Dagblaðið - 07.11.1977, Page 13

Dagblaðið - 07.11.1977, Page 13
DACBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. NÓVKMBER 1977. 13 „Samsetning einstakra tegunda herafla í sameiginlegum herstyrk og hraðvirkari boðun fyrstu við- varana um árás á varnarkerfi Nató eru nú mestu áhyggjuefni æðstu embættismanna þess. Bandaríkin leggja nú mikla áherzlu á að NATO taki ákvörðun um að nota Boeing E-3A frá bandaríska hernum áður en ráð- herrafundur bandalagsríkjanna verður haldinn hér í Brussel í desembermánuði.“ Þannig hefst, athyglisverð grein í virtu og að þvf er talið einu áreiðanlegasta tímariti um flug og hernaðarmál- efni, sem út er gefið, Aviation Week & Space Technology, ekki alls fyrir löngu. Greinin er rituð af Clarence A. Robinson, jr. og er hún hin fjórða í röð greina um þau vandamál sem Atlantshafs- bandalagið á nú við að etja. Varnarmáladeild Bandaríkja- hers hvetur til þess að NATO taki í notkun 18 slíkar flugvélar, þ.e. Boeing E. 3A. Embættismenn eru hins vegar sannfærðir um að eng- inn verulegur sparnaður sé í þvi að fækka úr 27 þeim flugvélum sem ætlað er nú að vera í hinu háþróaða viðvörunarkerfi banda- lagsins. Þær kosta um 2,5 millj- arða dollara (530 milljarða ísl. króna). Áreiðanleiki og styrkur flug- flotans í viðvörunarkerfinu er geysilega þýðingarmikill í því hlutverki að mæta lágfleygum flugvélum Sovét-Var- sjár-bandalagsins, sem geta gert árás á NATO-flugvelli í Evrópu með lágflugi sem radar- kerfið merkir ekki. Með þeirri aðferð væri hægt að gera skyndi- árás sem að sjálfsögðu gerði að engu þann viðbragðsflýti sem nauðsynlegur væri varnaraðgerð- um. Bretar hœttu þátttöku og sneru sér að Nimrodþotum Bretar drógu að sér höndina um þátttöku í kerfinu, sem nefna mætti „fyrstu viðvörun" til NATO. Kusu þeir að treysta heldur framleiðslu hinnar full- komnu Nimrod-þotu Hawker Siddeley. Síðan hefur æðsta stjórn viðvörunarkerfisins glímt við ýmsar hugmyndir til þess að halda gangandi viðræðum um hugsanleg kaup bandalagsins á Boeing E-3A. Bandaríkjamenn telja nú að lykillinn að hugsanlegum kaupum NATO-varnarkerfisins á E-3A vélunum sé áhrif Benelux- landanna og Vestur-Þýzkalands. Hér kemur fram æðisgengið kapphlaup á milli bandalagsríkj- anna, einkum Bandaríkjanna og iðnaðarríkjanna í Evrópu, í fram- leiðslu, tækniþróun og sölu dýr- ustu hernaðartækja Atlantshafs- bandalagsins. Fram kemur í greininni að Evrópurikin leggja gífurlega mikið upp úr því að efla tækni- þróun sína i að minnsta kosti tvo Hvert á Atlantshafsbandalagið að stefna í herfræðilegum efnum? Æðisgengið kapphlaup um hver á að selja og framleiða hernaðartækin Orrustuþotur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa oftast þótt í eldra Iagi miðað við flugvélar á flestum öðrum herstöðvum Banda- rikiamanna. Myndin er af orrustuþotu á vellinum tegund Madonnell Douglas F-4c. Verður sú tegund ekki leyst af hólmi á næstunni. DB-myndir ÓV næstu áratugina. Þau hafa ekki yfir að ráða þeim hráefnum sem Bandaríkin hafa. Þýðingarmesta lið í því að halda samkeppnisað- stöðu