Dagblaðið - 07.11.1977, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. NOVEMBER 1977.
Skoðanakönnun
sjalfstæðismanna
KLIPPIÐ
Undirritaður
flokksbundinn í Sjólfstœðisflokknum
í Reykjavík, styður að sú neðangreinda spurninga, sem
krossað er framan við, verði meðal fimm spurninga í'
skoðanakönnun Sjálfstæðisflokksins samfara prófkjöri í
Reykjavík.
□ Eruð þér hlynntur því að varnarliðið taki þátt í
kostnaði vegna þjóðvegagerðar hérlendis?
□ Eruð þér hlynntur því að leyfðverði bruggun og sala
áfengs öls á íslandi?
□ Eruð þér hlynntur því að rekstur útvarps verði gefinn
frjáls?
□ Eruð þér hlynntur því að aðsetur stjórnarráðsdeilda
verði í gamla miðbænum svonefnda?
Nafn
Heimili _________________________________________
öskast lagt strax inn á auglýsingadeild blaðsins
merkt: Skoðanakönnun um þjóðmál. Aríðandi er að
seðillinn berist fyrir nk. mánudagskvöid 7. nóvem-
ber.
KLIPPIÐ
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að efna til skoðana-
könnunar um þjóðmál samfara prófkjöri í Reykjavík
dagana 19., 20. og 21. nóvember nk.
Undirritaðir telja þetta ákveðin tímamót í sögu flokksins
og hvetja því allt sjálfstæðisfólk til þátttöku.
Vegna mjög naumra timatakmarkana bjóðum við hér-
með ÖLLU FLOKKSBUNDNU SJALFSTÆÐISFÖLKI að
gerast á auðveldan hátt stuðningsmenn þeirra fimm
spurninga sem vitað er um að hafin er söfnun meðmæl-
enda fyrir. Alls þurfa 300 manns að styðja hverja spurn-
ingu. Hver maður getur aðeins stutt eina spurningu.
Þér krossið við þá spurningu sem þér viljið að verði með
í skoðanakönnuninni, skrifið nafn yðar og heimilisfang
undir og sendið strax á auglýsingaafgreiðslu blaðsins.
Ef þér viljið safna fleiri meðmælendum á eigin spýtur
þá skriflð texta á blað í samræmi við þá spurningu sem
þér viljið styðja og sendið nöfnin á sama stað. Nánari
upplýsingar í síma 74575 um helgina.
Ahugamenn um nýjar leiðir innan Sjálfstæðisflokksins.
NILFISK
sterka rvksusan... V
Afborgunarskilmálar
Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga.
stillanlega og sparneytna
mótors, staðsetning
hans oghámarks
orkunýting. vegna
lágmarks loft-
mótstöðu í
stóru ryksíunni,
stóra. ódýra
pappírspokanum
og nýju kónísku
slöngunni,
afbragðs sog-
stykki og varan-
legt efni, ál og
stál. Svona er
NILFISK:
Vönduð og
tæknilega ósvik-
in. gerð til að
vinna sitt verk
fljótt og vel. ár
eftir ár. með lág-
marks truflunum
og tilkostnaði
Varanleg: til lengdar
ódvrust.
Nýr hljóð-
deyfir:
Hljóðlótasta
ryksugan.
Traust þjonusta
Ný keilu-slanga:
20% meira sogafl,
stíflast síður.
ETnMIY HÁTÚN 6A
rUIIIA SÍMI24420
Raftækjaúrval — Næg bflastæði
Moskva:
HÁMARK BYLTING-
ARHÁTÍÐARINNAR
Á RAUÐA TORGINU
Hámark hátíðarinnar vegna
sextíu ára afmælis sovézku
byltingarinnar er í dag og
klukkan tlu að staðartíma er
hersýning í Moskvu og hátíðar-
ganga á Rauðatorginu.
Að þessu sinni verður sýn-
ingin á hergögnum mikilfeng-
legri en venjulega og gangan
einnig lengri.
Moskvuborg er fánum
skreytt og yfir snjónum, sem
þekur þar allar götur, rísa
spjöld og veifur sem fagna af-
mælinu og hylla forustumenn
sovézka kommúnistaflokksins.
