Dagblaðið - 07.11.1977, Side 1

Dagblaðið - 07.11.1977, Side 1
3. ARG. — MANUDAGUR 7. NOVEMBER 1977 — 247. TBL. RITSTJO?N SÍÐUMULA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2. — AÐALSÍMI 27022. Óvirk ratsjá og úreltar þotur dómur her- fræðínga um Keflavflíurvöll Sovézk þota í lágflugi væri búin að eyðileggja öll hernaðar- mannvirki áður en herþoturnar á Keflavíkurflugvelli væru búnar að hefja sig á loft. Svo segir í grein, sem birtist í timaritinu Aviation Week & Space Technology, eftir Clar- ence A. Robinson jr., hermála- ritstjóra blaðsins. Hluti greinarinnar birtist í DB í dag á blaðsíðum 12 og 13. Frekari lýsingar á hernaðar- mætti varnarstöðvarinnar eru þannig að upplýst er að stór ratsjá, sem þar er, hefur vbrið óvirk um árabil og þoturnar eru ellefu ára og úreltar tækni- lega. Ritstjórinn telur afstöðu Bandaríkjastjórnar hlægilega þegar hún tregðast við að koma upp fullkomnum farþegavelli á Keflavíkurflugvelli. Telur hann mjög nauðsynlegt að komast að sem beztu samstarfi við íslendinga og fá jafnvel að reisa fleiri ratsjárstöðvar á landinu. I greininni í Aviation Week, sem er mjög virt tímarit og skrifar mikið um hernaðarmál-., efni telur höfundurinn að mjög mikilvægt sé að ná sem beztu samstarfi við íslendinga en af- staða þeirra gagnvart Banda- ríkjamönnum sé enn neikvæð og varnarsamningurinn frá 1974 komi líklega í veg fyrir að fleiri en ein flugsveit fái að hafa bækistöðvar á Keflavíkur- flugvelli. Sjá bls. 12—13 J.,, jjXBj Smjörhúsið víkur fyrir þriggjahæða stórhýsi Enn fækkar gömlum húsum í borginni og nú er Smjörhúsið við Lækjartorg fallið fyrir kúlunni. í stað Smjörhússins mun rísa hús fyrir Strætisvagna Reykjavíkur á lóðinni Hafnarstræti 20-22. Nýja húsið verður stórt, á þremur hæðum. Verður neðst? hæð húss- ins inndregin og skagar önnur hæðin því nokkuð út fyrir þá fyrstu. í miðju húsinu verður biðskýli fyrir SVR og á efri hæðum verða verzlanir og skrif- stofur og inngangur í veitingahús ásamt salernum á neðstu hæð. JH DB-mynd Sveinn Þormóðsson Eftir hálfs árs þóf við dómskerf ið: „Rannsókn á kæru um ótilhlýðilega beitingu agaviðurlaga í Síðumúla" — DB greinir f rá rannsókninni, ásökunum tveggja fanga og skýringum fangavarða Nær hálfs árs þófi Dagblaðs- ins við dómskerfið er lokið með því að blaðið hefur fengið að- gang að öllum gögnum varð- andi rannsókn á kæru um ótil- hlýðilega beitingu agaviðurlaga í Síðumúlafangelsinu í Reykja- vík. Greinir frá þessari rann- sókn í blaðinu í dag á bls. 6 og 7. Síðari greinin birtist á morgun. Það var 9. mai í vor að Dag- blaðið óskaði eftir því við Stein- grím Gaut Kristjánsson héraðs- dómara í Hafnarfirði, sem ann- aðist rannsóknina, að blaðið fengi aðgang að rannsóknar- skjölunum til athugunar og hugsanlegrar umfjöllunar í blaðinu. Steingrimur taldi sig þó ekki geta látið skjölin af hendi. Þá var leitað til dómsmála- ráðuneytisins og óskað bréflega eftir skjölunum. Svar barst eft- ir þrjá daga. Það hljóðaði svo: „Svars við erindi þessu má ekki vænta fyrr en erindið Jhefur verið kannað nánar, meðal annars leitað umsagn- ar nefndar sem skipuð hefur verið til að semja lagafrum- varp um upplýsingaskyldu stjórnvalda." Þessu mótmælti Dagblaðið í bréfi 24. júni, þar sem sagði m.a.: ,,Ekki verður séð að nefnd, sem skipuð var til að semja lagafrumvarp um upp- lýsingaskyldu stjórnvalda .... geti verið aðili að málinu, enda var sú nefnd ekki skipuð til að vera ráðuneytinu til ráðgjafar um óskir af þessu tagi. — Dag- blaðið telur því eðlilegt að það fái aðgang að umræddum skjöl- um nú þegar, enda er um opin- bert mál að ræða.