Dagblaðið - 07.11.1977, Side 9

Dagblaðið - 07.11.1977, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. NÖVEMBER 1977. 9 Bandaríkin: Flóðin sópuðu heilu fjölskyld- unum burtu Björgunarsveitir leituöu í aurskriðum og grjóti að fólki sem Ienti í flóði sem varð við borgina Toccoa í Georgíufylki í Bandaríkjunum, þegar stífla brast. Fyrstu fregnir hermdu að í það minnsta tuttugu og átta manns hefðu farizt og margir slasazt en nú er vitað með vissu að tala látinna er í það minnsta þrjátíu og sjö og ekki færri en fjörutíu og fimm hafa meiðzt á einhvern hátt. Stiflan sem brast mun ekki hafa þolað þrýstinginn sem varð vegna mikilla rigninga að undanförnu en fólkið sem lenti í flóðinu var flest sofandi í heimavist lítils biblíuskóla eða I húsvögnum á stæði rétt við húsnæði skólans. Vitni segja að flóðið hafi þrifið með sér bæði bifreiðir, stóra hnullunga og húsvagna án þess að þeir sem í þeim voru gætu nokkra björg sér veitt. Hurfu þannig heilu fjölskyld- urnar í villtan strauminn. FÁ FRAKKAR AÐ FISKA SÍLDINA Landbúnaðarráðherrar Efna- hagsbandalagslandanna munu hittast á tveggja daga fundi, sem hefst í Briissel í dag. Munu þeir ræða þar ýmis mál en ekki er gert ráð fyrir að neinar stórákvarðanir verði teknar. Meðal þess sem rætt verður á fundinum er hvort leyfa eigi frönskum fiskimönnum að veiða allt að 600 tonnum af síld i Norðursjónum fram að næstu ára- mótum. Væri það þá undantekning frá veiðibanni sem öll Efnahags- bandalagsríkin höfðu gengizt undir innan lögsögu sinnar en í tillögunni um veiðar Frakk- anna er gert ráð fyrir að þeir megi veiða í allt að þriggja mílna fjarlægð frá ströndum. Carillo formaður spænska kommúnistaflokksins sneri heim til Spánar í fússi þegar honum var hannað að flytja hátiðarræðu sína i Moskvu. Sovézkir valdamenn iétu ekki þar við sitja heldur sáu þeir einnig svo um aö Carillo var vísað til sætis á óæðri bekkjunum á hátíðarfundi. Með þessu vilja þeir líkiega lýsa andúð sinni á sjálfstæðri stefnu Carillos. Egyptaland: SADATBORG—hálf milljón um aldamót Egyptar hafa gert samninga við bandarísk verkfræðifyrirtæki um að hanna og gera áætlanir um nýja borg sem kennd verður við Sadat forseta landsins. Fyrstu áætlanir eiga að .vera tilbúnar innan tólf mánaða og er áætlaður kostnaður við þann hluta verksins nærri þrjár millj- ónir dollara eða jafnvirði rúmlega 600 milljóna íslenzkra króna. Sadatborg á að vera á milli Alexandriu og Cairo og er ætlun- in að hún verði höfuðborg nýs héraðs sem verði með sjö milljón- Nýja borgin á að hýsa hálfa ir íbúa, þegar það verður full- milljón íbúa um næstu aldamót ef byggt. áætlanir standast. ITALSKUR KVIKMYNDA- IÐNAÐUR í VANDA Italskur kvikmyndaiðnaður sem ekki hefur gengið vel á undanförnum árum fékk enn eitt verkfallið til að glíma við í gær. Starfsmenn nær allra þeirra 3500 kvikmyndahúsa sem á Italíu eru fóru í sólarhrings verkfall til að knýja fram launahækkanir og endurbætur á dreifingarkerfinu. Verkfallið var annað af því tagi á minna en mánuði en aðsókn að kvikrriyndahúsum á Italíu hefur dregizt mikið saman og einnig framleiðsla kvikmynda. OLAFUR GEIRSSON Póstsendum Bræóraborgarstíg 16, Sími 12923-19156 |Hr édm * . 1 jl wfStr, * irck^H Fyj . j lo irj \

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.