbaráttunnar og einnig neyðst til þess vegna breyttra samgangna og tækniþróunar. Framleiðsluaukning, markaðs- þörf, nauðsyn lestrar og stærð- fræðikunnáttu, iðntækni og sérhæfing ýmiss konar, þjálfun ofe endurmenntun, allt er þetta vottur um nýjar þarfir eigna- stéttarinnar á hæfum starfs- mönnum til þess að halda flóknu apparati gangandi. íbúðareigendur Sólarlandaferðir, veðbókar- vottorð sjálfseignaríbúða, hlut- deild I stigahúsi sambýlishúss, skoðunarskírteini bifreiðar, aðild að ýmsum „lífsgæðum" nútímans verður fyrr en varir, ef „viðskiptakjör“ snúast þannig, eingöngu uppistaða I handriti að nauðungaruppboðs- auglýsingum Lögbirtinga- blaðsins. Smáborgarinn, sem Sigurður kýs að kalla svo, á sér mjög takmarkað öryggi. Ekki einu sinni bankaleikur alþýðusamtakanna tryggir stöðu verkalýðsins sem stéttar. Næturhólf Alþýðubankans verður haldlitil vörn. Við

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.