“ Daginn eftir barst blaðinu bréf ráðuneytisins, sem skrifað var áður en mótmælabréf DB var sent. Ráðuneytið sagðist nú ekki hafa ,,á móti að þér fáið þessi gögn til athugunar, enda samþykki ríkissaksóknari að láta skjölin í té og kærendur veiti samþykki sitt. Þá telur ráðuneytið rétt, að gætt sé nafnleyndar gagnvart kærend- um.“ 28. júní skrifaði DB ríkissak- sóknara og óskaði eftir að fá skjöl dómsrannsóknarinnar í hendur. Fylgdi bréfinu afrit af bréfi dómsmálaráðuneytisins frá 23. júní. Var tekið fram, að ,,af hálfu Dagblaðsins er ekkert því til fyrirstöðu að nafnleynd- KÆRT ÚT AF MEÐFERÐ Á FANGA í 16 7/10 76 , SÍÐUMÚLAF ANGELSINU _ UIUI hdo «■» «»"' 1 l*"1 ar sé gætt í mögulegri umfjöll- un um kærurnar og rannsókn á þeim í blaðinu." Ríkissaksóknari brást fljótt og vel við. í bréfi hans til blaðs- ins 8. júlí rakti hann gang máls- ins og afskipti sín af því. Sagði ríkissaksóknari sér vera það „ljúft að senda yður með bréfi þessu ljósrit af öllum bréf- um embættis ríkissaksóknara út af máli þessu... ...Hitt þykir mér miður að þurfa að skýra yður frá því, að ég get ekki látið yður í té ljósrit eða afrit af öðrum skjölum máls ins en þeim, sem frá embætti ríkissaksóknara hafa farið. Ef gengið væri lengra í þessu efni af ákæruvaldsins hálfu væri farið inn á svið annarra sjálf- stæðra aðila í stjórnskipan ríkisins. Þannig er það hlutverk dóm- stóla en ekki ákæruvalds að láta öðrum í té endurrit af dóm- prófum og dómskjölum, svo og að taka ákvörðun um þau efni.“ Þar með var orðinn fil hring- ur, þar sem hver vísaði á ann- an. Enn skrifaði Dagblaðið bréf, i þetta sinn til Steingríms Gauts Kristjánssonar dómara. Var óskað eftir því að fá aðgang að skjölum málsins. Þetta bréf var skrifað 4. ágúst í sumar. Vegna sumarleyfis dómarans barst svar hans ekki fyrr en með bréfi dags. 21. september. Þar tilkynnti hann að endurrit rannsóknarinnar væri tilbúið til afhendingar á sýsluskrifstof- unni í Hafnarfirði. „Endurrit rannsóknarinnar er látið í té í trausti þess, að nafnleyndar verði gætt og fyllstu óhlut- drægni í frásögnum af rann- sókninni og efni hennar," sagði dómarinn ennfremur í bréfi slnu. Dagblaðið taldi sig nú aðeins skorta eitt: umsögn dómsmála- ráðuneytisins til ríkissaksókn- ara um rannsóknina. Blaðið óskaði bréflega eftir afriti af því bréfi 29. september. Eftir tæpan mánuð kom þaö bréf. Töfin stafaði m.a. af verkfalli opinberra starfsmanna. Frásögn Dagblaðsins af rann- sókninni um meinta ótilhlýði- lega beitingu agaviðurlaga í Síðumúlafangelsinu hefur þannig átt sér óvenju lang- an aðdraganda — en það sannar kannski að kerfið er ekki ósigrandi. •OV

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.