Dagblaðið - 07.11.1977, Page 18

Dagblaðið - 07.11.1977, Page 18
18 f DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. NÖVEMBER 1977. Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir D Fyrsti tapleikur Liverpool á Anf ield í átján mánuði Þá kom að því, að Evrópu- meistarar Liverpool töpuðu á heimavelii. Aston Vilia kom f heimsókn á iaugardag og tókst að sigra meistarana 2-1. Það var fyrsti tapleikur Liverpool á An- field frá því í marz 1976 eða í 18 mánuði. Eitt og hálft ár!! Á þeim tíma hafði Liverpool leik- ið 38 leiki án taps — giæsilegt met, sem skozka landsliðsmið- herjanum Andy Gray hjá Villa tókst að stöðva. Hann skoraði bæði mörk liðs sins. Hið fyrra á 41. mín. með skalla eftir að knötturinn hafði áður tvívegis lent í slám marks Liverpool. Hið síðara á 67. mín. þegar hann fékk knöttinn eftir auka- spyrnu. Lék á bakvörðinn Joey Jones og sá smágat milli Ray Ciemence, markvarðar og stangarinnar. Renndi knettin- um þar í markið af miklu öryggi. i millitíðinni hafði Frank Carrodus sent knöttinn i eigið mark, svo það voru leik- menn Birmingham-liðsins, sem skoruðu öll mörkin í leiknum. Lið Aston Villa verðskuldaði mjög sigurinn. Var betra liðið í leiknum, þar sem bakverðirnir Gidman og Smith gerðu oft mikinn usla í vörn Liverpooi méð skyndisóknum upp kant- ana. Þó hefðu úrslit sennilega getað orðið önnur ef David Fairclough hefði ekki farið illa með opið færi í upphafi leiksins — en eins og leikurinn þróaðist gátu ekki einu sinni hörðustu aðdáendur Liverpool, The Kop, mótmælt því, að Villa verð- skuldaði sigurinn. í síðustu þremur leikjum sínum hefur Liverpool aðeins hlotið eitt stig af sex mögulegum og virðist í einhverjum öldudal. Lið Brian Clough gerir ekki frægðarferðir til heimsborg- arinnar, Lundúna. Tapaði þar fyrir Chelsea á laugardag og það er ánnar tapleikur liðsins í 1. deild á leiktlmabilinu. Hinn fyrri einnig í Lundúnum, gegn Arsenal. Tap Forest gegn Chel- sea var þó ekki stórt, 1-0, en það var aðeins snilldarmarkvarzla Peter Shilton, sem kom í veg fyrir hrun. Hann réð þó ekki við skot Trevor Aylott á 55. mín. og það var sigurmark leik- sins. Tvívegis áður — á fimmtu og 75. mín. — hafði Shilton varið á frábæran hátt frá hin- um 19 ára Aylott. Þar virðist geysimikið efni á ferðinni hjá Lundúnaliðinu. Ilann lék nú sinn annan leik í aðalliði Chel- sea — og í hinum fyrri skoraði hann einnig sigurmarkið. Gegn Bristol City. Chelsea hefur náð sér vel á strik að undanförnu og „gömlu mennirnir“ Charlie Cooke og Peter Bonetti hafa átt mikinn þátt í því með ungu strákunum. Þrátt fyrir tap For- est hefur liðið enn þriggja stiga forustu í 1. deiíd — og verður áreiðanlega meðal efstu liða, þegar upp verður staðið 1 vor. En áður en lengra er haldið, skulum við lita á úrslitin á laug- ardag. Flestir leikirnir byrjuðu miklu fyrr en venjulega vegna rafmagnsdeilunnar á Englandi, þar sem starfsmenn raforku- veranna fara sér hægt. Flóðljós- in voru því notuð i fáum leikj- um. 1. deild Birmingham-Wolves 2-1 Chelsea-Nott. For. 1-0 Coventry-West Ham 1-0 Derby-Everton 0-1 Ipswich-Man. City 1-0 Leeds-Norwich 2-2 Liverpool-A. Villa 1-2 Man. Utd.