Á hersýningunni í dag er
nýjasta skriðdrekategund
sovézka hersins í heiðurssæti.
Fjörutfu og sex T-72 skrið-
drekar munu taka þátt f her-
sýningunni en á þeim eru
meðal annars 122 millimetra
byssur.
Búizt er við að sýningin taki
meira en hálfa klukkustund
sem er helmingi lengra en her-
sýningin í fyrra. Einnig eru
sagðir verða mun fleiri vagnar
og hertæki en þá.
Varnarmálaráðherra Sovét-'
ríkjanna, Dmitri Ustinov, mun
flytja aðalræðu dagsins en við-
staddir verða allir helztu leið-
togar landsins.
Einnig verða á annað hundr-
að erlendir gestir frá komm-
únistaflokkum erlendis eða
flokkum hlynntum Sovétríkj-
unum.
Allri athöfninni verður sjón-
varpað beint um öll Sovétríkin
og Austur-Evrópu.
Mikla athygli hefur vakið
deila fulltrúa spænskra komm-
únista við yfirvöld í Sovétrikj-
unum og varð hún öllum ljós
þegar Santiago Carrillo, for-
maður flokksins, sneri aftur til
Spánar eftir að komið hafði
verið í veg fyrir að hann flytti
ræðu við hátíðlega athöfn í
Kreml, eins og ráðgert hafði
verið.
Er talið að Sovétstjórnin vilji
með þessu sýna afstöðu sina til
Evrópukommúnismans og
undirstrika það að hún viður-
kenni engan veginn þá skoðun
ýmissa vestur-evrópskra komm-
únistaleiðtoga að flokkar þeirra
megi fara sínar eigin leiðir
hvað sem Sovétstjórninni líður.
Fangar, sem hlotið hafa
skemmra en fimm ára fangelsi
og ekki eru dæmdir vegna póli-
tískra afbrota hafa fengið náð-
un eða styttingu á refsingu.
AFTUR VINSTRI
VIÐRÆÐUR
í FRAKKLANDI
Franskir sósialistar vilja nú
taka aftur upp viðræður við
kommúnistaflokkinn til að
reyna að tryggja samstöðu
vinstri aflanna I Frakklandi i
kosningunum sem verða I
marz næstkomandi.
Viðræður kommúnista,
sósialista og vinstri radikala
fóru út um þúfur i sept. og
virtust horfur á að ekkert yrði
úr kosningabandalagi þessara
flokka.
A landsþingi sósíalista sagði
ritari flokksins að stefnt yrði að
því að viðræður milli flokkanna
gætu hafizt innan tíu daga.
Talið er að foringjar sósíal-
ista með Mitterand formann í
fararbroddi hafi með þessu
látið nokkuð undan síga fyrir
vinstri armi flokksins, sem
mjög hefur hvatt til samvinnu
við kommúnista.
Fyrr á þessu ári var talið
líklegt, samkvæmt skoðana-
könnunum, að bandalag vinstri
flokkanna hefði góða mögu-
leika á að sigra f kosningunum í
marz næstkomandi en eftir að
viðræður hættu í september
virtist hin sameiginlega stefnu-
skrá þeirra frá 1972 með endur-
bótum vera gleymd og grafin.
Stjórnarflokkarnir til hægri
og mióflokkarmr í Frakklandi
hafa komizt að sameiginlegri
kosningasteí'nuskrá.
Mitterrand foringi sósíalista í Frakklandi væri líklegastur til að
taka við völdum ef vinstri flokkarnir ynnu sigur í kosningunum í
marz. Övíst er þó talið að þeir geti komið sér saman um sameigin-
lega kosningastefnuskrá.
Ekki er víst að samstarfi
vinstri fl. verði svo auð-
veldlega komið á, því síðan við-
ræðum var hætt í september
Erlendar
fréttir
síðastliðnum hafa risið úfar
með mönnum innan flokkanna
og hefur til dæmis formaður
vinstri radikala lýst þvi yfir að
hann muni ekki ganga lengra
til móts við kröfur kommúnista
en hann hafi þegar gert.
REUTER