sinni telja þjóðir bandalags- ins vera tækniþekkingu. Evrópa verður að nýta framleiðslugetu sína og vinnuafl til þess að halda þeirri stöðu, sem hún hefur nú á tæknisviðinu. Ætla Bandaríkin að veita tœkni- og einkaleyfaupplýsingar? Bandalagsríkin telja nú að Bandarikin séu ekki, eins og er, reiðubúin til samvinnu á þeim skilmálum sem Evrópuríkin sætta sig við. Embættismenn hafa tjáð sig um þetta vandamál. Þeir segja, að Bandaríkin hafi nú um það bil tvö ár til þess að sýna Evrópu það svart á hvítu, að þau telji gagnkvæmt samskipti í tækniþekkingu, framleiðslusam- vinnu og einkaleyfaskiptum öll- um aðilum til hagsbóta. Eftir þann tíma verður Evrópa ekki til viðtals. „Sú staða er ekki tilhlökk- unarefni," sagði háttsettur emb- ættismaður í Brtlssel. NADGE radarstöðvar eru mikilvœgastar Helzta viðvörunarkerfið gegn hættu af sovézkri árás úr lofti er varnarstöðvakerfi NATO (NADGE) — samtengt kerfi 84 radarstöðva í níu NATO-löndum. NADGE er beitt með öllum þess tölvustýrðu hæfileikum til að fylgjast með ferðum allra að- skotaflugvéla og óvinaskeytum sem á ferð eru yfir sjávarborði. Radarstöðvar NADGE eru mis- munandi í hinum ýmsu löndum. Sumar eru búnar þrívíddartækj- um en aðrar tvívíddar. Aðeins 34 af stöðvunum 84 eru búnar tölv- um til úrvinnslu upplýsinga. Allar stöðvarnar geta fylgzt með flugvélum upp í 100.000 feta hæð en eiga í erfiðleikum með að fylgjast með vélum í lágflugi vegna sjónlínu ratsjánna. Margar stöðvanna eru á lykilstöðum, hæðar- og fjallatoppum og því í skotmarki flugvéla og yfirborðs- flugskeyta. Linesman radarkerfið brezka er helzta viðvörunarkerfið í þrí- víddarradarkerfinu með sam- tengdan útbúnað til tölvuúr- vinnslu. Það er tengt sex stöðvum NADGE-kerfisins. Tölvuútbún- aðurinn sér brezkum eftirlitsflug- vélum fyrir upplýsingum um sovézkar flugvélar er radarstöðv- ar í Noregi og Danmörku eygja. Bæði Bandaríkin og Bretar láta í té „fljúgandi viðvörunarstöðv- ar“ á N-Atlantshafi. Brezki flug- herinn notar Hawker Siddeley Shackleton flugvélar sem breytt hefur verið f „fljúgandi viðvör- unarstöðvar“. Áætlað er að Nim- rod vélar taki við hlutverki þeirra. Lockheed þotur ó íslandi of gamlar og fáar Bandaríski flugherinn notar Lockheed FC-121 vélar sem hafa bækistöðvar á íslandi. Þessar gömlu vélar geta ekki annað sínu margbreytilega hlutverki og þær eru heldur ekki nógu margar til að geta tryggt „fljúgandi viðvör- unarkerfi“ á öllu hafsvæðinu. Bandaríkjamenn ætla því að láta E-3A vélar sem nú eru i smíðum taka við hlutverki þeirra. Bandaríski flughe'rinn hefur einnig uppi áform um að staðsetja eigin E-3A vélar f Bretlandi sem fyrst, burtséð frá aðgerðum NATO f þá átt að fá þangað AWACS vélar. E-3A vélar f Bret- landi yrðu notaðar af Bandaríkja- mönnum á miðsvæðinu og til eftirlits á sjó. HMV Sjónvarpstæki HIS MASTER’S VOICE sjónvarpstæki eru heimsþekkt gæðavara með áratugs reynslu á íslenskum markaði. ýtbo«9un FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ®

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.