-Arsenal 1-2 Middlesbro-QPR 1-1 Newcastle-Bristol C. 1-1 WBA-Leicester 2-0 2. deild Blackburn-Southampton 2-1 Blackpool-Sheff. Utd. 1-1 Bristol Ro.-Millwall 2-0 Cardiff-Stoke 2-0 Bakvörður iaugardag. horfir á. Birmingham, Macolm Pages, spyrnir knettinum frá á marklínu i leiknum við Arsenal fyrra Jafntefli varð 1-1. Jim Montogomery, markvörður, sem varði víti Ken Hibbitt á laugardag, — þegar Aston Villa kom í heimsókn á laugardag. Liverpool haf ði leikið þar 38 leiki án taps. Nottingham Forest tapaði í Lundúnum fyrir Chelsea en hefur samt þriggja stiga forskot Charlton-Mansfield 2-2 Fulham-Sunderland 3-3 Luton-Hull City 1-1 Nott. Co.-Brighton 1-0 Oldham-C. Palace 1-1 Orient-Bolton 1-1 Tottenham-Burnley 3-0 3. deild Bury-Rotherham 1-1 Chesterfield — Bradford 2-0 Exeter-Oxford 2-1 Lincoln-Chester 2-1 Peterbro-Cambridge 2-0 Portsmouth-Tranmere 2-5 Port Vale-Preston 0-0 Sheff. Wed.-Carlisle 3-1 Shrewsbury-Hereford 3-0 Swindon-Gillingham 3-2 Walsall-Colchester 4-2 Wrexham-Plymouth 2-0 4. deild Bournemouth-Stockport 1-0 Brentford-York 1-0 Crewe-Rochdale 2-1 Halifax-Doncaster 0-1 Hartlepool-Watford 1-2 Northampton-Newport 2-4 Reading-Darlington 2-1 Scunthorpe-Huddersfield 1-1 Southport-Aldershot 1-1 Southend-Barnsley 0-0 Torquay-Grimsby 3-1 Wimbledon-Swansea 1-1 West Bromwich skauzt upp f annað sæti með sigri gegn Lei- cester og er langt síðan svo ó- jafn leikur hefur sézt í 1. deild. WBA hefur gifurlega yfirburði og hefði frekar átt að sigra með 10-0 en 2-0 eins og úrslitin i leiknum urðu. Tony Brown skoraði fyrra markið á 14. mín. með þrumufleyg frá vítateigs- línunni eftir hornspyrnu. Á 37. min. tók hann vítaspyrnu eftir að Willie Johnstone hafði verið felldur innan vítateigs. Spyrnti þá himinhátt yfir mark Leicest- er. A 70. mín. skoraði David Cross siðara mark WBA — en leikmenn liðsins, einkum svert- inginn Lurie Cunningham, fóru mjög illa með góð tækifæri. Frank McLintock á í miklum erfiðleikum hjá Leicester vegna meiðsía lcikmanna. Þeir Eddie Kelly og George Arm- strong, báðir áður með Arsenal eins og McLintock, gátu a :;íð- ustu ■*■:->du ekki tekið þátt f leiknum i WBA. Everton hefur sama stiga- fjölda og WBA og hefur nú ekki tapað f 12 leikjum. Tapaði hins vegar tveimur fyrstu leikjunum. Liðið vann heppnis- sigur í Derby á laugardag, þar sem heimaliðið var betra liðið á vellinum þó svo Todd, McFar- land og George vantaði í lið Derby vegna meiðsla. En George Woods, sem lék hér í sumar með stjörnuliði Bobby Charlton, var stórkostlegur í marki Everton. Varði allt sem á markið kom — einkum var glæsilegt, þegar hann kastaði sér fyrir fætur Don Masson og bjargaði. Þegar 15 mín. voru til leiksloka brugðust flóðljósin í Derby — en leikurinn þar var einn þriggja leikja í 1. deild sem byrjuðu á tilsettum