Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.11.1977, Qupperneq 21

Dagblaðið - 07.11.1977, Qupperneq 21
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. NOVEMBER 1977. 21 Nýtt morð í Austurianda- hraðlestinni Við munum eflaust öll eftir því að í vetur eða vor fór Austurlandahraðlestin fræga sína síðustu ferð að því er talið var. En nú stendur mönnum til boða að fara eina ferð ennþá með henni og það sem meira er, taka þátt i að leysa morðmál sem upp kemur innan hennar. Þann 29. desember leggur lestin upp í ellefu daga ferð frá London (nánar til tekið Viktóríujárnbrautarstöðinni) til Istanbul. Far með lestinni .kostar 1540 dollara (310 þúsund) og er mönnum uppá- lagt að klæðast fötum líkum þeim sem í tízku voru árið 1920. í förinni verður heill hópur leikara sem setur á svið morð. Þátttakendum gefst siðan kostur á að leysa morðmálið og fær sá er það getur farmiðann endurgreiddan. Ferðaskrifstofan sem fyrir þessari óvenjulegu ferð gengst hefur lofað því að menn sjái Evrópu á annan hátt en áður og þeir muni aldrei framar sjá hann þannig. DS-þýddi. (Jr morðinu í Austurlandahraðlestinni eftir Agötu Christie. Brooks hæðir Hitchcock — fyrir verk hans íþágu kvikmyndanna Háðfuglinn frægi, Mel Brooks, sem hér á landi er þekktur fyrir jafn frábærar myndir og Logandi söðlar (Blazing Saddles) og Þögla mynd (Silent Movie), sem reyndar hefur ekki komið hingað ennþá, aðeins orðspor hennar er þekkt, er nú að gera mynd þar sem hanp hæðist að myndum Alfreðs Hitchcocks á svipaðan hátt og hann hæddi kúrekamyndirnar I Logandi söðlum. Hitchocks segist vera hrifinn af hugmyndinni og hlakki til að sjá myndina sem heitir High Anxiety. Brooks segir líka að þrátt fyrir háðið sé Hitchcock hafinn til skýjanna og framlag hans til sögu kvikmyndanna lofað. DS-þýddi. Mel Brooks og Alfreð Hitchcock. Jodie Foster i franskri mynd Þegar þessi 14 ára krakki hljóp um götur Parísarborgar og dró á eftir sér flugdreka hafa vegfar- endur eflaust hugsað sem svo að hún væri ein af þessum venjulegu geggjuðu ameríkönum, en það er ekki rétt. Þetta er Jodie Foster sem hleypur til þess að fá útrás á milli þess sem hún leikur í myndinni Bláa blóminu mínu (My Blue Flower) sem Eric Le Hung stjórnar. Myndin er tekin upp í París þar sem Le Hung býr og Jodie segist bókstaflega vera ást- fangin af þeirri borg. Þar sé svo ákaflega skemmtilegt að vera. Bezti vinur hennar um þessar mundir er líka meðleikari hennar í Bláa blóminu Bernard Giraudot. Hann leikur kærastann hennar í myndinni og er sagður vilja skipa það hlutverk í veruleikanum. DS-þýddi. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105 Borgartún 29 samastadur fyrir bilaeigendur Þar veitum við (innandyra, sem utan) alhliða hjólbarðaþjónustu. Seljum allar tegundir af hjólbörðum frá ATLAS og YOKOHAMA Framkvæmu'm allskonar hjólbarðaviðgerðir. Höfum tekið í notkun mjög nákvæma rafeindastýrða hjólastillingavél (,,ballansering“) Veriö velkomin og reynið þjónustuna. Véladeild HJÓLBARDAR Sambandsins y?.......... Bílmotta semheldur þurru og hreinu Hvernig er það nú hægt? Jú — í vætu og snjó lætur þú hliðina með kantinum snúa upp. Vatnið safnast í botninn á mottunni en skórnir hvíla þurrir á upphleyptu munstrinu. Hellt úr eftir þörfum. í þurrkatíð lætur þú hina hliðina snúa upp og sandur og aur, sem berst inn í bílinn safnast í vöfflumunstraðan botn mottunnar. Stærðir: 40x51 cm. og 46x57 cm. Margir litir. Fást á bensínstöðvum Shell. Olíufélagiö Skeljungur hf ii

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.