tíma. Derby hafði fengið rafmagns- mótor að láni — og meðan gert var við hann fóru leik- mennirnir til búningsher- bergjanna. Það tók stundar- fjórðung og svo hófst leikurinn á ný. A 82. mín. fékk Everton aukaspyrnu. Trevor Ross , sem keyptur var frá Arsenal í vikunni fyrir 150 þúsund pund og var settur I lið Everton á síðustu stundu í stað Mike Pejic, tók spyrnuna og gaf beint á höfuð Mick Lyons, fyrir- liða Everton, sem skallaði í mark. Það var eina mark leik- sins. Bruce Rioch lék á ný með Derby gegn sínum gömlu fél- ögum i Everton — seldur þaðan í vikunni síðustu — og átti góð- an leik. En George Woods, sem Everton keypti frá Blackpool í sumar, varði snilldarlega frá honum sem öðrum leikmönnum Derby i leiknum. t!oventry er I fjórða sæti með sötnu stigatölu og WBA og Everton. Hefur virkilega komið á óvart. Félagiö keypti sér raf- magnsgræjur fyrir 5 milljónir fyrir leikinn og þar kom ekkert fyrir fljóðljósin. Coventry sigraði West Ham með marki Ian Wallace í s.h. Tíunda mark hans á leiktímabilinu. Manchesterliðin töpuðu bæði. Man.City f Ipswich, þar sem Paul Mariner skoraði strax á 3ju min. og á næstu mín. sendi hann knöttinn aftur f mark City. Það var dæmt af. Sóknarmenn Man. City komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn Ipswich, þar sem irski lands- liðsmaðurinn Alan Hunter var aðalmaðurinn. Man. Ut. — án Greenhoff-bræðranna og Lou Macari — tapaði fjórða leikn- um í röð f 1. deild. Nú á heima- velli fyrir Arsenal. United byrjaði með miklum látum en tókst ekki að skora snemma leiks eins og ætlunin greinilega var. Siðan dalaði leikur liðsins. Þó skoraði United fyrsta mark leiksins, þegar talsvert var liðið á síðari hálfleikinn. Gordon Hill skoraði (Jimmy Nicholl segir f fréttaskeyti Reuters), eftir því sem fréttamaður BBC á Old Trafford skýrði frá. Mal- colm MacDonald jafnaði fyrir Arsenal — en rétt I lokin urðu Arthur Graham,sem komið hafði inn sem varamaður hjá United, á mikil mistök. Ætlaði sér að gera eitthvað „ffnt“ við knöttinn á eigin vítateig. Frank Stapleton náði af honum knett- inum og skoraði hjá Stepney — sigurmark Arsenal. Pat Jen- nings lék mjög vel f marki Ar- senal. Peter Lorimer skoraði bæði mörk Leeds gegn Norwich í 2-2 jafntefli liðanna. Það var gott stig hjá Norwich, sem alltaf hefur gengið illa f Leeds. Roger Gibbins náði forustu fyrir Nor- wich á 29. mín, Lorimer jafn- aði á 32. mfn. A 39. mfn. skor- aði John Ryan fyrir Norwich beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi, þar sem Stewart, markvörður Leeds, hjálpaði knettinúm í mark. Áftur jafn- aði Lorimer og það var 150. deildamarkið, sem hann skorar fyrir Leeds. Þarf nú aðeins fjögur mörk til viðbótar til að jafna markamet John Charles hjá Leeds. Trevor Francis náði forustu fyrir Birmingham á 32. mín. og Terry Hibbitt kom liðinu i 2-0 áður cn Martin Patching skoraði eina mark Ulfanna. Þeir fengu vítaspyrnu f leiknum en markvörður Birmingham, Montomery, gerði sér lítið fyrir og varði frá Ken Hibbitt. Martin Busby náði for- ustu fyrir QPR en Graeme Hed- ley jafnaði fyrir Middlesbro nfu mfn. fyrir leikslok. Ekki tókst Newcastle að sigra Bristol City. Sex breytingar voru gerðar á liðinu, sem tapaði gegn Gastia í UEFA-keppninni á miðviku- dag. Dennis Martin skoraði fyrir Newcastle á 74. mín. en Don Gillies tókst að jafna fyrir Bristol-liðið. I 2. deild missti Bolton stig í Lundúnum gegn Orient, held- ur þó enn forustunni. Bill Rof- fey skoraði fyrir Orient á 37. mín. en Greaves jafnaði fyrir Bolton úr vitaspyrnu. Peter Taylor, McNab og Glen Hoddle skoruðu mörk Tottenham í f.h. gegn Burnley — en aðal- hasarinn var f leik Blackburn og Southampton í deildinni. Leikmenn Southampton urðu mjög æstir, þegar dæmd var á þá vítaspyrna, sem Blackburn skoraði sigurmark sitt úr. Peter Osgood og Williams voru reknir af velli og léku Dýrlingarnir þvf níu það sem eftir var leik- sins. Fjórir leikmenn liðsins voru bókaðir í leiknum. John Waddington skoraði úr vftinu fyrir Blackburn, sem náðu for-1 ustu f leiknum á 8. mín. með marki Noel Brotherstone, sem valinn hefur verið í n-irska landsliðshópinn gegn Belgfu. David Peach jafnaði fyrir Dýrlingana úr vfti. Hörkuleik- ur var og í Lundúnum milli Fulham og Sunderland. Mit- chell náði forustu fyrir Ful- ham, en Greenwood jafnaði Þá skoraði George Best fyrir Fulham en Sunderland svaraði með tveimur mörkum. Rowles og Arnott skoruðu. Rétt f lokin jafnaði Maybank fyrir Fulham. I 3. deild er Wrexham efst með 21 stig. Shresbury hefur 20 stig og Preston Nobby Stiles og Tranmere hafa 19 stig. í 4. deild er Watford efst með 26 stig. Southend.og Aldershot hafa 21 stig og Brentford 20. Staðan er nú þannig: 1. deild Nott. For. 14 10 2 2 28-9 22 WBA 14 8 3 3 27-13 19 Everton 14 7 5 2 27-14 19 Coventry 14 8 3 3 25-18 19 Liverp. 14 7 4 3 19-10 18 Man. City 14 7 3 4 24-14 17 Arsenal 14 7 3 4 17-9 17 A. Villa 14 7 3 4 20-16 17 Norwich 14 6 5 3 18-20 17 Ipswich 14 5 5 4 14-15 15 Birmingh. 14 6 2 6 19-21 14 Leeds 14 3 7 4 21-22 13 Middlesb. 14 4 5 5 16-20 13 Man. Utd. 13 5 2 6 17-19 12 Wolves 14 4 4 6 19-21 12 Chelsea 14 4 4 6 9-13 12 Derby 14 3 5 6 16-20 11 QPR 14 2 6 6 16-22 10 W. Ham 14 2 5 7 14-23 9 Bristol C. 13 > 4 6 12-19 8 Newcastle 14 2 2 10 17-31 6 Leicester 14 1 4 9 4-24 6 2. deild. Bolton 14 9 4 1 23-12 22 Tottenh. 14 9 3 2 33-12 21 Blackpool 14 7 4 3 23-16 18 Blackb. 14 7 4 3 18-14 18 Brighton 14 7 3 4 24-17 17 South’ton 14 7 3 4 21-17 17 Luton 14 7 2 5 23-14 16 C. Palace 14 5 5 4 20-17 15 Charlton 13 5 5 3 24-24 15 Sunderl. 14 4 6 4 20-21 14 Sheff. Utd . 14 5 4 5 21-23 14 Hull 14 4 5 5 12-11 13 Stoke 14 4 5 5 13-14 13 Orient 14 4 5 5 17-19 13 Fulhant 14 3 5 6 20-12 11 Notts. Co. 14 3 5 6 18-25 11 Oldham 14 3 5 6 14-22 11 Cardiff 13 3 5 5 12-21 11 Bristol Rov.14 3 5 6 17-27 11 Mansfield 14 3 4 7 17-22 10 Millwall 14 2 6 6 11-16 10 Burnley 14 1 3 10 9-28 5

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.